Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.icelandair.is/london
London
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
30
92
7
0
1/
20
06
Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
Verð frá
25.690 kr.
Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta
ANNAR nýrra ritstjóra DV tók í
gær á móti lista með nöfnum
32.044 manna sem skrifað hafa
undir áskorun til blaðamanna og
ritstjóra DV um að endurskoða
ritstjórnarstefnu sína og sýna
ábyrgð og virðingu í umfjöllun um
menn og viðkvæm málefni. Borgar
Þór Einarsson, einn þeirra sem
stóðu að undirskriftasöfnuninni,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að skilaboðin gætu vart verið
skýrari og það hlyti að bíða nýrra
ritstjóra DV að bregðast við þess-
ari áskorun svo stórs hluta þjóð-
arinnar.
Að undirskriftasöfnuninni stóðu
deiglan.com, Samband ungra sjálf-
stæðismanna, Ungir jafnaðar-
menn, Stúdentaráð HÍ, múrinn.is,
Samband ungra framsókn-
armanna, tíkin.is, Ung frjálslynd,
Heimdallur, Ung vinstri græn,
Vaka, Röskva og H-listinn. Vefrit-
ið deiglan.com annaðist fram-
kvæmdina. Hún hófst kl. 11 að
morgni miðvikudagsins 11. janúar
og stóð í 48 tíma.
Borgar Þór Einarsson sagði að
áskorunin um að ritstjórnarstefnu
DV verði breytt ætti ekki síður við
nú þegar ritstjóraskipti hefðu orð-
ið á blaðinu. Blaðið gæti ekki
skotist undan ábyrgð með því að
ritstjórarnir tveir sem stýrt hefðu
blaðinu undanfarið hættu störfum,
hinir nýju ritstjórar hlytu að taka
mark á þeim skilaboðum sem fæl-
ust í undirskriftasöfnuninni.
Morgunblaðið/Þorkell
Borgar Þór Einarsson (t.v.) afhenti öðrum hinna nýju ritstjóra DV, Páli Baldvin Baldvinssyni, undirskriftalistann í
gær. 32.044 skrifuðu undir áskorunina um að breyta ritstjórnarstefnu DV, en söfnunin stóð í 48 klukkutíma.
Afhentu ritstjóra DV
32.044 undirskriftir
PÁLL Baldvin Baldvinsson, annar
tveggja nýrra ritstjóra DV, segir
það tilfinningum blandið að taka við
ritstjórastarfi við þær aðstæður
sem ríkt hafa undanfarna daga á
blaðinu. „Síðasta vika var frekar
erfið fyrir stuðningsmenn DV víða í
samfélaginu, lesendur þess, svo
ekki sé talað um starfsfólkið hér.
Páll Baldvin segist hafa haft lítinn
tíma til að hugsa sig um þegar hon-
um barst tilboð um að taka við
starfinu. „En alveg nógu mikinn
tíma til þess að sjá að mér fannst
þetta spennandi verkefni og ég
ákvað að taka þessu atvinnuboði.“
Aðspurður um nýja ritstjórnar-
stefnu DV segist Páll Baldvin lítið
geta sagt að svo stöddu. „Við erum
náttúrlega búin að sæta mjög
harkalegri umfjöllun og vera undir
mikilli smásjárrýni á það hvað hér
hefur verið gert. Fráfarandi rit-
stjórar taka ábyrgð á þeirri rit-
stjórnarstefnu, sem hér hefur verið
rekin um nokkurra missera skeið,
með því að víkja úr starfi. Ráðnir
eru nýir ritstjórar og það er ljóst að
með nýjum mönnum koma að ein-
hverju leyti nýir siðir. Við Björgvin
höfum satt best að segja ekki haft
mikið ráðrúm til þess að velta því
fyrir okkur hvernig við komum til
með að höndla þá stefnu sem hér
hefur verið og í hverju hún breytist.
En á starfsmannafundi í morgun
var gerð grein fyrir því að gerðar
yrðu einhverjar breytingar á rit-
stjórnarstefnunni.“
Páll Baldvin vill ekkert fullyrða
um það hvort ný ritstjórnarstefna á
DV verði ólík fyrri stefnu. „Það er
ákaflega óráðlegt að vera með full-
yrðingar um það. Við erum hálfn-
aðir í gegnum fyrsta vinnudaginn
okkar sem hefur að stórum hluta
farið í fundahöld og samtöl við
fréttamenn annarra fjölmiðla þann-
ig að við höfum varla ráðrúm til að
koma út blaði á morgun og und-
irbúa blað fyrir mánudag. En við
komum til með að vanda okkur og
reyna að gefa út gott blað.“
Varðandi nafna- og myndbirting-
ar í sakamálum í DV segir Páll
Baldvin það vera til skoðunar hvað
gert verði í þeim efnum.
Skjálfti farið um
allt samfélagið
Páll Baldvin var áður menning-
arritstjóri DV og sagði í leiðara sín-
um á fimmtudag um umfjöllun DV
um meint kynferðisbrot karlmanns
og sjálfsvíg hans eftir hina mjög svo
umdeildu frétt DV af málinu: „Þjóð-
félagsleg mein verða ekki læknuð
með þögn. Afskiptaleysi bætir ekki
dulsmál.“ (DV 12.1.) Aðspurður
hvort hér sé um að ræða vörn fyrir
þá ritstjórnarstefnu sem rekin hef-
ur verið á DV að undanförnu segir
Páll Baldvin að frekar sé um að
ræða vörn fyrir þá stefnu sem rekin
sé víða um heim í rekstri blaða og
fréttastofa. „Virtir lögfræðingar
hafa gengið fram og óskað eftir því,
og einn þeirra lagt fram frumvarp á
þingi um, að hert verði verulega
ákvæði um einkalíf. Um allt sam-
félagið hefur farið einhver skjálfti
sem kallar á lokun frekar en opnun.
Mér finnst það miður en skil samt
sem áður mjög vel hvers vegna
þessar tilfinningar eru á reiki í
þjóðarsálinni. Ég er alveg sann-
færður um það að með smá tíma
komi fólk til með að líta á öll þessi
mál af meiri sanngirni en áður var
gert, og meiri skynsemi en gert var
í síðustu viku.“
Hann segir það verða nokkuð
verk að endurreisa trú fólks á DV,
sem gengið hafi í gegnum margt í
95 ára sögu sinni. „DV hefur oft
gengið í gegnum ansi miklar
hremmingar og lent á milli fylkinga
í samfélaginu alla sína sögu. Þetta
er náttúrlega harðasta snerra milli
almennings og blaðs sem hér hefur
sést í langan tíma. Að því leyti er
gleðilegt að almenningur geti á ör-
skömmum tíma sameinast um eitt-
hvað ákveðið markmið og komið því
á framfæri.“
Páll Baldvin Baldvinsson tekur við ritstjórastarfi á DV
„Með nýjum mönnum koma
að einhverju leyti nýir siðir“
BJÖRGVIN Guðmundsson sem ráð-
inn var ritstjóri DV í gær ásamt Páli
Baldvin Baldvinssyni boðar nýja rit-
stjórnarstefnu
DV sem rúmast
innan siðareglna
Blaðamanna-
félags Íslands
(BÍ). „Nýjum
mönnum fylgja
nýir siðir og við
munum móta rit-
stjórnarstefnu
eftir okkar
áherslum,“ segir
Björgvin. „Ég tel
að sú ritstjórnarstefna muni rúmast
innan siðareglna Blaðamannafélags
Íslands. Áherslurnar verða fjöl-
breyttari, við munum leggja meiri
áherslu með minni tilkomu á málefni
sem tengjast stjórnmálum og við-
skiptum auk þess að halda áfram að
fjalla um dóms- og lögreglumál.“
DV mun ganga lengra
Björgvin segir ritstjórana hafa
rætt um nafna- og myndbirtingar í
sakamálafréttum með starfsmönn-
um DV í gærmorgun. „Við höfum
ekki klárað þá umræðu en það er
ljóst að DV mun ganga lengra en
Fréttablaðið og Morgunblaðið í þeim
efnum, en að sjálfsögðu taka tillit til
þeirrar gagnrýni sem fram hefur
komið á undanförnum dögum.“
Aðspurður hvort erfitt verði að
endurvekja tiltrú fólks á DV segist
Björgvin það vera eitt af meginverk-
efnum nýrra ritstjóra að endurvekja
traust lesenda blaðsins. „Forsenda
þess að halda úti dagblaði er að les-
endur treysti því sem þar er sagt og
séu sáttir við þá umfjöllun sem í
blaðinu birtist.“
Björgvin segir erfitt að taka við
ritstjórastarfi undir þeim kringum-
stæðum sem nú ríkja enda hafi blað-
ið sætt mikilli gagnrýni. „Það verður
ærið verkefni að gera blaðið þannig
að fjallað verði um málefni líðandi
stundar af vissri auðmýkt en þó með
festu þannig að sá broddur sem verið
hefur í fréttaflutningi DV tapist
ekki.“
Hann fékk vitneskju um það á
fimmtudagskvöldi að ritstjórar DV
hygðust segja upp störfum og fékk
nokkra klukkutíma til að íhuga hvort
hann vildi taka verkefnið að sér.
„Eftir vandlega íhugun ákvað ég að
þetta væri spennandi en erfitt verk-
efni og gæti ekki annað en tekist á
við það,“ segir Björgvin.
Björgvin Guðmundsson, ritstjóri DV
Boðar ritstjórnar-
stefnu sem rúmast
innan siðareglna BÍ
Björgvin
Guðmundsson
RITSTJÓRAR DV, Jónas Krist-
jánsson og Mikael Torfason,
segja í fréttatilkynningu að þeir
hafi ákveðið að segja upp störf-
um til að skapa frið um blaðið.
„DV hefur lent í ófriði í um-
ræðum í þjóðfélaginu undan-
farna daga. Nauðsynlegt er að
skapa að nýju ró um blaðið og
koma á vinnufriði hjá öllu því
dugandi starfsfólki, sem unnið
hefur á ýmsum sviðum þess. Til
þess að svo megi verða höfum
við sagt af okkur sem ritstjórar
blaðsins frá og með deginum í
dag,“ segir í fréttatilkynningu
sem ritstjórarnir sendu frá sér í
gærmorgun.
Ekki náðist í Jónas eða Mika-
el í gær.
Vildu skapa
frið um DV