Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 27 Haust Skógarh l í› 18 • 105 Reykjav ík S ími 595 1000 Fax 595 1001 • www.heimsferd i r . i s Heimsferða ævintýri Kynntu þér haustbækling Heimsferða Bæklingurinn er kominn Aldrei glæsilegra úrval - frábært verð Heimsferðir kynna glæsilegar haustferðir sínar árið 2006. Við fljúgum beint til vinsælustu borga Evrópu og bjóðum frábærar ferðir með sérflugi til Karíbahafsins, bæði til Kúbu og Jamaica. Kynntu þér glæsilegasta ferðaúrvalið og tryggðu þér lægsta verðið í eftirsóttustu ferðirnar strax. Jamaica 99.690 kr. Kúba 89.990 kr. Kraká 34.790 kr. Ljubljana 44.590 kr. Róm 58.990 kr. Prag 29.990 kr. Búdapest 35.590 kr. Barcelona 29.990 kr. E N N E M M / S IA / N M 20 96 6 með léleg laun upp til hópa og brýnt sé að bæta þar úr. „Ein mesta auðlind blaða- og fréttamanns eru þau sambönd sem hann hefur aflað sér í starfi. Hver og einn starfsmaður sem aflar frétta er einstakur, með sína heimildamenn og trúnað sem hann hefur áunnið sér. Fjölmiðlafyrirtækin á Íslandi eru eins og aldrei betri en starfsmenn- irnir sem þar eru,“ segir Katrín. Hún vitnar í könnun Gallup, sem birt var 30. desember 2005, um mik- ilvægasta miðilinn í fréttum og fréttatengdu efni. Þar kemur í ljós að fréttastofa Sjónvarps hefur algjöra yfirburði, 38% nefna hana, 23,5% nefna Útvarpið og 12% Morgunblað- ið. Stöð 2 og fréttastöðina NFS nefna 10,6% og Fréttablaðið 5,5%. Katrín telur skýringuna á góðu gengi Sjónvarpsins vera að þar starf- ar hópur fréttamanna með mjög langa reynslu, sama megi segja um Morgunblaðið, þar hafa margir blaðamenn langa starfsreynslu. Aðrir fjölmiðlar telur hún að líði nokkuð fyrir reynsluminni nýliða. Ekki lögð nægileg rækt við góða starfsmannastefnu ritstjórna Katrín leggur til að þess sé vand- lega gætt að halda í góðan kjarna af reyndu fólki á ritstjórnunum og ný- liðum sé svo bætt í hópinn eftir þörf- um, en áður fái þeir góða og mark- vissa þjálfun og vandað sé til verka við ráðningar. Katrín telur að í ljósi rannsóknar sinnar sé greinilegt að fjölmiðlafyr- irtækin leggi ekki næga rækt við að vinna upp góða starfsmannastefnu fyrir ritstjórnir sínar. Meirihluti starfsmanna fjölmiðlanna sé óánægð- ur með starfsmannastefnuna og þekki hana ekki. „Úr svörum þeirra skín þekkingar- og aðstöðuleysi til starfsmannastefnu fyrirtækjanna,“ segir Katrín og telur jafnframt að starfsmannastefna fjöl- miðlafyrirtækjanna sé ófullnægjandi ef miðað er við þekkingarfyrirtæki, þar sem mannauðurinn skiptir sköp- um varðandi velgengni á markaði. Hún telur að fjölmiðlafyrirtækin ættu að taka upp stefnumiðaða mannauðsstjórnun og hún eigi að vera sveigjanleg og sífellt í mótun. Hún vitnar til Gylfa Dalmanns Að- alsteinssonar um tilgang mannauðs- stjórnunar sem að mati hans er sá að skipuleggja störf starfsmanna þann- ig að sem mestur árangur, framleiðni og sveigjanleiki náist. Blaða- og fréttamenn sáróánægðir með endurmenntun sína Þá kemur fram í rannsókn Katr- ínar að fjölmiðlamenn séu sáróá- nægðir með endurmenntun sína. Þeim finnst hún nauðsynleg og 90% segja að endurmenntun sé nauðsyn- leg til eflingar í starfi. Enn vitnar Katrín í orð Peters Druckers frá 2001, sem segir að þekkingarstarfs- menn þarfnist formlegrar menntunar og símenntunar alla sína starfsævi. Katrín leggur til að átak verði gert í endurmenntunarmálum og skipu- lega gengið í það að starfsmenn fjöl- miðlanna nýti svonefnt tveggja mán- aða leyfi sitt til endurmenntunar. Leyfið er veitt á fimm ára fresti og fjögurra ára fresti eftir tíu ára starf. „Í leyfinu eru aðeins greidd grunn- laun og á þeim getur enginn lifað af mánuðinn þannig að öll endurmennt- un verður aðeins hjóm í flestum til- vikum, nema blaða- og fréttamenn kosti hana úr eigin vasa. Það þarf að styrkja blaða- og fréttamenn til sí- menntunar,“ segir Katrín. Hún leggur til að eigendur og ráða- menn fjölmiðla nýti sér tiltæka þekk- ingu í stjórnun og mannauðsmálum til að vinna upp starfsmannastefnu sem hæfi svo mikilvægri starfsemi sem fjölmiðlar séu. „Í góðri starfsmannastefnu verður fyrst og fremst að huga að stefnu fyr- irtækisins og verkferlum. Vinna þarf starfslýsingar, setja upp ákveðið ráðningarferli, skipuleggja nýliða- móttöku og þjálfun. Huga þarf að starfsþróun og símenntun og koma skipulagi á umbun, hvatningu, boð- skipti og síðast en ekki síst að ganga frá starfslokum manna þannig að sómi sé að fyrir fyrirtækin. Endur- og símenntun er mjög mikilvæg mönnum í fjölmiðlastétt sem fara með fjórða valdið. Þess vegna ber að huga vel að þessum þáttum og líklegt til árangurs er að starfsmannastjóri skipuleggi fræðsluáætlanir, slíkt gagnast fyrirtæki og starfsmanni jafnt. Skipuleggja þarf vel og vand- lega starfsmannasamtöl, sem starfsþróun er byggð á,“ segir hún. Vinnuálag oft óhóflega mikið Katrín leggur áherslu á að ótækt sé að starfsmenn geti ekki fylgst með gangi mála í rekstrinum og þurfi að geta sér til um hvað sé á döfinni í þeim efnum. Vinnuálag blaða- og fréttamanna er mikið og verkefni þeirra krefjast einbeitingar, nákvæmni. Samkvæmt könnun Katrínar hefur álagið aukist að mati starfsmanna og þeir þurfa oft að taka ákvarðanir með litlum fyrir- vara. Sumir starfsmenn segjast eiga á hættu að „brenna út“ við þetta ástand. „Ég hef víða farið á 30 ára starfs- ferli mínum við fjölmiðla og fylgst með störfum á fréttastofum t.d. í Bandaríkjunum. Hvergi hef ég séð blaða- og fréttamenn undir eins miklu álagi og hér á landi,“ segir Katrín. Hún leggur til að að ritstjórn- ir blaða og ljósvakamiðla verði end- urskipulagðar með það í huga að minnka vinnuálag. Flestir blaða- og fréttamenn eru stoltir af starfi sínu Hið góða er að flestir sem tóku þátt í rannsókninni segjast vera stolti af starfi sínu og hlakka til að fara til vinnu sinnar, mjög fáir kvíða henni og aðeins 22% segjast hugsa um að hætta. „Blaða- og fréttamennska er lif- andi og skemmtilegt starf, en einnig krefjandi. Á síðustu 20 árum hefur fagmennsku fleygt fram og kemur stöðugleiki fram í rannsókninni þeg- ar hoft er til starfsaldurs,“ segir Katrín. Svar við rannsóknarspurningu hennar um hvernig starfsmannamál- um, vinnubrögðum og sjálfsmati blaða- og fréttamanna sé háttað á fréttastofum stærstu fjölmiðlanna er eftirfarandi: „Gera þarf miklar breytingar á starfsmannastjórnun og taka upp stefnumiðaða mannauðsstjórnun. Blaða- og fréttamenn eru vel mennt- uð stétt með langa starfsreynslu. Þeir leggja áherslu á endur- og sí- menntun og eru mjög sjálfstæðir í starfi sínu. Þeir vinna sjálfstætt og undir miklu álagi og hafa völd og áhrif með umfjöllun sinni. Almenn- ingur treystir þeim til góðra verka. Yfirmenn á ritstjórnum leggja ekki næga rækt við starfsmenn og huga ekki nægilega vel að þróun þeirra í starfi,“ segir Katrín. „Tilgáta mín um að það sé sam- hengi á milli mikilvægis fjölmiðla á Íslandi og þess hvernig búið er að starfsmönnum þeirra stenst ekki. Miðað við stöðu fjölmiðla í samfélag- inu og það að þeir eru réttnefndir fjórða valdið ætti að búa mun betur að blaða- og fréttamönnum, þannig að þeir geti sinnt sínum mikilvægu störfum á mannsæmandi hátt.“ búið að því Katrín Pálsdóttir hefur verið starf- andi blaða- og fréttamaður í rösk- lega 30 ár. „Ég byrjaði eftir áramótin 1976 á Dagblaðinu, sem þá var nýstofnað,“ segir Katrín. Hún lauk BA-prófi frá HÍ 1976 og ritgerðin hennar fjallaði um fréttaval í Sjónvarpinu. „Ég lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands og fór þaðan á Íþróttakennaraskóla Íslands á Laug- arvatni. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands, þar sem ég hóf nám í fé- lagsvísindadeild. Þar smitaði Þor- björn Broddason mig af fjölmiðla- bakteríunni,“ segir Katrín. Eftir þá afdrifaríku „smitun“ hefur Katrín starfað við fjölmiðla og er löngu landskunn fyrir störf á þeim vettvangi, einkum sem fréttamaður á RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. „Það sem hefur ekki síst haldið mér við efnið í öll þessi ár eru tengsl mín við New York Times og blaða- menn þar. Ég hef verið í góðu sam- bandi við einn af framkvæmdastjór- um blaðsins, sem er fjölskylduvinurinn Midge Longley. Hún greiddi götu mína hvort sem var til sjónvarpsstöðva svo sem WNBC, þar sem ég var í mánuð og lærði fjöl- margt um sjónvarp, en áður hafði ég verið hjá WCBS-Radio í starfsþjálfun og raunar víðar. Ég hef satt að segja árlega farið í heimsókn til New York til að halda lifandi tengslum mínum við blaða- og fréttamenn þar og átt mjög gagnlegar umræður við fólk þar um fagið.“ En hvers vegna fórstu út í að reyna að skilgreina fjórða valdið? „Ég fór að velta fyrir mér spurn- ingunni um fjórða valdið fyrir nokkuð mörgum árum og stöðu fjölmiðla í samfélaginu. Ég fór á ný í háskólann vegna þess að mig langaði til að gera úttekt á þessu fagi mínu sem ég er búin að starfa við svo lengi. Ég hafði orðið þess vör að samstarfs- fólk mitt var hreint ekki sammála um stöðu fjölmiðlanna, sumir litu á þá sem stökkpall út í eitthvert annað starf, en aðrir líta á vinnuna þar sem sitt ævistarf. Ég ákvað því að fara út í rann- sóknarvinnu til að geta betur skil- greint stöðu fjölmiðla í samfélaginu. Ég ákvað að fá í lið með mér þá sem skrifa fréttir og fréttatengt efni á stærstu fréttastofum á Íslandi. Þetta fólk svaraði megindlegri rann- sókn sem ég byggði upp í tengslum við þau fræði sem fjallað var um í viðskipta- og hagfræðideild og vörð- uðu sérstaklega mannauðsstjórnun, sem er mitt sérsvið. Ég hefði aldrei getað gert þetta nema fyrir það að félagar mínir á rit- stjórnunum tóku mér mjög vel og svöruðu ítarlegum spurningalista sem er önnur meginuppistaðan í rit- gerðinni. Hin meginuppistaðan er spurningin um hvernig stjórnvöld á Íslandi, eigendur, stjórnendur og fræðimenn skilgreina stöðu fjölmiðla í íslensku samfélagi.“ En komu þér niðurstöður rann- sóknar þinnar á óvart? „Svör um fremur slæman aðbún- að komu mér mest á óvart og hið gríðarlega vinnuálag sem blaða- og fréttamenn búa við. Eins það að eig- endur og stjórnendur fjölmiðla virð- ast ekki gera sér fyllilega grein fyrir hvað fjölmiðlarnir eru mikilvægir fyr- ir lýðræðislega umræðu í landinu ef horft er á starfsmannastefnu miðl- anna. Sums staðar er hún ekki fyrir hendi eða úrelt. Morgunblaðið stendur sig vel að þessu leyti. Þar á bæ gera menn sér vel ljóst að mann- auðurinn er mikilvægastur.“ Mannauðurinn er mikilvægastur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.