Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 58
Smáfólk FRÁ HVERJUM ER BRÉFIÐ? HANN DATT! ÉG DETT ALLTAF ÞEGAR ÉG FÆ BRÉF FRÁ YFIRHUNDINUM!EN EKKI HVAÐ? Svínið mitt © DARGAUD ÉG ER EKKI AÐ REYNA AÐ SEGJA AÐ 42 ÁRA REYNSLA VIÐ AÐ PASSA BÖRN SÉ EKKI NÓG. VIÐ ERUM BARA AÐ SEGJA AÐ ADDA SÉ EKKI VÖN ÞÉR HÚN ER BARA SVO KRÖFUHÖRÐ VARÐANDI BARNFÓSTRUR ALLT Í LAGI. ÉG HEF MJÖG G0TT LAG Á BÖRNUM MIKIÐ LÍTUR HÚN SKELFILEGA ÚT! HÚN ER ÖRUGGLEGA VOND HÚN LYKTAR LÍKA ILLA GROIN SATT BEST AÐ SEGJA FINNST MÉR EKKI RÉTT AÐ LEYFA BARNI AÐ VELJA SÉR BARNFÓSTRU JÁ EN ÉG HELD AÐ ÞAÐ VÆRI BETRA EF ÞIÐ HITTUST TIL AÐ... EINS OG ÞÚ VILT. SVO LENGI SEM BARNIÐ ER HEILBRIGT. SJÁÐU TIL ÉG ÞOLI EKKI BAKTERÍUR KOMDU RÚNAR! VIÐ SKULUM FORÐA OKKUR VEIKINDI OG KVEF ERU MARTRÖÐ. BÖRN ERU ALLTAF AÐ NÁ SÉR Í EINHVERN ÓÞVERRA Í SKÓLANUM ÉG HELD AÐ HÚN SÉ Í HERBERGINU SÍNU AÐ LÆRA VIÐ SKULUM LÍTA Á LITLA KRÚTTIÐ AAAA!! VIÐBJÓÐSLEGT! HRÆÐILEGT! ALGJÖR VIÐBJÓÐUR!! HVAÐ ÞYKIST ÞIÐ VERA AÐ GERA? Mímí og Máni Dagbók Í dag er sunnudagur 19. mars, 78. dagur ársins 2006 Víkverja þykir borg-in sín, Reykjavík, vera fegursta borg í heimi. Bráðum renn- ur líka upp fegursti tími ársins að hans mati, sem eru vor- mánuðirnir apríl og maí. Fyrstu blómin eru farin að stinga sér upp úr moldinni sökum hlýindanna sem hafa verið í borg- inni undanfarið, og Víkverji getur ekki beðið eftir því að sjá meira af þeim koma upp. En apríl og maí koma með fleira en fögur blóm. Þeir koma líka með nokkrar gular tölur, það er að segja á dagatali Víkverja. Með öðrum orðum merkir þetta að apríl og maí bera nokkra frídaga í skauti sér – hvorki meira né minna en sex virka frídaga. Það þykir Víkverja ekki slæmt og getur ekki beðið eftir að færa sér þá í nyt. x x x Með auknum gróðri og fríi lifnarheldur betur yfir íbúum í borginni við sundin. Víkverja þykir gaman að heyra kettina breima, þótt þeir haldi stundum fyrir hon- um vöku, nýtur þess að sjá fólk fara í auknum mæli í gönguferðir, hjólatúra og fleira skemmtilegt. Hann fagnar líka komu lóunnar – og ætlar að halda áfram að gera það þrátt fyr- ir fuglaflensuhræðsl- una sem skekur hann að öðru leyti. x x x Þó eru nokkrir íbú-ar sem Víkverji vill helst ekki sjá á ferli, en þeir fara ein- mitt af stað á vorin. Það eru bévítans pöddurnar og flugurnar. Sér- staklega er Víkverja illa við geit- unga og harmar mjög að þeir skuli hafa stungið sér niður af svo miklu afli sem raunin er í borginni hans góðu. Auk þess kann hann ekkert ráð til varnar geitungum, og ekkert þeirra ráða sem honum hafa verið gefin; um hunang á dagblað og opn- ar gosflöskur, hafa virkað neitt. Þó getur Víkverji huggað sig við það að geitungarnir fara yfirleitt ekki á stjá fyrr en að fallegu vor- mánuðunum hans loknum. „Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík“ hefur Ragnar Bjarna- son ósjaldan sungið, og Víkverji tekur svo sannarlega undir þau orð. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Tónlist |Kvennakórinn Vox Feminae heldur ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur tónleika í dag í Kristskirkju við Landakot. Yfirskrift tónleikanna er „Ave Maria“ enda dagskráin helguð Maríu- kvæðum og ljóðum ortum til dýrðar Maríu guðsmóður, en Maríumessa fer í hönd 25. mars. Maríumessa er með stærstu hátíðum kaþólikka og var haldin hátíðleg hér á landi langt fram yfir siðaskipti. Flutt verða verk eftir Bach, Bizet, Báru Grímsdóttur, Gunnar Þórðarson, Kodály, Mascagni og Sigvalda Kaldalóns. Stjórnandi er Margrét J. Pálma- dóttir og undirleikarar Arnhildur Valgarðsdóttir, Valdís Þorkelsdóttir, Úlrik Ólason og Þorkell Jóelsson. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Diddú og Vox Feminae syngja til dýrðar Maríu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Jesús sagði við þá: „Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.“ (Jóh. 9, 41.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.