Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ráðamenn hafa vanmetiðfjölmiðla og starfsmennþeirra þar til á allra síð-ustu árum og minna ernú um að þeir reyni að kenna ónákvæmni blaða- og frétta- manna um það sem miður fer í störf- um þeirra sjálfra. Stjórnvöld og eig- endur fjölmiðla gera sér nú vel grein fyrir því hver staða og áhrif fjölmiðla eru í samfélaginu en ráðamenn og eigendur eiga langt í land hvað varð- ar umgengni við miðlana og virðingu fyrir faglegum vinnubrögðum. Að- búnaður blaða- og fréttamanna er til skammar. Þeir vinna undir miklu álagi fyrir léleg laun. En þeir hafa al- mennt gott sjálfsmat, eru sjálfstæðir í vinnu sinni og halda til hennar glað- ir. Blaða- og fréttamenn hafa mikil völd, rösklega helmingur þeirra sem spurðir voru reyndist sammála þeirri fullyrðingu og um 90% voru sér þess meðvitandi að þeir gætu haft áhrif á skoðanir fólks með umfjöllun sinni. Yfirgnæfandi fjöldi blaða- og frétta- manna telur að ráðmönnum sé þetta ljóst.“ Þetta kemur m.a. fram í viðamikilli rannsókn sem Katrín Pálsdóttir fréttamaður gerði fyrir ritgerð sína Fjórða valdið, sem er heiti MA-rit- gerðar hennar í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands. Rann- sókn sína gerði Katrín m.a. með því að leggja valdar spurningar fyrir blaða- og fréttamenn sem skrifa fréttir og fréttatengt efni. Hún fjallar í ritgerð sinni um fjöl- miðla á Íslandi, stöðu þeirra og áhrif í samfélaginu. „Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald, þrískiptingu ríkisvalds- ins, þekkja flestir, en færri fjórðu grein valdsins, fjölmiðlana, sem hefur mun víðari skírskotun,“ segir Katrín í inngangi ritgerðar sinnar. Hún vitnar í skilgreiningu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, á stöðu fjölmiðla í þjóðfélaginu, „að f jölbreyttir og öflugir fjölmiðlar ásamt þrískiptingu ríkisvaldsins séu skilyrði fyrir því að lýðræðislegt þjóðfélag geti þrifist og þroskast“. Skilgreining Ólafs Ragnars Gríms- sonar er í hnotskurn það sem stjórn- völd, eigendur fjölmiðla og stjórn- endur þeirra hafa sett fram undanfarin ár, m.a. í fjölmiðlum. Þá hefur þessi áhersla einnig komið fram í tveimur skýrslum sem menntamálaráðherra hefur sent frá sér. Katrín bendir á að blaða- og frétta- menn sem starfað hafi lengi í sínu fagi hafi upplifað gríðarlega miklar breytingar síðustu þrjá áratugi. Hún kveður markmið ritgerðar sinnar vera að varpa ljósi á stöðu íslenskra fjölmiðla í þjóðfélaginu og starfs- manna þeirra, blaða- og fréttamanna. Katrín varpar fram tveimur rann- sóknarspurningum. Sú fyrri hljóðar svo: Hvernig skilgreina stjórnvöld á Ís- landi, eigendur, stjórnendur og fræðimenn fjölmiðla og stöðu þeirra í íslensku samfélagi? Síðari spurningin er: Hvernig er starfsmannamálum, vinnubrögðum og sjálfsmati blaða- og fréttamanna háttað á fréttastofum stærstu fjölmiðla á Íslandi? „Ég taldi mál til komið að skil- greina stöðu fjölmiðla í samfélaginu á þann hátt sem ég geri í ritgerðinni. Ég einbeitti mér að íslenskum að- stæðum og þeirri stöðu sem fjöl- miðlar hafa hér á landi,“ segir Katrín. Hún kveðst ekki vita til að íslenskir blaða- og fréttamenn hafi tekið þátt í samskonar rannsókn og hún kynnir í ritgerð sinni. „Það er mikilvægt fyrir stjórnend- ur fjölmiðlafyrirtækja og starfsmenn þeirra að gera sér grein fyrir þeirri stöðu og því valdi sem fyrirtækin hafa og einnig hvernig farið er með það vald,“ segir Katrín ennfremur. „Blaða- og fréttamenn hafa sjaldan tíma til að líta upp úr störfum sínum til þess að huga að stöðu sinni og að- búnaði á vinnustað. Með ritgerðinni Fjórða valdið er ég m.a. að leggja mitt fram til að varpa ljósi á þessi mál sem nauðsynlegt er fyrir samfélag okkar að séu skýr í huga almennings, stjórnenda og starfsmanna fjöl- miðla.“ Ritgerð Katrínar skiptist í fimm hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um kenningar um starfsmannastjórnun, starfsmannastefnu fjölmiðla og starfsumhverfi. Sagt er frá hvernig starfsmannastjórnun hefur þróast frá miðbiki 19. aldar til nútímans og rakið upphaf starfsmannahalds og þróun þessa vegna þjóðfélagsbreyt- inga. Þá er fjallað um helstu kenn- ingar í mannauðsstjórnun og mikil- vægi hennar fyrir skipulagsheildina. Fjallað er og um starfsumhverfi, starfsánægju, atferli fólks á vinnu- stöðum, ráðningu, þjálfun og starfsþróun og skoðaðar kenningar um þekkingarfyrirtækið, þekkingar- stjórnun og þekkingarstarfsmann- inn, sem og er greint frá starfs- mannastefnu þriggja fjölmiðlafyrir- tækja. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er fjallað um hlutverk og stöðu fjölmiðla á Íslandi og leitað svara við rann- sóknarspurningunni: Hvernig skil- greina stjórnvöld á Íslandi, eigendur, stjórnendur og fræðimenn fjölmiðla og stöðu þeirra í íslensku samfélagi? Í þriðja hluta er fjallað um dæmi um starfshætti á blöðum, útvarpi og sjónvarpi og dregin upp mynd af starfsvettvangi fjölmiðlafólks á Ís- landi og þeim vinnubrögðum sem tíðkast í starfsgreininni. Í fjórða hluta er fjallað um starfs- mannamál, vinnubrögð og sjálfsmat blaða- og fréttamanna. Leitað er svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig er starfsmannamálum, vinnubrögðum og sjálfsmati blaða- og fréttamanna háttað á fréttastofum stærstu fjölmiðla á Íslandi? Auk þess að greina m.a. frá rannsóknaraðferð við greiningu á starfsmannamálum og vinnubrögðum er sett fram tilgáta höfundar um tengsl milli stöðu fjöl- miðla og aðbúnaðar starfsmanna fréttastofanna. Í fimmta hluta er umfjöllun um niðurstöður og settar fram tillögur um breytingar á nánasta starfsum- hverfi blaða- og fréttamanna og hvaða lærdóm megi draga af þeim svörum sem fengust við þeim spurn- ingum sem varpað var fram í rann- sókninni. Frjálsir og öflugir fjölmiðlar hornsteinar lýðræðis Svar Katrínar eftir rannsókn hennar er að fjölmiðlar séu rétt- nefndir „fjórða valdið“. Hún notar orð forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, frá 3. júní 2004 sem skil- greiningu á stöðu fjölmiðla í þjóð- félaginu: að fjölbreyttir og öflugir fjölmiðlar ásamt þrískiptingu ríkis- valdsins séu skilyrði fyrir því að lýð- ræðislegt þjóðfélag geti þrifist og þroskast. Fjölmiðlar séu svo mikil- vægir í lýðræðisskipan nútímans að þeir séu tíðum nefndir fjórða valdið og að fjölmiðlar hafi meiri áhrif á hið raunverulega lýðræði sem þjóðir búa við en formlegar reglur um valda- mörk helstu stofnana. Sjálfstæðir og öflugir, fjölbreyttir og frjálsir fjöl- miðlar séu hornsteinar lýðræðis. Þá segir forsetinn að á tímum vaxandi al- þjóðavæðingar séu gróskumiklir ís- lenskir fjölmiðlar einnig forsenda þess að við varðveitum áfram ís- lenska tungu, búum við sjálfstæða menningu og getum metið heimsmál- in á eigin forsendum.“ Ritstjórnarlegt sjálfstæði nauðsynlegt og þarf að tryggja Katrín getur þess að íslenskir ráðamenn láti sig miklu skipta hvern- ig farið er með fjórða valdið og þeir vilji koma lögum og reglum yfir fjöl- miðla. Hún segir greinilegt að stjórn- málamenn vilji hafa eitthvað að segja um það hverjir eignast fjölmiðla og veljist þar til forystu. Þá telji stjórn- völd, stjórnendur og eigendur rit- stjórnarlegt sjálfstæði nauðsynlegt og vilja að það sé tryggt. Rannsókn Katrínar sýnir fram á að stjórnendur og eigendur fjölmiðla og stjórnvöld á Íslandi eru sammála um mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið í landinu. En þeir vilja einnig ráða því hvernig umfjöllun fjölmiðla er um hin ýmsu mál og hverjir ráðist þar til starfa. Bent er á að þar sem fjórða valdið sé svo mikilvægt afl í samfélaginu þá sé nauðsynlegt að mati stjórnvalda að hafa um það einhvern lagaramma eins og um dómsvald, framkvæmda- vald og löggjafarvald. Stjórnvöld vinna sem kunnugt er að þessu og senn er von á nýjum lögum um fjöl- miðla. Blaða- og fréttamenn eru vel menntuð stétt Til að fá svör við rannsóknarspurn- ingunni um hvernig starfsmannamál- um, vinnubrögðum og sjálfsmati blaða- og fréttamanna væri háttað á fréttastofum stærstu fjölmiðla á Ís- landi var lögð megindleg rannsókn fyrir starfsmenn á ritstjórnum Morg- unblaðsins og Fréttablaðsins, frétta- stofum Ríkistútvarpsins og á frétta- stofum Bylgjunnar og Stöðvar 2. Niðurstöður rannsóknar Katrínar sýna að blaða- og fréttamenn eru vel menntuð stétt. Karlar reynast fleiri í stéttinni en konur, sem eru þó 37%. Nær helmingur er eldri en 40 ára og mikill meirihluti starfsmanna rit- stjórnanna er með háskólapróf eða um 70%, þar af um 20% með meist- aragráðu. Starfsmenn hafa langan starfsaldur, um 75% eru með fimm ára starfsreynslu eða meira. Rúm- lega 48% eru með meira en tíu ára starfsreynslu. Fjölmiðlar eru dæmigerð þekkingarfyrirtæki Það er mat höfundar að fjölmiðla- fyrirtæki séu dæmigerð þekkingar- fyrirtæki og starfsmenn þeirra þekk- ingarstarfsmenn eins og Peter Drucker skilgreinir þá. Drucker, einn helsti stjórnunar- sérfræðingur samtímans, nýlátinn, bendir á að í þekkingarþjóðfélaginu sé þekkingin takmörkuð auðlind. Þekkingarstarfsmaðurinn sé lykill- inn að auðlindinni, sem allir vilja ná í góðan skerf af. Þekkingarstarfsmenn séu fagmenn frekar en starfsmenn. Þeir geti yfirgefið fyrirtækið þegar þeim sýnist og tekið með sér það verðmætasta sem fyrirtækið á, – þekkinguna, sem oft er dulin og því ekki skráð. Drucker segir að þekk- inguna erfi enginn og engum áskotn- ist hún. Hver einstaklingur verði að hafa fyrir því að verða sér úti um þekkingu og menntun. Fjölmiðlar sækja liðsmenn til keppinauta en launin eru léleg Fram kemur einnig að fjölmiðla- fyrirtækin sæki oft góða liðsmenn til keppinauta. Það þyki eftirsóknarvert að fá vant fólk sem kemur með þekk- ingu sína með sér, þekkingu sem oft sé ekki til í fyrirtækinu. Hins vegar kemur fram í könnun Katrínar að blaða- og fréttamenn séu Fjórða valdið er til – en illa Í viðamikilli rannsókn sem Katrín Pálsdóttir gerði í MA-ritgerð og nefnir Fjórða valdið kemur margt athygl- isvert fram. Guðrún Guð- laugsdóttir kynnti sér rit- gerðina og ræddi við Katrínu um þær spurningar sem varpað var fram í rann- sókninni og niðurstöður sem af henni leiddu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Katrín Pálsdóttir fréttamaður á heimavelli í upptökusal Sjónvarpsins í Efstaleiti. Ritgerð hennar ber heitið Fjórða valdið og fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi. ’Það er mikilvægt fyrir stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja og starfsmenn þeirra að gera sér grein fyrir þeirri stöðu og því valdi sem fyrirtækin hafa og einnig hvernig farið er með það vald.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.