Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU 12. mars 2006 getur að líta frétt á fjórðu síðu þar sem greint er frá því að ákveðið hafi verið að fresta gerð varnargarðs vegna snjóflóðahættu við Holtahverfi á Ísafirði fram á næsta ár vegna þenslu í þjóðfélag- inu. Þetta er varnargarður sem kostar um 500 milljónir króna en sú framkvæmd er talin nauðsynleg vegna öryggis íbúa Holtahverfis á Ísafirði – líf jafnvel í húfi. Þarna er röng forgangsröðun misviturra stjórnvalda sem freista þess að láta sem með þessu sé verið að sporna gegn þenslunni. Hvílík frétt! Á sama tíma skrifa brosandi ráð- herrar og borgarstjóri undir tug- milljarða samning um tónlistarhús við Reykjavíkurhöfn og þá þarf ekki að sporna gegn þeirri sömu þenslu. Ég tek það fram að sjálfur er ég mjög fylgjandi byggingu téðs tónlistarhúss en forgangsröðunin þarf að vera eðlileg. Fyrst líf og ör- yggi fólksins í landinu, síðan annað. Í sama eintaki Morgunblaðsins er forystugrein undir fyrirsögninni „Mega þeir borga sem geta?“ Grein þessi hefst á möguleikum í nútíma- læknisfræði sem eru nánast enda- lausir. Sífellt nýjar og árangursrík- ari meðferðir, ný tækni, ný lyf o.s.frv. Og svo er klykkt út með þessum venjulega söng um að sam- eiginlegir sjóðir skattgreiðenda séu ekki endalausir til að bjóða alla þá möguleika. Í framhaldinu er getið skýrslu nefndar Jónínu Bjartmars um heilbrigðismálin og að margir séu á ofurlaunum eða eigi ofur- eignir og síðan fylgir kenningin um að þetta fólk verði nú að fá að borga sjálft allan kostnað af sínum aðgerðum eða læknismeðferðum enda fái það strax afgreiðslu hjá sjúkrastofnunum og stytti þar með biðlista. Þessi aðgerð styttir ekki biðlista. Þetta setur ákveðinn hóp framar í röðina og aðra þá vænt- anlega aftar. Nú á forsendum efna- hags – áður á forsendum alvarleika sjúkdóma. Er þetta þjóðfélagið sem við vilj- um? Ef efnamikið fólk vill endilega borga sjálft fyrir aðgerðir sínar vill það þá ekki fremur greiða hærri skatta – hátekjuskatt – sem leggja mætti beint inn í heilbrigðiskerfið og deila til þeirra verka sem þar bíða? Þannig virkar samhjálpin og samhygðin sem hlýtur að vera kjarni þess samfélags sem við vilj- um búa í. Við erum með ríkissjóð sem virð- ist stútfullur af peningum og sitjum uppi með ríkisstjórn sem einblínir á skattalækkanir fyrir þá efnameiri og getur ennfremur ekki við- urkennt þá staðreynd sem sönnuð hefur verið af Stefáni Ólafssyni prófessor og fleirum að skattbyrði þeirra efnaminni hefur aftur á móti aukist. Hver hagfræðingurinn á fætur öðrum kveður upp úr með að eitt af þeim úrræðum sem við höf- um til að minnka þenslu sé frestur skattalækkana en þá kemur nei frá ráðherrunum sem þykir svo vænt um skattalækkanirnar sínar að ekki má einu sinni minnast á frestun þeirra hvað sem heildarhag sam- félagsins líður. Þurfum við virkilega að sitja uppi í eitt ár enn með steingelda rík- isstjórn sem þjáist af hugmynda- leysi, sýndarblankheitum og vald- þreytu? Og þurfum við að sitja uppi með starfsmenn þessara valdhafa á borð við lækningaforstjóra LHS sem í fréttaskýringarþætti NFS á dögunum hellti sér yfir fréttamann stöðvarinnar og stóð upp í miðju viðtali til þess að vísa honum á dyr vegna þess að hann spurði ekki svo lækningaforstjóranum líkaði um þær sextíu milljónir sem þarf til þess að koma upp gjörgæslu á barnadeild? Slíkt verkefni á auðvit- að að leysa orðalaust og strax. Líf barna hlýtur að hafa forgang. Vill ríkisstjórnin ekki gera okkur þann greiða að segja af sér og boða til kosninga í vor þannig að við megum a.m.k. eiga kost á því að koma okkur upp starfhæfara liði og endurnýja þingheim? PÉTUR JÓSEFSSON eftirlaunamaður, Þorláksgeisla 6, Reykjavík. Eðlileg forgangsröðun? Frá Pétri Jósefssyni: Hofgarðar-Seltjarnarnesi Glæsilegt, mikið endurnýjað og vel skipulagt 290 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 52 fm tvö- földum bílskúr. Húsið var nánast allt endurnýjað fyrir 7-8 árum síð- an og skiptist m.a. í rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur, eldhús með fallegri innréttingu og vönd- uðum tækjum, sjónvarpsstofu, 5 herbergi og flísalagt baðherbergi auk gesta w.c. Mjög vönduð eign sem hefur nánast öll verið endurnýjuð, t.d. gólfefni, innréttingar og hurðar. Massívt eikarparket og flísar á gólfum. Gott viðhald hið ytra, nýlegur þakkantur. Falleg ræktuð lóð með nýlegri timburver- önd til suðurs. Nánari uppl. á skrifstofu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Bergstaðastræti Mjög falleg 85 fm íbúð á 3. hæð í góðu steinhúsi í Þingholtunum. Íbúðin skiptist í forstofu með skápum, eldhús með góðum innréttingum, sam- liggjandi rúmgóðar parketlagðar stofur með útgangi á vestursvalir, rúm- gott herbergi með góðu skápaplássi og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Vestursvalir. Snyrtileg sameign. Verð 24,9 millj. Unnarstígur Mjög fallegt og reisulegt 281 fm ein- býlishús auk 19 fm bílskúr á þess- um gróna og eftirsótta stað í "gamla" vesturbænum. Eignin er tvær hæðir og kj. og skiptist m.a. í þrjár stórar og bjartar samliggj. stof- ur með mikilli lofthæð og fallegum bogadregnum glugga, rúmgott eld- hús með fallegum innréttingum og nýlegum tækjum, 5 rúmgóð herb. og og baðherb. auk snyrtingar. Um 40 fm geymslurými í kj. Húsið var tekið í gegn að utan fyrir u.þ.b. 15 árum og þá skipt um gler og glugga að mestu leyti. Nánari uppl. á skrifstofu. Grænakinn - Hafnarfirði Stórglæsilegt ca 200 fm einbýlishús á tveimur hæðum í Hafnarfirði. Eign- in skiptist m.a. í eldhús með góðum viðarinnréttingu og góðri borðað- stöðu, stofu, sólstofu með góðri gluggasetningu, 5 herbergi og vandað flísalagt baðherb. auk gestasn. Ræktuð, afgirt lóð með timburveröndum og nuddpotti. Svalir út af efri hæð. Hiti í innkeyrslu og stéttum framan við hús. Stutt í skóla og þjón. Verð 48,8 millj. Tjaldhólar-Selfossi Tvö raðhús hús eftir! Ný raðhús á einni hæð við Tjaldhóla á Selfossi. Um er að ræða 156,0 miðjuhús með innb. bílskúr og skiptast í forstofu, hol/stofu, opið eldhús, þrjú herb., baðherb. og þvottaherb. Húsin eru timburhús, klædd að utan og afhendast fullbúin með vönduðum innréttingum. Bað- herb. afhendist flísalagt. Eikarparket og flísar á gólfum. Halógenlýsing í loftum. Eikarhurðir. VERÐTILBOÐ Mímisvegur- hæð ásamt bílskúr Falleg 113 fm eign á besta stað í Þingholtunum ásamt 31 fm bílskúr sem í dag er nýttur sem stúdíóíbúð. Hæðin skiptist í hol/gang, eldhús, rúmgóða stofu/borðstofu með arni, glæsilegum gluggum og miklu út- sýni, 1 svefnherbergi, bókaherbergi og flísalagt baðherbergi auk þvotta- herbergis. Flísalagðar suðvestur- svalir. Nýlega hellulögð aðkoma að húsinu. Verð 34,9 millj. Lynghagi. 3ja herb. íbúð með sér- inngangi Falleg 94 fm íbúð á 1. hæð með sér- inngangi í fjórbýli. Íbúðin skiptist m.a. í eldhús með fallegri innrétt- ingu, stofa með útgangi á hellulagða verönd, 2 herbergi, annað með góðu skápaplássi og nýlega flísalagt baðherbergi með nýlegum tækjum. Bílaplan nýlega hellulagt. Verð 26,5 millj. Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. FAGRAHLÍÐ 1 - HAFNARFIRÐI OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 16:00 OG 18:00 Mjög falleg 3ja herbergja, 76 fm íbúð á 3ju (efstu) hæð í litlu fjölbýli á þessum kyrrláta og fallega stað í Hafnarfirði. Langt er milli húsa, góð stæði. Allt umhverfi hússins er hið snyrtilegasta. Í mjög snyrtilegri sameign er sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Nánari upplýsingar veitir Halldór Andrésson, sölumaður Húsakaupa í síma 8404042. Einnig er nánari lýsing á eigninni á mbl.is og á síðu Húsakaupa www.husakaup.is Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. www.valholl.is Höfum traustan kaupanda að 100-400 fm lager-/geymslu- eða atvinnuhús- næði á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar veita Bárður Hreinn Tryggvason 896 5221 eða Magnús Gunnarsson 822 8242. Sími 588 4477 Atvinnu- eða lagerhúsnæði óskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.