Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 49
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Réttarkerfið
ræður ekki við
mitt mál. Er það
ef til vill af póli-
tískum toga? Hef
ég ef til vill unnið
of ljóslega gegn
hagsmunum
vissra manna með
stofnun Fram-
tíðar Íslands?
Eða lifi ég ennþá við einelti af hálfu
réttarkerfisins af því að ég vildi ekki
hjálpa til við fjárdrátt úr ríkissjóði
fyrir nokkrum árum? Eða hef ég
skrifað of harðar blaðagreinar gegn
varanlegum hafsbotnsskemmdum
þungra trolla? Hef ég notað of harða
gagnrýni vegna hryðjuverka-
vinnubragða við svonefndar uppsjáv-
arfiskveiðar? Svo og rányrkju á
grunnslóð með dragnót? Öllu þessu
velti ég fyrir mér til að leita svara við
erfiðleikum mínum.
Innra með mér fyrirlít ég það fólk
sem aflar lifibrauðs (hárra tekna)
með því að vinna og tala þvert um
hug sinn. Og þetta fólk hikar ekki við
að brjóta grunnlögin (stjórnar-
skrána) til að hlýða höfðingjanum
(ekki Guði) samanber Vatneyrar-
málið.
Munið! Hrófli Hæstiréttur við
kvótakerfinu er best fyrir Íslendinga
að kaupa miða til Kanarí aðra leiðina.
Þetta eru heimsfræg orð þjóðhöfð-
ingja í lýðræðisríki.
Sumarið 1995 hvarf nýsmíði númer
112 Bjarmi BA úr Hafnarfjarðar-
höfn. Eigandi Bátasmíðastöð Garð-
ars í Hveragerði. Var mér ráðlagt af
hæstaréttarlögmanni að sækja bara
bátinn, fyrst ég væri með lyklana.
Var þetta gildra? Þannig lagði ég
ráðleggingu þessa út. Ég vildi hins
vegar láta innsigla bátinn því engin
eignaheimild var á honum. Þetta er í
hnotskurn minn eigin harmleikur um
gjaldþrot vegna viðskipta með einn
bát af átta.
Gjaldþrota maður er útskúfaður
maður úr einu þjóðfélagi. Tuttugu
milljóna króna ársvelta var að engu
gerð. Hvernig var það hægt að gera
saklausan mann gjaldþrota? Ég átti 3
milljónir ógreiddar í hinum nýsmíð-
aða bát, þar með talið atvinnuleyfi,
þegar hann hvarf úr Hafnarfirði. Mér
skilst að sé bifreið tekin ófrjálsri
hendi megi senda reikning til eigand-
ans. Borgi hann ekki er viðkomandi
gerður gjaldþrota fyrir 400.000 króna
gjald. Þannig upplifi ég þetta mál.
Lögmaður minn hefir leitt fram
vitni að öllum ferlinum að smíði þessa
báts og látið þau votta undirskriftir
sínar. Þannig liggja fyrir ný gögn í
öllu þessu máli og þau eru bókuð hjá
Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstirétt-
ur hafnar upptöku án rökstuðnings.
Því vil ég spyrja þjóðina: Verðum við
ekki að stokka upp réttarkerfið í
heild? Verðum við ekki að geta treyst
dómstólum? Getum við borið virð-
ingu fyrir réttarkerfi sem í raun er
ekkert nema skálkaskjól? Ríkir ekki
fljótlega upplausnarástand ef við bú-
um ekki við eðlilegar siðareglur?
Er það nokkuð furðulegt að stjórn-
andi, að ég tel gripdeildar sem fjallað
er hér um, skuli hafa þau forréttindi
að mega neita sjálfur um upptöku á
sínu eigin misferli í málinu? Þess
vegna spyr ég þessara spurninga hér
að framan. Þær upplýsingar fékk ég
staðfestar í Hæstarétti. Lögmenn
skjólstæðinga fá bréf um upp-
tökubeiðni og því ef til vill allar mínar
spurningar og vangaveltur vita von-
lausar. Eitthvað þarf að gera til að
leysa þennan vanda. Ég tek þetta
misferli ekki á mig einan. Ég er einn
af ykkur í þessu furðulega þjóðfélagi.
Það sem mér finnst grátlegast og
sárast við þetta mál er að ég skyldi
þurfa að úrelda bátinn minn til að
borga skuld í Búnaðarbankanum í
Hveragerði til að greiða atvinnuleyfið
fyrir þennan bát sem hvarf í Hafn-
arfirði, svo og skuld vegna reglu-
gerðabreytinga sem urðu á smíða-
tíma bátsins. Síðan þetta varð hefir
minn bátur legið bundinn og verið
mér einskis virði. Nú í dag efast ég
um að það standist lög að gera skuld-
lausan mann gjaldþrota fyrir það eitt
að vilja ekki borga með bátnum tölu-
verða fjárhæð í aflatjóni fyrir það að
sá sem tók bátinn var svo enginn sjó-
maður þegar til kom.
GARÐAR H. BJÖRGVINSSON,
framkvæmdastjóri
Framtíðar Íslands.
Ráðþrota vegna höfn-
unar á málsupptöku
Frá Garðari H. Björgvinssyni:
UMRÆÐUR hafa verð um lausn á
umferðarmálum í höfuðborginni.
Rætt hefur verið að hluta til um of-
anbyggðarveg, þ.e. veglagningu sem
tengir byggðarkjarnana frá Hafn-
arfirði allt til Þingvallavegar og ef til
vill áframhald til Lundarreykjadals í
Borgarfirði, með tengivegum í hin
ýmsu bæjarfélög.
Staðsetning
Frá Krísuvíkurvegi að vestan er
tengist inn í Hafnarfjörð. Vegurinn
yrði lagður sem næst bæjunum svo
auðvelt yrði að tengjast þeim. Fyrsta
tengingin eftir Krísuvíkurveg yrði við
Suðurlandsveg ofan Lögbergs, þar
næst við Nesjavallaveg og þaðan við
Þingvallaveg, austan Leirvogsvatns.
Til að menga ekki Þingvallaveg
væri hægt að halda áfram með veg-
inn sunnan við Mjóavatn eða Stífl-
isdalsvatn, þá Kjósárheiði að Bisk-
upsbrekkuhrauni, þar tengist
vegurinn hjá Ármannsfelli og sem
leið liggur um svokallaða Uxa-
hryggjaleið til Lundarreykjadals og
Borgarfjörð.
Í byrjun mætti leggja vegkafla frá
Krísuvíkurvegi norður að Þingvalla-
vegi. Þetta myndi létta á umferð af
Strandveginum. Fleiri tengingar
kæmu eftir þörfum. Þeir sem koma
eða fara í þessi bæjarfélög gætu nýtt
þennan veg og losnað við að fara
ströndina. Eins og háttar til í dag
þarf fólk og flutningar af Suðurlandi
o.fl. stöðum sem fara til og frá Suð-
urnesjum til Vestfjarða og norður í
landi, að fara um Suðurlandsveg, nið-
ur á Vesturlandsveg til að komast
leiðar sinnar.
Með þessum ofanbyggðarvegi
minnkar álag á Vesturlandsveg og
tengdum vegum til muna, tími,
eyðsla og sparnaður jafnframt.
Þegar Sundabraut kæmist í gagnið
myndi fyrr en síðar myndast flösku-
háls í umferðinni að Hvalfirði, sem
krefðist síðar nýrra ganga og end-
urnýjun á brú yfir Borgarfjörð fyrir
utan aðrar vegaframkvæmdir.
Ef farinn yrði ofanbyggðarvegur
myndi sparast a.m.k. að sinni Hval-
fjarðargöng og framkvæmdir tengd-
ar henni.
Umferð um ströndina frá Hafn-
arfirði og að Hvalfirði myndi dreifast
og minnka. Minni tilkostnaður að
sinni, aukið öryggi og færri slys í um-
ferðinni.
Tvöfalda þyrfti veginn frá hring-
torgi við Rauðavatn að ofanbyggð-
arvegi til að létta á umferðinni á
álagstímum, auk þess öryggis, þegar
slys ber að höndum að þá þyrfti ekki
að loka veginum eins og nú er gert.
JÓN MAGNÚSSON,
fv. flugvélstjóri.
Ofanbyggðarvegur
Frá Jóni Magnússyni:
Sérlega glæsilegt sexbýli á Völlunum í Hafnarfirði. 2 íbúðir á hæð, séreignargarður fylgir neðri hæðum. Stórar svalir,
vandaðar innréttingar, traustir verktakar.
Húsið er 3ja hæða með 6 íbúðum, 4ra og 5 herbergja. Íbúðunum fylgir sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og
vagnageymsla. Eignin skilast fullbúin að utan en án gólfefna að innan, þó verða baðherbergi og þvottaherbergi flís-
alögð. Húsinu verður skilað fullfrágengnu að utan, yfirborð útveggja verður að hluta til klætt með liggjandi stálklæðn-
ingu, að hluta með palesander-viðarklæðningu og múrklæðningu. Lóðin verður frágengin á þann hátt að bílastæði
verða malbikuð, göngustígar hellulagðir, malbikaðir eða steyptir og lóðin tyrfð.
Glæsileg sýningaríbúð. Sölumenn á staðnum.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Engjavellir 3, Hf.
Opið hús í dag frá kl. 13-15
Ljósavík 52A - Rvík
Opið hús í dag frá kl. 15.00-16.00
Sérlega falleg íbúð á þriðju hæð
(efstu hæð) í litlu fjölbýli á þess-
um góða stað í Víkurhverfinu í
Grafarvogi. Íbúðin er 96,3 fm með
geymslu. Skipting eignarinnar:
forstofa, þvottahús, hol, eldhús
með borðkróki, 2 svefnherbergi,
baðherbergi, stofa, svalir og
geymsla auk sameignar. Þetta er
góð eign sem vert er að skoða.
Mikið útsýni. V. 21,9 millj.
Sölumaður á staðnum
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
S í m a r : 5 5 1 7 2 7 0 o g 5 5 1 7 2 8 2
w w w . h i b y l i o g s k i p . i s
Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignasali
TJALDHÓLAR - SELFOSSI
EINBÝLI Á EINNI HÆÐ
Glæsileg einbýlishús á einni hæð
með innbyggðum bílskúr. Húsin
skiptast í anddyri, alrými með opnu
eldhúsi og borðkrók (borðstofu).
Rúmgóð stofa, gott hjónaherbergi,
þrjú barnaherbergi, baðherbergi,
þvottahús, og innbyggður bílskúr
(gert ráð fyrir geymslu inn af bílskúr). Grunnflötur alls 187,0 fm brúttó og þar af
bílskúr og geymsla 34,0 fm. Staðsetning er mjög góð, stutt í skóla og alla þjón-
ustu. Teikningar og skilalýsing á heimasíðu.
Upplýsingar um eignirnar um helgina í síma 893 3985
Vantar allar gerðir eigna á söluskrá.
Bjóðum sanngjarna söluþóknun fyrir fulla þjónustu.
Vesturberg 78 - Opið hús
Opið hús í dag frá 15:00 til 16:00
Sérlega glæsileg íbúð miðsvæðis í
Breiðholtinu. Íbúðin er 73,2 fm.
Íbúðin er á 4. hæð í fallegu fjöl-
býli. Gott aðgengi og lyfta. Tvö
svefnherb., hol, eldhús m. borð-
krók, stofa, svalir, baðh. og
geymsla, sam. þv.hús. Laus fljót-
lega. Verð 15,0 millj.
Björn Logi býður ykkur
velkomin.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
mbl.issmáauglýsingar