Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Móðuhreinsun glerja! Er kominn móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ., s. 897 9809 og 587 5232. Viðskipti Viltu skapa þér algjört fjár- hagsfrelsi? Sé svo skaltu kynna þér frábært námskeið þar sem fagfólk kennir þér að búa til hörkutekjur í heimavinnu. Skoðaðu www.Kennsla.com fyrir allar nánari upplýsingar. Leitar þú að góðri og öruggri tekjuleið? Áttu tölvu? Ertu í net- sambandi? Af hverju þá ekki að læra sjálfstæð netviðskipti? Frá- bær leið til að margfalda tekjurn- ar. Kynntu þér málið á www.Hagnadur.com. Þjónusta Þessi er glæsilegur ef þú vilt stækka um stærð eða svo! Fæst í AA, A, B, C, D skálum á kr. 4.350. Fyrir „brjóstgóðar“ í D, DD, E, F, FF, G skálum. Mjög flottur á kr. 4.650. Sömuleiðir fyrir „brjóstgóðar” og er samt mjög fleginn og „multiway“ í D, DD, E, F, FF, G skálum á kr. 4.250. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Bátar Truma Gasmiðstöðvar í tjaldvagna Bílaraf Auðbrekku 20 • S. 5640400. • Hafið tjaldvagninn heitan • Hægt að setja miðstöð framan á beisli og láta blása inn í tjaldvagninn • Engin mengun í rými • Engin súrefnistaka úr rými • Lokað brunahólf, engin slysa- eða brunahætta • Thermostat til að stilla á kjörhita Sjó kajak til sölu ásamt gír. Allt topp græjur, vel með farnar, lítið notaðar, alltaf geymt inni. Ath. sk. á bíl. Sjá nánar á www.simnet.is/ einarob/Kajak/kajak.htm. Uppl. í s. 821 2900 Einar. Rafmagnshjól í bátinn, bílinn, vagninn. Nýkomin frábær raf- magnshjól sem hægt er að brjóta saman og setja í bílinn, bátinn eða húsvagninn. Hvellur, Súðar- vogi 6, 104 Reykjavík, s. 577 6400 - www.hvellur.com Bílar Toyota RAV 4 VVTI 11/2000, ek. aðeins 113 þ. km. Sjálfskiptur. Toppeintak. V. 1.690 þ. Tilboð 1.390 þús. Uppl. í síma 567 4000. Getum aftur bætt við bílum á planið og á söluskrá. Af hverju ekki að prófa? Toppbíll til sölu! Til sölu stórglæsilegur Toyota Av- ensis árg. 2004. 1800cc. Ekinn að- eins 36.000 km. Bíllinn er sjálf- skiptur með ABS hemla og ASR spólvörn, samlæsingar, rafdrifnar rúður og spegla o.fl. Þjónustu- og smurbók fylgir. Bíllinn er reyklaus og sem nýr. Uppl. í símum 699 6869, 896 1669 eða 421 2836. Tilboð. Nissan Almera Visia 1.5 árg. 6/2004, ekinn 60 þús. Góður bíll á aðeins 990 þús. stgr., lista- verð 1.200 þús. Uppl. 899 5522. Passat '97. Til sölu VW Passat 1997, 5 g., ek. 155 þ. Nýlega skoðaður, góð dekk, krókur. Verð 500 þ. stgr. S. 860 9243. Nýr bíll - frábært verð - Chrysl- er PT Cruiser 2005. Ekinn 4 þús. 2,4 vél, sjálfskiptur, fram- hjóladrif, 17" krómfelgur og breið dekk + aukadekk. Verð 2,1 millj. Upplýsingar í síma 899 2005. MMC Pajero TDI 1999. 7 manna, leður, sjálfsk., filmur, rafm. í rúðum, varad.hlíf, sumar- og vetr- ard., reyklaus. Nýtekinn í gegn fyrir 350 þús. Nýtt hedd, pústkerfi o.fl. Nýtt fjarst. fylgir. Sími 821 3181. Mercedes Benz C320 árg. '01, silfurgrár, sjálfsk., spólvörn, lúga, leður, rafdr. sæti, álf., sumar- og vetrardekk o.fl. Verð 2.890 þús. Áhv. 2,3 m. Uppl. í síma 823 9000. Ford árg. '00, ek. 75 þús. km. Einn með öllu: Sjá nánari auglýs- ingu á kassi.is og f4x4.is Verð: Tilboð! Upplýsingar hjá Sverri, gsm 821 6386, tölvupóstur sverr- irt@isl.is. Dodge Ram 1500 '02. Útsala á Dodge Ram. 490.000 kr. afsl. Gríð- arlega vel með farinn. Ásett verð 2.490.000 en fer á 2.000.000 kr. levi@mmedia.is, s. 897 2482. Húsviðhald Lyftuþjónusta. Hámarksþjónusta á lágmarksverði. Sérfræðiþjón- usta fyrir LM og H&S lyftur. Ára- tuga reynsla. Sími 588 8180. Fax 588 9180. orms@simnet.is www.lyftur.is. Kerrur Kerra til sölu - topp kerra! Verksmiðjuframleidd, lítið notuð, galvaniseruð, einnig máluð m.a. með sterku Epoxy í botninn, uppsk. hjól að framan. Uppl. í s. 821 2900 (Einar). Ath. sk. á bíl. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 ✝ Theodóra Þur-íður Kristins- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 11. nóvember 1940. Hún lést á heimili sínu 4. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Krist- inn Magnússon skip- stjóri frá Sólvangi í Vestmannaeyjum, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984, og Helga Jóhannes- dóttir hjúkrunar- fræðingur frá Sölvhóli í Reykja- vík, f. 9. október 1907, d. 4. nóvember 1993. Systkini Theo- dóru eru Þórmundur sem lést í bernsku, Ólafur Magnús, Hanna Vilborg sem lést í bernsku, Jóhannes, d. 1990, Helgi, d. 1968, og Guðrún Helga. Hinn 30. janúar 1960 giftist Theo- dóra Daníeli Jóni Kjartanssyni frá Siglufirði, f. 12. jan- úar 1940. Börn þeirra eru: 1) Krist- inn, maki Vilhelm- ína S. Ólafsdóttir, 2) Anna Kristín, maki Björn Jónsson, 3) Kjartan, maki Edda Rós Karlsdóttir, 4) Ólafur Jón, 5) Helga, sambýlis- maður Ólafur Björn Stefánsson, og 6) Bjarni Daníel, maki Mia Nordby Jensen. Ömmubörnin eru 26 og langömmubörnin fjögur. Útför Theodóru var gerð frá Kotstrandarkirkju 11. mars, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Á lífsleiðinni mótumst við af samferðamönnum og er óhætt að segja að Dóra hafi haft áhrif á marga, þar á meðal undirritaða. Annars var alltaf talað um Dadda og Dóru í sömu andrá, það var bara þannig enda stórt heimili og mikill gestagangur og minnti oftast á Umferðarmiðstöðina. Einhvern veginn var það í minn- ingunni miklu meiri atburður að fara til Reykjavíkur en það er í dag og ómissandi að fara alltaf við í Skaftahlíðinni enda hoppað úr rútunni á Miklubrautinni því höf- uðborgin stór og var þá gott að eiga góða að. Oft datt mér í hug sagan um naglasúpuna þegar Dóra var í eld- húsinu, þar var töfruð fram máltíð í rólegheitunum fyrir fjölda sem hún vissi örugglega aldrei hver yrði og alltaf beið maður spenntur því maturinn var góður og virtist alltaf vera nóg fyrir alla sem birt- ust á matmálstímum. Dóra var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og gefa góðar ráð- leggingar þegar eitthvað bjátaði á og skipti þá engu hvort umferð- armiðstöðin væri full af fólki og nóg framundan hjá henni sjálfri, þá var það bara afgreitt og annað látið bíða. Ég veit að margir eru Dadda og Dóru þakklát fyrir gest- risnina og hjálpsemina sem var ómetanleg. Eitt lýsandi dæmi um hana Dóru var þegar ég var að undirbúa mat- arboð og var komin í tímahrak og allt farið að ganga á afturfótunum og var að fá ráðleggingar í fátinu, þá sagði hún ef allt þryti þá gæti ég bara pantað pitsu og er mér oft hugsað til þessa atviks, að vera ekki að gera stórmál úr engu. Dóra hafði marga kosti og var hún vel að sér í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og hafði góðan húmor og var þægileg í umgengni en lá þó ekki á meiningunni ef því var að skipta. Ekki hefur verið nein lognmolla á lífsleiðinni hjá Dadda og Dóru enda stór barnahópur og margir fylgifiskar. Með þessum orðum kveð ég mágkonu, vin og góðan félaga allt- of snemma en góðar minningarnar lifa áfram. Anna María Kristjánsdóttir. Laugardaginn 11. mars var til moldar borin Theodóra Þ. Krist- insdóttir, mágkona mín. Theodóra og Daníel, bróðir minn, munu fyrst hafa sést og kynnst um miðjan sjötta áratuginn. Ég held þau hafi trúlofast síðla árs 1957 eða snemma árs 1958. Þau höfðu því fylgst að í nær tæpa hálfa öld, þeg- ar hún féll frá, hinn 4. mars sl. Veit ekki hvort það er vegna þessarar löngu sambúðar, eða hins nána sambands þeirra í millum, að sjaldnast er annað þeirra nefnt, án þess að hitt sé nefnt í leiðinni, þau urðu með tíð og tíma, með ein- hverjum hætti, „ Daddi og Dóra“. „Daddi og Dóra“ varð vörumerki. Þannig mun það trúlega einnig verða í minningunni, um ókomna tíð. Ég hef fylgst með sambúð Dadda og Dóru lengst af þessa hálfu öld. Ég tel mig geta vottað, að sambúðin var lengstum lífleg, aldrei örlaði á neinni lognmollu í kringum þau . Þau komu sér upp sex mannvænlegum börnum. Þessi börn eru öll lífs og hafa lagt sitt af mörkum við að fjölga mannkyninu og auðga það. Fyrstu áratugir sambúðar Dadda og Dóru fór í barneignir og annað hefðbundið búamstur. Þegar um hægðist, lét Dóra gamlan draum rætast, settist á skólabekk og nam sagnfræði. Þrátt fyrir erilinn sem fylgdi stóru heimili, voru allir alltaf hjartanlega velkomnir. Þar var alltaf pláss, allir aufúsugestir og öllum þannig tekið, að öllum leið þar vel. Þó ég hafi verið innan við ferm- ingu þegar ég sá Dóru fyrst, þá man ég þann atburð gjörla. Mér þótti, sem fleirum, stúlkan falleg og fríð. Hún var einnig hress, hisp- urslaus, kjarnyrt og frjálsleg í tali. Þau Daddi og Dóra hafa um ára- tugaskeið átt og haldið hesta. Hestamennskan var þeirra sameig- inlega áhugamál. Þau ferðuðust vítt og breitt um landið á hestum sínum, stundum tvö á ferð, stund- um í fylgd annarra. Undirritaður naut stundum þeirrar ánægju, að vera samvistum við þau í útreiðum og ferðum á hestum. Eins og fyrr getur, gat Dóra verið ansi kjarnyrt. Hún lá sjaldn- ast á skoðunum sínum og hafði einnig skoðanir á flestu. Við vorum oft ekki sammála, ég og Dóra. Hvort okkar hafði oftar rétt fyrir sér, skal ósagt látið. Hins vegar sýndum við Dóra hvort öðru ekk- ert umburðarlyndi í slíkum deilum. Hún stóð föst á sínu og var fremur óljúft að láta hlut sinn, eftirlét hann nánast aldrei. Þrátt fyrir slíkar smáerjur, virtum við hvort annað. Smádeilur þessar skyggðu ekki heldur á vináttu okkar. Dóra var trygg afkomendum sínum og vinum, tók hiklaust upp hanskann fyrir þá, væri á þá hall- að. Væru afkomendur eða vinir hjálparþurfi, stóð aldrei á aðstoð hennar, stæði það í hennar valdi, að verða við slíku. Dóra var einnig mikill dýravin- ur. Ýmsir smælingjar úr dýrarík- inu áttu í henni vin og verndara. Hún hafði löngum sem kostgang- ara, ýmis dýr s.s. hrafna, snjótitt- linga og flækingsketti. Ennfremur gaukaði hún gjarnan einhverju matarkyns að hundum úr nánasta umhverfi. Með línum þessum ætla ég að minnast lítillega mágkonu minnar, hennar Dóru og kveðja hana, hinstu kveðju. Skrifum þessum er ekki ætlað að vera nein tæmandi lýsing á lífshlaupi hennar, kostum og löstum. Ég vil votta bróður mínum og öðrum nánum aðstandendum sam- úð mína og fjölskyldu minnar, vegna fráfalls Dóru. Aðeins áður en ég kveð end- anlega; Dóra, nú hef ég síðasta orðið, eða hvað? Hvíl í friði. Ómar Kjartansson. THEODÓRA ÞURÍÐUR KRISTINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.