Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 33 Kynlegur skóli Föstudaginn 24. mars 2006 frá kl. 13:00–17:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði Ráðstefnustjóri er Haraldur Finnsson, fyrrverandi skólastjóri Dagskrá: 13:00–13:10 Ávarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra 13:10–13:30 Á kynjafræði erindi í kennaramenntun? Þórdís Þórðardóttir lektor í uppeldis- og menntunarfræði við KHÍ 13:30–13:50 „Eru strákar í basli en stelpur í góðum málum?“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla 13:50–14:00 Samræðuhlé 14:00–14:20 Jafnréttisáætlun Álftamýrarskóla Fanný Gunnarsdóttir, starfandi námsráðgjafi í Álftamýrarskóla 14:20–14:40 Úr viðjum vanans – á að fræða börn um kynferðisofbeldi? Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður 14:40–15:00 Skólaþróun í þágu jafnréttisuppeldis Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri 15:00–15:20 Kaffihlé 15:20–15:40 Kynjaskipting Hjallastefnunnar; hvers vegna og til hvers! Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri 15:40–16:10 Kynbundið námsval – jafnréttisfræðsla fyrir stelpur og stráka Kira Appel, sérfræðingur í danska jafnréttisráðuneytinu 16:10–16:20 Verkefnistillaga Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar 16:20–16:40 Umræður og ráðstefnuslit Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, slítur ráðstefnunni Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis en vinsamlegast tilkynnið þátt- töku á netfangið margretj@ hafnarfjordur.is eða í síma 585-5524 fyrir hádegi fimmtudaginn 23. mars nk. -ráðstefna um jafnréttisstarf í leik – og grunnskólum haldin af lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar og jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar, í samstarfi við menntamálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Léttar veitingar í boði menntamálaráðuneytisins h u n a n g Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins í þessari einstöku borg á frábærum kjörum. Þú kaupir 2 flugsæti 26. mars en greiðir aðeins fyrir eitt. Bjóðum einnig frábært tilboð á helgarferð 23. eða 30. mars. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barcelona 23., 26. eða 30. mars frá kr. 19.990 Munið Mastercard- ferðaávísunina Frá kr.39.990 M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel NH Condor eða Hotel Confortel Auditori með morgunverði, 23. eða 30. mars. Netverð á mann. Verð kr.19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Út 26. mars og heim 30. mars. Netverð á mann. 2 fyrir 1 eða glæsilegt helgartilboð Mig rámar í sögu um að ég heldhéra sem nefndur var Áslákur eyrnaprúði. Hann var í mjög öf- undsverðri aðstöðu samkvæmt barnsskilningi mínum. Hann sat uppi í tré og fékk krónu á mínútu án þess að inna af höndum neina sér- staka vinnu. Ég hafði lítið skyn á peningum um þetta leyti og þótti þetta því afbragðs- góð kjör. Mér varð hugsað til Ásláks eyrna- prúða þegar ég las um kjör banka- stjóranna sem stjórnað hafa hinni umtöluðu bankaútrás. Sú útrás sýn- ist nú mest hafa falist í að útvega himinhá lán á erlendri grundu og framlána þau svo hér heima eða kaupa fyrir þau bréf í hinum ýmsu fyrirtækjum. Ég hafði fram að þessu borið hina mestu virðingu fyrir útrásinni, talið víst að hún fælist í að ráðstafa eigin fé svo snilldarlega að mjög mikill hagnaður hlytist af og að banka- stjórarnir fengju svo sinn skammt af fjármunum fyrir hagsýni sína við peningastjórnunina. En þegar ég fór að lesa álit fróðra útlendinga á starfsháttum íslensku útrásarbank- anna fóru að renna á mig tvær grím- ur. Ég hugsaði meira að segja með mér, þótt skömm sé frá að segja: „Ég gæti þetta líklega alveg eins og þeir!“ Og átti þá við bankastjórana. En auðvitað er þetta sambland af einföldun og ofmetnaði. Hver er ég að ætla að leggja svo grunnfærinn dóm á flókin og taugastrekkjandi störf hinna íslensku ofurbanka- stjóra? Mig minnir að því hafi verið eins farið með samferðadýr Ásláks eyr- naprúða, þau höfðu víst lítinn skiln- ing á snilli Ásláks. Ef ég hefði áætlað áræði, talna- speki og hugmyndaflug bankastjór- anna væri ég ugglaust sjálf orðin bankastjóri eða í það minnsta deild- arstjóri í banka. En óneitanlega væri áhugavert að fá meira að vita um hið innra inni- hald útrásarinnar, þá myndi ég kannski fá gleggri sýn á það sem á bak við útrásarstefnuna býr og myndi þá kannski ekki lengur vera í hópi þeirra sem býsnast yfir ótrú- lega háu kaupi bankastjóranna. Líklega er bankaútrásarstefnan í framkvæmd og plani of mikið hern- aðarleyndarmál hvers og eins banka til þess að ég fái þau svör sem duga til að mér hætti að líða eins og hin- um vantrúuðu og stórhneyksluðu samferðadýrum Ásláks eyrnaprúða. Hitt þykir mér furðu gegna að víkingar nútímaútrásar ætli fyrir at- beina stjórnmálamanna að gera inn- rás í svo þunglyndislega og gamal- gróna stofnun sem Íbúðalánasjóður hefur löngum sýnst vera. Traustur en þungur í vöfum, – þannig er ímynd hans í mínum huga. Ég sé ekki hvaða nauðsyn ber til að gera Íbúðalánasjóð, hald og traust hinna ungu og blönku, að heildsölubanka fyrir útrásarbanka sem reka þvílíkt umsvifamikla starfsemi út um víðan völl. Mér finnst einhvern veginn eitthvað skrítið við útrás bankavík- inga sem verður að innrás í Íbúða- lánasjóð – lái mér hver sem vill. Svo er líka spurning hvenær erlendir bankar fara að taka hér til starfa í einhverjum skilningi, þá kemur kannski að því að Íslendingar fái sambærilega lág vaxtakjör á hús- næðislán og tíðkast víst víða í ná- grannalöndum okkar, að því er fregnir herma. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er útrásin að snúast upp í innrás? Hinir eyrnaprúðu! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Í tilefni af 20 ára afmæli Félags eldri borgara í Reykjavík var haldið afmælisbridsmót að Ásgarði, Stang- arhyl 4 mánud. 13. mars með þátt- töku 48 para. Helgi Seljan fyrrv. al- þingismaður gaf vegleg verðlaun til minningar um látinn ættingja Zop- hónías Benidiktsson, sem var þekkt- ur meðal keppenda í brids á síðustu öld. Margrét Margeirsdóttir form. Fé- lags eldri borgara í Reykjavík setti mótið og Helgi Seljan flutti skemmtilega frásögn af fyrstu kynn- um sínum af brids. Spiluð var tvímenningskeppni með Monrad fyrirkomulagi undir keppnisstjórn Björgvins Más Krist- inssonar frá Bridssambandi Íslands, sem stjórnaði af öryggi og fag- mennsku. Árangur 6 efstu para varð þessi: Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 193 Ólafur Ingvarss. – Sigurberg Elentínus. 151 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 133 Sigrún Pétursd. – Jóna Magnúsdóttir 116 Oddur Jónsson – Oddur Halldórss. 110 Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmunds. 104 Í lok keppninnar afhentu Helgi Seljan og frú þremur efstu pörunum vegleg verðlaun. Gullsmárinn Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 12 borðum fimmtu- daginn 16. apríl. Miðlungur 220. Efst voru í NS Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 281 Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðsson 278 Aðalbj. Benediktss – Leifur Jóhanness. 258 Ernst Backmann – Magnús Ingólfss. 237 AV Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 311 Þórhildur Magnúsd – Helga Helgadóttir 247 Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 238 Guðlaugur Árnason – Léó Guðbrandsson 230 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.