Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 16

Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 16
16 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EFTIR um það bil 4,8 milljarða kíló- metra ferðalag á sjö árum stefnir nú bandaríska geimfarið Stardust til jarðar með dýrmætan farm: sýni af rykögnum sem taldar eru vera elstu efnin í sólkerfinu. Eftir að Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna, NASA, skaut Star- dust á loft árið 1999 fór geimfarið þrjár hringferðir umhverfis sólina og meðalhraðinn var um 78.000 km/klst. Geimfarið flaug í gegnum gas- og ryk- hjúp halastjörnunnar Wild 2 sem nefnd er eftir svissneska stjörnufræð- ingnum Paul Wild. Geimfarið var að- eins um 236 kílómetra frá kjarna halastjörnunnar sem mun þá hafa verið í um 389 milljón km fjarlægð frá jörðu. Á Stardust eru hlífðarskildir sem vörðu geimfarið þegar rykagnir og smásteinar frá halastjörnunni skullu á því á sexföldum hraða byssukúlu. „Sannkallaður fjársjóður“ Í geimfarinu er einnig sýnasafnari, sem er eins og tennisspaði í laginu og var notaður til að safna rykögnum úr hjúpi halastjörnunnar. Á leiðinni að stjörnunni safnaði geimfarið einnig miðgeimsryki, örsmáum ögnum sem talið er að séu leifar ævafornra stjarna sem sprungu. Uppruni halastjarna er rakinn til svæða í útjaðri sólkerfisins. Þær eru taldar leifar af því efni sem ekki náði að safnast saman í stærri hnetti, reikistjörnur og tungl, þegar sólkerf- ið myndaðist fyrir um það bil 4,6 millj- örðum ára. Geimvísindamenn vona því að sýnin varpi ljósi á upprunaleg- an efnivið sólkerfisins og gefi vísbend- ingar um hvernig það myndaðist. „Þetta er sannkallaður fjársjóður,“ sagði geimvísindamaðurinn Don Brownlee um sýnin í geimfarinu. „Þetta er frábært tækifæri til að safna frumstæðasta efninu í sólkerf- inu,“ hafði The New York Times eftir Brownlee sem stjórnar rannsóknum á geimrykinu. „Við búumst fastlega við því að sumar agnirnar úr hala- stjörnunni séu eldri en sólin.“ Talið er að flestar agnirnar séu að- eins tæpur míkrómetri að stærð, eða milljónasti úr metra og einn hundr- aðasti af breidd mannshárs. Þær verða rannsakaðar með öflugum smá- sjám næstu árin og jafnvel áratugina. Hraðamet í lofthjúpnum Sýnin eru í hylki sem á að losna af geimfarinu í um 111.000 km fjarlægð frá jörðu og lenda á æfingasvæði Bandaríkjahers í eyðimörk í Utah á sunnudag. Gert er ráð fyrir því að hraði hylkisins verði um 12,8 km á sekúndu og að það fari hraðar í gegn- um lofthjúp jarðar en nokkur annar manngerður hlutur hefur gert til þessa. Eftir að sýnahylkið losnar af Star- dust fer geimfarið á braut um sólina og á að hringsóla um hana til eilífð- arnóns. Bandarískt geimfar flytur dýrmætan farm til jarðar eftir 4,8 milljarða kílómetra ferðalag  /  !"#$! ./$0(/'!102("0 /!!/ '$('!/$$!3(',+ ,&!"'$/'&!3$2$ BF$+-  %#) " $=+ %+ '  " #)*$+ 1 #A- -*  # $%)      $*#/+$+$    12,3($(/' &!,+ F 6#   / P"   "+ 7$$ '"   / 1 $/6- G$  +  %F #-  "+ A$$/6#H 4(0 ,3(/$'/  (',5$ ' 67 ,!&+  (',5$ $0 ,$,3( #$!,! &+&  (',5$ #$!,! &! 2,3( 43($"$/0 (     '    $ /$2,3( 80 .3(( .3(( 9 1- :  %# &'    !'," , 80 $ 3('  !/   / %+" 1 # %    ,#  )1 )&"++ / ;'  A/& $  " 6 +"++ # < ;0/   A/& $  " 6 +"++ : # : =">3 /$& $5(,3($ (CB!5! 1.(/73 0!;,N(F! Q@!: Kemur með geimryk sem er eldra en sólin Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Geimvísindamennvona að sýnin varpi ljósi á upprunalegan efnivið sólkerfisins og gefi vísbendingar um hvern- ig það myndaðist.‘  Meira á mbl.is/ítarefni BANDARÍKJASTJÓRN hefur komið í veg fyrir að Spánverjar selji 12 herflutningavélar til Venesúela. Tvö spænsk dagblöð, El País og ABC, greindu frá þessu í gær. Sagði þar að Eduardo Aguirre, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, hefði greint Miguel Angel Moratinos, utanríkis- ráðherra Spánar, frá því að samning- inn gætu ráðamenn vestra ekki sam- þykkt. Síðar í gær staðfesti talsmaður spænska utanríkisráðuneytisins fréttir þessar. Maria Teresa Fernan- dez de la Vega, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra Spánar, sagði á fundi með blaðamönnum að spænska rík- isstjórnin gæti ekki skilið afstöðu Bandaríkjamanna í máli þessu. „Samningur var undirritaður við stjórnvöld í öðru ríki, Venesúela, og hann verður að virða,“ sagði hún. Bætir ekki samskiptin við Bandaríkjastjórn Málið sýnist því fallið til að spilla samskiptum sósíalistastjórnarinnar á Spáni og stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta. Þau hafa verið með stirðara móti frá því að sósíal- istar komust til valda á Spáni í mars- mánuði 2004. Fyrsta verk Jose Zapa- tero, forsætisráðherra Spánar, var að kalla heim hermenn frá Írak. Í samningnum við Venesúela ræð- ir um 12 flugvélar, sem smíðaðar eru á Spáni en nýta bandarískan há- tæknibúnað. Af þeim sökum þarf samþykki bandarískra yfirvalda að liggja fyrir. Í nóvember í fyrra gerði sósíalista- stjórnin á Spáni samning við Vene- súela um sölu á hergögnum. Kvað hann á um sölu á flugvélunum 12 auk átta varðbáta og er talinn hljóða upp á tvo milljarða Bandaríkjadala eða um 120 milljarða króna. Bandaríkjamenn lýstu þá yfir áhyggjum af hergagnasölunni og gáfu til kynna að þeir myndu leggjast gegn henni. Í Venesúela ræður ríkj- um Hugo Chavez forseti, sem er ein- dreginn andstæðingur Bandaríkja- stjórnar. Í yfirlýsingu frá sendiráði Bandaríkjanna í Madríd, sem barst síðdegis í gær, var þess sérstaklega getið að Chavez hefði grafið undan lýðræðislegum stofnunum í heima- landi sínu, beitt frjálsa fjölmiðla og stjórnarandstöðu þrýstingi og sýnt einræðistilburði í vaxandi mæli. „Í heimshluta, sem þarf á pólitísk- um stöðugleika að halda, hafa stjórn- völd í Venesúela stuðlað að upplausn og ókyrrð með gerðum sínum og yf- irlýsingum,“ sagði meðal annars í yf- irlýsingu bandaríska sendiráðsins. Chavez hélt því fram í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu einnig spillt samningi, sem hann hafði gert við Brasilíumenn um kaup á herþotum þaðan. Evrópskur tækjabúnaður? Fullvíst má heita að Spánverjar bjóði nú Venesúelamönnum að kaupa vélar þessar með evrópskum tækja- búnaði í stað þess bandaríska. Spænska dagblaðið El País hafði eft- ir sérfróðum í gærkvöldi að slíkan búnað mætti nálægast í einum þrem- ur Evrópuríkjum. Á hinn bóginn væri hann mjög dýr. Spánverjar myndu því hafa lítinn hag af sölunni. Stöðva flugvélasölu til Venesúela Spenna eykst í samskiptum Bandaríkjamanna og Spánverja Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is AP Miguel Angel Moratinos, utanrík- isráðherra Spánar. Washington. AFP. | Erfðafræðileg rannsókn þykir hafa tekið af öll tvímæli um að Bandaríkjamaður, sem tekinn var af lífi árið 1992, hafi verið sekur um þann glæp, er honum var refsað fyrir. Maðurinn, Roger Coleman, var fund- inn sekur um að hafa nauðgað 19 ára gam- alli mágkonu sinni og síðar myrt hana á heimili hennar í bæn- um Grundy í Virg- iníuríki árið 1981. Ári síðar var hann dæmdur til dauða. Hann var síðan tek- inn af lífi níu árum síðar. Hélt alltaf fram sakleysi sínu Coleman hélt alltaf fram sak- leysi sínu. Ítrekaði hann þá yf- irlýsingu sína í síðasta skiptið er hann var leiddur inn í aftöku- klefann. „Saklaus maður verður myrt- ur í kvöld,“ voru síðustu orð hans áður en straumnum var hleypt á rafmagnsstólinn. Vestra hafa líka margir verið þeirrar hyggju að saklaus maður hafi verið líflátinn. Fjölmiðlar þar sýndu máli Colemans mikinn áhuga og viðtöl birtust ítrekað við hann. Mark Warner, ríkisstjóri Virg- iníu, ákvað að nýta bæri þær framfarir á sviði erfðavísinda, sem orðið hafa frá því að Cole- man var tekinn af lífi. Var því sæðissýni, sem fannst á líkinu, sent til rannsóknar í Kanada. Niðurstaðan er sú að líkindin fyrir því að sæðið hafi ekki komið úr líkama Colemans eru talin 1 á móti 19 milljónum. Niðurstaðan mörgum áfall Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum bundu miklar vonir við mál þetta og töldu sýnt að það gæti orðið til að styrkja mjög mál- stað þeirra kæmi í ljós að Coleman hefði verið saklaus og því í raun verið myrtur af rík- isvaldinu. James McCloskey, einn helsti stuðningsmaður Colemans, sem leitast hafði við að sanna sakleysi hans allt frá árinu 1988, sagði niðurstöðuna áfall. „Ég veit nú að ég hafði rangt fyrir mér. Það er erfitt að horf- ast í augu við það,“ sagði McClo- skey, sem snæddi síðustu máltíð- ina með Coleman nokkrum klukkustundum áður en hann var líflátinn. Nýleg Gallup-könnun vestra sýnir, að 64% Bandaríkjamanna eru hlynnt dauðarefsingu en voru 80% fyrir nokkrum árum. Dauðafanginn framdi glæpinn Roger Coleman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.