Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 87

Réttur - 01.01.1993, Side 87
Af verklegri framsókn varð undrið í landsins æðum, aflið sem fyrrum var hugsýn í skáldanna kvæðum varð tækninnar afrek, hið stórvirka á hafi og storð, hin stritandi þekking við orkunnar nægtaborð. Með starfandi höndum og alhæfing anda og máls býr afl þeirra hluta sem gera oss sterk og frjáls. Vor straumþungu vötn flytja boðskap um birtu og varma, og bylgjunnar hafknúnu rétta fram hvíta arma, og gróðurlönd breiða oss til veizlunnar græna voð, og gangan er hafin að þiggja hin miklu boð. F>ví strengjum vér heit vor að stilla kröfunum hátt, þá stækkar vor þjóð og eykur kraft sinn og mátt. í list og í starfi því stærsta og hæsta skal voga, og stefnan skal mörkuð af hugsjóna eldi og loga, hvert átak skal miðað við fjöldans þekkingar feng, og fegurstu vonirnar ofnar í hljómtaksins streng. Svo baráttan öll verði birtunni og lífinu studd, og Brautin hans Porsteins að lokum til enda rudd. 87

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.