Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 53 MINNINGAR sem eftir stöndum. Ragna mín, ég veit að ljósið lýsir þér á þeim stað sem þú ert núna á og bið algóðan Guð að styrkja alla sem þér voru hjartkærir. Freyja Jónsdóttir. Eftir stutt veikindastríð hefur Ragna Lindberg kvatt þetta líf og haldið á vit ævintýra sem menn þekkja lítið til en gera sér samt hver sínar hugmyndir og vænting- ar um. Ragna vann lengst við að kenna fólki að aka bifreið. Hún var önnur konan sem tók ökukennara- próf og sú fyrsta sem gerði öku- kennslu að ævistarfi. Hún var vel látin sem ökukennari. Hún var þol- inmóð, framsýn og góður mann- þekkjari. Allt eðlisþættir sem nýt- ast vel þegar segja þarf fólki til og miðla þeirri verkþekkingu sem nauðsynleg er við stjórn ökutækja. Þegar ég byrjaði að kenna á bíl upp úr 1970 var Ragna byrjuð að kenna og síðustu tímana kenndi hún í byrjun desember sl. Starfs- aldurinn orðinn milli 35 og 40 ár. Okkur Rögnu varð fljótlega vel til vina og höfðum mikið samband gegnum árin. Upp úr 1990 tók hún sér nokkurra ára hlé frá kennsl- unni þegar hún tók að sér dótt- urson sinn nýlega fæddan og ól hann upp. Þegar hann var kominn nokkuð á legg, svo að hún gat að- eins farið að sinna fleiri verkum, fékk ég hana til að leysa mig af ef ég vildi bregða mér í frí. Er hún með betri og traustari aðstoðar- mönnum sem ég hef fengið til slíkra verka. Alltaf hægt að treysta henni til að leysa öll verkefni með miklum ágætum. Þetta varð svo til þess að Ragna varð sér úti um bíl og fór aftur að kenna á eigin veg- um. Og ekki vantaði viðskiptavin- ina. Nýinnfluttir Íslendingar, víða að úr heiminum, leituðu mikið til hennar síðustu árin og eru margir í þeirra hópi sem eiga henni það að þakka að hafa orðið góðir ökumenn. Seinustu mánuðirnir hafa verið Rögnu mjög erfiðir. Hún greindist með krabbamein í haust. Dvaldi hún mest heima í veikindum sínum og var nýlega komin á Landspít- alann við Hringbraut þegar hún lést 4. mars sl. Allan þennan tíma reyndi ég að hafa daglegt samband við hana og ræddi seinast við hana daginn áður en hún dó. Hún var ætíð málhress, full bjartsýni, hlakkaði til að byrja að kenna aftur og kvartaði aldrei. Ég vil að lokum votta aðstand- endum Rögnu samúð og sérstak- lega dóttursyninum sem hún kom til manns og fötluðum syni hennar sem hún hélt heimili til margra ára. Blessuð sé minning Rögnu Lind- berg Márusdóttur. Snorri Bjarnason. ✝ Einar B. Jóns-son fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 29. janúar 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Jónas- dóttir, f. 30. október 1891, og Jón Björg- ólfsson, f. 5. mars 1881. Einar var sjötti í röð 13 systk- ina. Þau eru talin í aldursröð: Sigurður, bílstjóri og kaupmaður, látinn, Kristín Björg, húsmóðir, látin, Árni Björn, leigu- bílstjóri, Björgólfur, bóndi, látinn, Helga Björg, húsmóðir, Oddný Aðalbjörg, húsmóðir, látin, Hlíf Þórbjörg, húsmóðir, Jónas, vega- vinnuverkstjóri, látinn, Hlífar Pétur, bóndi, Guðmundur, bóndi, Óskar, húsasmíðameistari, og Þórey, fótaaðgerða- fræðingur. Einar kvæntist 22. janúar 1959 Ragnheiði Ingi- mundardóttur, f. 21. apríl 1933, d. 31.jan- úar 1999. Hún var dóttir Ingimundar Jóns Gíslasonar og Halldóru Ragnheið- ar Jóhannesdóttur. Þau bjuggu á Hvoli í Saurbæ. Börn Ein- ars og Ragnheiðar eru: 1) Ómar, f, 29. nóvember 1955, kvæntur Geirdísi Geirsdóttur og eru þeirra börn Viktor og Tinna. Dætur Geirdísar frá fyrra hjónabandi eru Sigríður Helga og Berglind. 2) Svava Jón- heiður, f. 21. október 1958, maki Andrew Hurry, dóttir hennar er Helga Dögg Harðardóttir. Útför Einars var gerð í kyrr- þey. Maður ljúfmennsku og hógværðar hefur kvatt þennan heim. Hress að kveldi að spjalla við sína ættingja. Dáinn að morgni þess dags er hann hugðist halda heim, útskrifaður af spítalanum. Hafði dáið í svefni. Létt lund og græskulaus gamansemi ein- kenndi Einar hvar sem leið hans lá og aflaði honum vinsælda. Ungur fór hann í Íþróttaskólann í Haukadal . Lærði trésmíði á Fáskrúðsfirði, lauk meistaranámi í Reykjavík og þar var hans starfsvettvangur um árabil. Vann hjá verktökum á Keflavíkur- flugvelli meðal annars. Leitað var til hans að taka að sér verk heima í Breiðdalnum. Heimavistarskólinn að Staðarborg var eitt af þeim verk- efnum ásamt byggingum á Breið- dalsvík. Einar tók drjúgan þátt í uppbyggingu á Seltjarnarnesi sem þá var sem óðast að stækka og þróast, og átti þar lengi heima eða 15 ár. Hann flutti í Borgarnes 1972 og sá um framkvæmdir hjá Kaup- félagi Borgfirðinga. Í Borgarnesi gerðist hann mikill áhugamaður um golf og var einn af stofnendum Golf- klúbbsins í Borgarnesi. Mun hann eiga ófá handtök í uppbyggingu Golfskálans að Hamri. Golfið og fé- lagsskapurinn í kringum það veitti honum ómælda ánægju . Enda var maðurinn mikill félagsvera. Einar hafði yndi af söng og átti sín uppá- halds ljóð og lög sem hann söng gjarna í góðra vina hópi. Þá var hann dansari góður og stundaði „gömlu dansana“ stíft á sínum yngri árum. Fáir stóðu honum framar í þeirri list. Einar iðkaði knattspyrnu heima í Breiðdalnum og hafði alla tíð gam- an af að horfa á leiki og sleppti ógjarna leikjum í sjónvarpi. Það var ætíð gleðiefni þegar von var á Einari heim í dalinn. Honum fylgdi ávallt glaðværð og léttleiki sem lífgaði upp á tilveruna. Ég kveð svo Einar bróður með ljóði sem var ort í tilefni af áttræðisafmæli hans sem haldið var í Golfskálanum á Hamri í Borgarnesi. Í golfi hress með létta lund láttu kúlur svífa Í ótal holur út um grund engu skaltu hlífa Nú þökkum við þér öll þau ár er átt við höfum saman. En þótt gráni okkar hár við elskum lífsins gaman . Svo líttu fram á lífsins veg á ljúfa hlýddu óma því aftansólin yndisleg er með sínum ljóma. (Þ. Jónsd.) Að lokum er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa notið samfylgdar Einars bróður svo langan tíma á lífs- ins braut. Með samúðarkveðju til barna, tengdabarna og barnabarna. Þórey Jónsdóttir. EINAR B. JÓNSSON Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN ÓLAFSSON rafeindavirkjameistari, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 9. mars. Jarðarför fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 20. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á lík- narfélag Oddfellowreglunnar, stúku nr. 1 Ingólfs I.O.O.F., sími 562 2850. Arnar Sigurbjörnsson, Sigrún Sverrisdóttir, Rafn Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR, sem lést mánudaginn 13. mars sl., verður jarð- sungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.00. Eyjólfur Pálsson, Margrét H. Ásgeirsdóttir, Marta Pálsdóttir, Guðmundur Hannesson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA ÞYRÍ ANDERSEN, Fjallalind 66, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala háskólasjúkrahúss í Kópavogi fimmtudaginn 16. mars. Tilkynning um útför verður birt síðar. Þór Guðmundsson, Willum Þór Þórsson, Ása Brynjólfsdóttir, Örn Þórsson, Regína Björk Jónsdóttir, Valur Þórsson, Helga Margrét Vigfúsdóttir, Willum Þór Willumsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir, Daníel Helgi Arnarson, Ísar Logi Arnarson, Ernir Þór Valsson, Viktor Orri Valsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, SESSELJA H. GISSURARDÓTTIR HALLE frá Súgandafirði, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í Þýskalandi (Fried- richshafen). Innilegar þakkir til allra ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð. Alf Halle, Allan, Miriam, Lilja, Henry, Linda, Alfonso og barnabörn, Sigríður Gissurardóttir, Halldóra Gissurardóttir Helstad, Þorbjörn Gissurarson, Guðmundur Gissurarson, Herdís Gissurardóttir, Elín Gissurardóttir, Jóhanna Gissurardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMANN SKÆRINGSSON, Suðurbraut 2A, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 13. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 21. mars og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins, sími 540 1990. Ósk Alfreðsdóttir, Jóna Birna Guðmannsdóttir, Sveinn Gunnarsson, Inga Kristín Guðmannsdóttir, Kristinn Þór Ásgeirsson Ósk Heiða, Guðmann og Linda María, Guðni Már, Benedikt Reynir og Bjarki Þór. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, PÉTUR SÆVAR HALLGRÍMSSON, Kirkjubraut 22, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 14.00. Kristín Ýr Pétursdóttir, Baldur Snorrason, Nökkvi Rafn Baldursson, Dýrleif Pétursdóttir, Þorvaldur Snorri Árnason, Nanna Birta Pétursdóttir, Inga Lóa Hallgrímsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, Sigurður Hallgrímsson, Guðrún Jakobsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Jónas Hallgrímsson, Guðný Aðalgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.