Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Kilja á góðu verði 1.799 kr. Trúarátök og múgsefjun Mögnuð saga um öflugar hreyfingar í trú og verkalýðsbaráttu, og hvernig sterkir leiðtogar geta heillað fólk og stýrt lífi þess. Áhrifamikil bók byggð á sannsögulegum atburðum og raunverulegum persónum eftir einn fremsta rithöfund Norður- landa, Per Olov Enquist, höfund Líflæknisins. GUNNAR Smári Egilsson forstjóri Dagsbrúnar hf. segir stjórn félagsins ekki leggja mat á ákvörðun fráfarandi ritstjóra DV um að segja upp vegna þess ófriðar sem geisað hefur um rit- stjórnarstefnu blaðsins að undan- förnu. „Við virðum ákvörðun þeirra sem ég tel að sé öllum skiljanleg,“ segir Gunnar Smári. „Við könnumst við sambærileg dæmi þess að þegar mikill ófriður skapast um tiltekna starfsemi, þá meta forystumenn hennar það svo að erfitt sé að skapa aftur frið öðruvísi en að þeir víki í von um að góðar hliðar starfseminnar fái að dafna.“ Varðandi að- komu Dagsbrún- ar að DV málinu með tilliti til þeirr- ar stefnu sem rit- stjórar hafa rekið, andstætt siða- reglum Blaða- mannafélags Ís- lands, segist Gunnar Smári ekki telja það rétt af hálfu Dagsbrúnar að gera reglur BÍ sem fagfélags að grundvelli í rekstri 365 prentmiðla. „Í þessu felst ekki nein skoðun á siðareglunum, heldur vek ég athygli á því að þær eru siðareglur fagfélags blaðamanna og þar með ritstjóranna. Um þær er stundum deilt og ég sé ekki ástæðu til að Dagsbrún gangi fram fyrir skjöldu í þeim efnum. Afstaða Dagsbrúnar snýst fyrst og fremst um þann laga- ramma sem gildir, þ.e. að ábyrgðin er ritstjóranna samkvæmt prentlögum og sambærilegum ákvæðum laga um ljósvakamiðla. Þetta er í samræmi við vestræna hefð, þ.e. að ritstjórar móta stefnu sinna blaða og framfylgja henni. Stjórnir félaga sem eiga miðl- ana geta ekki axlað þá ábyrgð að vera yfirritstjórn yfir hinum ólíku miðlum. Ég held að engum þyki það eftirsókn- arvert.“ Gunnar Smári neitar því að stjórn Dagsbrúnar hafi haft nokkur áhrif á ákvörðun ritstjóra DV. „Það braut á ritstjórn DV og ritstjórarnir töldu eðlilegt að víkja,“ segir hann. Um nýja ritstjóra DV, þá Björgvin Guðmundsson og Pál Baldvin Bald- vinsson, segir Gunnar Smári að þar fari tveir kröftugir fjölmiðlamenn. „Þeir eru ólíkir um sumt en eiga það sameiginlegt að vera eldheitir fjöl- miðlamenn með lifandi áhuga á fjöl- miðlum. Þeir eru líka vel gerðir og með afbrigðum greindir.“ Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar móðurfélags 365 prentmiðla Ákvörðun ritstjóra skiljanleg Gunnar Smári Egilsson „Ætlunin er að eiga friðsæla, bæna- og íhugunarstund þar sem þessi mál eru borin upp í Guðs helgidómi í trú von og kærleika,“ segir ennfremur. Fram kemur einnig að lands- þekktir tónlistarmenn muni flytja tónlist við messuna. Þar á meðal megi nefna þær Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur söngkonu og Móniku Abend- roth hörpuleikara og hjónin Guð- rúnu Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeir Skagfjörð leikara og tónlist- armann. Önnur tónlist verði í hönd- um Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möllers, auk Fríkirkjukórs- ins. Þá munu Fríkirkjuprestarnir Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir þjóna fyrir altari. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti að lokinni messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík verður með messu helgaða réttindabaráttu samkynhneigðra á morgun, sunnu- daginn 15. janúar. Fulltrúar sam- kynhneigðra stíga í predikunarstól og landsþekktir tónlistarmenn munu flytja tónlist. Í frétt frá Fríkirkjunni kemur fram að undanfarið hafi farið fram töluverð umræða í samfélaginu um réttarstöðu samkynhneigðra. Fyrir Alþingi liggi lagafrumvarp sem miði að því að bæta réttarstöðu þeirra með breytingu ýmissa laga. Einnig hafi ummæli Biskups Íslands bæði í nýárspredikun hans sem og við fjöl- miðla kallað á viðbrögð fólks. Fram kemur að fulltrúar samkyn- hneigðra, þau Ragnhildur Sverris- dóttir og Sigursteinn Másson, muni stíga í predikunarstól og flytja pre- dikunarorð ásamt safnaðarprestum. Messa helguð réttinda- baráttu samkynhneigðra STJÓRN Dagsbrúnar, sem á meðal annars DV, ræddi í gær málefni blaðsins og þá umræðu sem orðið hef- ur um ábyrgð eigenda DV í kjölfar láts manns á Ísafirði fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu, sem Þórdís J. Sigurðar- dóttir formaður sendi fjölmiðlum í gær, segir að aðkoma stjórnarinnar að fjölmiðlunum felist í almennri stefnumótun. „Stjórnin virðir þá ákvörðun rit- stjóra DV að láta af störfum. Vegna umræðu undanfarinna daga um ábyrgð eigenda og stjórnar á efni fjölmiðla á vegum dótturfélagsins 365 tekur stjórnin fram að hún starfar eftir starfsreglum þar sem m.a. er kveðið á um að stjórnarmönnum sé óheimilt að hlutast til um einstök um- fjöllunarefni fjölmiðla í eigu félagsins. Aðkoma stjórnarinnar að fjölmiðlun- um felst í almennri stefnumótun. Stjórnin ítrekar að Dagsbrún stendur vörð um tjáningarfrelsi, prentfrelsi, upplýsingafrelsi og gildi lýðræðis og mannréttinda. Félagið virðir grundvallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggur áherslu á sjálfstæði ritstjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmuna- hópum og opinberum aðilum. Félagið þjónar almenningi í landinu og vill eiga traust hans og vera jákvætt afl til umbóta, meðal annars með því að hlúa að gagnrýninni, sjálfstæðri og óháðri umræðu, innan ramma gild- andi laga,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Dagsbrúnar. Leggur áherslu á sjálfstæði ritstjórna SNORRI Snorrason, verktaki á snjómoksturbíl, segir að hann hafi fylgt reglum þegar hann var við störf á Öxnadalsheiði á mánudag, en ung kona velti bíl sínum á heiðinni. Hún undraðist í Morgunblaðinu í gær, að vegfarendur skyldu ekki stansa til að veita aðstoð og beindi orðum sínum m.a. að ökumanni snjómokstursbíls- ins. Snorri segir að hann hafi ekið fram Öxnadal þegar hann mætti bíl, um 5–10 km frá slysstaðnum. Bíllinn hefði blikkað á sig ljósum. Hann hafi ekið áfram enda ekkert sem benti til að bíllinn eða farþegar í honum væru í vandræðum. Í Bakkaselsbrekkunni hafi hann ekið fram á bíl utan vegar. Hann sagðist hafa stansað og kannað hvort einhver væri í bílnum, en það bæri starfsmönnum við snjómokstur að gera samkvæmt starfsreglum Vegagerðarinnar. Hann sagðist jafn- framt hafa tilkynnt strax að bíll væri utan vega á þessum stað. Snorri segir að fleiri tugir bíla blikki sig þegar hann sé við störf og útilokað sé að stansa og ræða við bíl- stjóra í hvert sinn sem það gerist. Hann segir að í þessu tiltekna máli hafi ekki verið um það að ræða að manneskja í nauð hafi veifað til sín. Vann í samræmi við reglur VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að sér hafi ekki borist neitt formlega frá Reykjavíkurborg varðandi við- skipti með Landsvirkjun og hún muni því að svo stöddu ekki tjá sig mikið um þá ákvörðun borgarinnar að selja ekki eignarhlut sinn í fyr- irtækinu. „Það var borgin sem átti upphafið að þessu ferli og ef Reykjavíkurborg hefur skipt um skoðun þá reikna ég með að verða upplýst um það form- lega,“ sagði Valgerður. Hún sagðist bíða með frekari við- brögð þar til henni hefði verið til- kynnt um þessar lyktir mála með formlegum hætti. Borgin átti frumkvæðið að viðræðum Morgunblaðið/RAX margt verði um manninn í brekk- um í Breiðholti og víðar um helgina. Margir úti að leika KRAKKARNIR í Hólabrekkuskóla í Breiðholti eru duglegir að leika sér úti þessa dagana enda er engin ástæða til að sitja inni yfir tölvum eða sjónvarpi þegar snjórinn bíður eftir manni. Búast má við að ♦♦♦ LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í nógu að snúast í gær, vegna mikillar ófærðar. Segir lögreglan að hún hafi sinnt um þrjátíu árekstrum víða um borg vegna hálku og ófærðar. Lík- legt er að fleiri hafi lent í árekstri, en ekki kallað til lögreglunnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri lög- reglunnar í Reykjavík, segir að margir bílar hafi verið illa búnir fyrir slíka ófærð. Yfir þrjátíu árekstrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.