Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍRANAR HARÐORÐIR
Íranar brugðust í gær hart við
þeim yfirlýsingum evrópskra ráða-
manna að vísa beri kjarnorkumálum
þeirra til öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Hótuðu þeir að hætta allri
samvinnu við Evrópumenn en þeir
hafa haft umsjón með viðræðum við
Írana sem miðað hafa að því að leysa
deilur um kjarnorkuáætlanir þeirra.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
vill að fundin verði friðsamleg lausn
á deilunni en hann sagði hins vegar í
gær ljóst að heiminum stæði mikil
ógn af því ef Íran kæmi sér upp
kjarnorkusprengju. Sagði hann að
„rökrétt“ væri að mál þeirra færu nú
fyrir öryggisráð SÞ.
Heildstæður lagarammi
Í frumvarpi til nýrrar ramma-
löggjafar fyrir háskóla er ætlunin að
til verði heildstæður lagarammi um
starfsemi háskóla sem taki mið af
örri þróun á háskólastiginu hér-
lendis og erlendis undanfarin ár og á
hann að ná til allra háskóla landsins
óháð rekstrarformi þeirra.
Frumvarpið var kynnt á rík-
isstjórnarfundi í gær.
Banaslys á Sæbraut
Vagnstjóri hjá Strætó bs, lét lífið í
árekstri stætisvagns og flutningabíls
í gærmorgun. Slysið átti sér stað á
Sæbraut. Maðurinn sem lést var
með tóman vagn þegar slysið varð.
Tveir aðrir bílar lentu í árekstrinum
en ekki urðu teljandi meiðsl á nein-
um í þeim.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Bréf 40/41
Úr verinu 11 Minningar 42/47
Viðskipti 14 Kirkjustarf 48/49
Erlent 16/20 Skák 53
Minn staður 22 Myndasögur 54
Landið 23 Dagbók 54/57
Akureyri 26 Víkverji 54
Árborg 27 Staður og stund 56
Suðurnes 27 Velvakandi 55
Daglegt líf 28/29 Af listum 62
Ferðalög 30/31 Bíó 62/65
Menning32/33, 58/65 Ljósvakamiðlar 66
Forystugrein 34 Staksteinar 67
Umræðan 36/41 Veður 67
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir kynningarbæklingur frá Heims-
ferðum.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is
Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
KRAKKARNIR í skólanum á Grundarfirði tóku fagn-
andi á móti snjónum sem kyngt hefur niður síðustu tvo
daga. Það var að minnsta kosti mikið fjör á skólalóðinni
þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um bæinn.
Mikil uppbygging hefur verið í bæjarfélaginu að und-
anförnu og börn og fullorðnir bjartsýn á framtíðina.
Sérstaklega eru íbúar á Snæfellsnesi ánægðir með
framhaldsskólann sem er nú á sínu öðru starfsári.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gleði við skólann í Grundarfirði
ÞEIR sem hafa hug á því að gerast
dagforeldrar í Reykjavík geta feng-
ið bráðabirgðaleyfi, er þeir skrá sig
á námskeið fyrir dagforeldra, að
uppfylltum öllum öðrum skilyrðum.
Þetta segir Regína Ásvaldsdóttir
sviðsstjóri þjónustu- og rekstrar-
sviðs Reykjavíkurborgar. Þessi und-
anþága er veitt, segir hún, til að
bregðast við skorti á dagforeldrum
á höfuðborgarsvæðinu.
Nú starfa alls 149 dagforeldrar í
Reykjavík en til samanburðar voru
þeir 164 árið 2004. Regína segir að
hingað til hafi dagforeldrar þurft að
sækja sjötíu klukkutíma námskeið á
vegum borgarinnar til að fá leyfi til
að starfa. Auk þess þurfi þeir að
uppfylla ýmis önnur skilyrði, s.s.
hreint sakavottorð, vottorð frá
barnaverndaryfirvöldum, ákveðnar
kröfur um húsnæði og fleira.
Menntasvið borgarinnar gefur út
leyfin.
Foreldrar hafi samband við
næstu þjónustumiðstöð
„Nú höfum við hins vegar ákveðið
að gefa út bráðabirgðaleyfi, þ.e. það
er nóg að viðkomandi byrji á nám-
skeiði dagforeldra; hann þarf ekki
að vera búinn að ljúka því.“ Hún
segir að í reglugerð um daggæslu
barna í heimahúsum sé heimilt að
veita bráðabirgðaleyfi í allt að sex
mánuði, þar til dagforeldrar hafi
lokið námskeiði. „Þeir þurfa að upp-
fylla öll hin skilyrðin.“ Að sögn Reg-
ínu hefst næsta námskeið 6. febrúar
nk. Allt að tíu manns hafa skráð sig
á námskeiðið, en Regína vonast til
þess að fleiri bætist í hópinn.
Að sögn Regínu skortir yfirlit yfir
þann fjölda foreldra sem bíður eftir
plássi fyrir börn sín hjá dagforeldr-
um. Dagforeldrar séu sjálfstætt
starfandi og hlutverk borgarinnar
hafi verið að miðla upplýsingum til
foreldra um nöfn dagforeldra með
tilskilin leyfi. Hún kveðst hins vegar
vilja ná yfir þann fjölda sem bíður
eftir plássi í borginni. Það ætlar hún
að gera með því að hvetja foreldra
til þess að skrá sig hjá næstu þjón-
ustumiðstöð borgarinnar. „Þannig
viljum við finna út hve vandinn er
stór.“
Mikill skortur á dagforeldrum í Reykjavík
Borgin ætlar að veita
bráðabirgðaleyfi
Foreldrar hvattir til að láta vita um börn á biðlista
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær
var lagt fram lagafrumvarp til
breytinga á lögum um Kjaradóm
og kjaranefnd. Með því er ætlunin
að hækkun launa æðstu embættis-
manna samkvæmt ákvörðun
Kjaradóms frá 19. desember verði
afnumin frá og með 1. febrúar og
að hún verði 2,5%.
Samþykkt var á ríkisstjórnar-
fundinum að leggja frumvarpið
fyrir þingflokka stjórnarflokkanna
og samþykkti þingflokkur sjálf-
stæðismanna það fyrir sitt leyti í
gær. Hjálmar Árnason, þing-
flokksformaður framsóknarmanna,
gerir ráð fyrir því að frumvarpið
verði samþykkt í sínum þingflokki
eftir helgi.
Frumvarpið er lagt fram í fram-
haldi af þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar fyrir áramót að tek-
in verði aftur ákvörðun Kjaradóms
frá 19. desember. Gerir frumvarp-
ið ráð fyrir að laun embættis-
manna og þjóðkjörinna fulltrúa,
sem heyra undir Kjaradóm, hækki
um 2,5% frá og með 1. febrúar nk.
Jafnframt því verði úrskurði
Kjaradóms frá 19. desember sl.
hnekkt. Gert er ráð fyrir að frum-
varpið verði lagt fram þegar Al-
þingi kemur saman þriðjudaginn
17. janúar.
Frumvarp um
kjaradóm sam-
þykkt í ríkisstjórn
KAUPÞING banki seldi í gær 6,03%
hlutafjár í í Mosaic Fashions, alls
175 milljónir hluta. Flest bendir til
þess að sölugengi hafi verið 18
krónur/hlut sem gerir að heildar-
andvirði viðskiptanna var tæplega
3,2 milljarðar króna.
Hluturinn var keyptur við skrán-
ingu Mosaic í Kauphöll Íslands í
sumar og miðað við skráning-
argengið 14,4 krónur/hlut var inn-
leystur hagnaður 630 milljónir.
Eftir viðskiptin á Kaupþing
banki 3,83% hlutafjár í félaginu.
Í gær voru einnig tilkynnt við-
skipti starfsmannasjóðs Mosaic með
bréf í félaginu en þar var um sölu á
tæplega 4 milljónum hluta að ræða.
Andvirði viðskiptana er um 72
milljónir króna og í tilkynningu
segir að þau séu gerð til þess að
fjármagna skuldbindingar við
starfsmenn Mosaic Fashions.
Innleystur hagn-
aður 630 milljónir
LÖGREGLAN í Keflavík rannsakar
nú stórt fíkniefnamál sem kom upp á
fimmtudagskvöld þegar karlmaður
var handtekinn á heimili sínu í Sand-
gerði vegna gruns um fíkniefnamis-
ferli. Við húsleit hjá honum fundust
rúmlega 800 grömm af hassi, sem
maðurinn viðurkenndi að væri ætlað
til sölu. Honum var sleppt að lokinni
yfirheyrslu en málið verður rann-
sakað áfram og síðan sent ákæru-
valdi til frekari meðferðar. Lög-
reglan á Keflavíkurflugvelli
aðstoðaði við aðgerðina.
Tekinn með
800 g af hassi
ENGAN sakaði þegar bíll í eigu
norrænna friðargæsluliða á Srí
Lanka var sprengdur í loft upp í
austurhluta bæjarins Batticaloa í
gær. Fimm Íslendingar eru á Srí
Lanka á vegum Íslensku frið-
argæslunnar og býr einn þeirra í
Batticaloa. Ragnheiður Árnadóttir,
aðstoðarmaður utanríkisráðherra,
segir að hann sé óhultur. Hann hef-
ur aðsetur ekki langt frá þeim stað
sem sprengingin varð á.
„Það er búið að tala við hann og
hann hefur staðfest að hann sé
óhultur,“ segir hún. „Við fylgjumst
vel með okkar fólki þarna, eins og
annars staðar,“ segir hún og bætir
því við að ekki sé talin ástæða til að
kalla fólk heim.
Sprengjunni var komið fyrir í bíl
sem tilheyrði friðargæsluliðum
samnorræna verkefnisins SLMM.
Bíllinn var á athafnasvæði þeirra
þegar sprengingin varð, að því er
fram kemur í frétt AFP. Þar kemur
fram að verið sé að rannsaka málið.
Íslendingar
óhultir