Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ S amtök iðnaðarins eru stór og víðtæk og ná allt frá einyrkjum til stórfyrirtækja á hinum ýmsu sviðum iðnaðar og fram- leiðslu. Margs konar hags- munir þessara ólíku aðila fara saman en aðrir ekki og hlut- verk formanns og stjórnar er að samræma sjónarmið og miðla málum. Þannig eru samtökin sterkust,“ segir Helgi Magnússon í samtali við Morgunblaðið en hann var kjörinn formaður Samtaka iðnaðar- ins á aðalfundi þeirra á föstudag. Fráfarandi formaður er Vilmundur Jósefsson og kveðst Helgi taka við góðu búi frá honum. Vilmundur hefur verið formaður í sex ár og segir Helgi þá reglu gilda hjá Samtökunum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en sex ár. „Það er til að tryggja eðlilega endurnýjun en menn geta líka komið aftur síðar ef svo ber undir,“ segir hann og sjálfur sat hann í stjórn SI árin 1995 til 2001. Vel heima í málefnum iðnaðarins Helgi Magnússon er vel heima í málefnum iðnaðarins en hann varð framkvæmdastjóri Hörpu árið 1992 sem síðar sameinaðist Sjöfn undir nafninu Harpa Sjöfn. Síðla árs 2004 keypti danska málningarfyrirtækið Flügger Hörpu Sjöfn en Helgi er stjórnarformaður fyrirtækisins. Helgi er í dag framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélags Hörpu sem á meðal annars hluti í Bláa lóninu, Skipasmíðastöð Njarðvíkur og Marel og situr í stjórnum þeirra. Þetta eru allt fyrirtæki innan SI og þannig segist Helgi fylgjast áfram með stöðu greinarinnar. Eftir nám í Verzlunarskóla Ís- lands og viðskiptafræðipróf frá HÍ starfaði Helgi við endurskoðun, en hann er einnig lög- giltur endurskoðandi. Árið 1988 varð hann rit- stjóri Frjálsrar verslunar í fjögur ár. „Það var skemmtilegur tími og ég hef alltaf haft áhuga á fjölmiðlum frá því ég var ritstjóri skólablaðs VÍ og hefði vel getað ílengst í þeirri grein. Frjáls verslun gekk vel á þessum árum að mínu mati. Við gerðum okkur far um að skrifa ítarlegar úttektir á ýmsum hliðum við- skiptalífsins sem vöktu mikla athygli og við- brögð enda vann þarna gott fólk með góð sam- bönd sem þýddi að við gátum leitað víða fanga eftir upplýsingum. Ég átti þarna farsælt sam- starf við reynda og trausta blaðamenn sem ég lærði margt af, til dæmis Steinari J. Lúðvíks- syni, Kjartani Stefánssyni og Valþóri Hlöð- verssyni.“ Helgi segir það þó í raun ekki hafa verið erf- itt að hverfa frá ritstjórnarstörfunum yfir í málningarverksmiðjuna Hörpu. „Þetta var gamalgróið og dæmigert fjölskyldufyrirtæki sem faðir minn hafði stýrt í áratugi og hann vildi að yngri maður tæki við. Við réðumst á næstu árum í ýmsar breytingar á fyrirtækinu og sú stærsta var ákvörðun um að fara út í rekstur eigin málningarvöruverslana. Þá lok- uðum við í raun á mikil viðskipti við stóru byggingavöruverslanirnar en það hefur sýnt sig að þetta var rétt skref. Á þessum árum voru fjórar málningarverk- smiðjur í landinu og það var nokkuð ljóst að það hlaut að koma að uppstokkun þar sem af- kastagetan var mun meiri en íslenski mark- aðurinn þurfti. Ég held að allir hafi verið búnir að tala við alla en mál þróuðust þannig að við sameinuðum Hörpu og málningarhluta Sjafn- ar á Akureyri sem Baldur Guðnason, núver- andi forstjóri Eimskips, hafði keypt nokkru áður. Þannig varð til enn öflugra fyrirtæki, stærsta málningarfyrirtæki landsins. Fram- leiðslan fór öll fram í Reykjavík og síðar keyptum við norðanmennina út úr fyrirtækinu þegar mestu breytingarnar voru afstaðnar. Árið 2004 kom nýr forstjóri til starfa hjá Flüg- ger í Danmörku og hann leitaði eftir nánara samstarfi við okkur. Í desember ákváðum við að selja Hörpu Sjöfn Flügger fyrirtækinu og í kjölfarið var það nafn tekið upp.“ Breytt ásýnd fjölskyldufyrirtækja Þar með var fyrirtækið komið úr eigu fjöl- skyldunnar en Helgi segir ekki eftirsjá að því, það starfi áfram og hjá því vinni margir sem þar hafi átt nánast allan sinn starfsaldur. „Þetta er tími breytinga og eignarhald og ásýnd gömlu fjölskyldufyrirtækjanna í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins hefur smám sam- an verið að breytast sem er bara í takt við tím- ann og ekkert nema gott um það að segja.“ Fjárhagur Samtaka iðnaðarins er traustur að sögn Helga og hann segir samtökin öflug og góð sátt ríki um starfsemina undir stjórn Sveins Hannessonar framkvæmdastjóra og 20 manna starfsliðs. „Eins og ég nefndi í upphafi er fjölbreytt flóra fyrirtækja innan vébanda samtakanna. Þar má nefna iðnaðarmenn, bæði einyrkja og þá sem reka stærri fyrirtæki á sínu sviði, iðnfyrirtæki og framleiðslufyrirtæki í margs konar greinum svo sem matvælafram- leiðslu, hugbúnaðar- og hátæknifyrirtæki, byggingafyrirtæki, prentsmiðjur og stóriðja svo nokkuð sé nefnt. Þetta er mikil breidd og við tölum einu máli sem þessi heild iðnaðarins en við þurfum stundum líka að fást við að sam- ræma sjónarmið þegar ólíkir hagsmunir ein- stakra sviða iðnaðarins rekast á. Þá kemur til þess að sætta sjónarmið og ná fram lausnum sem flestir geta unað við.“ Helgi segir margs konar verkefni fram- undan hjá nýrri stjórn og að hún þurfi til dæmis áfram að fjalla um stöðu hátæknifyr- irtækja innan Samtaka iðnaðarins. „Hátækni- iðnaðurinn fæst meðal annars við ýmsan vanda vegna sterkrar krónu. Vonandi er það tímabundið og þetta er aðeins einn vandi há- tækninnar því fjölmörg önnur atriði hafa skert starfsskilyrði hátæknifyrirtækja. Þar get ég nefnt atriði eins og skattakerfið sem er þess- um fyrirtækjum erfitt en þar örlar þó á ljósi því fjármálaráðherra hefur tilkynnt vænt- anlegar aðgerðir til að gera þeim lífið bæri- legra. Það vantar hins vegar sambærilegan stuðning og rekstrarumhverfi eins og í ná- grannalöndunum og okkur vantar öflugri fjár- festingarsjóði til að hvetja efnileg fyrirtæki til vaxtar á viðkvæmum stigum í upphafi.“ Fleira hefur áhrif á gengisþróun en stóriðjan Gengisþróunin undanfarin misseri hefur veikt stöðu fyrirtækja sem afla tekna sinna á erlendum mörkuðum og segir Helgi að til- hneiging hafi verið til að kenna stóriðju um hátt gengi. „Framkvæmdir og uppbygging fyrir stóriðju og sú þensla sem því hefur fylgt hafa vissulega haft áhrif á efnahagslífið og styrkt stöðu krónunnar en þar kemur fleira til. Breytingar og mjög mikil útlánaaukning á íbúðamarkaði er ekki síðri undirrót þensl- unnar en stóriðjan. Það þarf að breyta hag- stjórn í ástandi sem þessu og þar hafa við- brögð stjórnvalda ekki alltaf verið rétt. Þau hafa ekki beitt opinberum samdrætti í út- gjöldum til mótvægis við þensluna og þess vegna eru vextir hærri en ella og þess vegna hefur styrkur krónunnar haldið áfram að vaxa. Ef unnt verður að draga nokkuð úr ríkisút- gjöldum, til dæmis með því að fresta ákveðnum framkvæmdum, getum við búist við vaxtalækkun og lækkun gengis. Ég geri mér hins vegar ljóst að slík frestun er ekki í þágu allra aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins en þetta er atriði sem við verðum að reyna að finna lausn á sem allir geta unað við.“ Brýnt er einnig að mati Helga að atvinnu- reksturinn almennt búi við sömu skilyrði og segir hann það kannski ekki síst eiga við um stóriðjufyrirtækin. „Það hefur verið bent á það með neikvæðum tón að stóriðjan njóti fyr- irgreiðslu stjórnvalda og skekki samkeppn- isstöðu annarra atvinnugreina. Ég tel að við eigum að fagna því ef stóriðjufyrirtækin ná hagkvæmum samningum við stjórnvöld, til dæmis um opinber gjöld. Við skulum ekki leggjast gegn því heldur fara fram á að aðrar greinar njóti hins sama. Það hefur líka komið fram að álver Alcoa, Fjarðaál, hafi samið um 0,15% stimpilgjöld sem er einn tíundi af því sem við verðum að búa við. Það þarf að fella stimpilgjöldin niður, þau eru úreltur skattstofn. Þar með yrði engin mismunum. Alcoa mun einnig fá felld niður gatnagerðargjöld, vörugjöld og tolla. Það þarf einfaldlega að fella þetta niður gagnvart öðr- um, þá er engin mismunun. Samtök iðnaðarins hafa árum saman barist fyrir niðurfellingu vörugjalda og tolla og það er unnt að færa fyr- ir því rök að það gæti verið hagkvæmt fyrir sveitarfélögin að gefa eftir gatnagerðargjöld í atvinnurekstri. Það gæti orðið til þess að fyr- irtæki yrðu til í sveitarfélögunum sem leggðu grunn að störfum fólks sem aflaði þá tekna sem gæfu af sér skatta til hins opinbera og þar með sveitarfélaganna. Atvinnureksturinn á almennt að sækjast eftir sömu skilyrðum og þeir fá sem bestum samningum ná. Við eigum ekki að horfa öfund- araugum á þá sem njóta velgengni á þessum sviðum, við eigum einfaldlega að miða við það sem best gerist.“ Í lokin er eðlilegt að spyrja Helga Magn- ússon hver afstaða hans sé til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu: Óeðlilega sterk króna „Það verður áfram spurt spurninga um það hvort Ísland eigi að sækjast eftir inngöngu í Evrópusambandið. Ef til þess kemur verður meginástæðan sú að íslenska krónan veldur miklum vanda og dregur úr stöðugleika. Það hefur sýnt sig á síðustu mánuðum og miss- erum að Íslendingar munu ekki geta reitt sig á þetta smáa myntkerfi okkar til frambúðar. Menn hafa velt því fyrir sér hvort við getum tekið upp evru eða tengst henni eins og Danir. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um fyrirkomulag gengismála á Íslandi er því haldið fram að það getum við ekki nema að ganga fyrst í ESB. Nú hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hins vegar varpað því fram að við ættum að skoða þann möguleika að semja beint um upptöku evru og stytta okkur þar með leið. Ráðherrann hefur vægast sagt fengið kaldar kveðjur vegna þessarar hug- myndar eins og kunnugt er. En það breytir ekki því að væntanlega snýst framvinda þessa máls um pólitískan vilja eins og var raunin þegar Íslendingar sömdu um inngöngu í EES. Vert er að hafa í huga að Jón Baldvin Hannibalsson hélt því ákveðið fram í fjöl- miðlum fyrir nokkrum dögum að með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu hefðum við gengið að 60% hluta inn í Evrópusam- bandið. Fái þessi fullyrðing hans staðist erum við lengra komin en ég hafði gert mér grein fyrir. Í stórum málum eins og þessu getur lands- lagið breyst hratt. Við getum rifjað upp að við umræður á Alþingi fyrir rúmum áratug þegar tekist var á um aðild að EES sagði Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, að í samningnum fælist „fullveld- isframsal“ okkar og Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hélt því fram að EES-samningurinn ætti eftir að færa Íslendingum „ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi“. Nú, rúmum áratug síð- ar, keppast allir við að dásama þennan EES- samning,“ sagði Helgi Magnússon að lokum og sagði spennandi tíma framundan. Íslendingar þyrftu að fást við óeðlilega sterka krónu og halla á viðskiptum við útlönd en á móti kæmi mikill hagvöxtur og áframhaldandi framfara- hugur sem ætti eftir að skila okkur enn lengra fram á veginn. Vantar öflugri fjárfestingar- sjóði til stuðnings í hátækni Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri fjárfestingarfélags Hörpu, ný- kjörinn formaður Samtaka iðnaðar- ins, segir að Íslendingar geti vart reitt sig á smátt myntkerfið til frambúðar. Í samtali við Jóhannes Tómasson segir hann hlutverk for- manns svo víðfeðmra samtaka oft að sætta sjónarmið. Morgunblaðið/Ómar „Atvinnureksturinn á almennt að sækjast eftir sömu skilyrðum og þeir fá sem bestum samningum ná. Við eigum ekki að horfa öfundaraugum á þá sem njóta velgengni á þessum sviðum, við eigum einfaldlega að miða við það sem best gerist,“ segir Helgi Magnússon, nýkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins. joto@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.