Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STYTTING náms til stúdents- prófs er eðlilegt og sjálfsagt fram- faraskref fyrir íslenskt skólakerfi. Íslensk ungmenni eru einu til tveimur árum lengur í námi til stúdentsprófs en nágrannaþjóðir okkar og þó víðar væri leitað. Er þetta eðlilegt og okkur til framdráttar? Nei, það tel ég ekki vera. Mikil þróun hefur átt sér stað í skóla- kerfi okkar Íslend- inga á síðustu árum. Þróunin hefur verið sérstaklega mikil í grunnskólunum frá því sveitarfélögin tóku yfir rekstur þeirra. Skólaárið hef- ur lengst til muna og kennslu- stundum fjölgað umtalsvert. Stúd- entar sem útskrifast nú í vor hafa notið 2.700 fleiri kennslustunda en þeir sem útskrifuðust fyrir rúmum 10 árum. Með þessari miklu aukn- ingu kennslustunda hefur náms- efnið ekki tekið samsvarandi breytingum og þess vegna er svig- rúm til að stytta námið. Íslensk ungmenni eru með lang- flestar kennslustundir á bak við stúdentsprófið og útskrifast einu til tveimur árum seinna en félagar þeirra í Evrópu. Eftir fyrirhug- aðar breytingar á skólakerfinu eru íslensk ungmenni samt með fleiri kennslustundir á bak við nám sitt en félagar þeirra á Norðurlöndum. Finnar hafa löngum verið taldir standa vel að menntamálum, finnsk ungmenni fá 8.467 kennslu- stundir fram að stúdentsprófi. Að loknum fyrirhuguðum breytingum fá íslensk ungmenni 10.358 kennslustundir fram að stúdents- prófi. Við munum því enn hafa vinninginn hvað fjölda kennslu- stunda varðar eða tæplega 2000 fleiri kennslustundir á bak við stúdentsprófið en Finnar. Af Finn- um að dæma er hægt að ná fram- úrskarandi árangri með færri kennslustundum og sannast þar að í skólastarfi eins og svo mörgu öðru eru það gæðin sem skipta meira máli en magnið. Sambærilegt og samkeppn- ishæft námskerfi Á Viðskiptaþingi á dögunum komu fram margar áhugaverðar hug- myndir frá svoköll- uðum framtíðarhópi Viðskiptaráðs. Ein hugmyndin var að hér rísi alþjóðlegur grunn- og framhaldsskóli þar sem námið færi fram á ensku. Viðskiptaráð telur að þannig megi laða til landsins fært fólk sem er tilbúið að flytja til Íslands með börnin sína til lengri eða skemmri tíma. En að námið fari fram á ensku er ekki nóg heldur þarf námsferlið að vera sambærilegt við það sem þekkist annars staðar. Algengt er að ís- lenskar barnafjölskyldur flytji til lengri eða skemmri tíma til út- landa. Þá er mikilvægt að grunn- uppbygging og tímalengd stúd- entsnáms sé sambærileg milli landa. Með öðrum orðum vilja for- eldrar og börn ekki að það sé þeim til seinkunar þegar kemur að út- skrift með stúdentspróf að hafa stundað nám hluta af námstím- anum á Íslandi. Gæði náms – kostur fyrir alla Helstu rökin sem ég hef heyrt fyrir því að umrædd stytting sé ekki framkvæmanleg eða tímabær er að með tillögunni sé verið að færa hluta af námsefni frá fram- haldsskólunum og yfir til grunn- skólanna og að grunnskólakenn- arar séu ekki hæfir til að kenna það námsefni. Ég gef lítið fyrir þessi rök. Ég treysti grunn- skólakennurum fullkomlega til að takast á við og kenna þessa áfanga. Að sjálfsögðu þarf að huga vel að endurmenntun þeirra til að tryggja gæði kennslunnar og það hefur verið gert. Einnig hefur menntamálaráðherra rætt um mik- ilvægi þess að lengja kennara- námið. Þar að auki má vel vera að margir framhaldsskólakennarar muni eftir breytingarnar fara að kenna við grunnskóla að hluta eða öllu leyti. Í umræðunni og þá helst frá nemendum sjálfum hefur heyrst að í lagi sé að stytta námstímann en að réttara sé að taka ár af grunn- skólanum. Þeir þekkja þann gríð- arlega tíma sem fer í upprifjun og endurtekningar innan grunnskól- ans og það mikla stökk sem er milli grunnskóla og framhaldsskóla hvað námskröfur varðar. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að átta sig á að í tillögum menntamála- ráðherra er verið að taka allt ferlið fyrir frá leikskóla að háskóla. Að færa áfanga frá framhaldsskól- unum og yfir í grunnskólana eykur kröfur á nemendur á grunn- skólastigi og eykur jafnframt hæfni þeirra til að takast á við framhaldsskólann. Þar að auki er stytting grunnskólans um eitt ár ekki góður kostur. Með því væri verið að stytta skólaskylduna og það eitt og sér eru næg rök gegn slíkum hugmyndum. Það er félagslega mikið skref að fara frá grunnskóla í framhalds- skóla og við viljum ekki að börnin okkar gangi í gegnum það ferli ári fyrr en nú er. Að auki stunda mörg börn nám fjarri heimabyggð og búa þá á eigin vegum eða á heimavist fjarri foreldrum sínum. Sextán ára unglingar eru fullungir til að flytja að heiman og við vilj- um alls ekki stuðla að því að þau þurfi að flytja að heiman enn yngri. Af þessu er ljóst að eðlileg- ast er að stytta námið í framhalds- skólanum í stað þess að stytta grunnskólann og með því skóla- skylduna. Að menntakerfið okkar sé sam- bærilegt því sem annars staðar gerist er kostur og að því ber að stefna. Það er mikill hagur fyrir þjóðfélagið að fá unga fólkið fyrr inn í atvinnulífið og í háskólana. Þá er hagur ungmennanna ekki síðri að við bætist heilt tekjuár, þau geta hafið háskólanám fyrr eða notið þess að þroskast og læra af lífinu sjálfu. Skóli framtíðarinnar – stúdentspróf á 13 árum Bryndís Haraldsdóttir fjallar um styttingu náms til stúd- entprófs ’… eðlilegast er aðstytta námið í framhalds- skólanum í stað þess að stytta grunnskólann og með því skólaskylduna.‘ Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og situr í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Strandvegur - Laus strax Í einkasölu glæsileg 118 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi í Sjálandshverfi Garðabæjar. Húsið stendur mjög vel við ströndina og er þægileg aðkoma að húsinu. Sérstæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúðinni. Forstofa, hol, eld- hús, stofa, borðstofa, vinnuaðstaða (herb. á teikningu), hjónaherb., her- bergi, baðherb., þvottahús og geymsla. Glæsilegar sérsmíðaðar innrétting- ar úr eik og gólfefni eru parket og flísar. Mjög falleg eign. Verð 37 millj. Birkiás -Raðhús Í einkasölu glæsilegt 184,4 fermetra endaraðhús með 28,7 fermetra inn- byggðum bílskúr. Húsið er sérlega vel staðsett í Ásahverfi í Garðabæ. Glæsilegur viðhaldslítill suðurgarður með miklu holtagrjóti. Hellulögð inn- keyrsla. Húsið skiptist í forstofu, inn- angengt er í bílskúr, þvottahús, hol, eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpshol, gestasnyrtingu, geymslu og fjögur rúmgóð svefnherbergi. Fallegar innréttingar. Upptekin loft með halógenlýs- ingu. Gegnheilt eikar- plankaparket og Mustang flísar eru á flestum gólfum. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi. Bæjargil - Raðhús Í einkasölu glæsilegt endaraðh. á tveimur hæðum með innb bílskúr um 166,9 fm auk ca.40 fm rislofts sam- tals um 210 fm. Húsið er vel staðsett í afar góðu og barnvænu hverfi við Bæjargil í Garðabæ Eignin skiptist í forst,hol, eldhús,stofu,borðst,gest- asn,þvottah,sólstofu,4-5 herb,bað- herb og bílskúr. Fallegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Falleg lóð með glæsil sólpalli , hellulplani útigeymslu og tilheyrandi. Stutt er í leikskóla, grunnskóla og framhaldskóla. Myndir af eigninni eru á mbl.is. Uppl. veittir Þorbjörn Helgi S. 8960058. Verð 45,9 millj. Greniás - parhús - 2 íbúðir Í einkasölu mjög gott nýtt 213,4 fm parhús á tveimur hæðum þar af er bílskúr 22,7 fm vel staðsett á góðum útsýnisstað innst í botnlanga. Eignin skiptist í forstofu, hol, forstofuher- bergi, stofu, borðstofu, eldhús, gang, baðherbergi, hjónaherbergi, barna- herbergi, bílskúr og 2ja herbergja íbúð með sér inngang sem skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi og herbergi. Hellulagt bílaplan. Fallegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Verð 52.millj. Laufás - sérhæð Í einkasölu mjög góða 144 fm efri hæð í tvíbýli þar af er bílskúr 29,8 fm vel staðsett í Ásahverfi í Garða- bæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, eld- hús, tvö barnaherbergi, hjónaher- bergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, geymsluloft og bílskúr. Parket og flís- ar. Fallegur gróinn garður. Verð 31,5.miilj Til leigu við Dalveg, Kópavogi Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. www.valholl.is Samtals ca. 12.300 fm nýbygging. Verslunar-, lager- og skrifstofuhúsnæði. 1. hæð: Verslunar- og lagerrými 500-2.500 fm. 2. hæð: Skrifstofur 1.200 fm. 3. hæð: Skrifstofur 1.200 fm. Mögulegt er að skipta eignahlutum í minni rými. Mjög góð staðsetning. Aðkoma mjög góð, næg bílastæði. Húsnæðið verður tilbúið til afhendingar haustið 2006 Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, símar 588 4477 og 822 8242 Sími 588 4477 Fréttir á SMS Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.