Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 11
sem á sér stað. Græðgin er einn sterkasti þráðurinn í manninum. Margir hópar eiga þarna hagsmuna að gæta og þegar allir eru komnir í sömu lestina verður róðurinn ákaf- lega þungur. Þá einhvern veginn gerist þetta. Síðan er fólki talin trú um að hag- kerfið geti ekki virkað nema allt þetta eigi sér stað. Oft er líka gert lítið úr öðrum hug- myndum og jafnvel sagt að menn séu and- snúnir framþróun,“ segir Tryggvi hugsandi og rankar síðan við sér. „Heyrðu, ég ætlaði að gera kaffi!“ segir hann hlæjandi og hverfur inn í eldhús. Að berjast við náttúruöflin! Yfir kaffibolla er Tryggvi spurður út í sjálfbæra þróun sem oft er nefnd í tengslum við umhverfisvernd. „Sjálfbærni er þegar við störfum með hringrás náttúrunnar. Við getum auðvitað ekki lifað á jörðinni án þess að hafa áhrif á umhverfið en þetta er spurning um hversu róttækt inngrip okkar er og hvort það veld- ur það miklum breytingum að við spillum fyrir okkur, öðrum lífverum og komandi kynslóðum. Forsenda sjálfbærrar þróunar er að við notum okkur þjónustu vistkerfanna án þess að spilla þeim – byggjum til dæmis vatns- aflsvirkjanir með þeim hætti að þær skaði ekki starfsemi viðkomandi vatnasviðs. Ef séð hefði verið til þess á Kárahnjúkum að aurstreyminu væri viðhaldið með ein- hverjum hætti og hafður botnskolunarbún- aður, hefði virkjunin orðið talsvert dýrari. Landsvirkjun hafði hins vegar ekki áhuga á að kynna okkur slíkar hugmyndir því orku- fyrirtækin hefðu ekki viljað kaupa orkuna á verðinu sem þá væri nauðsynlegt. Vegna þess hvernig virkjunin er byggð mun aur úr jökulánum safnast upp við lónið. Árnar ná ekki að skila sínu fram og þá gengur á strandlengjuna. Hugsanlega hefst síðan uppblástur á efnunum sem safnast hafa upp,“ segir hann og bætir við: „Vatnsafls- virkjun verður ekki sjálfbær bara við það að hún komi í staðinn fyrir til dæmis kol sem eru verri!“ – Hvað með virkjanirnar sem þarf fyrir nýju álverin sem þú nefnir, eru þær sjálf- bærar? „Það er erfitt að tala almennt um það. Sums staðar á að nota jarðvarma til raf- magnsframleiðslunnar og til sumra jarð- varmavirkjana virðist vera stofnað þannig að þær geti gengið án mikilla umhverfis- áhrifa. Af þeim eru þó vissulega mikil sjón- ræn áhrif og þær geta spillt landslagi. Nátt- úruverndar- og útivistarsvæði geta verið í húfi eins og í Kerlingarfjöllum. Það er flók- ið að meta sjálfbærni virkjana en grundvall- aratriðið er að eðlileg ferli í náttúrunni fái að starfa áfram og að unnið sé með nátt- úrunni en ekki á móti henni. Það er svolítil lenska hér að berjast við náttúruöflin,“ seg- ir Tryggvi og bætir sposkur við: „Virkjanirnar bera þess keim að þarna séu menn að berjast hetjulega við náttúr- una – ráðast á jökulárnar, beisla þær og temja.“ Tvöföld skilaboð stjórnvalda Ekki alls fyrir löngu voru hugmyndir um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum teknar af borðinu, að minnsta kosti í bili. Tryggvi fagnar því og segir að Landvernd og margir aðrir hafi unnið mikið og lengi að því máli. „Sú vinna sýnir að þegar enga brýna hagsmuni er hægt að færa fyrir fram- kvæmdunum, geta náttúruverndarsjónarmið smám saman unnið. Ég óttast bara að hinir kraftarnir hafi of mikið vægi og hef satt best að segja stundum á tilfinningunni að gott sé gert til að réttlæta eitthvað sem var miður. Þetta sé svona plástur á sárið. Ég hefði hins vegar ekki staðið í þessum mál- um allan þennan tíma nema af því að mér finnst miklir möguleikar til umbóta. Við þurfum bara að hverfa frá skammtíma- græðginni og hugmyndunum um öran og skjótan vöxt sem byggist á ósjálfbærum framkvæmdum. Þetta þarf að víkja fyrir langtímahugsun og betri skilningi á því hvernig náttúran starfar.“ Tryggvi bendir á mikilvægi þess að stjórnvöld sýni gott fordæmi en sendi ekki tvöföld skilaboð. „Það er ekki trúverðugt þegar stjórnvöld tala um að draga verði úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og lækka síðan vörugjöld á stærstu bílunum, eins og gert var fyrir nokkrum árum með pallbílana eða palljepp- ana. Þeir geta verið allt að fimm tonn að þyngd, eyða umtalsvert meira en venjulegir bílar og fjölgaði mikið eftir að þetta var gert,“ segir hann og bætir við að stór- iðjustefnan setji einnig ákveðið fordæmi. „Af hverju ætti ég að kaupa mér sparneyt- nari bíl þegar reist eru stór álver um landið og hvert og eitt veldur mengun á við allan bílaflotann?“ Tryggvi bendir á að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig samfélag við séum að þróa – og viljum þróa. „Er það auðugt sam- félag sem sækir um undanþágu á útblæstri til þjóða heims, eða samfélag sem vill vera leiðandi í sjálfbærri þróun?“ Loftgæði í hreinustu höfuðborg heims Að sögn Tryggva þarf almenningur einnig að sýna samkvæmni. „Það liggur fyrir að ef menn ætla enn að auka við einkabílana þarf að stækka götu- mannvirkin, sem þegar taka upp 50% af öllu höfuðborgarsvæðinu. En enginn vill hafa göturnar hjá sér, enginn vill finna loftmeng- unina og allir vilja losna við umferðarhávað- ann,“ segir hann og minnir á að loftmengun í Reykjavík hafi upp á síðkastið farið yfir viðmiðunarmörk. „Dag eftir dag eru loft- gæði í hreinustu höfuðborg heims, sem við köllum svo, margfalt verri en hægt er að sætta sig við.“ Tryggvi segir áleitnar spurningar einnig vakna þegar gerðar séu kröfur um greið- færa vegi og mannvirki á landsbyggðinni sem sundurskeri landið og spilli því. Hann tekur dæmi af vegi í Barðastrandarsýslu, frá Bjarkalundi í Kollafjörð. „Eitt mögulegt vegstæði sem stungið hef- ur verið upp á hefur mjög neikvæð um- hverfisáhrif. Farið er í gegnum skóglendi, tveir firðir þveraðir og arnarvarpi spillt. Margt er lagt undir sem allir sjá og vel er vitað. Íbúarnir og ýmsir telja hins vegar að þetta sé það mikilvæg samgöngubót að þessi fórn sé réttlætanleg, þó svo að í mati á umhverfisáhrifum hafi verið sýnt fram á að aðrar lausnir séu viðunandi. Þarna er ákveðinn asi og ekki tekið tillit til náttúr- unnar sem þó er ein helstu lífsgæðin við það að búa úti á landi. Ef fólk vill búa við þær forsendur sem eru í höfuðborginni er ekkert athugavert við það, en þá ætti það kannski bara að íhuga að búa í borginni.“ – Hvað með öryggissjónarmið varðandi vegaframkvæmdir? „Öryggi í samgöngum liggur númer eitt, tvö og þrjú undir þeim sem er við stýri og að sumu leyti finnst mér eins og reynt sé að varpa þeirri ábyrgð yfir á mannvirkin. Við erum þarna að bera saman hugsanlega ein- hvern mælanlegan ávinning í samgöngu- bótum en verulegt tjón fyrir náttúruna og allt yfirbragð. Hvað er þá verðmætara og hvaða tímaskala eigum við að nota? Það að einhver komist tíu mínútum fyrr á milli Reykjavíkur og einhvers staðar úti á landi?“ Fjöldaúrsögn úr Landvernd Grunnsamþykkt Landverndar er að sinna umhverfisvernd og náttúruvernd og þegar samtökin voru stofnuð árið 1969 komu margir ólíkir aðilar að því. Eftir að afstaða Landverndar til Kárahnjúkavirkjunar varð ljós urðu hins vegar fjöldaúrsagnir úr sam- tökunum. Tryggvi er spurður út í þetta. „Þegar stærsta framkvæmd Íslandssög- unnar var í uppsiglingu leit stjórn Land- verndar svo á að mikilvægt væri að málinu yrði sinnt vel. Hún setti í gang viðamikið ferli, stofnaði vinnuhópa með mörgum af bestu sérfræðingum landsins og hélt opna fundi sem voru vel sóttir. Þegar niðurstaðan lá fyrir var hún neikvæð gagnvart fram- kvæmdinni og send skipulagsstjóra. Hann tók mikið upp af því sem Landvernd hafði bent á og komst að nákvæmlega sömu nið- urstöðu, sem kom okkur raunar ekki á óvart. Við vorum ánægð með að ábendingar okkar væru stimplaðar sem eðlilegar og þarfar og töldum að þarna hefði verið vel að verki staðið. Það hefði verið eðlilegt að þeir sem aðild áttu að Landvernd hefðu fagnað hversu fag- lega samtökin unnu en því var ekki fyrir að fara hjá nokkrum aðildarfélögum. Það var því sem gerð væri atlaga að Landvernd. Orkufyrirtækin, samtök atvinnuveganna, samtök verkalýðsins og samtök sveitarfé- laga sögðu sig öll úr Landvernd fljótlega eftir að þetta kom fram. Það var afar óheppilegt að þetta skyldi gerast á þessum tíma og greinilegt að reyna átti að veikja trúverðugleika okkar. Þarna var ekki góður hugur og í raun eins og þessir aðilar vildu koma í veg fyrir að Landvernd gæti sinnt því mikilvæga hlutverki sem það átti að sinna samkvæmt stofnsamþykkt.“ Getum ekki keypt velvild – Hvernig stendur Landvernd nú, nokkr- um árum síðar? „Samtökin standa á ýmsan hátt vel en fjárhagslega er þetta erfitt. Þetta hefur gengið en er vandasamt. Landvernd og önn- ur náttúruverndarsamtök sem hafa haldið fram öðrum sjónarmiðum en orkufyrir- tækin, búa almennt við veikan fjárhag og hafa síður getu til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. Þau hafa ekki sama slagkraft og hinir og geta ekki auglýst í út- varpi eða blöðum: Komið og skoðið hvað við erum að gera góða hluti! Þau geta ekki opn- að sýningarsal, boðið gestum upp á gos- drykki og súkkulaði og keypt sér velvild. Þessi leikur er mjög ójafn og við þurfum að jafna hann. Það þarf að tryggja fjölbreytt skoðanaskipti en ekki sópa hlutunum undir teppið,“ segir Tryggvi og bætir við að þótt fjárhagurinn hjá Landvernd hafi stundum gengið brösuglega séu samtökin engu að síður mjög rík. Þau séu rík að hugsjónum og félögum. Í því felist styrkur þeirra. Tíminn líður og það er komið að fundi í Landvernd hjá Tryggva. Hann og blaða- maður ganga út á götu. „Ætli það megi ekki segja að stóra breytingin í lífi mínu hafi verið þegar ég flutti hingað í þetta hús átta ára gamall,“ segir hann hlæjandi og bendir niður götuna. „Sjáðu húsið þarna þar sem grenitréð stendur fyrir utan, þarna bjó ég áður!“ Mörg ár eru liðin síðan þetta var og í fyrramálið hefur Tryggvi störf á nýjum vettvangi og í nýju landi. stefna Af hverju ætti ég að kaupa mér sparneytnari bíl þegar reist eru stór ál- ver um landið og hvert og eitt veldur mengun á við allan bílaflotann? Margir hópar eiga þarna hagsmuna að gæta og þegar allir eru komnir í sömu lestina verður róðurinn ákaflega þungur. Auðugt samfélag sem á svona mikið af listaverkum í náttúrunni á að geta leyft sér að taka þau frá og geyma. sigridurv@mbl.is ’Við gefum okkur ekki tímatil að læra af stærstu fram- kvæmd Íslandssögunnar við Kárahnjúka en dembum okkur beint í næstu aðgerðir.‘ Morgunblaðið/RAX Síðan er fólki talin trú um að hagkerfið geti ekki virkað nema allt þetta eigi sér stað. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.