Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 43
UMRÆÐAN
Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100
Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali
DALSEL 27 - ENDARAÐHÚS
- OPIÐ HÚS KL. 15-17 Í DAG!
Stærð í fermetrum: 174
Fjöldi herbergja: 7
Tegund eignar: Raðhús
Verð: 35.4 millj.
Lýsing eignar:
NÝTT! ENDARAÐH. - 5 SVEFNH.174,3 FM.+ 30 FM.BÍLG. + GOTT LEIKSV.
Glæsilegt, mikið endurnýjað og vel skipulagt 3ja. hæða endaraðhús samtals 200 fm. eign í Seljahverf-
inu. Falleg eign með mikið útsýni yfir Reykjavík og Snæfellnesið. Húsið var málað að utan árið 2004.
1.HÆÐ: Eldhús sem var nýlega stækkað og nýuppgert. Stofan er sérstaklega rúmgóð, útgengi út á
góðar suðvestursvalir. Beikiparket er á flestum gólfum eignar.
2.HÆÐ: Á efri hæðinni eru fjögur góð svefnherbergi öll parketlögð. Hjónaherbergið er með útgengi
út á suðvestursvalir og góðum skápum. Þvottahús er á hæðinni. Baðherbergið er nýuppgert, baðkar
m/sturtu nýjar hvítar flísar á gólfi og vegg, upphengt klósett með mósaík flísalögðum kassa, falleg ný
innrétting undir vaski og spegill yfir, handklæðaofn á vegg.
JARÐHÆÐ: Á neðri hæð er mjög rúmgott herbergi og úr því útgengi út í garð, parket á gólfi , sem
nýtist vel fyrir ungling, eða sem skrifstofa . Einnig er hægt að útbúa baðherbergi á neðri hæð og
leigja herbergið út eða nýta sem gott sérherbergi eða gestaherbergi.
BÍLAGEYMSLA: Gott sérstæði í bílgeymslu og með því sér geymsla sem er fyrir utan uppgefna fer-
metratölu því er eignin er u.þ.b. 200 fm. að stærð með bílgeymslu.
LÓÐ+SAMEIGNLEG LÓÐ:Eigninni fylgir stór lóð fyrir framan og aftan húsið. Mikið af leiktækjum á
sameiginlegri barnvænni lóð fyrir Dalselið. Stutt í Ölduselsskóla, leikskóla og í alla þjónustu!
Allar nánari upplýsingar veitir: Áslaug Baldursdóttir, sölumaður í síma: 822-9519
Sími 575 8500 Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali
Í dag á milli kl. 14-16
verður til sýnis mjög
falleg 80 fm 2ja herb.
íbúð á 2. h. í lyftuhúsi
við Norðurbrú 5 í
Garðabæ.
Húsið er byggt 2004.
Íbúðin skiptist þannig
að gengið er inn í hol
með fataskáp, eldhúsið
er með fallegri eikarinn-
réttingu og góðum
tækjum, stofan er rúmgóð með suðvestursvölum út af, baðherbergið er flísalagt
með baðkari og tengingu fyrir þvottavél og svefnherbergið er með skápum. Það
er parket á öllum gólfum nema á baði. Sérgeymsla í kjallara og innangengt í bíla-
geymslu. Áhv. 16,2 m. V. 21,9 m. Eiríkur Ingi tekur á móti gestum.
OPIÐ
VIRKA DAGA
FRÁ KL. 9-18
OPIÐ HÚS
NORÐURBRÚ 5 - BÍLGEYMSLA
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS Í DAG
HÁBERG 14 - BREIÐHOLTI
Vel skipulagt 5 herb. 140 fm parhús á tveimur hæðum, neðri hæð 102 fm og efri
hæð 38 fm. Eignin er fjögur herbergi, forstofa, gangur, stofa/borðstofa, eldhús, bað-
herbergi og geymsla, einnig gott vinnurými á efri hæð. Suðausturgarður út frá stofu.
Geymsla fylgir eign við inngang í hús. Upphituð gangstétt að húsi. Vel staðsett með
stækkunarmöguleika, stutt í alla þjónustu. Verð 30.900.000.
Sveinn Eyland starfsmaður Fasteign.is tekur á móti þér og þínum
í dag milli kl. 14 og 16.
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali
SVÖLUHRAUN - HAFNARFIRÐI
- Sérlega vel staðsett einbýli á einni hæð -
Mjög gott 183 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 32,5 fm bílskúr. Húsið er sérlega vel staðsett innarlega í lok-
uðum botnlanga með fallegum og skjólsælum garði í mikilli rækt. Við baklóð hússins er óspillt hraunið á tvo
vegu en nærvera þess skapar einstaka umgjörð um húsið. Húsið er mjög skemmtilega hannað með stórum
stofum og fjórum góðum herbergjum. Verð 43,9 milljónir.
Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840 4049.
ÁSTÆÐA þess að við hjónin
ákváðum að setjast niður og skrifa
um hjónabandið eru greinar sem
hjónin Einar Karl Haraldsson og
Steinunn Jóhannesdóttir hafa rit-
að saman og í sitt hvoru lagi um
hjónabönd samkynhneigðra. Það
væri of langt mál að kryfja allar
þær hugmyndir sem þar koma
fram en í stuttu máli þá líta þau
svo á að ef Alþingi leyfir samkyn-
hneigðum pörum að ganga í
hjónaband feli það í sér afkynjun
hjónabandsins og jafnvel einhvers
konar vanhelgun líka. Það sem
okkur þykir hvað undarlegast í
málflutningi þeirra hjóna er rök-
semdafærsla sem þau hafa sett
fram og er einhvern veginn svona:
Ef samkynhneigðum pörum verð-
ur leyft að ganga í hjónaband
breytir það merkingu þess hjóna-
bands sem við gengum í svo mikið
að rétt væri að spyrja fyrst öll
hjón sem nú þegar hafi gengið í
hjónaband leyfis þar sem ekki er
víst að allir vilji vera í sams konar
hjónabandi og samkynhneigðir
enda er hjónaband einungis leyfi-
legt á milli karls og konu.
Þessa túlkun sína á orðinu
hjónaband sækja þau beint í Biblí-
una sem er gott og gilt en um leið
mjög gölluð aðferð því orð Bibl-
íunnar tilheyra öðrum tíma og þar
er margt að finna sem allir eru
sammála um að eigi sér enga rétt-
lætingu í nútímanum. Þessi aðferð
kallast bókstafstrú og það er okk-
ar skoðun að þeir sem bera fyrir
sig bókstafstrúarrök séu í raun að
klæða sína eigin fordóma eða
skoðanir í spariföt vegna þess að
þeir þora ekki að segja hvað þeim
raunverulega finnst. Hugtakið að
koma út úr skápnum hefur verið
mikið notað þegar einhver við-
urkennir að hann eða hún elski
einstakling af sama kyni. Ef fólk
er ósátt við hjónaband samkyn-
hneigðra þá er eðlileg krafa að
viðkomandi komi út úr skápnum
með þær skoðanir og rökræði þá
afstöðu í stað þess að fela sig á
bak við orðagjálfur um sögu
hjónabandsins og merkingu þess í
Biblíutextum. Einar Karl heldur
því fram að með lagabreytingum
sé verið að hefja stríð um merk-
ingu hjónabandsins. Það stríð er
þá löngu hafið því gildi hjóna-
bands og merking þess hefur tekið
breytingum í gegnum tíðina og
ættu þeir sem fylgja Lúter að
þekkja það gleggst.
Í stuttu og einföldu máli þá
mótmælum við því að merking
okkar hjónabands breytist við að
leyfa samkynhneigðum að giftast.
Ef eitthvað er um þetta mál að
segja þá er það að leyfa ekki sam-
kynhneigðum einstaklingum sem
elska hvorn annan að ganga í heil-
agt hjónaband gengisfelling á okk-
ar hjónabandi. Við mótmælum því
að hjónaband okkar
sé sett á ruslahaug-
ana með þessum
hætti. Við verðum
stoltari af okkar
hjónabandi ef við
upplifum það ekki
sem forréttindi held-
ur sem sameign
allra sem eru í sömu
sporum og vilja
njóta blessunar
kirkjunnar.
Við gætum valið
að vera með hund út
í biskupinn, við gætum kosið að
mótmæla ríkiskirkju, við gætum
hætt okkur í pælingar um merk-
ingarfræði texta t.d. Biblíunnar.
Kjarni umræðunnar felst hins
vegar í þeirri spurningu hvort við
viðurkennum í hjarta okkar að
samband einstaklinga af sama
kyni sé jafn eðlilegt og samband
fólks af gagnstæðu kyni. Það er
nefnilega svo að ef ekki er efast
um þetta þá eru aðrir hlutir ekk-
ert mikið að þvælast fyrir manni.
Það hefur farið fram hjá okkur
að hjónabandið sé hinn ævaforni
rammi utan um æxlunarhlutverk
mannsins eins og Steinunn heldur
fram (sjá grein í Mbl. 21. jan.
2006). Það er nú einhvern veginn
þannig að margir hafa verið í
hjónabandi án þess að eiga börn
sem segir okkur að hjónabandið
geti haft annað hlutverk en að við-
halda stofninum. Eins hafa margir
átt börn án þess að vera í hjón-
bandi og þá erum við ekki einu
sinni að vísa aftur í tímann eða til
annarra menningasvæða.
Orðfæri í lagasetningum afkynj-
ar okkur ekki. Þegar við göngum í
heilagt hjónaband erum við að ját-
ast annarri persónu. Þegar ég
stend frammi fyrir þeirri spurn-
ingu hvort ég vilji eiga Hrein/
Halldóru sem stendur mér við hlið
er það ekkert að þvælast fyrir
okkur að orðfæri laga sé með
þeim hætti að það geti umfaðmað
bæði hjón sem eru samkynhneigð
og gagnkynhneigð.
Hvers kyns hjón?
Halldóra Gunnarsdóttir og
Hreinn Hreinsson fjalla um
hjónabandið
’Þegar ég stend frammifyrir þeirri spurningu
hvort ég vilji eiga Hrein/
Halldóru sem stendur
mér við hlið er það ekkert
að þvælast fyrir okkur að
orðfæri laga sé með þeim
hætti að það geti um-
faðmað bæði hjón sem
eru samkynhneigð og
gagnkynhneigð.‘
Halldóra Gunnarsdóttir
Höfundar eru hjón.
Hreinn Hreinsson