Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 59
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
60+ Hafnarfirði | Aðalfundur 60+
Hafnarfirði verður kl. 14, á Strandgötu
21 (skóbúðinni). Venjuleg aðalfund-
arstörf, bæjarstjóri Lúðvík Geirsson
ræðir um sveitarstjórnarkosningarnar.
Kaffiveitingar.
Dalbraut 18 - 20 | Fastir liðir fé-
lagsvist á þriðjudögum kl. 14. Leikfimi,
postulín, framsögn o.fl. Snúður og
Snælda kl. 14. Handavinnustofa Dal-
brautar 21–27 opin alla virka daga.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Af-
mælisvika FEB: Hátíðarsamkoma á
Hótel Sögu í dag kl. 14. Hátíðarræðu
flytur forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímss. Steinunn V. Óskarsdóttir
borgarstjóri flytur ávarp. Einsöngur,
upplestur, danssýning, fjöldasöngur
o.fl. Snúður og Snælda sýna Glæpi og
góðverk í Iðnó kl. 14. Dansleikur kl. 20.
Klassík leikur.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga frá Eg-
ilshöll á morgun kl. 10. Inni eða úti eftir
veðri.
Félagsstarf Gerðubergs | Listsýn-
ingar Júdithar Júlíusd. og Sigrúnar
Björgvins eru opnar kl. 13–16. 22. mars
er farið í heimsókn til Hrunamanna að
Flúðum, fjölbreytt dagskrá, skráning á
staðnum og s. 575 7720.
Hæðargarður 31 | Leikfimi, félagsvist,
tölvukennsla, postulín, glerskurður,
framsögn, gönguferðir, ljóðlist-
arnámskeið, nyndlist o.fl. Snúður og
Snælda kl. 14. Sími 568 3132.
Kirkjustarf
Félagsmiðstöðin Víðilundi 22 | Konu-
kvöld verður á vegum Aglow samtak-
anna 20. mars kl. 20, í þjónustu-
miðstöðinni Víðilundi 22. Gestur
fundarins verður Sigrún Ásta Krist-
insdóttir, formaður Aglow Reykjavík.
Anna Sigríður Snorradóttir syngur
einsöng. Allar konur velkomnar. Ekkert
aldurstakmark.
Hjallakirkja | Eldra æskulýðsfélag
Hjallakirkju, Dittó, heldur fund kl. 20–
22.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK
21. mars kl. 20. Lofgjörðar- og bæna-
samvera í umsjá Þórdísar Ágústs-
dóttur og fleiri kvenna. Kaffi. Allar kon-
ur eru velkomnar.
Dummy texti,Dummy textiDummy textiDummy textiDummy
textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy
textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy
• Stór heildverslun með byggingavörur.
• Meðalstórt iðnfyrirtæki á sérhæfðum markaði. 11 starfsmenn.
• Þjónustufyrirtæki með vinnuvélar. Föst verkefni. Góð afkoma.
• Heildverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 60 mkr. Góður hagnaður.
• Dalakjör. Verslun, veitingasala og bensínstöð í Búðardal. Góður og vaxandi rekstur
með ágætan hagnað. Einstakt tækifæri fyrir duglegt fólk.
• Sérverslun - heildverslun með rafvörur.
• Heildverslun í Bretlandi með leikföng. Ársvelta 1.100 mkr.
• Matvælavinnsla með góða markaðsstöðu.
• Heildverslun í Bretlandi með náttúruleg vítamín. Ársvelta 2.000 mkr.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 400 mkr.
• Meðalstór trésmiðja. Leiðandi fyrirtæki á sínu sérsviði.
• Stór heildverslun með þekktar vörur, m.a. fyrir byggingariðnaðinn.
• Glæsileg lítil gjafavöruverslun í Kringlunni.
• Traust fasteignasala óskar eftir framsæknum fasteignasala sem meðeiganda. 5
starfsmenn í dag en þörf á fleirum.
• Lítið málmiðnaðarfyrirtæki með mikla sérstöðu.
• Umboðs- og heildverslun á Vesturlandi. Ársvelta 150 mkr.
• Mjög arðbært sandblástursfyrirtæki. Mikil föst verkefni. Gott tækifæri.
• Þekkt heildsala með byggingavörur.
• Lítil heildverslun með fjölbreyttar vörur og góðan sölumann óskar eftir sameiningu
við stærra fyrirtæki. Góð framlegð.
• Arðbært vinnuvélaverkstæði með föst verkefni.
• Stórt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.
• Þekkt heildverslun með gólfefni.
• Meðalstórt framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 150 mkr.
• Rótgróið fyrirtæki í hreinsun og útflutningi æðadúns. Góð afkoma. Hentar til
flutnings út á land.
• Stórt tréiðnaðarfyrirtæki.
• Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir
heildverslanir.
Lilja Margrét Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri, lilja@kontakt.is, gsm 698 0989
• Heildverslun með matvörur. Selur mikið í mötuneyti. Ársvelta 300 mkr.
• Lítið en rótgróið umboð í heilsuvörum, m.a. fyrir matvörumarkaði.
• Meðalstórt bílafyrirtæki. Þekkt umboð.
• Lítið ljósmyndafyrirtæki í fullum rekstri með góða fasta samninga. Stór
viðskiptamannahópur.
• Rótgróið danskt fyrirtæki í álaeldi. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður.
• Lítið sérhæft hreingerningafyrirtæki með fasta viðskiptavini.
• Meðalstórt framleiðslufyrirtæki með matvæli. Leiðandi á sínu sviði.
• Þekkt þjónustufyrirtæki, leiðandi á sínu sviði, óskar eftir meðeiganda sem tæki á
nokkrum árum við af núverandi eiganda. Leitað er að heiðarlegum og
þjónustuliprum dugnaðarforki.
• Heildverslun með þekkt bjórumboð o.fl. Ársvelta 100 mkr.
• Lítil sérverslun fyrir konur í Kringlunni.
• Meðalstórt iðnfyrirtæki á sérhæfðum markaði. 11 starfsmenn.
• Þjónustufyrirtæki með vinnuvélar. Föst verkefni. Góð afkoma.
• Heildverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 60 mkr. Góður hagnaður.
• Dalakjör. Verslun, veitingasala og bensínstöð í Búðardal. Góður og vaxandi
rekstur með ágætan hagnað. Einstakt tækifæri fyrir duglegt fólk.
• Sérverslun-heildverslun með rafvörur.
• Matvælavinnsla með góða markaðsstöðu.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 400 mkr.
• Meðalstór trésmiðja. Leiðandi fyrirtæki á sínu sérsviði.
• Stór heildverslun með þekktar vörur, m.a. fyrir byggingariðnaðinn.
• Glæsileg lítil gjafavöruverslun í Kringlunni.
• Lítið málmiðnaðarfyrirtæki með mikla sérstöðu.
• Umboðs- og heildverslun á Vesturlandi. Ársvelta 150 mkr.
• Mjög arðbært sandblástursfyrirtæki. Mikil föst verkefni. Gott tækifæri.
• Þekkt heildsala með byggingavörur.
• Lítil heildverslun með fjölbreyttar vörur og góðan sölumann óskar eftir
sameiningu við stærra fyrirtæki. Góð framlegð.
• Arðbært vinnuvélaverkstæði með föst verkefni.
• Stórt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.
Íbúð í 101 Skuggi óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð í
101 Skuggi eða nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c3 Rf6 4. Bd3 d6 5.
f4 c5 6. dxc5 dxc5 7. De2 0-0 8. Rf3 a6 9.
a4 Rc6 10. 0-0 Ra5 11. Rbd2 Bg4 12.
Hb1 Hc8 13. Rc4 Rxc4 14. Bxc4
Staðan kom upp í 1. deild í seinni
hluta Íslandsmóts skákfélaga sem
fram fór fyrir skömmu í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. A-sveit Tafl-
félags Garðabæjar átti hörðum fallbar-
áttuslag við b-sveit Taflfélagsins Hellis
og náðu Garðbæingar að lokum að
halda sæti sínu í fyrstu deild. Jón Þór
Bergþórsson (2.115) átti þar stóran
hlut að máli þar sem í viðureignum
Garðbæinga við a og b sveitir Hellis
vann hann báðar skákir sínar. Í þessari
stöðu hafði hann svart gegn a-liðs
manni Hellis, Ingvari Ásmundssyni
(2.294). 14. ... Rxe4! svartur vinnur nú
óhjákvæmilega peð en í stað þess að
sætta sig við það lék hvítur 15. Dxe4?
og eftir 15… Bf5 16. Dxb7 Bxb1 17.
Dxa6 Dc7 hafði svartur skiptamun yfir
án þess að hvítur hefði nægar bætur
fyrir. Framhald skákarinnar varð eft-
irfarandi: 18. a5 Be4 19. Be3 Hb8 20.
Hf2 Bxf3 21. gxf3 Bh6 22. Bd5 Bxf4
23. Bxf4 Dxf4 24. Dc4 Dc1+ 25. Hf1
De3+ 26. Hf2 Hxb2 27. Df1 Hxf2 28.
Dxf2 Dg5+ og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
ÞAÐ SEM áhorfandinn kemst ekki
hjá því að velta fyrir sér þegar
hann gengur inn í Kling og Bang
við Laugaveg er, í fyrsta lagi hvers
vegna listamennirnir hafi valið að
myrkva sýningu sína og í öðru lagi
af hverju þeir völdu þá rými með
svona stórum gluggum. Síðan veltir
maður því fyrir sér hvers vegna
þeir hafi notað svart plast sem erf-
itt er að tengja innsetningu þeirra,
hugsanlegri ætlun og markmiði.
Þessi svarta, óskiljanlega umgjörð
bendir til þess að þeir treysti ekki
á verk sitt til að halda lífi án ytra
áreitis, en slíkar vangaveltur ættu
að vera óþarfar þar sem innsetn-
ingin er að öðru leyti nokkuð
skemmtileg áhorfs. Lítil hús, eins
konar hundakofar og myndband af
hundum og köttum eru uppistaðan
í sýningu þeirra, Glory hole – titill
sem varpar litlu ljósi á heildina.
Eftir því sem ég fæ best skilið eftir
leit á netinu er Glory hole notað yf-
ir gatið á vegg í klámbúllum þar
sem viðskiptavinurinn kíkir á eitt-
hvað, einhvern o.s.frv. Í viðtali
segjast listamennirnir þó vilja forð-
ast kynferðislegar tengingar út frá
orðinu.
Þeir Huginn Þór og Jóhannes
Atli eru báðir ungir listamenn sem
ekki hafa enn mótað sér sinn far-
veg og eru leitandi í list sinni, þessi
sýning er t.a.m. mjög ólík sýningu
Hugins í Galleríi Suðsuðvestur þar
sem hann sýndi bolamálverk. Frek-
ar er hún eitthvað nær sýningu Jó-
hannesar Atla á Hlemmi þar sem
myndir af ánamöðkum voru sýndar.
Þeir skapa hér leikhúslega innsetn-
ingu sem virðist helst ætla sér að
sýna fáránleika mannslífsins og
samtímans, fylgispekt og hlýðni við
boð og bönn og aðrar hundakúnstir
sem almenningur gerir sitt besta til
að apa eftir hinum. Þannig túlka ég
a.m.k. myndbandið af hundum og
köttum að læra að segja mamma,
sem er húmorískt. En að öðru leyti
er heildaryfirbragð innsetning-
arinnar ekki nægilega markvisst
eða vandlega ígrundað til að skila
þeirri merkingu eða hugmyndum
til áhorfandans sem hann vonast
eftir. Of mörgum spurningum er
ósvarað, hrátt, leikhúslegt yfir-
bragðið er meira í takt við strauma
og stefnur í samtímanum en við
innra líf listaverksins. Slík tilfinn-
ing gefur áhorfandanum ekki rými
til að hugsa heldur gerir hann ráð-
villtan og fyrir bragðið skilur inn-
setningin ekki mikið eftir sig.
Hundalíf
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Kling og Bang Gallerí
Huginn Þór Arason og Jóhannes Atli Hin-
riksson. Til 26. mars. Opið fim. til sun.
frá kl. 14–18.
Glory hole
ÞAÐ ER gott að vita til þess að
sum menntaskólaleikfélög skuli
setja upp öðruvísi leiksýningar en
söngleiki eða leikrit sem eru gerð
eftir vinsælum bíómyndum. Oft
eru uppfærslur af þessu tagi mjög
vel unnar og stundum afspyrnu
skemmtilegar en vinsældir þess
meðal ungmenna að sýna verk
sem allir þekkja eru sannarlega
verðar rannsóknar. Herranótt er
undantekning á þessu því þar eru
öðruvísi leikrit sett á svið; leikrit
þar sem aðstandendur geta ekki
reitt sig alfarið á hið kunnuglega.
Nú setja þau upp leikgerð Hafn-
arfjarðarleikhússins frá 1996 á
Birtingi en það varð reyndar vin-
sæl sýning á sínum tíma. Und-
irrituð sá ekki sýninguna og getur
þess vegna ekki borið saman en
getur þó vel dæmt um að leik-
gerðin er fjarska vel gerð og hin
stórskemmtilega þýðing Halldórs
Laxness á sígildri sögu Voltaires
nýtur sín vel.
Krakkarnir í Herranótt MR eru
metnaðarfullir og slyngir í leiklist-
inni, það hefur sýnt sig áður og
sýnir sig enn betur nú með Frið-
rik Friðriksson sem leikstjóra.
Það er aðeins einn galli á sýning-
unni en því miður er hann of stór
til þess að horft verði framhjá
honum. Allt er jákvætt, fallegt og
gott við uppfærsluna nema fram-
burður leikenda. Honum er ábóta-
vant að einhverju leyti hjá öllum
leikurum sýningarinnar nema ein-
um; Jóni Þorgeiri Kristjánssyni
sem lék Altungu af kyrrð og yf-
irvegun. Friðrik leikstýrir sýning-
unni að öðru leyti mjög vel; hún
er snörp, djúp, fyndin, spennandi,
vel leikin að öðru leyti og mikið
fyrir augað. Leiktjöldin eru afar
viðeigandi, að mestu blúnduklæði í
rókókóstíl og tréstykki eitt mikið
sem nýtist sem vagn, skip, margs-
konar dyr, rúm og hvaðeina annað
sem vantar í svona leiksýningu.
Þess er getið í leikskrá að hönn-
uðir frá LHÍ hafi hannað þessa
flottu leikmynd. Ekki er getið
ljósahönnuðar en lýsingin er jafn
falleg og leikmyndin. Frumsamin
tónlistin er alveg sérstaklega
skemmtileg en höfundur hennar
samkvæmt leikskrá virðist vera
Ragnar Jón Ragnarsson og þrír
aðrir ónafngreindir hljóðfæraleik-
arar sem voru staðsettir á leik-
sviðinu. Búningarnir eru í stíl við
leikmyndina, trúir tíma verksins;
fallegir og hugvitssamlegir en
fram kemur að þeir séu héðan og
þaðan og sumt hannað af nem-
endum í samvinnu við leikstjóra.
Það er umhugsunarvert hvað leik-
skráin er hroðvirknislega unnin;
sumt af upplýsingunum er prýði-
lega sett fram en annað í hræri-
graut. Ekki er getið nafns leik-
stjórans heldur verða áhorfendur
að geta sér þess til hver er á
myndinni sem fylgir pistli hans.
Undirrituð auglýsir hér með eftir
styrkari ritstjórn leikskráa hjá
Herranótt og mörgum öðrum
skólaleikfélögum. Hún þakkar fyr-
ir fallega uppfærslu á Birtingi en
er nokkuð leið yfir að hafa ekki
heyrt nema hluta af því sem sagt
var af hinum vel skrifaða og
þýdda texta.
Hinn besti heimur allra heima
LEIKLIST
Herranótt MR
Leikgerð Hafnarfjarðarleikhússins og
Hilmars Jónssonar á Birtingi eftir Voltaire
í þýðingu Halldórs Laxness. Leikstjóri:
Friðrik Friðriksson. Sýning í Tjarnarbíói
8. mars 2006.
Birtingur
Hrund Ólafsdóttir
UM ÞESSAR mundir eru að hefjast
æfingar í Borgarleikhúsinu á
óborganlegum farsa sem hefur
fengið nafnið Viltu finna milljón?
Gamanleikurinn verður frum-
sýndur á Nýja sviði Borgarleik-
hússins í maí, en Gísli Rúnar Jóns-
son hefur þýtt verkið. Leikstjóri er
Þór Tulinius.
Verkið heitir á frummálinu
Funny money og er eftir Ray Coon-
ey, sem er íslenskum áhorfendum
að góðu kunnur fyrir gleðileikinn
Með vífið í lúkunum.
Opinn samlestur á Viltu finna
milljón? verður haldinn mánudag-
inn 20. mars á Nýja sviði Borg-
arleikhússins kl. 12.30 og eru allir
áhugasamir velkomnir. Við þetta
tækifæri mun Guðjón Pedersen
leikhússtjóri kynna væntanlega
hláturhátíð sem verður í Borg-
arleikhúsinu í maí. Aðgangur er
ókeypis.
Viltu finna milljón?