Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég og maðurinn minn EnricoMensuali fórum á okkarfyrstu Vetrarólympíuleikaí Albertville í Frakklandárið 1992. Alberto Tomba, öðru nafni Tomba la bomba (sprengj- an), var þá upp á sitt besta og var för- inni heitið til Les Menuires. Í grein sem að ég skrifaði í Morgunblaðið 27. mars 1992 segi ég að lokakeppnin í svigi hafi verið haldin 22. febrúar 1992. Við höfðum fengið þær upplýs- ingar í Flórens að allir miðar væru uppseldir en þegar við komum að landamærum Frakklands spurði lög- regluþjónninn í vegabréfsskoðuninni hvort við værum komin til að sjá Tomba og benti okkur á að kaupa miðana þarna við landamærin. 80% áhorfenda voru Ítalir og á einum borða var skrifað „Tomba for presi- dent“ en forsetakosningar voru á Ítal- íu þetta ár og var Scalfaro kosinn for- seti. Almenningur á Ítalíu kýs ekki forsetann heldur ítalska þingið og er skylda að forsetinn sé orðinn fimm- tugur þannig að ekki var von um að Alberto Tomba yrði forseti. En þetta er dæmi um vinsældir hans á þessum árum. Tomba varð annar í þessari lokasvigkeppni en frá Frakklandi kom hann til Ítalíu með þrenn gull- verðlaun og ein silfurverðlaun. Ef hann hefði unnið fern gullverðlaun hefði hann slegið vetrarólympíuleik- amet. Ólympíuleikarnir í Lillehammer árið 1994 Aðrir Vetrarólympíuleikarnir sem við fórum á voru í Lillehammer árið 1994. Á þessum árum var ákveðið að sumar- og vetrarólympíuleikar ættu ekki framar að vera á sama árinu, bæði vegna þess að áhorfendur færu annaðhvort á sumar- eða vetraról- ympíuleikana og einnig vegna þess kostnaðar sem fylgdi því að halda tvenna ólympíuleika á sama árinu. Þetta er því ástæða þess að ekki liðu nema tvö ár á milli ólymíuleikanna í Albertville og Lillehammer. Í þetta skipti dvaldi ég í níu daga í Hamar, 60 km frá Lillehammer og skrifaði ég grein um þessa Vetrarólympíuleika í Morgunblaðið 29. mars 1994. Þarna vorum við mætt án miða en fengum miða á keppni í flestöllum greinum sem við vildum sjá. Í Hafjell, 15 km fyrir norðan Lillehammer, höfðu ítalskir styrktaraðilar ólympíufar- anna komið upp „Casa Modena“ en þar gátu Ítalir borðað og drukkið eins og þá lysti og það ókeypis. Þar var sérstök stemmning og fékk ég þá til- finningu að ég væri „ein af hópnum“, það er í fylgdarliði keppendanna. Enn þann dag í dag er talað um hve Ól- ympíuleikarnir í Lillehammer hafi heppnast vel og er ég sammála því. Andrúmsloftið var hreint út sagt frá- bært. Ólympíuleikarnir í Tórínó árið 2006 Núna var komið að Ólympíuleikun- um á heimavelli, það er í Tórínó árið 2006. Árið 1998 höfðu þeir verið haldnir í Nagano í Japan og árið 2002 í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Í ár voru því Vetrarólympíuleikarnir komnir aftur til Evrópu. Í dag lifum við í heimi Internets þannig að það er miklu auðveldara að verða sér úti um upplýsingar og panta bæði gistingu og miða. Við ákváðum að dvelja í Per- osa Argentina sem er ekki nema 5 mínútna akstur frá Villar Perosa, þar sem Giovanni Agnelli, eigandi Fiat verksmiðjanna og Juventus knatt- spyrnuliðsins bjó, en hann lést 24. janúar 2003. Giovanni Agnelli var kallaður „L’avvocato“ eða Lögfræð- ingurinn. Meira að segja Umberto Agnelli, bróðir hans, ávarpaði hann aldrei með nafni heldur ávarpaði hann Giovanni l’Avvocato í virðingar- skyni. Við lögðum af stað frá Flórens kl. 00:45 aðfaranótt 24. febrúar 2006. Eftir 5 klukkustunda akstur vorum við komin til Pinerolo og lögðum við þar bílnum og tókum lestina til Tór- ínó. Við vorum komin til Tórínó kl. 07:15 um morguninn. Ég hafði ekki komið til Tórínó síðan haustið 1986 þegar ég lagði upp í 8 klukkustunda lestarferð frá Flórens (lestarverkfall tafði ferðina) til að sjá íslenska knatt- spyrnufélagið Val leika gegn Juven- tus. Við vorum þrír námsmenn sem vorum mætt til að styðja Valsarana. Við komumst að því á hvaða hóteli Valsliðið var og buðu stjórnarmenn Vals okkur að koma með þeim í rútu á leikvanginn í Tórínó og buðu þeir okkur að sitja hjá þeim í stúkunni. Gjaldkeri Vals bað mig um að sitja við hliðina á sér og þýða það sem ég heyrði stuðningsmenn Juventus segja um Íslendingana. Eiginkonur Valsaranna sátu einnig í stúkunni. Ekki var nú beint skemmtilegt að þurfa að þýða að íslenska kvenfólkið væri gullfallegt en að Valsararnir kynnu ekkert í knattspyrnu. Leikur- inn endaði 7:0 fyrir Juventus. Í Ju- ventus liðinu voru meðal annars franski knattspyrnumaðurinn Platini og Daninn Brian Laudrup. Leikmenn Vals báðu okkur þegar á hótelið var komið að kaupa ítalska íþróttadag- blaðið Gazzetta dello Sport og þýða greinina um leikinn og bera saman stigagjöf þeirra og Laudrups. Ég á góðar minningar um þessa ferð og hefur mér ekki gefist aftur tækifæri til að horfa á íslenskt knattspyrnulið leika á Ítalíu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í íslenskri knattspyrnu síð- an. Egypska safnið og Sabaudia listasafnið Grenjandi rigning var í Tórínó í morgunsárið 24. febrúar 2006. Við höfðum ákveðið að skoða egypska safnið í Tórínó en það er stærsta og mikilvægasta egypska safnið utan Egyptalands. Það stærsta og mikil- vægasta er í Kaíró í Egyptalandi. Egypska safnið í Tórínó var stofnað árið 1824 en allt frá miðri 17. öld var byrjað að huga að stofnun safns þegar fyrsta egypska verkið kom til Tórínó. Þetta verk vakti mikla athygli og um miðja 18. öld var sendur frá Tórínó vísinda-verslunarleiðangur til Egyptalands, og stóðu fyrir þessum leiðangri Carlo Emanuele III Ítalíu- konungur og Vitalino Donati prófess- or við Tórínó háskólann. Leiðangurs- menn komu með frá Egyptalandi til Tórínó þrjár stórar styttur, sem var fyrst komið fyrir í háskólasafninu í Tórínó. En eins og fyrr segir var egypska safnið í Tórínó stofnað árið 1824 þeg- ar Carlo Felice konungur keypti yfir 8.000 muni úr safni Drovetti. Aðals- menn í Piemonte héraðinu fjármögn- uðu þessi kaup og var þar í farar- broddi greifinn Carlo Vidua. Bernardino Drovetti var frá Barbania í Piemonte héraðinu, en hann var hát- settur í her Napóleons Bonapartes þegar Napóleon lagði undir sig Egyptaland og gerði Kaíró að aðal- setri sínu árin 1798–99 á meðan her- för hans stóð yfir. Drovetti var ræð- ismaður Frakklands í Kaíró allt til ársins 1829. Annar hluti Drovetti safnsins er í Louvre safninu í París. Fyrir mig sem hef ekki ennþá látið draum minn um að fara til Egypta- lands rætast var það einstök upplifun að skoða þetta safn og mæli ég ein- dregið með því að þeir sem eiga leið um Tórínó skoði safnið. Við skoðuðum einnig Sabaudia listasafnið eða Galleria Sabauda sem er í sömu byggingu og Egypska safn- ið og er hægt að kaupa sameiginlegan miða á bæði söfnin. Galleria Sabauda var stofnað árið 1497 þegar Savoia konungsfjölskyldan gerði talningu á öllum listaverkunum sem fjölskyldan hafði keypt. Fyrsta skrá listasafnsins er frá árinu 1631. Konungurinn Carlo Emanuele I lét koma hinum dýrmætu málverkum fyrir í Palazzo Reale (Konungshöllinni) og Palazzo Ma- dama (Madama höllinni). Með árun- um stækkaði safnið og bættust við málverk af flæmska og hollenska skólanum. 2. október 1832 vígði Carlo Alberto konungur Reale Galleria (Konunglega galleríið) sem saman- stóð af 365 málverkum. Árið 1865 var safnið flutt í Palazzo dell’Accademia delle Scienze (Höll Vísindaakademí- unnar) þar sem safnið er enn þann dag í dag. Árið 1923 voru 620 málverk í safninu. Hefðarfólk frá Piemonte héraðinu hefur gefið safninu þó nokk- uð mörg listaverk. Sýningarvörður sagði okkur að yfirleitt væru það ein- ungis grunnskólanemendur í Tórínó sem kæmu að skoða safnið. Þetta sýn- ir að Tórínó er ekki ferðamannaborg en Sabaudia listasafnið er vel þess virði að skoða það. Svig karla í Sestriere Laugardaginn 25. febrúar 2006 héldum við með rútu til Sestriere frá Perosa Argentina. Við þurftum að skipta um rútu í Pragelato. Við vorum varla komin út úr rútunni í Sestriere þegar maður einn segir við Enrico, eiginmann minn: „What a nice flag,“ og bendir á íslensku húfuna með ís- lenska fánanum sem Enrico keypti fyrir nokkrum árum í Mývatnssveit. Enrico spyr manninn hvort hann sé íslenskur og þá var þetta Guðmundur Jakobsson fararstjóri íslensku Ól- ympíufaranna. Það er ótrúlegt hvað heimurinn er lítill. Guðmundur gaf Vetrarólympíuleikarnir í Mikið var um dýrðir á nýaf- stöðnum vetrarólympíu- leikum í Tórínó og mynd- aðist þar góð stemning eins og venja er á þessari hátíð vetraríþróttanna. Bergljót Leifsdóttir Mensuali fylgd- ist með í Tórínó og segir frá ferðum sínum á vetraról- ympíuleikana í Albertville og Lillehammer. Greinarhöfundur í margmenni í snjónum í Sestriere. Skíðabrekkan í Sestriere er tilkomumikil í fallegu vetrarveðrinu. Þar fór meðal annars svig karla fram. Í Sestriere er skíðastaður fræga fólksins. Þar lét Napóleon leggja veg 1814. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslenska ólympíuliðið: Kristinn Ingi Valssson, Dalvík, Björgvin Björgvinsson, Dalvík, Sindri Már Pálsson, Breiðabliki, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Akureyri, og Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.