Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bundnir við kofana. Þetta er „Cayos
Miskitos“. Samfélag á stólpum úti á
sjó. Klukkutíma bátsferð í burtu eru
fleiri svona samfélög – með kirkjum,
verslunum og hóruhúsum. Allt á
stólpum. Fellibyljirnir rífa kofana
niður með jöfnu millibili. Þeir eru
reistir til að endast í þrjú ár. Hefð-
bundnum þökum úr pálmablöðum
hefur verið skipt út fyrir blikk og
plast á mörgum stöðum.
Humar- og skjaldbökuveiðar eru
gömul hefð meðal miskitoindíána.
Armando viðheldur henni en vonast
eftir afla sem gefur mun meira í
aðra hönd: Kókaíni sem hefur verið
kastað í sjóinn. Armando er 55 ára
og býr hér þrjár vikur í mánuði með
Sex þjóðflokkar á karabískuAtlantshafsströndinni erueins og ósýnilegir í augumstjórnvalda. En fátækafólkið á von: Kólombískir
kókaínsmyglarar eru orðnir stórir
fjárfestar á svæðinu.
– Við Miskitoindíánar trúum því
að allt sem kemur frá himnum og úr
hafi sé blessun Guðs, segir miskito-
höfðinginn Armando og blikkar
kankvíslega.
Augun leita einbeitt að einhverju
við sjóndeildarhringinn. Hann
stendur stöðugum berum fótum í
bátnum og augun hvarfla hægt yfir
hafið. Hann reynir að greina hvíta
öldutoppana við sjóndeildarhringinn
frá öðru hvítu sem hugsanlega flýt-
ur á yfirborði sjávar.
Armando leitar að kókaíni. Hvítur
plastpoki sem flýtur yfirgefinn í
sjónum getur breytt lífi hans. Eða
tekið það.
Dagleið út á sjó standa tíu hrör-
legir trjákofar á stólpum á grunnum
sandhrygg. Kanóar, holir trjábolir
með segli og vélbátar á stangli eru
tuttugu öðrum körlum. Á hverjum
morgni fara þeir út og kafa. Á
kvöldin koma þeir aftur með afla
dagsins.
– Við köllum hann hvíta fjársjóð-
inn, segir Armando.
Staðsetning karabísku Atlants-
hafsstrandar Níkaragva er ákjósan-
leg með tilliti til þess að í suðri er
kókaínframleiðslulandið Kólumbía
og í norðri er markaðurinn í Banda-
ríkjunum. Þrjár mikilvægar smygl-
leiðir liggja um þessa strönd. Í
Bandaríkjunum er verðmæti þess
kókaíns sem neytt er á ári um 40
milljarðar dollara. Talið er að verð-
mæti kókaínsins sem fer um þessar
smyglleiðir á karabísku ströndinni
sé yfir 3 milljarðar. 49% þess sem
lagt er hald á í Mið-Ameríku, finnst
í Níkaragva. Á flótta undan strand-
gæslunni kastar kólumbíska mafían
kókaínfarminum fyrir borð. Kók-
aíninu er yfirleitt pakkað í 20 kílóa
hvíta plastpoka. Hafstraumar færa
pokana nær landi og skola þeim á
land á ströndinni. Ekki er óalgengt
að finna 2.000 kíló í einu.
Síðdegisgolan leysir steikjandi
hitabeltissólina af. Kanó flýtur
hljóðlaust að stólpakofa og skipst er
á nokkrum orðum á miskito. Einn af
fiskimönnunum hefur veitt græna
skjaldböku og vill selja hana. Gam-
all miskitohöfðingi réttir blauta pen-
ingaseðla niður í kanóinn. Stórum
stykkjum af blóðugu skjaldböku-
kjöti er kastað til baka upp á tré-
gólfið með þungum skelli. Fötu sem
bundin er í reipi er hent yfir gólf-
brúnina og hún dregin upp full af
vatni. Skjaldbökukjötið er þvegið.
Blóði og úrgangi er hent aftur út í
sjó. Stórar þyrpingar af smáfiski
koma í ljós.
– Nú koma hákarlarnir, glottir
Armando.
Utan um dökkbrún augu hans er
skærblár hringur – arfur frá bresk-
um sjóræningjum sem stjórnuðu
siglingaleiðinni á sautjándu öld þeg-
ar sjóræningjarnir eltust við
spænska landvinningamenn á leið
heim til Evrópu með skipin full af
fjársjóðum. Miskitoarnir kenndu
sjóræningjunum að lifa á grænum
skjaldbökum, miskitokonurnar gift-
ust sjóræningjunum sem vernduðu
þær fyrir tilraunum Spánverja til að
gera staðinn að nýlendu. Þetta var
vel heppnaður samruni. Nú eru mis-
kitoarnir hluti af öðrum samruna.
Kólombíska mafían hefur fundið
óvæntan samherja í miskitounum og
öðrum þjóðflokkum á ströndinni.
Þegar sólin sest þrammar fjöldi
manna inn í kofann með bera, blauta
fótleggi og spriklandi ferskan afla í
fanginu. Þessi rýri afli er veginn og
einn mannanna skrifar hjá sér í bók.
– Það er varla humar í sjónum
lengur. Af því sem við öflum verðum
við að borga leigu fyrir kanó og
veiðarfæri. Þá er ekkert eftir handa
fjölskyldunni, andvarpar gamli mis-
kitohöfðinginn.
– Það eina sem bjargar okkur frá
sultardauða er kókaínið.
Þegar lítil flugvél hrapaði á svæð-
inu með hálft tonn af kókaíni um
borð, hjálpuðu miskitoindíánarnir
flugmönnunum að fela sig og farm-
inn. Sérsveit frá fíkniefnalögregl-
unni birtist í frumskóginum og var
tekin til fanga af miskitounum og
haldið sem gíslum. Lögreglumenn-
irnir voru látnir lausir eftir að loforð
Hvíti fjársjóðurinn
Á veiðum. Armando (55) og veiðimannavinir hans eru í bátnum eða að kafa í sjónum tólf tíma á dag. Þeir leita alltaf að fljótandi hvítum pokum með kókaíni.
Krakkfíklar eiga litla von um að losna undan fíkn sinni. Heilbrigðiskerfið hefur ekkert að bjóða þeim.
Þar sem Níkaragva liggur að
Karíbahafinu róa frum-
byggjar til fiskjar, en eru
stöðugt að leita að kókaíni,
sem smyglarar hafa þurft að
henda. Skammt frá strönd-
inni er bærinn Bluefields
þar sem allt snýst um hvíta
eitrið. Mona Fjeld Thowsen
blaðamaður og Rune Eraker
ljósmyndari fiskuðu í kjöl-
fari kókaínsins.