Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 66

Réttur - 01.01.1993, Page 66
SVERRIR KRISTJÁNSSON: „Maður fjöldans, leiðtogi múgsins“ ffiBk'é %p| m M ~ j| Þegar Einar Olgeirsson varð fímmtugur, 14. ágúst 1952, gaf Þjóðviljinn út veglegt átta síðna aukablað honum til heiðurs. Það blað var að meginuppistöðu ítarleg grein eftir einn snjallasta penna sósíalískrar hreyfíngar, Sverri Kristjáns- son, sagnfræðing, vin Einars og samverkamann á hinum pólitíska akri um langan tíma. Sverrir skrifaði einnig síðar eftirminnilegan formála að bók Einars, Vort land er í dögun (Heimskringla, 1962). Það er fróðlegí að grípa niður í ummæli Sverris um Einar í þessum tveimur greinum. Hér eru birt fáein brot. „Öldur sjálfstæðisbaráttunnar risu hátt á uppvaxtarárum Einars Olgeirssonar, ekki sízt hér sunnanlands, í Reykjavík og Hafnarfirði. Það er ekki ofmælt, að póli- tískir viðburðir þessara ára hafi markað Einar Olgeirsson alla ævi síðan, þótt ung- ur væri. Sjálfur tók hann þátt í sjálfstæð- isbaráttunni á sína vísu: Hinn 17. júní 1913 skar hann niður danska fánann, sem blakti yfir pósthúsinu í Hafnarfirði. Pá var Einar 10 ára gamall. Snemma beygð- ist krókurinn.“ „Frá upphafi vega var barátta Einars Olgeirssonar fyrir sósíalískri verkalýðs- hreyfingu á íslandi knýtt órjúfanlegum böndum við baráttuerfðir íslenzku þjóð- arinnar á liðum öldum. Ég hygg, að þess muni fá dæmi um ungan verkalýðsforingja í brautryðjendastarfi, að hann hafi í jafn ríkum mæli og Einar Olgeirsson samein- að heita þjóðtilfinningu og félagslega réttlætiskennd. Svo fast sem Einar lifir með þjóð sinni, með baráttu verkalýðsins við auðvaldið og ánauð þess, þá er hugur hans öðrum þræði jafnan í fortíð þjóðar- innar og sögu, í baráttu við erlent vald og viðskiptum alþýðu við forna höfðingja. Vitundin um að vera sonur þjóðar, sem 66

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.