Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 13

Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 13 Viðskiptavinir Landsbankans hafa getað keypt og selt hlutabréf í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum í gegnum E*TRADE. Nú bætist Noregur við. Landsbankinn er eini bankinn sem býður upp á bein viðskipti með hlutabréf á öllum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Mikið líf hefur verið á norska markaðnum síðustu misseri og margir spennandi fjárfestingarmöguleikar í boði enda er olíuverð hátt, en það hefur jafnan góð áhrif á norska markaðnum. Margt bendir því til þess að tækifæri séu til staðar á Noregsmarkaði um þessar mundir. Með skráningu á E*TRADE í gegnum Landsbankann býðst möguleiki að nýta sér þau tækifæri beint og milliliðalaust og fá jafnframt aðgang að haldgóðum markaðsupplýsingum. E*TRADE er einfalt í notkun og allt viðmót er á íslensku. Því er ekkert til fyrirstöðu að tryggja sér aðgang að mörkuðum Norður- landanna og Bandaríkjanna með því að skrá sig á E*TRADE og byrja að nýta tækifærin. Ert þú á E*TRADE? Kynntu þér málið á landsbanki.is eða hringdu síma 410 4000. Á síðasta ári hækkaði Det Norske Oljeselskap (DNO) um 853% sem var mesta hækkunin á markaðnum. Markaðsverðmæti félaga í Noregi er 170.266 milljónir evra. Fjöldi fyrirtækja í norsku kauphöllinni árið 2005 var 219 og þar af voru 46 ný félög. Á morgun opnar E*TRADE fyrir vi›skipti í kauphöllinni í Osló geance, sem er sennilega sú besta, sem skrifuð hefur verið um stríðið. Hann hefur rétt fyrir sér þegar hann heldur því fram að það væri hneyksli ef dómararnir í máli Milosevic hengdu nú einfaldlega skikkjur sínar á snaga og færu heim. Eftir fjögur ár voru um 50 klukkustundir eftir af réttarhöldunum. Mikið af þeim hefði farið í undarlegan áróður í þágu Mil- osevic, en enginn hefði getað lagt fram alvarleg ný gögn honum til varnar. Skulda heiminum að gera málið upp Mín skoðun er sú að Milosevic hefði nánast án vafa verið dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni, en ég efast um að hann hefði fengið dóm fyrir þjóðarmorð. Ég vildi fá að vita hvað dómararnir hefðu gert, en Sudetic segir að það sé skylda þeirra gagnvart fórnarlömbunum að láta það koma fram. Hann segir að nota eigi þær sannanir, sem þegar hafa komið fram, og skrifa skýrslu í anda sannleiksnefndar á þeim grundvelli. „Þeir ættu ekki að geta gengið burt frá þessu með dagpeningana sína, uppsafnað sparifé frá Sameinuðu þjóðunum og eftirlaunaréttindin sín,“ segir hann. „Dómararnir skulda fórnarlömbunum og heiminum, sem borgaði fyrir þennan dómstól vegna þess að það voru þeir, sem leyfðu Milosevic að draga réttarhöldin út í það óendanlega.“ Síðan bætir hann við: „Ekki nóg með það heldur ættu þeir að gera það pro bono publico – án endurgjalds.“ óllinn Höfundur er blaðamaður og skrifaði bækurnar Kosovo: War and Revenge og The Serbs: History, Myth and Destruction of Yugoslavia, sem báðar komu út hjá Yale University Press. KVÖLDIÐ sem fyrrverandi leiðtogi Serbíu fannst lát- inn í klefa sínum í Haag var lokakeppnin haldin um það hvaða hljómsveit ætti að vera fulltrúi Serbíu og Svartfjallalands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Þegar hljómsveit frá Svartfjallalandi sigraði gengu Serbarnir í hópi áhorfenda berserksgang og sökuðu dómarana frá Svartfjallalandi um að hafa haft rangt við í atkvæðagreiðslunni. Meiri spenna vegna Evróvisjón „Þjófar, þjófar,“ hrópuðu þeir og þurfti öryggisverði til að koma Svartfellingunum heilum á brott. Seinna sagði Zoran Zivkovic, fyrrverandi forsætis- ráðherra Serbíu, að orrustan um Evróvisjón hefði „valdið mun meiri spennu en dauði Slobodans Milos- evic“. Á næstu dögum risu deilur í Serbíu um það hvað ætti að gera við jarðneskar leifar leiðtogans fyrrver- andi. Það var eins og serbneska ríkisstjórnin missti fótanna og málið varð hið vandræðalegasta fyrir hana, enda tók Vojislav Kostunica forsætisráðherra við af Milosevic þegar honum var steypt árið 2000. Nú fer hann hins vegar fyrir minnihlutastjórn, sem treystir á atkvæði þeirra 22 þingmanna, sem eftir eru á þingi af flokki Milosevic, Sósíalistaflokki Serbíu, til þess að halda völdum. Milosevic er tákn flokksins. Samkvæmt skoð- anakönnunum er flokkurinn dauðadæmdur einn síns liðs. Reyna að gera sér mat úr andlátinu Fyrir vikið hefur flokkurinn reynt að gera sér eins mikinn mat úr andlátinu og unnt er og heimtað að út- för hans verði gerð opinber. Boris Tadic, forseti Serb- íu, hefur vísað þeirri hugmynd á bug á þeirri forsendu að það væri „óviðeigandi“, en eftir talsverða samn- inga bak við tjöldin féllust yfirvöld á að óopinber útför færi fram í Serbíu. Ákváðu sósíalistarnir þá að gera ekki frekari kröfur vegna þess að hefðu þeir neitað stjórninni um stuðning sinn og knúið fram kosningar hefðu þeir átt á hættu að verða þurrkaðir út af þingi. Sá flokkur, sem hins vegar gæti hagnast á dauða Milosevic, er Serbneski róttæki flokkurinn, sem þegar nýtur mests fylgis á þingi þótt hann sé ekki í stjórn. Vojislav Seselj, leiðtogi hans, hefur líkt og Milosevic verið kærður og lokaður inni af stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. Daniel Sunter, yfirmaður hugveit- unnar Euro-Atlantic Initiative, telur hins vegar að fyr- irætlanir róttæka flokksins um að gera sér mat úr andlátinu muni gefa minna af sér en þeir búist við. „Þegar allt kemur til alls,“ segir hann, „man fólk eftir gömlu, slæmu dögunum þegar Milosevic var við völd.“ Eftir um viku mun írafárið vegna Milosevic hafa lognast út af og þá mun ýmislegt hafa skýrst. Í fyrsta lagi að Milosevic var ekki lengur pólitískur áhrifamað- ur í Serbíu. Branko Ruzic, varaforseti sósíalistaflokks- ins, kvaðst búast við því að mikill mannfjöldi myndi safnast saman til að sjá lík Milosevic í Byltingarsafn- inu í Belgrað þar sem það var til sýnis á fimmtudag og föstudag, en þess í stað komu aðeins nokkur hundruð manns, flestir úr röðum aldraðra. Sá tími, sem Milosevic gat laðað að eina milljón manna, er löngu liðinn. Þung og erfið mál framundan Í öðru lagi mun stjórnin þurfa að snúa sér á ný að þungum og erfiðum málum sem eru álíka illa séð og „truflunin“ vegna andláts Milosevic. Eins og serb- neskur embættismaður orðaði það er slíkt álag á stjórninni vegna margra erfiðra mála, sem þarf að glíma við á sama tíma án þess að hafa mikið svigrúm til aðgerða, að „það má heyra brestina“. Á föstudag var viðræðum um framtíð Kosovo hald- ið áfram að nýju. Næsta víst er að þeim mun ljúka með því að héraðið, þar sem íbúarnir eru að mestu leyti af albönskum uppruna, fái sjálfstæði. Stjórnvöld hafa ekkert gert til að undirbúa Serba undir þessi tíð- indi, sem verður ekki vel tekið. Stjórnarerindreki einn lýsti þessari nálgun svo: „Við ætlum að henda okkur fyrir lestina og síðan ætlum við að kenna ykkur um.“ Ráðgert er að Serbar hefji viðræður við Evrópu- sambandið um stöðugleika- og sambandssamkomu- lag, sem er fyrsta skrefið í átt að aðild að ESB, 5. apr- íl. Embættismenn ESB hafa hins vegar sagt að þær muni ekki hefjast nema Ratko Mladic herforingi, sem Stríðsglæpadómstólinn í Haag kærði fyrir þjóð- armorð 1995, verði annaðhvort handsamaður og framseldur eða látin verði af hendi gögn, sem muni leiða til þess að hann verði handtekinn von bráðar. Síðan verður þjóðaratkvæði í Svartfjallalandi um sjálf- stæði 21. maí og er búist við að það muni leiða til sjálf- stæðis. Allt þetta gerir að verkum að um þessar mundir eru Serbar frekar svartsýnir um framtíðina. Daginn sem Milosevic lést hittu utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins utanríkisráðherra ríkja Balkanskagans í Salzburg. Eftir fundinn gáfu þeir út yfirlýsingu þar sem sagði að „ESB staðfesti að framtíð vesturhluta Balkanskaga lægi í Evrópusam- bandinu“. En síðan var bætt við að „Evrópusam- bandið vill einnig taka fram að möguleikar þess til að taka við þurfa einnig að vera teknir með í reikning- inn“. Þessi tónn dregur einnig úr mönnum og er ekki það sem Serbar og aðrir íbúar Balkanskagans þurfa á að halda. Sumir segja að með andláti Milosevic hafi verið settur punktur aftan við ákveðið tímabil. Svo er ekki, en fari svo að eftir ár verði mál Mladic til lykta leitt og sömuleiðis gengið frá stöðu Svartfjallalands og Kos- ovo auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna verði búnir að jafna sig á stækk- unarþreytunni gæti andlátið reynst upphafið að endalokum þessa tímabils. Sú staðreynd að svona fá- ir komu til að syrgja sinn gamla leiðtoga sýnir að flestum Serbum er nú mest í mun að horfa fram á veginn. Fæstir Serbar syrgja Milosevic Reuters Stuðningsmenn Slobodans Milosevic heitins bíða í röð fyrir utan Byltingarsafnið í Belgrað til að geta vottað honum virðingu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.