Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆTT UPPLÝSINGAGJÖF Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að aðilar á ís- lenskum fjármálamarkaði verði að bæta upplýsingagjöf til greining- araðila og afmarka framvirka samn- inga. Þótt bankarnir séu sáttir við samningana verði að horfa til at- hugasemda greiningaraðila þar að lútandi. Milosevic kvaddur Jarða átti Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, síð- degis í gær í heimabæ hans, Poz- arevac, en hann fannst látinn í fangaklefa Alþjóðastríðsglæpadóm- stólsins í Haag í Hollandi fyrir viku. Gert var ráð fyrir því að hundruð bíla tækju þátt í líkfylgdinni frá Bel- grad en þaðan eru rúmlega fjörutíu km til Pozarevac. Mikil öryggis- varsla var í bænum vegna útfar- arinnar, lögreglan var í viðbragðs- stöðu og sjúkrabílar til taks ef óeirðir brytust út. Gagnrýnir stóriðjustefnu Tryggvi Felixson, fráfarandi for- stjóri Landverndar, gagnrýnir stór- iðjustefnu stjórnvalda og segir ís- lenskt samfélag ætla að festa sig í fari frumframleiðslu. Þá segir Tryggvi þá hagfræðinga vandfundna sem segi stóriðjustefnu stjórnvalda skynsamlega. Þjónustugeirinn vex Hlutur þjónstugeirans í íslenskum þjóðarbúskap hefur aukist verulega undanfarna þrjá áratugi. Hann er nú 55% og hefur hækkað um 14 pró- sentustig frá árinu 1973, að því er fram kemur í skýrslu viðskiptadeild- ar HR. Upplýsingatækni, ör tækniþróun og aukið frelsi í alþjóð- legum viðskiptum eru sagðir vera þeir þættir sem breytt hafi starfs- umhverfi margra þjónustugreina á undanförnum árum. Þrjú ár liðin Þrjú ár eru á morgun liðin frá upphafi innrásarinnar í Írak. Af þessu tilefni var efnt til mótmæla víða um heim í gær, m.a. hér á landi, en Þjóðarhreyfingin stóð fyrir al- mennum borgarafundi í Háskólabíói og Samtök herstöðvaandstæðinga héldu útifund á Ingólfstorgi. Í Lond- on vonuðust skipuleggjendur eftir því að um 100.000 manns myndu taka þátt í mótmælaaðgerðum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 58 Þjóðlífsþankar 33 Víkverji 58 Sjónspegill 34 Staður og stund 60 Hugsað upphátt 35 Velvakandi 61 Forystugrein 26 Menning 63/59 Listir 38/39 Bíó 66/69 Umræðan 40/48 Ljósvakamiðlar 70 Auðlesið 51 Staksteinar 71 Minningar 52/56 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is TUTTUGU og fimm Íslendingar starfa nú að friðargæslustörfum í Evrópu og Asíu og alls hafa á annað hundrað Íslendingar starfað að frið- argæslustörfum frá árinu 1994. Hafa þeir einkum komið úr röðum lög- reglumanna, lækna og hjúkrunar- fræðinga, en einnig hefur verið um að ræða verkfræðinga, fjölmiðlafólk, lögfræðinga, sagnfræðinga, flugum- ferðarstjóra og slökkviliðsmenn. Þetta kemur m.a. fram í greinar- gerð með frumvarpi um Íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu, en markmið frumvarpsins er skjóta styrkari lagastoðum undir þessa starfsemi og skýra ýmislegt hvað hana snertir. Er m.a. horft til lagasetningar í öðrum norrænum ríkjum á þessu sviði. Núna eru þessir 25 Íslendingar að störfum við friðargæslu í Afganistan, Írak, Srí Lanka, Bosníu og Hersegó- vínu og Kósóvó-héraði. Í frumvarpinu segir að utanríkis- ráðherra ákveði friðargæsluverkefni og að friðargæsluliðar skuli klæðast einkennisbúningum og bera tignar- gráður ef skipulag viðkomandi al- þjóðastofnunar krefst þess. Þá er þeim heimilt að bera vopn til sjálfs- varnar krefjist aðstæður þess, enda hafi þeir fengið viðeigandi þjálfun. Friðargæsluliðar skuli ráðnir tímabundið til eins árs í senn og gagnkvæmur uppsagnarfrestur sé einn mánuður, auk þess sem þeir njóti sömu kjara í skattamálum og starfsmenn utanríkisþjónustunnar erlendis. Frumvarp um íslensku friðargæsluna Heimilt að bera vopn til sjálfsvarnar FJÖLSKYLDUHLAUP Atlantsolíu fór fram í fyrsta sinn í gær, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri ræsti það við bensínstöðina á Sprengisandi í gærmorgun. Var í hlaupinu boðið upp á tvær vegalengdir, 3 eða 7 km, en áð- ur en hlaupið hófst var létt upphitunaræfing. Hlaupinn var hringur um Elliðaárdalinn í hreinu og tæru lofti ljúfs morgunmistursins og kunni fjölskyldufólk án efa vel að meta þessa skemmtilegu tilbreytingu og hreyfingu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skondrað um Elliðaárdalinn TVEIR menn réðust á og rændu karlmann á sjötugsaldri skammt frá gatnamótum Suð- urgötu og Hringbrautar í fyrra- kvöld. Að sögn lögreglu var maðurinn á göngu þegar tveir ungir menn stukku á hann, lyftu úlpu hans yfir höfuðið, sneru hann niður og létu höggin dynja. Mennirnir rændu veski mannsins og farsíma, en hann fannst svo stuttu síðar. Árásar- mennirnir náðu að komast á brott. Maðurinn sem varð fyrir árásinni gekk alblóðugur að Select-bensínstöð við Birkimel þar sem hann óskaði eftir að- stoð. Lögregla var kvödd á stað- inn og maðurinn fluttur á slysa- deild þar sem gert var að sárum hans, sem voru ekki alvarleg. Að sögn lögreglu gat maður- inn aðeins gefið takmarkaða lýsingu á árásarmönnunum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins sem er í rann- sókn. Réðust á mann á sjö- tugsaldri ÞÓTT aðferðin sem Bandaríkja- menn notuðu til að tilkynna Íslend- ingum ákvörðun sína varðandi her- þotur og þyrlubjörgunarsveit varn- arliðsins sé „kannski ekki til marks um góða borðsiði“ telur Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, að það sé ekki tilefni fyrir okkur til að standa upp frá borðum og kveðja. Þetta kom fram í ræðu Geirs á fundi sjálfstæðismanna um varnarmálin í Valhöll í gærmorgun. Geir rakti gang varnarviðræðn- anna og hvernig þær hefðu þróast. Hann sagði að varnarsamstarfið við Bandaríkin hefði til þessa skipst í tvo kafla: Frá upphafi til endaloka kalda stríðsins, síðan frá 1990 til ársins í ár. Nú væri spurningin hvort tækist að semja með viðeigandi hætti um þriðja kaflann. „Það tel ég að sé gríð- arlega mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Geir. „Þó að eðli þess kafla verði eitthvað öðruvísi en það sem við höfum áður þekkt verður kjarn- inn í málinu samt sem áður sá að við fáum notið þeirra varna sem við telj- um nauðsynlegar.“ Geir taldi það bera vott um óraunsæi að telja að Evrópuþjóðir gætu hlaupið undir bagga við varnir Íslands. Þær hefðu ekki bolmagn til þess, en ættu vissulega þeirra hags- muna að gæta að hér væri stöðug- leiki og öryggi tryggt, sérstaklega þær sem liggja að Norður-Atlants- hafi. Skynsamlegast er að láta á það reyna til hlítar hvað getur komið út úr því sem Bandaríkjamenn hafa sagt upp á síðkastið, að mati Geirs. Hvort þar sé kominn grundvöllur að nýjum kafla í varnarsamstarfi þjóð- anna, sem fullnægi óskum Íslend- inga en komi jafnframt til móts við kröfur og þarfir Bandaríkjanna. Geir taldi að vel mætti hugsa sér viðauka við varnarsamninginn sem nú er í gildi. Inn í slíkan viðauka þyrfti að koma skilgreining á því hvað kæmi í staðinn fyrir loftvarnirnar. Einnig gæti slíkt samkomulag falið í sér at- riði sem varða innra öryggi okkar. Nefndi Geir varnir gegn hryðju- verkastarfsemi, varnir gegn alþjóð- legri skipulagðri glæpastarfsemi, landamæraeftirlit, öryggi hafna og flutninga, varnir gegn fíkniefnavánni og skipulagða baráttu gegn henni, varnir gegn efnavopnum og samstarf á sviði löggæslu og landhelgisgæslu. Geir H. Haarde utanríkisráðherra á fundi sjálfstæðismanna um varnarmálin Mikilvægt að hefja nýjan kafla í varn- arsamstarfinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði aðferð Bandaríkjamanna við að tilkynna ákvörðun sína kannski „ekki til marks um góða borðsiði“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.