Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 29 Njáluarmband hannað af Ríkarði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Verð kr. 56.900. Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, sími 552 0775. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-14. ERNA gull- og silfursmiðja Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Rimini Frá 43.895kr. frá 43.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða 21. júní. Riviera íbúðahótelið. Vinsælasta sólarströnd Ítalíu Bókaðu núna á www.heimsferdir .is E N N E M M / S IA / N M 20 62 5 Forrest Gump var alveg frá-bær mynd,“ segir leiðsögu-maðurinn Than og skálmarupp bratta hlíðina. Ég er ítveggja daga gönguferð í Búrma, mitt á milli Indlands og Taí- lands. Herstjórnin sem tók völdin í landinu fyrir mörgum árum kallar landið reyndar Myanmar. Than er þrítugur, talar afbragðs ensku og er með háskólapróf í sögu. Það er óvenjulegt því fæstir í Búrma eru langskólagengnir. Við þræðum mjóan stíg og ræðum kvikmyndir. „Það var sérstaklega flott atriðið þarna þegar Forrest Gump sagði að lífið væri eins og konfektkassi,“ segir Than og bætir við: „Maður veit aldr- ei hvaða mola maður fær!“ Síðan hlær hann. Ég kinka kolli. Einmitt, maður veit ekki hvaða mola maður fær í líf- inu. Minn er ferhyrntur og með fyr- irsjáanlegu bragði – hans skemmdur og bragðið beiskt. Than er alinn upp við herstjórn sem hefur fótumtroðið rétt landsmanna og stjórnað landinu með ægivaldi. „Það versta er að við getum svo lítið gert í þessu. Við höfum engin vopn og ef við reynum að mótmæla setja þeir okkur bara í fangelsi eða hreinlega drepa okkur,“ segir Than bitur. Moldarrykið þyrlast upp undan fótum okkar. Útsýnið yfir hæðirnar og fjöllin í kring er stórkostlegt. Því- lík náttúrufegurð! Mér finnst ég eiga allan heiminn og lít skælbrosandi á Than. Eitt andartak kemur á mig. Á hann líka allan heiminn? Ja, hann á óvenjulega háskólamenntun og góða fjölskyldu en ömurleg herforingja- stjórn á hann og hans fólk. Af hverju gerir enginn neitt? „Aung San Suu Kyi er góð kona,“ hvíslar Than og við höldum göng- unni áfram. Hann á við leiðtoga Lýð- ræðisfylkingarinnar, Aung San Suu Kyi sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir lýðræðis- og mann- réttindabaráttu í Búrma. Lýðræðis- fylkingin fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem efnt var til árið 1990. Herforingjastjórnin neitaði hins vegar að viðurkenna úrslitin og setti Aung San Suu Kyi í stofufang- elsi. Á sextán árum hefur henni verið haldið samtals í heilan áratug í gísl- ingu á heimili sínu. Aung San Suu Kyi hefur sýnt ótrúlegan styrk í gegnum hremmingarnar og lagt áherslu á að beita ekki valdi gegn valdi. Á göngunni ræðum við Than pólí- tík, þegar við erum viss um að eng- inn heyrir til. Hann spyr einlægur af hverju enginn geri neitt til að stoppa herstjórnina. „Af hverju lætur fólkið í heiminum hana komast upp með þetta?“ spyr hann hálfráðvilltur. Ég byrja að svara einhverju en þagna síðan og velti fyrir mér hvort ís- lenska stjórnin hafi látið í sér heyra vegna málsins. Nauðungarvinna og Kastljósið Nokkru síðar göngum við framhjá hópi fólks sem býr til múrsteina. Við stoppum og spjöllum við það. „Ég held að þau hafi verið þarna í nauð- ungarvinnu,“ hvíslar Than eftir á. Stjórnin í Búrma er þekkt fyrir að hneppa fólk nauðugt viljugt í vinnu- búðir. Þeir sem fyrir því verða geta lítið gert, því herstjórnin er alvaldur. Þeir geta ekki einu sinni tjáð sig op- inberlega um óréttlætið. Sjálf get ég ekki tekið ljósmynd af Than og birt með því sem hann hefur sagt mér, því ég myndi ekki hætta á að það kæmist í hendurnar á röngum að- ilum. Að vera í Búrma þegar ég er þar árið 2004 er ekki hættulegt – fyrir ferðamenn. Þar er friðsælt og fal- legt. Í Búrma er hins vegar hættulegt að vera heimamaður, svo sorglega sem það hljómar. Herstjórnin þarfn- ast tekna frá ferðamönnum en stendur á sama um eigið fólk. Than gengur á undan mér inn dal- inn en sjálf lít ég til baka og verður óglatt. Ég sé fyrir mér manninn með múrsteinana, sveittan í sólskininu. Hvaða rugl er það að hópur herfor- ingja komist upp með það ár eftir ár að neyða fólk til vinnu, stýra fjöl- miðlaumfjöllun og hefta tjáningar- frelsi, þannig að ekki nokkur maður þori að segja neitt nema þegar eng- inn heyrir til? „Ef Halldór Ásgrímsson myndi mæta heim til mín og skipa mér að koma og búa til múrsteina fyrir Kárahnjúkavirkjun myndi ég hringja samstundis í lögregluna og skrifa harðorða grein í blöðin,“ fnæsi ég, hleyp á eftir Than og þusa: „Já, og um kvöldið myndi ég tala einlægt og opinskátt um málið í Kastljósinu.“ Svipmynd frá Búrma Sigríður Víðis Jónsdóttir Morgunblaðið/Sigríður Víðis Stúlkur í Búrma vel skreyttar með tanaka-púðri sem unnið er úr trjáberki, blandað vatni og sett á andlitið að morgni. Ta- naka virkar bæði sem skraut og vörn fyrir sterkri sólinni og er notað af konum og börnum. Forrest Gump og herforingjarnir sigridurv@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.