Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BÆTT UPPLÝSINGAGJÖF
Halldór Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, segir að aðilar á ís-
lenskum fjármálamarkaði verði að
bæta upplýsingagjöf til greining-
araðila og afmarka framvirka samn-
inga. Þótt bankarnir séu sáttir við
samningana verði að horfa til at-
hugasemda greiningaraðila þar að
lútandi.
Milosevic kvaddur
Jarða átti Slobodan Milosevic,
fyrrverandi forseta Júgóslavíu, síð-
degis í gær í heimabæ hans, Poz-
arevac, en hann fannst látinn í
fangaklefa Alþjóðastríðsglæpadóm-
stólsins í Haag í Hollandi fyrir viku.
Gert var ráð fyrir því að hundruð
bíla tækju þátt í líkfylgdinni frá Bel-
grad en þaðan eru rúmlega fjörutíu
km til Pozarevac. Mikil öryggis-
varsla var í bænum vegna útfar-
arinnar, lögreglan var í viðbragðs-
stöðu og sjúkrabílar til taks ef
óeirðir brytust út.
Gagnrýnir stóriðjustefnu
Tryggvi Felixson, fráfarandi for-
stjóri Landverndar, gagnrýnir stór-
iðjustefnu stjórnvalda og segir ís-
lenskt samfélag ætla að festa sig í
fari frumframleiðslu. Þá segir
Tryggvi þá hagfræðinga vandfundna
sem segi stóriðjustefnu stjórnvalda
skynsamlega.
Þjónustugeirinn vex
Hlutur þjónstugeirans í íslenskum
þjóðarbúskap hefur aukist verulega
undanfarna þrjá áratugi. Hann er nú
55% og hefur hækkað um 14 pró-
sentustig frá árinu 1973, að því er
fram kemur í skýrslu viðskiptadeild-
ar HR. Upplýsingatækni, ör
tækniþróun og aukið frelsi í alþjóð-
legum viðskiptum eru sagðir vera
þeir þættir sem breytt hafi starfs-
umhverfi margra þjónustugreina á
undanförnum árum.
Þrjú ár liðin
Þrjú ár eru á morgun liðin frá
upphafi innrásarinnar í Írak. Af
þessu tilefni var efnt til mótmæla
víða um heim í gær, m.a. hér á landi,
en Þjóðarhreyfingin stóð fyrir al-
mennum borgarafundi í Háskólabíói
og Samtök herstöðvaandstæðinga
héldu útifund á Ingólfstorgi. Í Lond-
on vonuðust skipuleggjendur eftir
því að um 100.000 manns myndu
taka þátt í mótmælaaðgerðum.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Dagbók 58
Þjóðlífsþankar 33 Víkverji 58
Sjónspegill 34 Staður og stund 60
Hugsað upphátt 35 Velvakandi 61
Forystugrein 26 Menning 63/59
Listir 38/39 Bíó 66/69
Umræðan 40/48 Ljósvakamiðlar 70
Auðlesið 51 Staksteinar 71
Minningar 52/56 Veður 71
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
TUTTUGU og fimm Íslendingar
starfa nú að friðargæslustörfum í
Evrópu og Asíu og alls hafa á annað
hundrað Íslendingar starfað að frið-
argæslustörfum frá árinu 1994. Hafa
þeir einkum komið úr röðum lög-
reglumanna, lækna og hjúkrunar-
fræðinga, en einnig hefur verið um
að ræða verkfræðinga, fjölmiðlafólk,
lögfræðinga, sagnfræðinga, flugum-
ferðarstjóra og slökkviliðsmenn.
Þetta kemur m.a. fram í greinar-
gerð með frumvarpi um Íslensku
friðargæsluna og þátttöku hennar í
alþjóðlegri friðargæslu, en markmið
frumvarpsins er skjóta styrkari
lagastoðum undir þessa starfsemi og
skýra ýmislegt hvað hana snertir. Er
m.a. horft til lagasetningar í öðrum
norrænum ríkjum á þessu sviði.
Núna eru þessir 25 Íslendingar að
störfum við friðargæslu í Afganistan,
Írak, Srí Lanka, Bosníu og Hersegó-
vínu og Kósóvó-héraði.
Í frumvarpinu segir að utanríkis-
ráðherra ákveði friðargæsluverkefni
og að friðargæsluliðar skuli klæðast
einkennisbúningum og bera tignar-
gráður ef skipulag viðkomandi al-
þjóðastofnunar krefst þess. Þá er
þeim heimilt að bera vopn til sjálfs-
varnar krefjist aðstæður þess, enda
hafi þeir fengið viðeigandi þjálfun.
Friðargæsluliðar skuli ráðnir
tímabundið til eins árs í senn og
gagnkvæmur uppsagnarfrestur sé
einn mánuður, auk þess sem þeir
njóti sömu kjara í skattamálum og
starfsmenn utanríkisþjónustunnar
erlendis.
Frumvarp um íslensku friðargæsluna
Heimilt að bera
vopn til sjálfsvarnar
FJÖLSKYLDUHLAUP Atlantsolíu fór fram í fyrsta sinn í
gær, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri ræsti
það við bensínstöðina á Sprengisandi í gærmorgun. Var í
hlaupinu boðið upp á tvær vegalengdir, 3 eða 7 km, en áð-
ur en hlaupið hófst var létt upphitunaræfing. Hlaupinn
var hringur um Elliðaárdalinn í hreinu og tæru lofti ljúfs
morgunmistursins og kunni fjölskyldufólk án efa vel að
meta þessa skemmtilegu tilbreytingu og hreyfingu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skondrað um Elliðaárdalinn
TVEIR menn réðust á og
rændu karlmann á sjötugsaldri
skammt frá gatnamótum Suð-
urgötu og Hringbrautar í fyrra-
kvöld. Að sögn lögreglu var
maðurinn á göngu þegar tveir
ungir menn stukku á hann, lyftu
úlpu hans yfir höfuðið, sneru
hann niður og létu höggin
dynja. Mennirnir rændu veski
mannsins og farsíma, en hann
fannst svo stuttu síðar. Árásar-
mennirnir náðu að komast á
brott.
Maðurinn sem varð fyrir
árásinni gekk alblóðugur að
Select-bensínstöð við Birkimel
þar sem hann óskaði eftir að-
stoð. Lögregla var kvödd á stað-
inn og maðurinn fluttur á slysa-
deild þar sem gert var að sárum
hans, sem voru ekki alvarleg.
Að sögn lögreglu gat maður-
inn aðeins gefið takmarkaða
lýsingu á árásarmönnunum.
Enginn hefur verið handtekinn
vegna málsins sem er í rann-
sókn.
Réðust á
mann á sjö-
tugsaldri
ÞÓTT aðferðin sem Bandaríkja-
menn notuðu til að tilkynna Íslend-
ingum ákvörðun sína varðandi her-
þotur og þyrlubjörgunarsveit varn-
arliðsins sé „kannski ekki til marks
um góða borðsiði“ telur Geir H.
Haarde, utanríkisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, að það
sé ekki tilefni fyrir okkur til að
standa upp frá borðum og kveðja.
Þetta kom fram í ræðu Geirs á fundi
sjálfstæðismanna um varnarmálin í
Valhöll í gærmorgun.
Geir rakti gang varnarviðræðn-
anna og hvernig þær hefðu þróast.
Hann sagði að varnarsamstarfið við
Bandaríkin hefði til þessa skipst í tvo
kafla: Frá upphafi til endaloka kalda
stríðsins, síðan frá 1990 til ársins í ár.
Nú væri spurningin hvort tækist að
semja með viðeigandi hætti um
þriðja kaflann. „Það tel ég að sé gríð-
arlega mikilvægt viðfangsefni,“
sagði Geir. „Þó að eðli þess kafla
verði eitthvað öðruvísi en það sem
við höfum áður þekkt verður kjarn-
inn í málinu samt sem áður sá að við
fáum notið þeirra varna sem við telj-
um nauðsynlegar.“
Geir taldi það bera vott um
óraunsæi að telja að Evrópuþjóðir
gætu hlaupið undir bagga við varnir
Íslands. Þær hefðu ekki bolmagn til
þess, en ættu vissulega þeirra hags-
muna að gæta að hér væri stöðug-
leiki og öryggi tryggt, sérstaklega
þær sem liggja að Norður-Atlants-
hafi.
Skynsamlegast er að láta á það
reyna til hlítar hvað getur komið út
úr því sem Bandaríkjamenn hafa
sagt upp á síðkastið, að mati Geirs.
Hvort þar sé kominn grundvöllur að
nýjum kafla í varnarsamstarfi þjóð-
anna, sem fullnægi óskum Íslend-
inga en komi jafnframt til móts við
kröfur og þarfir Bandaríkjanna. Geir
taldi að vel mætti hugsa sér viðauka
við varnarsamninginn sem nú er í
gildi. Inn í slíkan viðauka þyrfti að
koma skilgreining á því hvað kæmi í
staðinn fyrir loftvarnirnar. Einnig
gæti slíkt samkomulag falið í sér at-
riði sem varða innra öryggi okkar.
Nefndi Geir varnir gegn hryðju-
verkastarfsemi, varnir gegn alþjóð-
legri skipulagðri glæpastarfsemi,
landamæraeftirlit, öryggi hafna og
flutninga, varnir gegn fíkniefnavánni
og skipulagða baráttu gegn henni,
varnir gegn efnavopnum og samstarf
á sviði löggæslu og landhelgisgæslu.
Geir H. Haarde utanríkisráðherra á fundi sjálfstæðismanna um varnarmálin
Mikilvægt að hefja
nýjan kafla í varn-
arsamstarfinu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði aðferð Bandaríkjamanna við að
tilkynna ákvörðun sína kannski „ekki til marks um góða borðsiði“.