Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 41

Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 41 UMRÆÐAN MANNSKEPNAN er ógurlegt villidýr. Við höldum að við séum siðmenntuð en undirniðri erum við villimenn. Almenningsálitið er vin- sælt nútíma fyrirbæri, sérstaklega í fjölmiðlum. Það er eins með al- menningsálitið og sinuna að ef eld- ur verður laus verður fjandinn laus. Þá breytist almenningsálitið í múg- æsingu. Þetta þekkjum við úr ver- aldarsögunni. Og á þessu sviði er- um við Íslendingar engir eftirbátar annarra „miðað við fólksfjölda“. Við reynum allavega okkar besta til að halda í við aðra. Og svo kom að því að landsmenn risu upp á afturfæt- urna til að krossfesta Jónas Krist- jánsson, einn allra snjallasta rit- stjóra dagblaðs á Íslandi fyrr og síðar. Til að koma af stað múgæsingu reis upp einn þingmaður og hróp- aði út yfir landsbyggðina að Jónas Kristjánsson hefði framið morð. Svo komu hinir á eftir í halarófu, flestir talandi út og suður eins og hér væri einn sökudólgur sem þyrfti að negla, eins og hér væri um eitthvað óskaplega einfalt mál. En kynferðislegt ofbeldi er ekkert einfalt mál eða rannsóknir á slíkum málum, og tvískinnungurinn í þess- um málaflokki hrópar að okkur úr öllum áttum. Þetta má sjá í dálk- sentimetrum og talmínútum fjöl- miðla síðustu þrjá daga. Ef menn átta sig ekki á því núna þá munu þeir gera það síðar, þegar um hæg- ist. Við getum rætt um ritstjórn- arstefnu Jónasar Kristjánssonar og DV og við getum gagnrýnt hana málefnalega. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að oft megi satt kyrrt liggja, ekki síst í litlu samfélagi eins og okkar. En það er ekki sanngjarnt að gera Jónas Krist- jánsson ábyrgan fyrir því að tiltek- inn maður svipti sig lífi. Ef hann hefði ekki svipt sig lífi; hvað þá? Hver hefði staðan þá verið: umræð- an um kynferðislegt ofbeldi, um- ræðan um sifjaspell og umræðan um barnaklám? Ég læt þetta duga. Með þökk fyrir birtinguna. BRAGI JÓSEPSSON, Garðaflöt 2, Stykkishólmi. Krossfesting.is Frá Braga Jósepssyni: PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldið 4. febrúar næstkomandi. Þegar framboðs- frestur rann út höfðu 22 Kópa- vogsbúar gefið kost á sér til starfa fyrir Samfylkinguna og Kópavog. Þessi mikli fjöldi frambjóðenda kemur okkur sem störfum að bæj- armálum í Kópavogi ekkert á óvart. Óánægja bæjarbúa með meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fer vaxandi hvort sem er með þau vinnubrögð sem sá meirihluti hefur tileinkað sér eða forgangsröð verk- efna. Bæjarbúar gera sér einnig grein fyrir því að eina leiðin til að breyta í Kópavogi er að skipta um meirihluta í bæjarstjórn og þar er Samfylkingin lykilaðili. Félagsmönnum í Samfylkingunni í Kópavogi hefur fjölgað mjög á síð- ustu mánuðum og góður málflutn- ingur okkar í bæjarmálum skilar fleiri félögum og stuðningsmönnum. Samfylkingin í Kópavogi hefur sett sér það markmið að komast í meiri- hluta í bæjarstjórn og sífellt fleiri vilja leggja hönd á plóg til að svo megi verða, ekki síst sú glæsilega sveit karla og kvenna sem nú hefur gefið kost á sér í prófkjörinu. Hver svo sem útkoman úr prófkjörinu kann að verða er ljóst að Samfylk- ingin mun stilla upp sterkum og sig- urstranglegum lista í komandi bæj- arstjórnarkosningu, Kosningaréttur í prófkjörinu mið- ast við félaga í Samfylkingunni í Kópavogi og tengdum félögum og í félagi Ungra jafnaðarmanna í Kópa- vogi sem náð hafa 16 ára aldri á kjördag, með lögheimili í Kópavogi. Frambjóðendur munu fram að próf- kjörinu kynna sig fyrir flokksfélög- unum og öðrum bæjarbúum með hófstilltum hætti og leggja verk sín og stefnumál í dóm flokksmanna, gamalla sem nýrra. GUNNAR MAGNÚSSON, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, Ekrusmára 16. Skiptum um meirihluta Frá Gunnari Magnússyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg -40% -40% -20% Romantique hnotulína Borðstofuborð 190x85 Verð áður: 45.000 -40% Verð nú: 27.0 0 Stóll Verð áður: 12.500 -20% Verð nú: 10.0 0 Skenkur 180cm Verð áður: 79.000 -40% Verð nú: 47.4 0 Romantique borð, 6 stólar og skenkur ALLT SETTIÐ SAMAN NÚ: 134.400 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Opið um helgina: lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 Útsalan í fullum gangi afsláttur10-50% Mikið vöruúrval -30% Borðstofuborð 190x90 og 6 stólar Verð áður: 128.000 -30% Verð nú: 89.600 -20% Tungusófi microfiber áklæði með óhreinindavörn Verð áður: 139.000.- Verð nú: 111.200.- -30% RIO LEÐUR TUNGUSÓFI Verð áður: 212.000 -30% Verð nú: 148.400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.