Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. NORNABÚÐIN sem opnuð var við Vest- urgötu 2. ágúst síðastliðinn hefur gengið svo vel, að fyrirtækið er nú skuldlaust og stækkun húsnæðisins í undirbúningi, segja eigendurnir Eyrún Skúladóttir og Eva Hauksdóttir. „Við höfum tekið á móti hóp- um sem koma og vilja kynnast galdri og því hvernig hann er notaður í nútímanum. Margir héldu, þegar við vorum að fara af stað, að þetta væri bara eitthvert djók … Við stundum galdur, með árangri, og fólk vill kynnast því hvað hann felur í sér og hvernig hann virkar,“ segir Eva. Hún út- skýrir, að galdur sé það að „nota hugar- orkuna og viljastyrkinn til þess að fá ein- hverju framgengt“, en það er meðal annars gert með notkun tákna, líkamlegu látbragði, hljóðum og kveðskap, að henn- ar sögn. | Tímarit Morgunblaðið/Ásdís Áhugi Evu Hauksdóttur og Eyrúnar Skúladóttur tengist víkingatímanum. Gengur vel hjá nornunum SELJANLEGUR vatnsorkuforði Íslands hefur verið ýktur og ofmetinn og til að ná því marki sem kynnt er í bæklingum er- lendis þyrfti að virkja nánast hverja ein- ustu sprænu á landinu. Þetta kemur fram í nýrri bók Andra Snæs Magnasonar sem kemur út á morgun. Bókin heitir Drauma- landið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð en öfugt við fyrri bækur Andra er þetta ekki skáldsaga eða ljóðabók heldur bók um íslenskan veruleika. Andri bendir á að bæklingar hafi verið sendir um allan heim þar sem því er haldið fram að á Íslandi sé hægt að virkja sem nemur 30 terawattstundum (TWh) á ári á hagkvæman hátt og í sátt við umhverfið. Andri ákvað að leggjast yfir hvað þessar tölur þýða. Hann segir að árið 2002 hafi Ís- lendingar nýtt sem nemur sjö terawatt- stundum á ári og þar af fóru fjórar til stór- iðju. „Til þess að komast upp í þessi 30TWh þyrfti ekki aðeins að virkja öll stórfljót landsins, s.s. Jökulsá á Fjöllum, Skjálf- andafljót, alla Þjórsá, Markarfljót inn á gönguleiðir Laugavegarins og Hvítá í Ár- nessýslu svo fátt eitt sé nefnt, heldur þyrfti að teygja sig ofan í laxveiðiár á borð við Selá, Grímsá, Vatnsdalsá og Stóru-Laxá,“ útskýrir Andri. „Raunar væri mögulegt að sleppa því að virkja Gullfoss en það þyrfti að virkja bæði ofan og neðan við hann.“ Andri segir Íslendinga bjóða það sem stundum er kallað „vannýtt orka“ á lágu verði. | Tímarit Ýktar tölur um virkjan- lega orku ÞRÁTT fyrir að hingað til hafi sumarið verið talið helsti komutími ferðamanna hingað til lands fjölgar þeim sífellt sem kjósa að koma hingað að vetrarlagi og njóta þeirra þöglu töfra og náttúrufegurðar sem Ísland býr yf- ir. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá Geysissvæðinu á föstudag mætti hann þessum hópi þrettán gesta frá borginni Osaka í Japan, sem staddir eru hér á landi ásamt fararstjóra sínum. Að sögn Kristínar Hildar Sætran, leiðsögu- manns hópsins, vilja Japanir koma hingað til lands á veturna m.a. til að sjá norðurljósin. Kristín segir mikinn áhuga meðal Japana á að kynnast náttúru landsins og sé árstíðin engin hindrun. „Japanir gera hins vegar miklar kröfur til gistingar og vilja helst hafa baðkar á herbergjunum, ekki bara sturtu.“ Hóparnir fljúga beint frá Osaka til Íslands með millilendingu í London og er flugið langt. Kristín telur að væri boðið upp á fleiri gistimöguleika með baði myndi líklega verða auðveldara að bjóða upp á beint reglulegt flug eða leiguflug beint frá Osaka til Íslands, sem myndi stytta ferðatímann mjög, en hann er nú í kringum sólarhring aðra leið. Hópurinn skoðaði Gullfoss, Geysi og Þing- velli og fengu gestirnir að snæða ekta ís- lenskan mat; hrátt hangikjöt, kótelettur og lærissneiðar með rabarbarasultu og fleira meðlæti, en í eftirrétt fengu þeir skyr. „Svo eru þau mikið hestafólk og höfðu afar gam- an af því að skoða íslenska hestinn og fara í útreiðartúr,“ segir Kristín. Um helgina var áætlað að stefna á suður- ströndina að skoða Eyjafjallajökul, Mýrdals- jökul og Sólheimajökul. „Þessi hópur er afar spenntur fyrir jöklunum, að fá að kynnast þeim og skoða,“ segir Kristín. „Það er sér- stök tilfinning sem fólk fær við það að standa á jökli.“ Morgunblaðið/RAX Vetrargestir skoða goshveri HAGFRÆÐINGAR sem segja að stóriðjustefna stjórnvalda sé skynsamleg eru vandfundnir í dag. Þrátt fyrir það er hvert ál- verið á fætur öðru sett inn á skipulagið. Þetta segir Tryggvi Felixson hagfræðingur, sem fyrir helgi lauk störfum sem fram- kvæmdastjóri Landverndar og var valinn úr hópi umsækjenda til starfa fyrir Norrænu ráð- herranefndina. „Samfélögin sem við berum okkur saman við hafa fært sig úr frumframleiðslu yfir í þjónustu- tengdari atvinnuvegi. Á Íslandi höfum við miklar orkuauðlindir og nú hefur skapast svigrúm til að nýta þær fyrir stóriðju. Þá ætlum við að halda okkur í þessu fari frumframleiðslunnar. Við höfum hins vegar val – við þurfum ekki að gera það. Við er- um það stöndugt samfélag að við get- um valið,“ segir hann. Gefins náttúruspjöll Að sögn Tryggva kemur álframleiðsla hingað til lands ekki á eðlilegum sam- keppnisforsendum. Hann segir hana flytjast hingað eingöngu vegna þess að Ís- land bjóði ódýra orku og hún sé ódýr vegna þess að menn borgi ekki fyrir hana það sem hún kosti. „Það borgar eng- inn fyrir þau spjöll sem unnin eru á náttúru landsins. Þau eru gefin,“ seg- ir hann. Auk þess sem orkan til stór- iðjunnar sé niður- greidd með náttúru- spjöllum sé hún niðurgreidd af alþjóðasamfélag- inu. Íslendingar hafi sótt sér aukalosunarkvóta á gróðurhúsa- lofttegundum til þjóða heims. Tryggvi segir afskipti ríkisstjórn- arinnar á borð við stóriðjustefn- una afar óheppileg. „Þrátt fyrir að margt af okkar best menntaða fólki á sviði félagsvísinda, hag- fræði og náttúrufræði hafi dregið fram afleiðingar stóriðjustefn- unnar og þessara ákvarðana með mjög skýrum hætti hafa ráðið ferðinni sérhagsmunir orkufyrir- tækjanna, byggðarlaganna, verk- fræðistofanna, byggingaverktak- anna og allra sem koma að hinum umtalaða vexti sem er svo þráður og eftirsóttur,“ segir hann. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýnir stefnu stjórnvalda Stöndugt samfélag hefur val Tryggvi Felixson  Óheppileg | 10–11 HLUTUR þjónustugeirans í ís- lenskum þjóðarbúskap hefur aukist verulega á síðustu þremur áratugum. Hlutdeild þjónustunn- ar af landsframleiðslu er 55%, þegar verslun er undanskilin, og hefur hlutdeild hennar aukist um 14 prósentustig frá árinu 1973. Þetta kemur fram í skýrslu við- skiptadeildar Háskólans í Reykjavík sem unnin var fyrir SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Í skýrslunni segir ennfremur að upplýsingatækni, ör tækniþró- un og aukið frelsi í alþjóðlegum viðskiptum hafi breytt starfsum- hverfi margra þjónustugreina á undanförnum árum, aukið fjöl- breytni þeirra, bætt staðla og lækkað verð. Þannig verði þjón- usta æ mikilvægari í utanríkis- viðskiptum en útflutningur ís- lenskrar þjónustu hefur á síðustu 15 árum vaxið hægt og sígandi sem hlutfall af landsframleiðsl- unni, úr 8,9% á árinu 1990 í 12,0% á árinu 2005. Síðastnefnda árið námu tekjur vegna þjón- ustuútflutnings 120 milljörðum sem þá jafngilti 29% af gjaldeyr- istekjum þjóðarinnar. Hrund Rudolfsdóttir, formað- ur stjórnar SVÞ, bendir á það í viðtali við Morgunblaðið í dag að nauðsynlegt sé að tryggja sam- keppnishæfni þjónustugeirans til þess að tryggja hagvöxt til fram- tíðar. Þjónustugeirinn sé alvöru- atvinnugrein og arðbær. „Sam- keppnisumhverfið er orðið mjög alþjóðlegt. Það er jafnframt eðli- legt að stóru íslensku aflakóng- arnir í þessum geira séu í kast- ljósi fjölmiðlanna og við eigum að fagna velgengni þeirra því hún gefur svo mörgum öðrum tækifæri til þess að veita virð- isaukandi þjónustu í samfélag- inu.“ Skýrsluhöfundar benda á að nýsköpun sé forsenda framfara og í þjónustugeiranum þurfi að vinna að henni á markvissan og skilvirkan hátt, m.a. með rann- sóknum. Mikilvægt sé einnig að samkeppnislög séu virk, lausn álitamála sé skjót og að skatta- lög mismuni ekki fyrirtækjum í þjónustu. | 24 Útflutningur íslenskrar þjón- ustu eykst hröðum skrefum ♦♦♦ FJÖLMIÐLAR eru réttnefndir „fjórða vald- ið“ segir Katrín Pálsdóttir fréttamaður, sem gerði rannsókn á stöðu fjölmiðla í sam- félaginu fyrir MA-ritgerð sína. Hún sendi spurningalista á helstu fjölmiðla landsins og komst að því að vinnuálag blaða- og fréttamanna væri óhóflega mikið, en óánægja væri með laun. Flestir þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, eru stoltir af starfi sínu og hlakka til að koma í vinnuna. | 26 Fjórða valdið réttnefni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.