Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 35

Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 35 A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR E N N E M M / S IA / N M 20 96 7 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Haustveisla Terra Nova 2006 Tallinn frá 34.790 kr. Vilnius frá 33.290 kr. Sofia frá 46.990 kr. Glæsilegir nýir áfangastaðir í beinu flugi frá Íslandi Beint flug í október og nóvember NÝIR ÁFANGA- STAÐIR FRÁBÆRTVERÐ! Bókaðu á www.terranova.is 8.000 kr.afsláttur Ef þú bókar flug og gistingu til Tallinn eða Vilnius frá sunnudegi til miðvikudags fyrir 1. maí getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Fyrstu 100 sætin. TILBOÐ til Alicante 1.-8. apríl Brottför laugard. 1. apríl kl. 09:00, lent 15:25. Heimflug laugard. 8. apríl kl. 11:00, lent kl. 13:40. Fargjald kr. 37.500 með flugv.sköttum. Einnig í boði gisting á La Manga eða Benidorm/Alfaz del Pi FRÁBÆRT VERÐ! Takmarkaður sætafjöldi! ÍT ferðir - Sími 588 9900 www.itferdir.is Ferðaávísun VR Færð þú Mastercard ferðaávísun? Í ágætum pistli í Lesbókinnifyrir skömmu sagði frá sam-tali tveggja vinkvenna semskyndilega fengu þá hug-ljómun að reka áróður fyrir strætó. Grunntónninn var sá að þannig væri unnt að hægja á eyð- ingu ósonlagsins og bjarga jörðinni. „Hugsum hnattrænt,“ stóð þarna orðrétt en til þess að hugsjónin gæti ræst yrði að breyta ímynd strætó og gera hann sexí og æv- intýralegan. Og þá rann upp fyrir mér að ég hlyti að vera hugsjónakona af guðs náð úr því að ég tæki daglega strætó án þess að hann höfðaði til ævintýraþrár eða kynhneigðar. En svona hefur þetta nú samt verið, jafnvel löngu áður en lýsingarorðið hnattrænn varð til og menn tóku að hafa áhyggjur af jörðinni. Þegar ég var lítil og bjó í Norð- urmýrinni tók maður Njálsgötu- Gunnarsbraut niður á Lækjartorg en þegar þangað var komið breytt- ist leiðin í Sólvelli. Ég og vinkona mín stálumst stundum í strætó, eins og við orðuðum það, þegar við borg- uðum fargjaldið samviskusamlega en sátum svo og flissuðum meðan ekið var hring eftir hring um Aust- urbæ og Vesturbæ. Þetta þótti okk- ur hin besta skemmtun í fábreytni kaldastríðsáranna. Seinna fluttist fjölskylda mín í Vogahverfið og þá urðu farkostirnir ýmist Vogar hrað- ferð eða Sogamýri Rafstöð sem mamma kallaði einatt Rafveituna því að henni varð stundum fóta- skortur á tungunni. Að vísu varð hún aldrei eins slæm og frænka mín sem bað starfsstúlku á hjúkr- unarheimili að gefa sér LSD til að bæta meltinguna. Eftir að ég fluttist í Hafnarfjörð hófust viðskipti mín við Landleiðir. Strætisvagnar þeirra voru bláir og mettaðir bensínstybbu svo að mað- ur var stundum í þægilegu móki þegar komið var á leiðarenda. Samt var það nú ekki skýringin á því hvers vegna ég lærði aldrei á bíl. Þó að ég hafi ekki erft þann eiginleika að rugla saman orðum rugla ég iðu- lega saman áttum og hef lent í slæmum villum. Bílstjórinn á heim- ilinu stríddi mér stundum á þessu og þá svaraði ég því til að það hefði orðið honum til gæfu, að öðrum kosti hefðu leiðir okkar tæplega legið saman. Það skal játað að hann sparaði mér stundum fargjaldið og mókið í Landleiðabílunum eða leið 140 þegar hún tók við fyrir all- mörgum árum. Nú háttar hins vegar svo til að S1 sér mér fyrir reglulegum sam- göngum. Það fyrirbæri er hvorki sexí né ævintýralegt en hefur ýmsa kosti. Vagninn er stundvís og ferð- irnar tíðar á álagstímum. Venjulega getur maður krækt sér í sæti, stundum við hliðina á notalegu sam- ferðafólki og rabbað um daginn og veginn. Þar hitti ég gamla nem- endur eða aðra kunningja sem ým- ist reka ekki bíl eða spara hann. Ég er líka orðin nokkuð málkunnug þroskaheftum einstaklingum á leið til og frá vinnu og veit því ýmislegt um þeirra hagi. Og á meðan örugg- ur bílstjórinn stjórnar ferðinni í hálku og slæmu skyggni fer ekki hjá því að maður vorkenni öku- þórum sem æða áfram á ólöglegum hraða og svína á öðrum í okkar hnattræna umhverfi. Að sjálfsögðu skal játað að það eru ekki hugsjónaástæður sem ráða þessum samgöngumáta. Stundum gæti verið þægilegt að snarast upp í eigin bíl og aka hvert á land sem er en öllum eru einhver takmörk sett. Og ef fólk rekur í rogastans, þegar það heyrir að sómakær kona á sjö- tugsaldri láti sig hafa það að fara allra sinna ferða í strætó, liggur við að ég fyllist stolti – ekki síst núna þegar látið er að því liggja að ég sé í óðaönn við að bjarga jörðinni. Í óðaönn við að bjarga jörðinni HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational fagnar yfirgnæfandi stuðningi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna við stofnun nýs Mann- réttindaráðs. Með ákvörðuninni hafi verið stigið mikilvægt skref í átt að bættu mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna. „Ákvörðun bandarísku ríkis- stjórnarinnar að kjósa gegn til- lögunni er mikil vonbrigði. Þrátt fyrir það sýnir niðurstaða kosn- ingarinnar ótvíræðan alþjóðleg- an stuðning við stofnun Mann- réttindaráðsins. 170 ríki kusu með tillögunni, 4 ríki á móti (Bandaríkin, Ísrael, Palau og Marshall eyjar), og 3 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna (Íran, Venesúela og Hvíta-Rússland). Þessi niðurstaða er sigur fyrir mannréttindavernd um allan heim. Samþykktin felur í sér stofnun Mannréttindaráðs sem hefur umboð til að taka til umfjöllunar ástand mannréttinda um allan heim. Ráðið mun koma oftar saman en Mannréttindanefndin sem ráðið leysir nú af hólmi. Ráðið mun geta brugðist skjótar við ef upp koma alvarleg brot á mannréttindum. Eitt hlutverk ráðsins er að skoða með reglu- bundnum hætti ástand mann- réttinda í aðildarlöndum Samein- uðu þjóðanna. Samþykktin gerir ráð fyrir að hið nýja Mannrétt- indaráð skipi eftirlitsfulltrúa með framfylgd mannréttinda á sama hátt og viðgekkst hjá Mannréttindanefndinni. Einnig er gert ráð fyrir samvinnu við óháð mannréttindasamtök,“ seg- ir í tilkynningu frá Amnesty Int- ernational. Fagna stofnun Mannréttindaráðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.