Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Upphafið aðstofnunGídeon-hreyfing-arinnar er rakið til þess at- burðar er átti sér stað haustkvöld eitt vestur í Bandaríkj- unum árið 1898. Sölu- maður að nafni John H. Nicholson kom ör- þreyttur inn á Cent- ral Hotel of Boscobel í Wisconsin og baðst gistingar. Afgreiðslu- maðurinn í gesta- móttökunni kannaðist við John og sagði honum að einungis einu rúmi væri óráðstafað á herbergi nr. 19 sem væri tveggja manna. Hitt rúmið væri frátekið öðrum sölu- manni er hét Samúel E. Hill og benti um leið á mann sem sat þar skammt frá önnum kafinn við frágang á viðskiptapöntunum dagsins. John sá að Samúel var snyrti- legur náungi sem stakk nokkuð í stúf við umhverfið, því þarna lá drukkinn maður á gólfinu úti í horni, spilaður var póker á tveimur stöðum í salnum, loftið var mettað tóbaksreyk og sker- andi hávaði barst frá opnum dyr- um er lágu að barnum. John fór upp á herbergið eftir að hafa fengið samþykki Samúels fyrir að deila herberginu með honum. Hann kveikti ljósið, tók þvottaskálina og könnuna ofan af marmaraplötunni á þvottaborð- inu til að ganga frá viðskiptum dagsins. Hann opnaði töskuna sína, tók upp Biblíuna sem hann hafði alltaf meðferðis og kom henni fyrir á borðendanum og fór síðan að vinna. Skömmu seinna kom Samúel inn, háttaði sig í skyndi, lagðist til hvílu og var sofnaður með það sama. John lauk vinnunni, teygði sig í Biblíuna á borðendanum og fór að lesa í henni að venju. Í sama mund vaknaði Samúel. John hélt að ljósið hefði vakið hann og sagði: „Fyrirgefðu, að ég læt ljósið loga aðeins lengur, því ég hef það að reglu að lesa í Guðs orði og tala við Drottin áð- ur en ég fer að sofa.“ Í hvert skipti sem John sagði frá þessu atviki og hér var komið sögu, sagði hann: „Ég gleymi aldrei svipnum á Samúel um leið og hann hentist upp úr rúminu sínu og sagði: Lestu fyrir mig, ég er líka kristinn.“ John las í 15. kafla Jóhannes- arguðspjalls og hafði eftirfarandi ritningarvers sérstök áhrif á þá báða þetta kvöld: „Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni.“ Á eftir krupu þessir tveir menn niður og báðu, síðan spjöll- uðu þeir saman og létu hugann reika til klukkan tvö um nóttina eins og tveir ungir skóladrengir. Það var þá sem hugmynd kvikn- aði að stofnun félagsskapar kristinna manna sem væru á ferð og flugi vegna atvinnu sinnar. Þeir félagar John og Samúel ákváðu að hittast aftur. Hug- myndin var of góð til að ræða hana ekki frekar. Nokkrum mán- uðum seinna hittust þeir óvænt úti á götu. Ákváðu þeir þá að gera eitthvað í málinu og koma á formlegum fundi. Fundur þeirra var síðan haldinn laugardaginn 1. júlí 1899 kl. 14.00 í húsi KFUM í Janesville í Wisconsin. Höfðu þeir jafnframt ákveðið að reyna að bjóða fleirum að vera á fund- inum sem gætu haft áhuga á því að leggja hugmynd þeirra lið og vinna að framgangi áhugaverðs máls. Fundinn sátu þrír menn, en auk þeirra Johns og Samúels var maður að nafni William J. Knights á fundinum. Þeir hófu fundinn með bæn til Guðs um leiðsögn. Þrátt fyrir fá- mennið dró það ekki úr þeim kjarkinn og þeir stofnuðu félagið. Ekki komu þeir sér saman um nafn á félaginu. Þeir krupu því saman til bænar og báðu um leiðsögn. Að nokkrum mínútum liðnum reis William á fætur og sagði: „Nefnum okkur Gídeon.“ Gídeon var nafn félagsins, nefnt eftir hetju úr Dómarabók Gamla testamentisins. Þar með var fé- lagið Gídeon orðið að veruleika. Síðan var svo stofnað Gídeon- félag í Kanada árið 1911 og þriðja landið sem Gídeonfélag var stofnað í, var hér á Íslandi […] 30. ágúst árið 1945. Síðan þá hafa verið stofnuð fimmtán önnur félög (kallast deildir) hér á Íslandi, m.a. á Ak- ureyri, Akranesi, í Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi, á Ísa- firði, í Reykjanesbæ og í Vest- mannaeyjum. Árið 2001 voru Gí- deonfélagar hér á landi 158 auk 57 félaga í kvennadeildum, sam- tals 215. Þann 19. júní 1965 var Lands- samband Gídeonfélaga á Íslandi stofnað. Fyrsta kvennadeildin var stofnuð í Bandaríkjunum ár- ið 1923. Haustið 1977 var kvennadeild stofnuð í Reykjavík og stuttu síðar líka á Akureyri. Þær eiginkonur Gídeonfélaga, sem þess óska, geta gerst fé- lagar í kvennadeild félagsins. Nú eru starfandi fjórar kvennadeild- ir Gídeonfélaga á Íslandi, þrjár á Reykjavíkursvæðinu og ein á Ak- ureyri. Einnig eru nokkrar eig- inkonur félagsmanna á Ísafirði og Vestmannaeyjum félagar í kvennadeildunum. Auk þess að hittast mán- aðarlega til fyrirbæna fyrir starf- inu sjá konurnar um afhendingu Nýja testamenta til hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða við útskrift þeirra. Við þetta er að bæta, að í Gíd- eonhreyfinguni eru yfir 250.000 einstaklingar, í 181 landi heims- ins. Markmið þeirra allra er eitt og hið sama, „að útbreiða Guðs heilaga orð og ávinna menn fyrir Krist“. Nánari upplýsingar er að finna á gideon.go.is. Gídeon sigurdur.aegisson@kirkjan.is Gídeonfélagið dreifir Nýja testamentum og Biblíum ókeypis til 10 ára skólabarna, á hótelherbergi, við sjúkrarúm, rúm aldraðra á dvalarheimilum, í fanga- klefa og víðar. Sigurður Ægisson rakst á merkilega sögu þess á Netinu og ákvað að birta hana orðrétt. HUGVEKJA ✝ Ragna LindbergMárusdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1934. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut laugardaginn 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Petrea Rós Georgsdóttir, f. 23. maí 1913, d. 11. september 1985, og Márus Konstantín Júlíusson, f. 5. apríl 1903, d. 26. júní 1960. Systkini Rögnu sammæðra eru Friðrik Lindberg Márusson, f. 6. mars 1931, d. 17. júní 2004, Guðmundur Sigþórsson, f. 7. sept. 1936, Erna Sigþórsdóttir, f. 19. des. 1939, Sig- þóra Guðrún Oddsdóttir, f. 30. júlí 1946, Ólafía Sigrún Oddsdóttir, f. 17. jan. 1948, d. 18. mars 1985, og Guðni Oddsson, f. 31. júlí 1950. Systur, samfeðra, eru þær Edda, f. 25. jan. 1935 og Kristín, f. 3. okt. 1951. Börn Rögnu eru: 1) Guðný G. Ív- arsdóttir, viðskiptafræðingur og bóndi í Flekkudal, f. 30. jan. 1956, sambýlismaður Kristján Mikkaels- son, f. 7. júlí 1942, d. 1. okt. 2005. Sonur Guðnýjar og Björns Jóhann- essonar, f. 22. apríl 1956 er Jó- 1990. 5) Ólöf Helga Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. 17. október 1970, maki Guðjón Örn Stefánsson, f. 15. júlí 1969, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Sandra María, f. 26. júlí 1992, Aníta Rut 18. júní 1996 og Arnar Freyr 21. okt. 1997. Ólöf er í sambúð með Reyni Smára Reynissyni prentara, f. 11. febrúar 1971. Sonur þeirra er Ísak Máni, f. 12. feb. 2004. Sonur Ólafar og Vil- hjálms Pálssonar, f. 15. sept. 1972, er Haraldur, f. 15. sept 1989, bú- settur hjá Rögnu ömmu sinni. Ársgömul var Ragna sett í fóst- ur í Flekkudal, til Sigríðar Guðna- dóttur, móður systkinanna Guðna og Guðnýjar Ólafsbarna sem seinna tóku hana að sér og ólst hún þar upp við gott atlæti. Gekk þar í öll almenn útistörf. Fór síðar til Reykjavíkur og lauk þar gagn- fræðaprófi. Ragna var mikil íþróttakona á sínum yngri árum og keppti bæði í handbolta, kringlu og kúluvarpi og var á landsmælikvarða hvað getu varð- ar. Hún keppti með UMSK og Val í meistaradeild í kvennahandbolta. Ragna tók meirapróf 1954 og fékk réttindi til ökukennslu 1968, önnur í röð þeirra kvenna sem náði þeim réttindum og vann síðan við þá kennslu með hléum til dauðadags og eru þær ófáar konurnar sem nú aka um göturnar sem hún kenndi. Nú síðustu ár einbeitti hún sér nær eingöngu að því að kenna nemend- um frá Asíu. Ragna var jarðsungin frá Reyni- völlum í Kjós laugardaginn 11. mars, í kyrrþey að eigin ósk. hannes smiður, f. 17. júní 1979. 2) Sigur- lína J. Jóhannesdótt- ir, ökukennari, bóndi og fjöllistamaður, f. 28. sept 1957, gift Helga Árnasyni, bónda á Snartarstöð- um, f. 31. okt 1956. Börn þeirra eru a) Guðni Þorri, kjötiðn- aðarmaður á Kópa- skeri, f. 4. feb. 1979, sambýliskona Ríkey Ferdinandsdóttir, sonur þeirra er Pat- rekur Helgi, f. 2. okt. 2004, sonur Ríkeyjar er Ferdinand Söebech Sigurðsson, b) Einar Atli, búfræð- ingur og vélsmiður á Hvanneyri, f. 6. apríl 1980 og c) Úlfhildur Ída, stúdent og bankastarfsmaður, f. 17. des. 1985. 3) Guðni Kristinn Ólafsson, f. 12. ágúst 1960. 4) Guð- rún Sigríður Þorsteinsdóttir dag- móðir, f. 26. maí 1962, gift Vil- hjálmi Jóni Sigurpálssyni húsa- smíðameistara, f. 14. júní 1960. Börn þeirra eru a) Þorsteinn Páll, iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 12. mars 1980, b) Sigurpáll Óskar, iðn- aðarmaður í Reykjavík, f. 13. apríl 1984, sambýliskona Sandra Dröfn Thomsen, f. 4. júní 1986, sonur hennar Birkir Fannar Thomsen og c) Einar Trausti nemi, f. 2. des. Nokkur orð á léttari nótum um hana móður okkar sem lést eftir stutt veikindi. Mútta eins og við kölluðum hana lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna á lífsleiðinni. Hún var kjarnakona, orðheppin, hnyttin, stjórnsöm og dugleg. Hún hafði mikinn áhuga á rækt- un og var með kartöflurækt í Flekkudal árin ’65–’72 og markaði það líf okkar svo að við þolum ekki kartöflur enn þann dag í dag. Þökkum það nú að hún náði aldrei góðum tökum á gulrófnarækt. Nú seinni ár magnaðist kvíði okkar með vorinu, en þá byrjuðu hring- ingar móður okkar: Er búið að bera í garðinn? Er búið að tæta garðinn? Hvað eruð þið eiginlega að gera? En alltaf fékk hún sama svarið, nei mútta, það liggur ekkert á. Jói dóttursonur reyndi að slá henni við sl. vor. Hann bar í og tætti kartöflugarðinn snemma og hringdi síðan. Mútta ert þú ekki að koma að setja niður? Garðurinn er til. Hún átti nú ekki von á þessu og kom seint, en tók aldrei upp í haust. Ástæðan er nú ljós. Sjúk- dómurinn var greinilega byrjaður að herja fyrir alvöru. Fyrir nokkrum árum dagaði taminn og aðgangsharðan hrafn uppi í Flekkudal. Einn dag kemur mútta að taka upp kartöflur. Fer niður í garð að tína. Kemur ekki hrafninn með offorsi og tínir kart- öflurnar jafnharðan upp úr kass- anum og lætur illa. Hún verður al- veg logandi hrædd og hleypur inn í bílinn að hringja á hjálp og á með- an hoppaði hrafninn ofan á bílnum öskuvondur og gargandi yfir að fá ekki að hjálpa henni meira. Móðir okkar giftist aldrei, en kynntist karlmönnum eins og gengur. Sumum þeirra þó það lengi að hún náði að eignast fimm börn með fjórum þeirra. Við systur höfum allar átt ágætis menn að okkar mati. En mútta var ekki sama sinnis. Hún var ekki hrifin af neinum tengdasona sinna nema kannski þeim sem bjó lengst í burtu. Skýringuna fengum við aldrei, en við teljum hana vera að fjarlægðin geri fjöllin blá, grasið grænna og manninn með. Móðir okkar var góður vinur og félagi. Gott var að leita til hennar ef eitthvað var að. Hennar verður sárt saknað og hvíli hún nú í friði. Guðný og Sigurlína. Kær vinkona hefur kvatt þennan heim. Ragna Lindberg var ekki búin að vera nema nokkra daga á Landspítalanum þegar hún lést. Seint í sumar sagðist hún ekki vera frísk og taldi það vera gigt sem að sér gengi. En við sem þekktum hana vissum að eitthvað mikið var að þegar hún hætti að kenna. Það var hennar háttur að gera ekki mikið úr hlutunum, sagðist bara vera orðin löt og værukær, þetta slen hlyti að lagast bráðum. Hún leitaði til heimilis- læknis en sjúkdómurinn fannst ekki. En eftir að hafa farið í ít- arlega rannsókn í byrjun desem- ber kom í ljós hvaða sjúkdóm hún gekk með. Það er til marks um kjark henn- ar og æðruleysi að þegar hún fékk niðurstöðu úr rannsókninni sagði hún að nú væri búið að kveða upp dauðadóminn yfir sér, hún hefði greinst með krabbamein. Ragna var ákveðin í því að berj- ast móti sjúkdómnum og sagðist ekki eiga heimangengt og það var hverju orði sannara. Hún bjó með Guðna syni sínum sem er mikill sjúklingur og auk þess ól hún upp dótturson sinn, Harald, sem núna er sinn fyrsta vetur í framhalds- skóla. Ragna elskaði sveitina sín, hún ólst upp í Flekkudal í Kjós. Þang- að fór hún í fóstur þegar hún var á fyrsta árinu, til hjónanna Ólafs og Sigríðar sem þar bjuggu. Ólafur lést á meðan Ragna var barn. Börn Ólafs og Sigríðar, Guðni og Guðný, bjuggu í Flekku- dal með Sigríði móður sinni eftir lát Ólafs. Ragna vann öll hefðbundin sveitastörf og garðyrkja var henni mjög að skapi. Það má segja að hún hafi haft græna fingur. Ragna var mikil íþróttakona, hún náði góðum árangri í kúluvarpi sem og fleiri íþróttum. Eftir skyldunámið fór hún í gagnfræðaskóla. Hún var alltaf heima í Flekkudal þegar hún gat komið því við og aðstoðaði við búið, en á veturna var hún í bænum við vinnu og starfaði við franska sendiráðið í tvö ár. Hún tók öku- próf þegar hún hafði aldur til og síðan meiraprófið og ók rútum og skólabílnum í Kjósinni. Ragna tók síðan ökukennarapróf, önnur kon- an á landinu og sú fyrsta sem stundaði ökukennslu. Hún byrjaði að kenna hjá hinum þekkta öku- kennara, Geir Þormar, síðan kenndi hún að mestu sjálfstætt. Fjöldi fólks lærði hjá henni og hún var eftirsóttur kennari. Ragna lagði sig mjög fram við kennsluna og það var hrein undantekning ef nemendur hennar náðu ekki próf- inu í fyrstu tilraun. Hún var lagin við að fá unga nemendur til að skilja það að aka bifreið er dauð- ans alvara. Hún þjálfaði marga sem höfðu orðið fyrir slysum og þurftu sérstakan búnað við akstur bifreiða. Ragna kenndi mörgum nýbúum að aka bifreið. Þeim reyndist hún vel eins og öllum öðr- um sem hún hitti á lífsleiðinni. Ragna var höfðingi heim að sækja, alltaf kát og skemmtileg og hnyttin svör hennar munu seint gleymast. Hún var góð móðir og amma og lagði allt í sölurnar fyrir afkomendur sína. Ragna vissi ekki hvað eigingirni var, hún var vina- föst og áreiðanleg. Mér er minn- isstætt hvað hún hugsaði vel um Guðnýju og Guðna systkinin í Flekkudal. Hún keypti vélar fyrir búið og ég man eftir ýmsu innan- húss sem hún kom með, eins og uppþvottavél og sjónvarpi svo að eitthvað sé nefnt. Þegar Guðný uppeldissystir hennar og fóstra, lagðist banaleguna kom Ragna heim að aðstoða Guðnýju dóttur sína svo að Guðný eldri gæti verið sem lengst heima. Ragna lét skíra í höfuðið á fósturforeldrum sínum og fóstursystkinum, þannig sýndi hún sínar sterku artir. Rögnu var margt til lista lagt en hún hafði lítinn tíma aflögu til að stunda handavinnu, eins og aðrar einstæðar mæður fór tími hennar í að sinna börnum sínum og vinna fyrir heimilinu. En henni féll ekki verk úr hendi og hún flosaði og saumaði fallegar myndir. Einu sinni sýndi hún mér mynd af bæ sem hún var að flosa, það var gamli bærinn í Flekkudal sem brann þegar Ragna var unglingur. Seinnipart vetrar fór hún að und- irbúa vorið. Þá var gaman að koma heim til hennar og sjá hvernig hún fór að. Upp með stiganaum gat að líta fullt af plöntum sem hún var að rækta og það var sama hvað lít- inn blett hún hafði við húsin sem hún bjó hverju sinni, allt var fullt af blómum. Einu sinni kom ég bóndarós í fóstur hjá henni. Rósin var orðin fremur döpur, en eftir að henni var komið í fóstur hjá Rögnu braggaðist hún öll og blómstraði. Ragna óskaði eftir því að verða jarðsungin í kyrrþey og fór athöfn- in fram 11. mars, frá Reynivalla- kirkju í Kjós. Þann dag skartaði Kjósin sínum fegursta vetrar- skrúða, það var heiðskírt og klettabeltin í fjöllunum skáru sig frá alhvítri jörðinni. Eftir stendur minningin um mæta konu sem lifir í hjarta okkar RAGNA LINDBERG MÁRUSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.