Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 17 höfðu verið tekin af þeim um að halda sig frá svæðinu og að leit að kókaíninu yrði hætt. Ofveiði og alþjóðlegir togarar hafa eyðilagt vistkerfi sjávarins. Þetta hefur gert starf kafaranna hættulegra en ella. Kafararnir þurfa að fara lengra út á haf og enn dýpra til að finna humar. Enginn hefur kafaramenntun að baki. Enginn léttir á loftþrýstingnum á leiðinni upp og margir deyja eða missa út- limi vegna kafaraveiki. Miskitoarnir trúa því að hafmeyjan eigi sök. – Liwa Maiowin, segir gamli mis- kitohöfðinginn og horfir út á haf: – Hún býr hér í sjónum, er með sítt, fallegt hár og ljósa húð. Þegar hún verður ástfangin af kafara, fer hún með hann á stað þar sem hann finnur fullt af humri. Hún lokkar hann, kafarinn getur hvorki staðist hana né allan humarinn. Hún lokkar hann dýpra og dýpra. Allt þar til hann deyr. Þá verður hann hennar. Hún fær aldrei nóg af karlmönnum. Viðskiptum dagsins er lokið. Gólf- ið er skrúbbað með saltvatni. Sólin er sest. Bara svart haf og svartur himinn eftir. Og urmull af stjörnum. Hávær rafstöð heldur lífi í einmana ljósaperu sem dinglar í miðju her- berginu. Eftir tólf tíma vinnudag við köfun finna örþreyttir líkamar kaf- aranna sín föstu svefnpláss á tré- gólfinu. Þeir leggjast til svefns eins og þeir standa. Enginn er með föt til skiptanna. Sumir eru með teppi. Eftir klukkutíma er slökkt á raf- stöðinni. Kaldur hafsúgur síast inn í gegnum sprungurnar í gólfinu. Súg- urinn verður að stormi. Öldurnar toga í kofann. Í hvert skipti sem ein- hver rís upp til að létta á sér út í sjó, svignar byggingin svakalega. Kof- inn sem er reistur til að standa í þrjú ár hefur staðið hér í fjögur. Undir honum synda hákarlarnir. Það er dagleið í land. Eftir margra tíma bátsferð um völundarhús votlendis og fenja- skóga er komið að bænum Blufields sem stendur við lón og heitir í höf- uðið á sjóræningja. Forðum versl- unarbær með kreólsk hús í past- ellitum. Íbúarnir eru afkomendur þræla sem flúðu eftir uppreisn af þrælaskipi, mismunandi frumbyggja sem lifðu flökkulífi, breskra sjóræn- ingja og amerísks verslunarfólks sem ekki lét eftir sig annað en dá- læti á sveitatónlist. Í bænum búa um 30 þúsund manns og þar eru 300 útsölustaðir fyrir krakk. Það brakar í gólffjölum timbur- skúrsins undan þyngd Shotgun og hins eineygða Danny, sem eru 27 og 31 árs. Þeir reykja jónu á meðan þeir búa til krakk. Á stól úti í horni liggur Luz út úr heiminum. Hinn Tilbúið til sölu. Danny er búinn að aðskilja stóru krakkmolana frá þeim litlu og selur á ólíku verði. Búið á stólpum. Veiðimennirnir koma heim við sólsetur eftir langan vinnudag. Þeirra bíður heit máltíð og nætursvefn. Fyrst krakk, svo matur. Rósa bíður þess að Shotgun klári að búa til krakk. Þá eldar hún hrísgrjón. Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.