Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 63 MENNING LEIKHÓPURINN Kláus frumsýnir gamanleikritið Educating Rita eða RÍTA eftir Willy Russell í Iðnó í kvöld kl. 20. Með hlutverk Rítu fer Margrét Sverrisdóttir en hlutverk prófessorsins er í höndum Valgeirs Skagfjörð. „Þetta er auðvitað margfrægt stykki og víðfræg bíómyndin sem gerð var eftir leikritinu, með Mich- ael Caine og Julie Walters, á sínum tíma. Svo hefur þetta verið leikið á West End árum saman og er alltaf vinsælt,“ segir Valgeir í samtali við Morgunblaðið. Leikhópurinn notast við nýja þýðingu sem leik- stjórinn Oddur Bjarni Þorkelsson hefur gert, en leikmynd gerir Jó- hannes Dagsson myndlistarmaður. Gefur ýmsa möguleika Í leikritinu segir frá 26 ára gam- alli konu sem hrekkur upp við það einn góðan veðurdag að ef til vill sé eitthvað meira að fá út úr lífinu en að vinna á hárgreiðslustofu og hanga á kránni með kærastanum. Því áræður hún að taka kúrs í enskum bókmenntum í kvöldskóla, sem hefur varanleg áhrif á hana og langdrukkinn háskólaprófess- orinn sem kennir henni. „Leikritið fjallar um þeirra sam- skipti og hvernig þau læra hvort af öðru og breytast í lokin,“ segir Valgeir, sem segir afar gaman að bregða sér í hlutverk prófessorsins góðglaða. „Þetta verk gefur ýmsa möguleika fyrir leikara, ekki síst þá sem eru komnir á minn aldur,“ segir hann og hlær. Öllum líður vel í lokin Hann segir leikritið eiga enn í dag fullt erindi við áhorfendur, enda sé sagan klassísk og skemmtileg. „Þetta er einfaldlega falleg og mannbætandi saga, það sem á ensku er kallað „feel-good“- leikrit,“ útskýrir hann. „Öllum líð- ur vel í lokin og sammannlegir þættir koma þarna við sögu; vin- átta og það hvernig góðir hlutir hafa góð áhrif á einstaklinga. Svo má auðvitað ræða hvernig deilt er á hina klassísku akademíu í verk- inu. Hún fær líka sinn skammt af háði.“ Leiklist | Leikritið RÍTA frumsýnt í Iðnó í kvöld Falleg saga um sammannlegt efni Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Margrét Sverrisdóttir og Valgeir Skagfjörð í hlutverkum sínum. Fréttir í tölvupósti Síðustu forvöð!!! 24. mars uppselt 25. mars uppselt 30. mars 31. mars 1. apríl Landið í maí Vestmannaeyjar 4. maí sýning 5. maí sýning 6. maí sýning 7. maí sýning Seyðisfjörður 10. maí sýning 11. maí sýning 12. maí sýning 13. maí sýning 14. maí sýning (aukas.) Landið í maí Akureyri 17. maí sýning 18. maí sýning 19. maí sýning 21. maí sýning Ísafjörður 25. maí sýning 26. maí sýning 27. maí sýning Allra síðustu sýningar: í Reykjavík Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt á ofangreindum stöðum„Frábærlega gert. Staðhæfingarnar frábærar og hnyttinn texti. Hvílíkur gimsteinn sem þessi kona er á sviðinu. Að sjá hverning hún rúllaði áhorfendunum upp. Til hamingju með það.“ Bragi Hinriksson SCHOLA CANTORUM Listvinafélag Hallgrímskirkju - 24. starfsár Tónleikar í Hallgrímskirkju 26. mars 2006 kl. 16 Hörður Áskelsson H e i n r i c h S c h ü t z Das deutsche Magnif icat Geis t l iche Chormusik Kleine geis t l iche Konzerte
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.