Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 68

Réttur - 01.01.1993, Page 68
VIOLETTA PARRA: Pökk sé þessu lífi Þökk sé þessu lífi / hve það var mér örlátt af því hlaut ég augun / opna ég þau bæði sé og sundurgreini / svart frá hinu hvíta og efst í hæðum sé ég himinn þakinn stjörnum í mannhafinu manninn sem ég elska. Þökk sé þessu lífi / hve það var mér örlátt heyrnina af því hlaut ég / h'eyri dags og nætur engisprettur óma / eða fugla syngja dyn í vélum, hundgá, hamarshögg og regnið og mjúka róminn mannsins sem ég elska. Þökk sé þessu lífi / hve það var mér örlátt hlaut ég af því hljóðin / hlaut ég einnig stafróf eignaðist ég orðin / um allt það sem ég hugsa móðir, vinur, bróðir — eru ljós sem lýsir þá grýttu braut er gengur sál þín eftir. Þökk sé þessu lífi / hve það var mér örlátt vegferð hlaut ég harða / handa þreyttum fótum yfir óræð síki / arkaði um borgir villt um strendur, fjöll, um óbyggðir og engi til þín heim í hús við völlinn græna. Þökk sé þessu lífi / hve það var mér örlátt af því hlaut ég hjarta / hrærist það að rótum er ég sé hvern ávöxt / elur hugsun mannsins og allt sem gott er svo víðs fjarri því vonda er lít ég í þín augun undurskæru. Þökk sé þessu lífi / hve það var ntér örlátt hlaut ég af því hlátur / hlaut ég einnig tregann til að greint ég gæti / gleðina frá harmi þetta tvennt sem elur aila mína söngva og söngvar mínir eru ykkar söngvar og söngvar allra eru sömu söngvar. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn 68

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.