Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 1
ÍRSKI leikarinn Pierce Brosnan, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á njósnaranum James Bond, leikur leigumorðingjann Julian Noble, sem er úr tengslum við eigin tilfinn- ingar og annarra, í kvik- myndinni The Matador sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Í viðtali við Ingu Rún Sigurð- ardóttur í Morgunblaðinu í dag ræðir hann þessa kolsvörtu gamanmynd og sannar að hann er engu minni sjarmör en þeir sem hann túlkar á hvíta tjaldinu. | 64 Léttgeggjaður leigumorðingi STOFNAÐ 1913 77. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Rokkað í Texas Fjórar íslenskar hljómsveitir á tónlistarhátíð í Texas | 66 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Nornir í aukatímum  Úr munni í maga  Drauma- land Andra Snæs  Flugan  Krossgátan  Vín  Lofar góðu  Atvinna | Tilboð  Útboð  Til sölu  Til leigu  Þjónusta 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 ÞÚSUNDIR manna tóku þátt í skipulögðum mótmælum gegn hernaði Bandaríkjamanna í Írak víðs vegar um heim í gær en á morgun, 20. mars, eru þrjú ár síð- an innrásin í Írak hófst. Í Tókýó í Japan mótmæltu um 2.000 manns hernaðinum en þar er meðfylgjandi mynd tekin. Mót- mælendur þar kyrjuðu slagorð eins og „kallið hermennina heim“, en japanski herinn er hluti af al- þjóðaherliðinu í Írak. Á spjöldum manna stóð síðan m.a. „bindið enda á stríðið strax!“ og „látið Ír- an í friði“, en sumir óttast að Bandaríkin íhugi nú árás á Íran. Mest var þátttakan í Íraks- mótmælunum líklega í London en skipuleggjendur vonuðust fyr- irfram eftir því um að um 100.000 manns tækju þátt. Á Íslandi stóð Þjóðarhreyfingin fyrir almennum borgarafundi í Háskólabíói og Samtök herstöðvaandstæðinga ráðgerðu útifund á Ingólfstorgi.AP Stríðinu mótmælt Þrjú ár frá upphafi innrásarinnar í Írak Einn mótmælenda í Tókýó heldur á lofti spjaldi þar sem spurt er um tilgang hernaðarins í Írak. BRESKIR fjallgöngumenn sem gert höfðu grunnbúðir við Gunn- björnsfjall á Austur-Grænlandi komust í hann krappan aðfara- nótt laugardagsins 11. mars sl. þegar úrillur ísbjörn réðst á búð- ir þeirra. Gjöreyðilagði björninn eitt tjald af fimm og felldi tvö önnur áður en mönnunum tókst að fæla hann burt. Þótti mönnum annars furðulegt að sjá ísbjörn á þessum slóðum, í meira en 2000 metra hæð yfir sjó og 60 km frá ströndinni. Segir Paul Walker leiðang- ursstjóri að heimsókn bjarnarins hafi verið skelfilegasta lífs- reynsla sín til þessa. Varð hann bjarnarins fyrst var þegar hann hremmdi tjald hans. Gripu leið- angursmenn til þess ráðs að öskra hástöfum, grýta öllu laus- legu í björninn og skjóta að hon- um rakettublysum auk þess sem þeir börðu saman pottum. Vapp- aði þá björninn á brott, en ramb- aði þó eitthvað kringum búð- irnar seinna um nóttina, en þá var hann hrakinn á brott með skoteldum. Sváfu leiðang- ursmenn lítið þá nótt, en stóðu vaktina við að framleiða hávaða í fimbulfrostinu næstu tíu tím- ana. Voru leiðangursmenn sóttir af jöklinum síðastliðinn sunnudag með Twin Otter-skíðaflugvél Flugfélags Íslands undir stjórn Bjarka Hjaltasonar flugstjóra og voru þeir fegnir björguninni. | 4 Ísbjörn gerði usla hjá fjallgöngumönnum Ljósmynd/Paul Walker Björninn gjöreyðilagði eitt tjaldanna og reif tvö við inngangana. Leið- angursmenn girtu tjöldin af með skíðum og logandi prímusum. SJÖ menn týndu lífi og þrír slösuðust al- varlega í bænum Young í Úrúgvæ er þeir lentu undir lestarvagni sem þeir höfðu tekið þátt í að draga með handafli, en um var að ræða fjöldaaflraun í raunveruleika- sjónvarpsþætti. Nokkur hundruð manns tóku þátt í aflrauninni, sem segja má að hafi verið eins konar sjónvarpsáskorun. Meiningin var að draga lestina tiltekna vegalengd, en þannig átti að safna fé til styrktar sjúkrahúsinu á staðnum. Nokkrir þátttakenda hrösuðu hins vegar, þegar lestarvagninn var tekinn að renna, og lentu undir hjólum hans. Mikið uppnám varð meðal þeirra, sem áttuðu sig á því sem var að gerast, en eins og sjá má á myndinni tók nokkur andartök að koma þeim sem fjærst stóðu í skilning um að hörmulegt slys hefði átt sér stað. Fjársöfnun sem endaði með ósköpum Reuters Léttvín eykur enn sinn hlut ÁFENGISNEYSLA jókst um 6,7% á milli áranna 2004 og 2005 ef talið er í alkóhól- lítrum, en neyslumynstur og -venjur þjóð- arinnar hafa tekið miklum breytingum. Tvennt virðist einkum hafa sett mark sitt á þróunina, annars vegar lögleiðing bjórs- ins árið 1989 og hins vegar stóraukin neysla léttvíns, sem hófst á síðasta áratug. Léttvínið heldur áfram að auka hlut sinn í heildarmagninu og er nú 28% miðað við tölur síðasta árs, sterka áfengið er 19% og bjórinn 52%. | Tímarit AFMARKA þarf framvirka samninga bankanna betur en gert hefur verið til að koma til móts við athugasemdir erlendra greiningaraðila, segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans, í viðtali við Morgunblaðið í dag. „Það virðist sem erlendir greiningaraðilar greini ekki nægilega á milli hlutabréfa sem bank- arnir eiga fyrir hönd viðskiptavinanna og eigin bréfa bankanna. Þeir túlka það þannig að sá eign- arhlutur sé tengdur fyrirgreiðslum og með ein- hverju leyti á meiri áhættu bankanna en þeir í raun og veru eru. Þetta form á fjármögnun bank- anna er eitthvað sem bankarnir þurfa að taka til athugunar. Þessir samningar henta best til fjár- mögnunar á skemmri tíma á eignarhlutum við- skiptavina og í afmörkuðum viðskiptum. Þeir eiga síður við um stórar hlutabréfastöður og eiga ekki við í fjármögnun til lengri tíma,“ segir Halldór. Þrátt fyrir að Landsbankinn hafi sterka stöðu stendur bankinn eins og aðrir aðilar á fjármála- markaði hér heima frammi fyrir nýjum veruleika, að sögn Halldórs. Hann segir að sannfæra þurfi erlenda aðila um að íslenskt bankakerfi vinni faglega og að draga verði úr þeim þáttum sem valdið geta tortryggni eða komið undarlega fyrir sjónir séð utan frá. Hagkerfið sé lítið, bankarnir stórir á íslenskan mælikvarða og ýmsir þættir á markaðnum veki spurningar hjá greiningaraðilum. Í þessu skyni verða bankarnir að bæta upplýs- ingagjöf sína til greiningaraðila og fjárfesta, gera hana nákvæmari og ítarlegri, segir Halldór, enda geri þessi hópur meiri kröfur til upplýsingagjafar en aðrir sem fylgist með íslensku fjármálalífi. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri ræðir um gagnrýni erlendra greiningaraðila Framvirkir samningar henta ekki til lengri tíma Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is  Þurfum | 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.