Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 45 UMRÆÐAN Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími framundan, ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteignasölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND Viltu fara í útrás til Danmerkur? Höfum fengið til sölu veitingastaði KFC Danmörk en félagið er eigandi að öllum þremur veitingastöðum Kentucky Fried Chicken á Kaupmannahafnarsvæðinu, sem eru mjög vel staðsettir. Viðskiptaáætlun félagsins gerir ráð fyrir því að KFC í Danmörku muni halda áfram uppbyggingu „Master Franchise-leyfi“ fyrir Danmörku sem veitir félaginu heimild til þess að selja sérleyfi og þar með fá sérleyfistekjur af þeim stöðum sem til stendur að opna. Til stendur að opna fimm nýja staði á næstu 18 mánuðum á eigin vegum og þar að auki hefja sölu á sérleyfum. Áætlanir gera ráð fyrir því að félagið verði sjálft með 10 staði í rekstri í lok árs 2008 og á sama tíma selja 10 sérleyfi og þeir staðir verði reknir af öðrum aðilum með leyfi frá danska félaginu. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteignakaupa Ármúla 15, Reykjavík. City Rådhuspladsen 55 1550 København V Amager Amagerbrogade 95 2300 København S Rødovre Tårnvej 3 2610 Rødovre Sigurður Óskarsson og Sveinn Óskar Sigurðsson lögg. fastsalar MIÐLEITI Vorum að fá í sölu gullfallega eign við Miðleiti, einum besta stað í Reykjavík. Um er að ræða 3ja-4ra herbergja íbúð á annarri hæð auk stæðis í bílageymslu. Sölumaður: Vigfús, gsm: 698-1991 Í FLÓKNUM heimi samtímans þurfa sífellt fleiri starfsstéttir að takast á við erfiðar siðferðilegar spurningar í starfi sínu. Flest störf fela í sér samskipti við fólk eða um- hverfi þar sem mik- ilvæg verðmæti eru í húfi sem brýnt er að taka mið af. Því eru siðfræðileg dómgreind og samskiptahæfni æ ríkari þáttur í hug- myndum manna um fagmennsku og starfs- ábyrgð. Það er ekki nóg að hafa sér- fræðiþekkingu og tæknilega færni ef þekkingin og kunn- áttan eru ekki notuð í uppbyggilegu skyni. Þetta á ekki síst við í störfum þar sem mikið reynir á mannleg sam- skipti eða þar sem ríkir almanna- hagsmunir eru í veði. Má þar m.a. nefna starfsfólk í heilbrigðisþjón- ustu, náttúrufræðinga og lífvís- indamenn og fólk í viðskiptalífinu. Á undanförnum árum hefur verið byggt upp nám í starfstengdri sið- fræði við heimspekiskor hugvís- indadeildar Háskóla Íslands. Meg- inmarkmið námsins er að þjálfa fólk í að nota siðfræðilega hugsun við greiningu og úrlausn raunhæfra vandamála í nútímasamfélagi. Stúd- entum eru kynntar helstu kenningar í siðfræði, lögð er áhersla á þjálfun í rökræðum um siðferðileg úrlausn- arefni og ákvarðanir um þau. Nú hefur verið ákveðið að byggja meistaranám í hagnýtri siðfræði of- an á viðbótarnámið í starfstengdri siðfræði. Frá og með haustmisseri 2006 gefst kostur á að hefja nám á þremur 45e námslínum: MA-nám í heilbrigðis- og lífsið- fræði þar sem sérstök áhersla er lögð á greiningu siðferðilegra úr- lausnarefna á sviði heilbrigðis- og lífsiðfræði og ákvarð- anir um þau. Þetta nám gæti til að mynda hent- að vel fyrir fólk sem lokið hefur námi í heil- brigðisgreinum, líf- fræði, lögfræði eða guðfræði og starfað á sviði heilbrigðisþjón- ustu eða við rannsóknir í lífsvísindum MA-nám í umhverf- is- og náttúrusiðfræði þar sem sérstök áhersla er lögð á grein- ingu siðferðilegra úr- lausnarefna á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Þetta nám gæti til dæmis hentað vel fyrir fólk sem lokið hefur námi í líffræði, fé- lagsvísindum, guðfræði eða verk- fræði og starfað á sviði umhverf- ismála og náttúruverndar. MA-nám í viðskiptasiðfræði þar sem sérstök áhersla er lögð á grein- ingu siðferðilegra úrlausnarefna á sviði viðskipta. Þessi námslína er sniðin fyrir fólk sem lokið hefur námi í viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði og starfað á sviði viðskipta, svo sem við bókhald, endurskoðun eða verðbréfaviðskipti. Fyrir hverja? Þessar nýju námslínur koma til móts við þarfir fólks sem ekki hefur lokið prófum í heimspeki en hefur áhuga á að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði eða almenna menntun sína með námi í hagnýtri siðfræði. Fólk sem hefur lokið prófi í heim- speki á þess líka kost að taka þessar nýju námslínur og er námið aðlagað þeim ólíka bakgrunni sem nemendur hafa. Námið er skipulagt í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands og Háskól- ann á Akureyri og eiga nemendur kost á að velja námskeið sem kennd eru í þeim skólum í stað námskeiða við Háskóla Íslands. Einnig er sam- starf við kennara úr öðrum deildum Háskóla Íslands og við erlenda há- skóla. Heimspekiskor hugvísindadeildar Háskóla Íslands hefur faglega um- sjón með náminu en Siðfræðistofnun sér um framkvæmd þess. Sækja þarf sérstaklega um námið til Sið- fræðistofnunar Háskólans. Allar nánari upplýsingar um námið veitir Salvör Nordal, forstöðumaður Sið- fræðistofnunar, í síma 525 4195 eða í netfanginu salvorn@hi.is. Meistaranám í hagnýtri siðfræði – nýjar námslínur við H Í Vilhjálmur Árnason fjallar um nýja námslínu til meistaraprófs í HÍ ’Nú hefur verið ákveðiðað byggja meistaranám í hagnýtri siðfræði ofan á viðbótarnámið í starfs- tengdri siðfræði.‘ Vilhjálmur Árnason Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar Háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.