Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 25 þjónustu í fjölmiðlum en slíkur út- flutningur sé að verða æ mikilvæg- ari fyrir þjóðarbúið. „Útflutnings- tekjur þjóðarinnar koma ekki eingöngu frá vöruútflutningi. Sam- kvæmt fyrrnefndri skýrslu nam útflutningur þjónustu sem hlutfall af landsframleiðslu 12,0 % árið 2005 en til samanburðar má nefna að hlutfallið af vöruútflutningi var 19,7%. Á sama hátt hefur vægi gjaldeyristekna vegna þjónustuút- flutnings aukist verulega síðustu árum. Og það eru ekki aðeins hinir sérmenntuðu sem selja þjónustu sína til útflutnings eins og tölvu- sérfræðingar, vísindamenn og verkfræðingar heldur hefur sala á þjónustu ófaglærðra færst í vöxt, þar sem hún er ekki háð staðsetn- ingu, eins og t.d. að sjá um inn- slátt á tölvur.“ Menntun starfsfólks víða í þjón- ustugeiranum er samt eitt af því sem Hrund gerir að umtalsefni sínu. „Þar er um hagsmunamál allra að ræða og við þurfum víða að endurskoða, endurskilgreina og bæta menntunina. Störf í þjón- ustugeiranum eru eins og áður segir afar mismunandi og krefjast mjög mismunandi menntunar og þjálfunar. Sum krefjast margra ára háskólanáms, önnur iðnnáms og enn önnur námskeiða. Það er mikilvægt að menntakerfið sé nógu sveigjanlegt til þess að mæta tímanlega breyttum kröfum þjón- ustugreina, svo nægilegt framboð af sérmenntuðu fólki sé alltaf til staðar.“ Opinber þjónusta í hendur einkaaðila Hér á landi, eins og annars stað- ar í norræna velferðarmódelinu, er stór hluti þjónustugeirans í hönd- um hins opinbera; heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi og stjórnsýslan. Þetta telur Hrund að komi til með að breytast í fram- tíðinni auk þess sem þjónusta á þessum sviðum komi til með að aukast. „Opinber þjónusta er ríf- lega þriðjungur allrar þjónustu hér á landi. Hið opinbera getur verið veitandi þjónustu, notandi eða kaupandi. Á síðastliðnum ár- um hefur hið opinbera selt og einkavætt margar þjónustuveitur sínar, eins og flutningaþjónustu- fyrirtækið Íslandspóst, fjarskipta- fyrirtækið Símann, bankana Bún- aðarbankann og Landsbankann og er það vel. Viðhorfin eru smám saman að breytast. Stjórnmála- menn og almenningur eru að gera sér grein fyrir því að einkageirinn getur í mörgum tilfellum selt hinu opinbera sams konar þjónustu en á betra verði, sem kemur skatt- borgurum landsins á allan hátt til góða, í lægri ríkisútgjöldum og jafngóðri og jafnvel betri þjónustu. Þetta viðhorf kristallast best í nið- urstöðu könnunar Gallup um ýmsa þætti tengda mikilvægi þjónustu á meðal almennings, sem SVÞ létu gera samhliða úttekt viðskipta- deildar HR. Þar voru svarendur beðnir að bera saman gæði op- inberrar þjónustu og þjónustu einkafyrirtækja og niðurstaðan var mjög afgerandi. Um 70% svar- enda telja að starfsmaður í einka- fyrirtæki veiti betri þjónustu á móti 11% svarenda sem telja að starfsmaður í opinberu fyrirtæki veiti betri þjónustu. Afgangurinn eða 19% telja þjónustuna svipaða,“ segir formaðurinn. Farsældin liggur í nýsköpun Og framtíðin er áfram björt í at- vinnugreininni sé rétt á spöðunum haldið. „Nýsköpun er lykillinn að áframhaldandi velgengni. Nýsköp- un í þjónustu lýtur öðrum lög- málum en sams konar sköpun í hefðbundinni framleiðslu. Verð- mætin eru oft ekki áþreifanleg og áhættan virðist því meiri sem letur oft fjármögnunarfyrirtæki til þess að taka slaginn. Það er oft erfiðara að selja hugmyndir og þjónustu en vöru, en eins og reynslan sýnir geta þær engu að síður verið mjög arðbærar. Við þurfum því einnig að breyta viðhorfi okkar til fjár- festinga í þessum geira. Rannsóknir eru mjög mikilvæg- ar fyrir nýsköpun og þróunin er víða mjög hröð og samkeppnin eykst stöðugt. Hér þurfa bæði fyr- irtæki og hið opinbera að leggja sitt af mörkum. Opinberir fjár- munir til rannsókna nema að því er mér skilst um 24 milljörðum og jafnvel þótt ég sé ekki sérstök talskona ríkisstyrkja finnst mér skjóta skökku við að aðeins um 10% þess fjár fari til rannsókna innan þjónustugeirans, þegar haft er í huga að hlutfall hans til lands- framleiðslunnar nemur eins og áð- ur segir um 55 af hundraði. En séu rekstrarskilyrði og samkeppnis- hæfni þjónustugeirans hérlendis efld eru litlar sem engar fyrirstöð- ur fyrir aukinni framleiðni og það tryggir hagvöxt til framtíðar. Þetta er alvöruatvinnugrein,“ seg- ir Hrund Rudolfsdóttir, formaður stjórnar SVÞ ákveðin. Það birtir enn af marsdegi og geislar sólar flæða óhindrað yfir húsþökin í Reykjavík. Skíman eyk- ur svo sannarlega bjartsýni og það er tilhlökkunarefni að fá bráðlega sólarhringsþjónustuna. Þeir eru sennilega fáir Íslendingarnir sem afþakka þá afbragðsþjónustu nátt- úruaflanna. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.