Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 65 Músíktilraunir, hljóm-sveitakeppni Tóna-bæjar og Hins hússins,hefst í Loftkastalanum á morgun. Tilraunirnar hafa verið fastur þáttur í tónlistarlífinu í um aldarfjórðung, því það eru 24 ár síðan SATT (Samband alþýðuskálda og tónlistarmanna) stóð fyrir maraþon- tónleikum í kjallara Tónabæjar. Til- raunirnar hafa ekki fallið niður nema einu sinni, vegna verkfalls kennara 1982. Eins og nafn keppninnar ber með sér var upphaflegur tilgangur hennar að ýta undir tilraunamennsku í tón- list, að vera hljómsveitum hvatning til að gera eitthvað nýtt. Þannig var það aldrei ætlunin að tilraunirnar yrðu beinlínis vinsældakeppni, þótt það skipti vitanlega máli að geta náð til áheyrenda (og fer reyndar iðulega saman). Vægi áheyrenda hefur verið mis- jafnt í gegnum tíðina. Tónleikagestir velja eina hljómsveit áfram á hverju tilraunakvöldi, sem er þá hrein vin- sældakosning, en sérstök dómnefnd, misfjölmenn, velur síðan eina hljóm- sveit eða fleiri áfram hvert kvöld. Úr- slitakvöldið sjálft vega atkvæði dóm- nefndar síðan 70% á móti 30% vægi áheyrenda í salnum það kvöld. Þess má geta að þótt áheyrendur og dóm- nefnd séu oft ósammála um hvaða hljómsveitir eigi skilið að fara áfram á hverju kvöldi fram að úrslitum eru salur og dómnefnd yfirleitt sammála um sigursveitina þegar upp er staðið, en í einhver skipti hafa hljómsveitir í fyrsta og öðru sæti haft sætaskipti þegar atkvæði voru lögð saman. (Kannski rétt að geta þess hér að ég hef fylgst með Músíktilraununum frá 1987 og sit því í dómnefnd í 20. sinn þegar tilraunirnar hefjast á morgun.) Þegar rennt er yfir heiti sig- ursveita í Músíktilraunum í gegnum árin má sjá margar af helstu hljóm- sveitum seinni tíma, sem segir sitt um það hve tilraunirnar hafa haft mikil áhrif í gegnum árin. Ekki er þó bara að sigursveitir hafi verið áber- andi í íslensku tónlistarlífi heldur hafa hljómsveitir sem ekki náðu í fyrsta sæti og jafnvel ekki í úrslit haft sitt að segja. Sigurvegarar Músíktilrauna í gegnum árin eru Dron 1982, Dúkku- lísurnar 1983, Gipsy 1985, Greifarnir 1986, Stuðkompaníið 1987, Jójó 1988, Laglausir 1989, Nabblastrengir 1990, Infusoria / Sororicide 1991, Kolrassa Krókríðandi 1992, Yukatan 1993, Maus 1994, Botnleðja 1995, Stjörnu- kisi 19996, Soðin Fiðla 1997, Stæner 1998, Mínus 1999, 110 Rottweiler hundar 2000, Andlát 2001, Búdrýg- indi 2002, Dáðadrengir 2003, Mamm- út 2004 og Jakobínarína 2005. Listi yfir nokkrar merkishljóm- sveitir sem tóku þátt en náðu ekki að sigra þótt sumar þeirra hafi lent í verðlaunasæti: Bootlegs, Bee Spid- ers (Jónsi og Kjartan í Sigur Rós), Bláa bílskúrsbandið (Guðmundur Pétursson), Strigaskór nr. 42, Lokbrá, Do What Thou Wilt Shall Be the Whole of the Law (Þórir / My Summer as a Salvation Soldier), Spit- sign, Niturbasarnir, Andhéri (múm), Sogblettir, Á túr, Bisund, Sofandi, Bensidrín, Decadent Podunk, Bapho- met, Ókind og Elvar (AuxPan), en af nógu er að taka, enda hafa líklega 7– 800 hljómsveitir tekið þátt í tilraun- unum í gegnum árin. Músíktilraunir hafa tekið breyt- ingum í gegnum tíðina, verið fluttar á milli staða, hljómsveitum fjölgað og fækkað á víxl, gestasveitir spilað og engar verið, tilraunir gerðar með at- kvæðagreiðslu og verðlaunaafhend- ingu eins og gengur. Alla jafna er úr- slitakvöld tilraunanna sent út og hefur verið svo lengi. Lengst af hefur það verið Rás 2, sem er enda athvarf íslenskrar tónlistar, en aðrar stöðvar hafa líka komið að, einhverju sinni var það Bylgjan og svo Stjarnan sál- uga eitt sinn (þegar fyrsta þunga- rokkssveitin hóf upp raust sína slökktu menn á útsendingunni og settu popp í loftið). Þrátt fyrir allar breytingar er höf- uðáherslan þó lögð á tilrauna- mennsku og frumleika – hver hljóm- sveit þarf að flytja tvö frumsamin lög og komist hún í úrslit verða lögin að vera þrjú. Af upptalningu hér fyrir ofan, sem er þó alls ekki tæmandi, má sjá að margar af þeim hljóm- sveitum og tónlistarmönnum sem þykja bestir og frumlegastir í dag kvöddu sér fyrst hljóðs í Músíktil- raunum. Það segir kannski sitt að þegar þessi orð eru skrifuð er Jak- obínarína að spila á tónleikum í Tex- as á einni helstu tónlistarráðstefnu heims. Árangur sveitarinnar er fyrst og fremst vegna þess að hún er góð, en þátttakan í Músíktilraunum hefur líka gert sitt. Á morgun keppa tíu hljómsveitir um tvö sæti í úrslitunum 31. mars næstkomandi, en alls tekur 51 hljóm- sveit þátt að þessu sinni og ef marka má kynningarupptökur sem sveit- irnar hafa sent inn verða tilraunirnar venju fremur fjölbreyttar að þessu sinni. Keppt verður á hverju kvöldi út vikuna, frá mánudegi til föstudags, tíu hljómsveitir hvert kvöld en ellefu eitt kvöldið. Tilraunirnar fara fram í Loftkastalanum, húsið verður opnað kl. 18.00 en fyrsta hljómsveit fer á svið kl. 19.00. Hljómsveitirnar koma úr ýmsum áttum og víða að af land- inu, flestar frá suðvesturhorninu sem vonlegt er, en margar eru utan af landi, nægir að nefna að frá Höfn í Hornafirði koma þrjár hljómsveitir. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hljómsveita- keppnin mikla Á morgun hefst í Loftkastalanum hljómsveita- keppnin Músíktilraunir. Keppnin stendur út vik- una, en alls keppir fimmtíu og ein hljómsveit um sæti í úrslitum 31. mars næstkomandi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Jakobínarína, sigursveit 2005. Hello Norbert lenti í öðru sæti.The Dyers, þriðja sætið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.