Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Undanfarið hefur mikiðverið rætt um styttingunáms til stúdentsprófsog í Lesbók 11. marskoma fram miklar áhyggjur íslenskufræðinga fyrir hönd móðurmálsins. Engan veginn hyggst ég blanda mér beint inn í þær umræður, þykist þó í áranna rás hafa meðtekið að menn hafi ólíkar þarfir varðandi gagnvirkan menntunar- grunn. Ber ekki að misskilja, einung- is verið að vísa til þess að allt staðlað nám er öðru fremur áfangi út í lífið, sem í fjölþættri birtingarmynd sinni er mikilvægasti skólinn. Hörð gildi og menntunargráður eiga síður að vera lokamark frekar en þær óskjal- festu sem einstaklingurinn ávinnur sér í sjálfu lífinu, í grunneðli sínu inniber fróðleikur þegar allt kemur til alls engin stöðluð viðmið né enda- mörk. Háskalegur misskilningur að einstaklingurinn sé vitrari og allir vegir færir með vænar skólagráður upp á vasann því þekking hefur aldr- ei talist algildur mælikvarði á visku, hér gildir hvernig unnið er úr henni. Til hins ber einnig að líta, að þeim meir sem hinn sanni lærdómsmaður viðar að sér af þekkingu því minna finnst honum hann vita, ævaforn lífs- speki að einn áfangi býður öðrum heim. Það sem ég hjó eftir varðandi hin- ar prýðilegu og skilmerkilegu grein- ar í Lesbók var að íslenskar bók- menntir teljast mikilvægur hlekkur í íslenskunámi, sem er hið ágætasta mál, hins vegar er sjónmennta að engu getið. Mætti þó ætla að það hafi nokkurt gildi að geta lesið í umhverfi sitt og að færni í slíku hafi drjúga þýðingu varðandi almenna mál- kennd og ekki síður hitt að vera fær um að rýna í mynd- og táknmál. Nefna má mörg dæmi þess að ýmsir heimsþekktir rithöfundar og skáld höfðu að baki nám í listaskólum og alþekktur er almennur áhugi slíkra á umhverfi sínu og sjónlistum al- mennt. Minni einungis á þýðingu sjónmennta á upplýsingaöld og ber þá helst að nefna þá Goethe og Dide- rot og drjúgan hluta menntunar sinnar sótti rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald í listaskóla, loks mun okk- ar eigin orðameistari Guðbergur Bergsson vera tíður gestur á lista- söfnum ytra. Þá má enn og aftur vísa til þess að allir helstu háskólar Am- eríku hafa sérdeildir í sjónlistum innan sinna vébanda. Svo við lítum í eigin barm er gagnsæ og hlutlæg íslensk sjón- menntasaga frá fyrstu tíð fram til nútímans ekki til og blessaðir stúd- entarnir okkar sem og almennir há- skólaborgarar því alls ófróðir á þessa menntunarhlið nema þeir hafi aflað sér þekkingar að eigin frum- kvæði. Með sjónmenntum á ég ekki einungis við myndlist og arkitektúr heldur allt sem fyrir augu ber og hér er íslensk náttúra í allri sinni fjöl- breytni ekki undanskilin, vísa hér einungis til þess hvernig hún hefur fætt af sér aragrúa örnefna sem í birtingarmynd sinni eru hluti sjón- mennta. Sjónræn sérkenni náttúr- unnar ásamt sjálfu hugmyndaferlinu varðandi tilorðningu og mótun heit- anna leggjast á eitt, og ekki skulu veðrabrigðin forsómuð. Á stundum segja menn aðþeir hafi ekki vit á mynd-list og má í mörgum tilvik-um rétt vera, en ætti frek- ar að orða svo að viðkomandi skynji trauðla innri lífæðar grunnflatarins. Að sjálfsögðu er mögulegt að kenna fólki að skilgreina myndverk á skóla- bekk svona líkt og önnur sýnileg fyr- irbæri en hitt að skynja þau og upp- lifa er allt annað og flóknara mál. Og ekki sjálfgefið að fróðleikur um sögu listarinnar og skilningur á eðli henn- ar sé það sama og að skynja lífæðar listaverka, þannig ekki mögulegt að kenna fólki að hafa vit á myndlist, einungis skilgreina hana. Bók- menntaþjóðin leitar að frásögninni og myndefninu á grunnfletinum, hinu þekkjanlega inntaki og per- sónubundna vanamynstri í stað þess að nálgast útfærsluna með opnum huga og virku innsæi á línu, lit og form ásamt þeirri útgeislun sem heildin framber. Hér gilda sömu lög- mál og um önnur skynjanleg fyrir- bæri í náttúrunni sem snerta tilfinn- ingar okkar og er vitaskuld ein- staklingsbundin og huglæg lifun, abstrakt. Þessa sérstöku tilfinningu hefur hver og einn fengið í vöggugjöf og getur aukið við og þróað áfram að eigin frumkvæði en hún verður ekki einangruð, stöðluð og því síður kennd. Meðtaki menn ekki þessar stað- reyndir né geri sér grein fyrir þeim eru þeir blindir á einn mikilvægasta þátt lífsins og hér má íslenska menntakerfið líta sér nær. Greina má pólana í þá veru að skilningurinn sé rökvís athugun fyrirbæra allt um kring og inniberi hörð og áþreifanleg gildi en tilfinningabundin skynjun marki persónulega lifun og mjúk gildi, um leið geti hvorttveggja ekki án hins verið. Má vera að þetta líti út fyrir að vera afar einföld og viðtekin sannindi og er það vissulega í sinni skírustu mynd, en hér virðist eitt- hvað hafa farið úrskeiðis í mennta- kerfinu með mjög svo sýnilegum af- leiðingum. Gleymst hefur að jarð- tengja hvorttveggja þannig að misvægið á milli er eitt hið mesta sem fyrirfinnst í byggðu bóli, sem er vont mál því telja má þjóðina mjög næma á myndræna hluti, en að sama skapi fávísa á grunneðli og mikilvægi sjónmennta fyrir ónóga miðlun þekkingar … – Greindi í síðasta pistli frá Jean- Auguste-Dominique Ingres, einum af höfuðmeisturum klassíska tíma- bilsins, og tilefni að vísa aftur til hans hér. Frá að herma að í Louvre (www.louvre.fr) er nýopnuð mikils- háttar sýning á verkum þessa nem- anda J.L. Davids (1748–1825), sem lagði grunn að listastefnunni, stend- ur til 15. maí og fer þaðan til Fag- urlistasafnsins í Strassborg (www. musees-strasbourg.org) og verður uppi þar til 20. ágúst. Mál er að fáum hefur tekist jafn snilldarlega að sam- ræma hörð og mjúk gildi og Ingres, menn skilgreina verk hans gjarnan sem byggingarskipulag fegurðarinn- ar. Um að ræða djúpa hugmynda- fræði, yfirburða tækni og þraut- skipulagða myndbyggingu, um leið yfirhafinn myndrænan þokka sem eins og streymir út frá myndverkum hans. Hér komin birtingarmynd harðra og mjúkra gilda í meistara- legu og tímalausu jafnvægi og ekki að undra þótt höfuðmeistarar mód- ernismans, Picasso og Matisse, létu hrífast á sérstakri kynningu verka hans á Vorsalnum í París 1905. Hitt sýnu eftirtektarverðara að greini- lega má merkja spor Ingresar í verk- um þeirra beggja þótt allt að hundr- að ár væru liðin frá því hann málaði sum frægustu verka sinna. Í mun- úðarfullum soldánsambáttum hvað Matisse snerti, sem dugði honum lengi sem myndefni, sem og mörgum þáttum myndverka Picassos, ekki síst klassíska tímaskeiðinu sem fljót- lega tók við eftir kúbismann. Þannig er þetta í listinni að meistararnir leita beint og óbeint til fortíðarinnar, hún er aflvakinn, sæðið og blóðflæðið og án hennar engin framtíð. Virði maður nektarmyndirlistamannsins fyrir sér,þetta fullkomna samræmiharðra og mjúkra gilda, byggingarlögmál og skynhrif, hvar hvert minnsta smáatriði vinnur með heildinni, ber þarnæst saman við lík- amninga tungumálsins er óhjá- kvæmilegt að rekast á hliðstæður. Hér er ekki einungis komin hlið- stæða lögmála málfræðinnar, setn- ingarfræðin, setningarliðirnir og svo framvegis, heldur einnig skynjun á málinu, öllum hliðum þess að við- bættri andagift og djúpu innsæi. Hver segir svo að tungumálið þurfi ekki á hinni sjónrænu lifun að halda, sjónmenntum um leið, og hverju sætir að þessi atriði hafa ver- ið vanmetin afgangsstærð í mennta- kerfinu en ofuráhersla lögð á bókvit- ið? Bókmenntir/sjónmenntir Ingres: Hin stóra baðar sig, 1808, olía 146x98 cm. Ingres: Tyrkneska baðið, 1859/63. Myndin eins konar svanasöngur málarans, ólík öllu sem hann gerði áður og sögð hin munúðarfyllsta á ferli hans, var þó um og yfir sjötugt. Heillaði Picasso og Matisse. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Allt um íþróttir helgarinnar… á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.