Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 69
Gildir á öll undankvöld og forkaupsrétt
á úrslitakvöld. 2500 kr. Sala hefst
Mán. 20.mars kl.16 í Loftkastalanum.
tryggðu þér aðgangspassa
nroD-
kulísurnar
19
ÉG sit í herbergi í „Rúm ogmorgunverðar“-húsi í smá-bænum Thomastown í Suð-
austur-Írlandi og hripa þessi orð. Ég
og litla fjölskyldan mín erum á
tveggja vikna ferðalagi um eyjuna
grænu, ætlum að taka nettan rétt-
sælis hring, skoða og upplifa. Far-
tölvan stendur á rúminu og ég í stól
upp við hornið, pínu boginn í baki.
Tölvan er tengd í rafmagn, fyrir til-
stuðlan straumbreytis, en kerfið hér
og á Bretlandseyjum er allt annað.
Það er enginn nettenging í bæn-
um. Heyrði reyndar af því að eitt
hús hér væri nettengt, en tengingin
virkaði hins vegar ekki. Það var ver-
ið að mála herbergið þar sem lín-
urnar eru og þær eru víst í maski
eftir það. Textann þurfti ég því að
senda frá Cork City, sem er í suðr-
inu.
Í gær kíkti ég á krána (pöbbinn)
sem er á móti gistiheimilinu. Eddie
Murpy heitir hann (já, ég veit, þetta
er mjög fyndið) og var stofnaður ár-
ið 1920. Þrátt fyrir að íbúar hér séu
ekki nema 1.700 eru um tuttugu
pöbbar í bænum. Thomastown er
allsérstakur bær. Í gegnum hann
liggur einn af aðalumferðarveg-
unum hér í Írlandi, sem er íbúum
nokkur þyrnir í augum. Fallegur er
hann og „myndrænn“ og hér er lítill
listaskóli sem hefur haft nokkur
áhrif á hinn almenna bæjarbrag.
Þannig er Thomastown mikilltónlistarbær, dálítil Húsavík-
urstemning í gangi. Slatti af hljóm-
sveitum starfar í bænum og téður
pöbb er að fá orð á sig fyrir að vera
eftirsótt vin hér í Írlandi. Hljóm-
sveitir í stærri kantinum hafa verið
að spila á pöbbnum og hafa slegið af
kaupkröfum með það að markmiði
að fá að troða upp hér.
Innviðir pöbbsins eru í þessum
hefðbundna írska stíl. Ofurnotalegt,
arinn úti í horni, manni finnst alltaf
eins og maður sé í heimsókn hjá
ömmu. Gestirnir röðuðu sér flestir í
kringum barborðið, sumir slakir á
kantinum, aðrir massaslakir í miðj-
unni. Hópurinn var í yngri kantinum
og barþjónarnir tveir rokkarar, ann-
ar þeirra víst gítarleikarinn í helstu
hljómsveitinni hér í bænum. Ein-
staklega vinalegur og almennilegur
náungi. Sá smellti síðan Kid A með
Radiohead í græjurnar, og fékk
platan að rúlla ótruflað allt til enda.
Já, þetta var pínu á skjön einhvern
veginn. Miðað við innréttingarnar
áttu Dubliners að vera í græjunum,
eitthvað sem manni finnst reyndar
hæfa öllum írskum krám. Ekki
framúrstefnulegt rokk frá Uxavaði.
En þar sem ég sat þarna, slakur
við arininn með guðaveigarnar Gu-
inness í hendinni, fór ég einu sinni
sem oftar að hugsa um Radiohead
og hversu mikil snilld, hversu mikið
þrekvirki þessi plata væri. Ég held
að ég hafi ekki átt í fleiri rökræðum
um nokkra sveit undanfarin ár og
Radiohead. Og þá sérstaklega stuttu
eftir að Kid A kom út árið 2000. Hail
to the Thief virtist t.d. ekki gera
neinum neinn sérstakan skurk. En
þegar Kid A kom út var eins og fólk
skiptist í tvær fylkingar. Fólk sem
dýrkaði OK Computer og varð fyrir
vonbrigðum og síðan þeir sem voru
yfir sig hrifnir af Kid A og töldu
þetta vera toppinn á ferlinum til
þessa. Ég er í síðarnefnda flokknum.
Fólki varð ljóst að Radioheadværi alvöru band þegar The
Bends kom út árið 1995. OK Compu-
ter kom út tveimur árum síðar og
lofinu sem var ausið á plötuna þá er
með ólíkindum, held að hún hafi ver-
ið valin oftar en einu sinni sem besta
breska plata sögunnar, þá iðulega af
lesendum tónlistartímarita. OK
Computer stendur enda fyllilega
undir þessu öllu saman, platan er al-
gjört meistaraverk. En Kid A er
betri. Hún er betri því að aldrei hafa
Radiohead, fyrr né síðar, sýnt aðra
eins djörfung og hugrekki. Hér var
komin hljómsveit sem stóð algerlega
með sér og skeytti ekkert um hvað
öðrum fannst, hvort heldur sem það
var útgáfufyrirtækið eða aðdá-
endur. Að fylgja OK Computer eftir
með svona „súru“ verki var af mörg-
um talið vísvitandi markaðssjálfs-
morð. Radiohead hefur hins vegar
aldrei verið „heilari“ en á þessari
plötu, mögnuð framúrstefna í bland
við frábærar lagasmíðar. Eftir því
sem lækkaði í glasinu brast á með
hverju snilldarlaginu á fætur öðru.
Ég var búinn að gleyma því hversu
ótrúlega sterk þessi plata er.
Radiohead hefur ekki borið sitt
barr efir plötuna. Afgangaplatan
Amnesiac er brotakennd og Hail to
the Thief lítt merkileg. Radiohead
sett á sjálfsstýringu. Senn líður að
nýrri Radiohead plötu. Ég er
spenntur, ég tel að þeir geti þetta
vel. Og klár er ég í rökræðuslaginn.
Það væri nú ljúft að geta heimsótt
Thomastown eftir nokkur ár, verið
slakur á kantinum á Eddie Murphy
og hlýtt á þriðja meistaraverkið frá
Radiohead.
Eddie Murphy
og Radiohead
’Gestirnir röðuðu sérflestir í kringum bar-
borðið, sumir slakir á
kantinum, aðrir massa-
slakir í miðjunni.‘
Pistlahöfundi varð hugsað til Radiohead á ferð sinni um Írland.
arnart@mbl.is
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. Blaðið
G.E. NFS
eee
V.J.V. topp5.is
eee
Ó.H.T. RÁS 2
Magnaður framtíðartryllir
með skutlunni Charlize Theron.
FREISTINGAR GETA
REYNST DÝRKEYPTAR
eee
V.J.V. Topp5.is
eee
S.V. MBL*****
L.I.B. Topp5.is
****
Ó.Ö. DV
****
kvikmyndir.is
Sýnd með
íslensku tali.
Hefndin er á leiðinni
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
THE MATADOR kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 16 ára.
THE MATADOR VIP kl. 1:40 - 3:50 - 6 - 8:10 - 10:20
LASSIE kl. 2 - 3:50 - 6
AEON FLUX kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára.
SYRIANA kl. 8:10 - 10:40 B.i. 16 ára
BLÓÐBÖND kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10
CASANOVA kl. 6 - 8:10 - 10:20
BAMBI 2 m/Ísl tali kl. 2 - 4:10
Litli Kjúllin m/Ísl tali kl. 2 - 4
LASSIE kl. 12 - 2:10 - 4:20 - 5:50 - 8
THE NEW WORLD kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára
THE PINK PANTHER kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 10:10
BAMBI 2 m/Ísl tali kl. 12 - 2 - 4
MUNICH kl. 10 B.i. 16 ára
DERAILED kl. 8 B.i. 16 ára
LASSIE ER ENGRI LÍK OG ER SÍGILD.
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
MEIRA EN HETJA. GOÐSÖGN.
Bleiki demanturinn er
horfinn og heimsins
frægasta rannsóknarlögregla
gerir allt til þess að
klúðra málinu…
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI