Morgunblaðið - 19.03.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 19.03.2006, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ 21. mars 1976: „Brezka Verkamannaflokksstjórnin hefur sýnt svo einstæðan ruddaskap í landhelgis- átökum við vopnlausa banda- lagsþjóð, bæði með ráðnyrkju á friðuðum veiðisvæðum og ásiglingum á löggæzluskip, að furðu gegnir. Það er ekki nóg með það að allt framferði Breta lýsi takmörkuðum vilja á því að leysa deiluna á frið- samlegan máta, heldur vekur það beinlínis grun um, að brezka Verkamannaflokks- tjórnin hafi fyrst og fremst haft það í huga að útiloka alla möguleika á friðsamlegri lausn hennar. Engu er líkara en Bretar hafi aukið á hörku átakanna hvert sinn, sem sáttaveiðleitni komst á raun- hæft stig.“ . . . . . . . . . . 23. mars 1986: „Í við- skiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag var frá því skýrt, að gjörbreyting hefði orðið á viðskiptum með hluta- bréf á síðustu misserum, um- svif á hlutabréfamarkaði hefðu aukizt verulega og jafn- vel dæmi um að menn hefðu hagnazt töluvert á slíkum við- skiptum. Þorsteinn Guðna- son, einn af forsvarsmönnum Fjárfestingarfélags Íslands, segir í viðtali við Morgun- blaðið þennan dag, að þessa breytingu megi rekja til þess er félagið lagði mat á hluta- bréfaeign ríkisins í Flug- leiðum og Eimsipafélagi Ís- lands. Síðan segir Þorsteinn Guðnason: „Allt síðan má segja, að virkni hlutabréfa- markaðar hafi aukizt tals- vert, enda þótt ennþá sé tals- vert í land með að unnt sé að tala um virkan hlutabréfa- markað hér á landi. Þrátt fyr- ir verulega veltuaukningu á hlutabréfamarkaði er upp- bygging þessa markaðar þess eðlis og tíðni þessara við- skipta slík að við teljum eng- an veginn unnt að þessi við- skipti geti staðið undir gengisskráningu hlutabréfa nema e.t.v. í tilviki hlutabréfa í Flugleiðum og Eimskip.“ . . . . . . . . . . 23. mars 1996: „Um langt árabil hefur það verið for- ustumönnum verkalýðsfélag- anna áhyggjuefni, hversu mikil deyfð hefur verið í starfsemi þeirra, fundarsókn að jafnaði mjög lítil og þátt- taka í afgreiðslu samninga sömuleiðis. Samningar í mörg hundruð eða þúsunda manna félögum hafa verið samþykktir eða felldir með örfáum atkvæðum á fundum. Það hlýtur því að vera verka- lýðsforustunni styrkur að geta vísað til almennrar þátt- töku félagsmanna í mik- ilvægum ákvörðunum eins og boðun verkfalla eða höfnun eða samþykkt kjarasamn- inga. Launþegaforystan á að ná til grasrótarinnar, þannig getur hún bezt starfað í þeim lýð- ræðislega anda sem nútíma- þjóðfélag krefst.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T íðindi vikunnar marka óneit- anlega þáttaskil í varnar- málum Íslendinga. Eftir einhliða ákvörðun Banda- ríkjanna um að draga her- þotur sínar og þyrlur burt frá Keflavík virðist fremur ósennilegt að öryggi Íslands verði tryggt með samstarfi við Bandaríkin fyrst og fremst, eins og verið hefur undanfarna hálfa öld og rúmlega það. Það er vandséð hvað Banda- ríkin geti boðið í staðinn, sem fullnægi þörfum Ís- lands fyrir sýnilegar og áþreifanlegar varnir gegn þeim hættum, sem að geta steðjað. Það verður að teljast líklegra að lausnir á þörfum Ís- lands í öryggis- og varnarmálum verði fundnar í samstarfi við bandamenn okkar í Atlantshafs- bandalaginu í heild, en ekki Bandaríkin sérstak- lega. Það yrði vissulega mikil breyting, en getur þó þurft að gerast tiltölulega hratt, enda er sá tími, sem Bandaríkin ætla til brottflutnings liðs- afla síns, stuttur. Hver er hættan? Mat íslenzkra stjórn- valda á þörfinni fyrir varnir hér á landi hlýtur að vera svipað og hjá öðrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Þau telja sig öll hafa þörf fyrir sýnilegar og virkar loftvarnir, bæði til að fylgjast með umferð ókunnra flugvéla um loft- helgi sína og til að geta brugðizt við árás, ekki sízt hryðjuverkaárás, sem nærtæk reynsla sýnir okkur að getur verið að vænta á Vesturlöndum. Michael Corgan, bandarískur sérfræðingur í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, segir í Morgunblaðinu í gær, föstudag, að það sé mis- skilningur að fjórar orrustuþotur hafi ekki haft mikla þýðingu fyrir varnir Íslands. Fjórar þotur geti gert það erfitt að gera árás óhindrað, t.d. ef lítill hópur árásarmanna tæki hér land með ákveðið skammtímamarkmið fyrir augum, en bú- ast megi við að Íslendingar hafi áhyggjur af slíku. Því má raunar bæta við að Íslandssagan sýnir mætavel hversu viðkvæmt landið getur verið fyrir slíkum árásum. Corgan segir að lítill hópur sé hins vegar veikur fyrir árás úr lofti með nákvæmum sprengjum, sem orrustuþotur hafi yfir að ráða og því hafi þær ákveðinn fæling- armátt. „Með þotunum var hægt að gera eitt- hvað, en eftir að þær fara getið þið ekkert gert,“ segir Corgan. Hann spyr sömuleiðis annarrar lykilspurning- ar; ef Bandaríkjamenn hyggjast fara með þotur og þyrlur og skilja aðeins eftir „óverulegan liðs- afla“, eins og Robert G. Loftis, formaður samn- inganefndar Bandaríkjanna um varnir Íslands, orðar það í sama tölublaði Morgunblaðsins, verð- ur sá liðsafli þá nægur til að verja Ísland? Svarið við þeirri spurningu virðist augljóslega neitandi. Corgan spyr: „Hvað gæti liðsaflinn í herstöðinni gert til að verja Ísland sem víkingasveitin gæti ekki gert?“ Bandaríkjamenn hafa, að sögn Geirs H. Haarde utanríkisráðherra, rætt um að einhverjir aðrir kostir geti verið til umræðu í áframhald- andi viðræðum ríkjanna um varnarmál. Ef þeir kostir eiga að fela í sér loftvarnir af einhverju tagi virðist hins vegar liggja í augum uppi að þeir munu ekki byggjast á tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin, heldur víðtækara samstarfi við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Lofthelgiseft- irlit NATO Er NATO var stækk- að til austurs og Eystrasaltsríkin m.a. tekin inn var mótuð um það stefna innan bandalagsins að öll aðild- arríkin ættu rétt á að bandalagið tryggði þeim eftirlit með lofthelgi sinni. Eistland, Lettland, Litháen og Slóvenía, sem bættust í hóp aðild- arríkjanna árið 2004, eru lítil ríki, sem hafa ekki yfir eigin flugher að ráða. Þau gerðu við inngöng- una kröfu um að bandalagið sæi þeim fyrir sam- bærilegri lofthelgisvernd og eldri aðildarríki nytu. Röksemdafærslan var sú að slíkt eftirlit myndi vernda þau fyrir árásum hliðstæðum árás- unum á Bandaríkin 11. september 2001, svo og fyrir brotum rússneskra herflugvéla á lofthelgi. Norður-Atlantshafsráðið gerði samþykkt um lofthelgiseftirlit í þessum nýju aðildarríkjum 17. marz 2004 og eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í dag, laugardag, hafa aðildarríki NATO, sem hafa yfir flugher að ráða, síðan skipzt á að senda orrustuflugsveitir til að sjá um þetta eft- irlit í Eystrasaltsríkjunum, þrjá mánuði í senn. Sveitirnar hafa aðsetur á Silaui-flugvelli í Lithá- en á meðan þær sjá um eftirlitið, en hann er fjár- magnaður annars vegar af stjórnvöldum í Lithá- en og hins vegar af Mannvirkjasjóði NATO. Kostnaður við útgerð flugsveitanna er hins vegar borinn af því ríki, sem í það sinn sér um eftirlitið. Það liggur fyrir að Ísland, sem aðildarríki NATO án eigin loftvarna, á tilkall til þess að bandalagið sjái því fyrir lofthelgiseftirliti af þessu tagi. Það staðfesti hátt settur embættis- maður NATO m.a. hér í blaðinu í maí árið 2004. Ljóst er að þessi möguleiki hefur verið ræddur í viðræðum Bandaríkjanna og Íslands um varn- armál. Ísland hefur hins vegar ekki verið reiðubúið að skoða hann til þessa, þar sem litið hefur verið svo á að tvíhliða samningur við Bandaríkin um að sjá um loftvarnirnar væri í gildi. Lofthelgiseftirlitið er að sjálfsögðu annars eðlis en núverandi loftvarnir Íslands og felur ekki í sér þá tvíhliða skuldbindingu, sem til þessa hefur verið fyrir hendi í samskiptunum við Bandaríkin. Réttur NATO-ríkis Nú hljóta íslenzk stjórnvöld hins vegar að leita eftir því við Atlantshafsbandalag- ið að það tryggi Íslandi lofthelgiseftirlit, þótt það sé lakari kostur en það fyrirkomulag, sem við höfum til þessa búið við. Það hlýtur að vera al- gjörlega óviðunandi, bæði fyrir Ísland og fyrir bandalagið í heild, að aðeins eitt aðildarríki sé án nokkurra loftvarna. Sömu rök og sama hættumat hlýtur að eiga við um Ísland og Eystrasaltsríkin. Það er vandséð af hverju Eystrasaltsríkjunum ætti að stafa meiri hætta af hryðjuverkum en Ís- landi. Og rússneskar flugvélar hafa gert sig heimakomnar við Ísland, þótt nálægðin við Rúss- land sé ekki sú sama og í Eystrasaltsríkjunum. Í þessu ljósi verða ummæli Roberts Loftis í Morgunblaðinu í gær ekki sannfærandi; um að það sé ekkert vit í að hafa herþotur á Íslandi við núverandi aðstæður, en nú megi fara að tala við Íslendinga um samstarf um „varnir gegn því sem nú ógnar örygginu“ og segist Loftis þá eiga við hryðjuverkaógn, smygl á fíkniefnum og fólki og fleira í þeim dúr. Loftvarnir eru einfaldlega hluti af því að verjast hryðjuverkaógninni. Þannig er litið á það innan landamæra Bandaríkjanna – loftvarnir við Washington og New York voru t.d. stórefldar eftir árásirnar 2001 – og á NATO- svæðinu í heild er sömuleiðis litið svo á, eins og áður sagði. Það samstarf, sem Loftis ræðir um, er væntanlega aðeins framhald á núverandi sam- starfi tollgæzlu, lögreglu og landamæraeftirlits Íslands og Bandaríkjanna, sem er vissulega mik- ilvægt en kemur ekki í staðinn fyrir loftvarnir. Í þessu sambandi má rifja upp það sem Nicho- las Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem tilkynnti Geir H. Haarde ákvörðun stjórnar sinnar fyrr í vikunni, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í Brussel í septem- ber 2004, er hann var sendiherra hjá NATO. Hann var þá spurður út í lofthelgiseftirlitið í Eystrasaltsríkjunum og sagði m.a.: „Það hefur verið afstaða Bandaríkjanna að við ættum að sjá [Eystrasaltsríkjunum] fyrir loftvörnum. Það er stefna [NATO] að flugvélar séu við eftirlit allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, í öllum aðild- arríkjum NATO. Þegar Eystrasaltsríkin gerðust aðilar að bandalaginu fyrir nokkrum mánuðum vorum við sterklega þeirrar skoðunar að þau ættu að eiga sama rétt og allir aðrir. Það ætti að meðhöndla þau á sama hátt.“ Burns sagði að þessu eftirliti yrði haldið áfram í fyrirsjáanlegri framtíð og það þyrfti samhljóða ákvörðun NATO-ríkjanna til að breyta því. Hins vegar væru nokkur ríki, sem vildu ræða fyrirkomulagið til lengri tíma litið. Ekkert hefur komið fram um að nein breyting hafi orðið á matinu á þeim ógnum, sem steðja að Atlantshafsbandalaginu í heild, eða að til standi að hætta að tryggja öllum NATO-ríkjum eftirlit flugvéla allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, svo notuð séu orð Nicholas Burns. Það, sem ákvörðun Bandaríkjanna, sem Burns tilkynnti Geir H. Haarde á miðvikudaginn, getur því þýtt í raun er að Bandaríkin séu fyrst og fremst að ýta kostnaðinum af eftirliti með lofthelgi Íslands yfir á önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Ísland getur sjálft rekið Keflavíkur- stöðina Verði niðurstaðan sú að bandalagsríki okk- ar í NATO skipti með sér lofthelgiseftirliti hér í þágu sameigin- legs öryggis yrði væntanlega svipaður háttur hafður á og í Eystrasaltsríkjunum; hér þyrfti aðstöðu fyrir flugsveit og liðið sem henni fylgir, sem getur verið 70–120 manns. Landhelg- isgæzlan myndi væntanlega sjá fyrir björgunar- þyrlum til að tryggja öryggi flugmanna og vera í samstarfi við NATO-flugsveitirnar. Öll aðstaða fyrir þær er fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli. Í ljósi þess að ekki yrði lengur um tvíhliða sam- starfsverkefni Íslands og Bandaríkjanna að ræða LÁNAKJÖR NEYTENDA Í nýrri skýrslu, sem unnin var á veg-um norrænu ráðherranefndarinnarum hreyfanleika viðskiptavina á milli fjármálastofnana á Norðurlöndum, er sérstaklega fjallað um bílalán og vakin athygli á því að á Íslandi borgi viðskiptavinir auk vaxta sérstaka „verð- bólguviðbót“, sem venjulega nemi um 2,5% á ári. Íslendingar borgi því í raun mun hærri vexti og álögur af bílalánum en gerist á öðrum Norðurlöndum. Þetta þýði að „öfugt við önnur lönd í Evrópu ber viðskiptavinurinn bæði áhættuna vegna þróunar vaxta og þróunar verð- bólgu“. Hér er vitaskuld átt við teng- ingu lána við vísitölu neysluverðs, sem eins og alkunna er á ekki aðeins við um bílalán, heldur einnig íbúðalán, námslán og svo mætti lengi telja. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, ræðir skýrsluna í viðtali við Morgunblaðið á föstudag. Þar segir hann að skýrslan staðfesti grun margra og sé í samræmi við niðurstöður Neyt- endasamtakanna frá því í vetur um að kjör viðskiptavina íslensku bankanna séu lakari og líklega til muna lakari en kjör viðskiptavina hinna norrænu bank- anna. Það eigi ekki síst við um kjörin á íbúðalánum, sem séu stærsti einstaki þátturinn. Gísli telur að án breytinga eigi ekki að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka eins og Halldór Ás- grímsson nefndi á fréttamannafundi í upphafi liðinnar viku. „Ég tel að það komi því aðeins til greina að samhliða verði gerðar breyt- ingar sem auka neytendavernd og sam- keppni um lánakjör neytenda,“ segir Gísli. „Með neytendavernd á ég við að það er ekki í takt við aðrar neytenda- reglur að áhætta af verðbólguþróun sé alfarið hjá neytandanum. Ég hef ekki komist að niðurstöðu, en ég er að skoða hvort núverandi fyrirkomulag á teng- ingu neytendalána, þar á meðal íbúða- lána, við vísitölu neysluverðs stangist á við réttindi og hagsmuni neytenda. Ef ég kemst að þeirri niðurstöðu mun ég leggja fram tillögur í þeim efnum. Þar kemur margt til greina.“ Oft er talað um að þeir, sem vilji bak- tryggja sig, noti bæði belti og axlabönd, en í þessu tilfelli bæta bankarnir við hjálmi og skotheldu vesti. Viðskiptavin- ir þeirra fá hins vegar ekki einu sinni snærisspotta til að halda upp um sig buxunum. Vísitölutrygging lána átti rétt á sér á tímum mikillar verðbólgu þegar lán voru nánast eins og gjöf til lánþega. En engin ástæða er til þess að hún verði við lýði til frambúðar. Fjármálastarfsemi er í eðli sínu áhættusöm, en þótt bank- arnir hafi ekki getað tryggt starfsemi sína á öðrum sviðum með sama hætti og þeir hafa gert gagnvart þeim viðskipta- vinum, sem taka hjá þeim neyslulán, hafa þeir komist vel af. Önnur ástæða fyrir því að æskilegt væri að afnema verðtryggingu er sú að hún gæti ýtt undir árvekni og veitt bönkunum aðhald í sambandi við þá starfsemi, sem einkum hefur áhrif á verðbólguna og þar með vísitölu neyslu- verðs. Ljóst er að vitundin um það að hærri verðbólga dragi úr ábata af lána- starfsemi hefði sitt að segja, hvort sem um er að ræða gjaldeyrisviðskipti bank- anna eða aðra fjármálastarfsemi. En það má heldur ekki gleyma því að vísitölutrygging er ekki aðeins bundin við banka, heldur á hún við á mörgum öðrum vígstöðvum, hvort sem það er í viðskiptum almennings við Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, Íbúðalánasjóð eða lífeyrissjóðina. Það er sama hvert litið er, við almenningi blasa sömu kostirnir. Fyrir vikið verður tilfinning viðskipta- vinarins fyrir þeim vöxtum, sem hann raunverulega borgar af lánum, afar óskýr. Í raun má líkja þessu við veð- urfréttir þar sem sagt er hvað er mikið frost, en ekki tekið fram hvað er kalt ef vindurinn er tekinn með í reikninginn. Margir mundu ugglaust hrökkva við ef þeir sæju svart á hvítu hverjir vextirnir af lánum þeirra væru í raun, en vita- skuld blasir það við mörgum lánþegum þegar þeir fá yfirlit þar sem skuldir þeirra virðast aðeins hækka við hverja afborgun. Það er tímabært að þessi mál verði tekin til endurskoðunar og verður athyglisvert að sjá þá niðurstöðu, sem Gísli Tryggvason setur fram þegar hann hefur farið yfir það hvort fyr- irkomulag tengingar neytendalána stangist á við réttindi og hagsmuni neytenda. Hér er þarft verkefni að vinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.