Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 55 MINNINGAR Nú er hann Páll bróðir minn farinn yfir móðuna miklu eins og sagt er og er áreiðanlega búinn að finna þá strönd sem hann leitaði lengst. Hann ólst upp í Skagafirðinum eins og við hin systk- inin. Tólf ára gamall varð hann fyrir því mikla áfalli að æskuheimilið leyst- ist upp og hann fór til vandalausra. Fljótlega eftir fermingu fór hann til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf bæði til sjós og lands. Gerði m.a. sjálf- ur út bát í Reykjavík. Páll var ágætlega greindur og vel hagmæltur þótt hann flíkaði því ekki. Hann umgekkst ekki marga, ég má segja að hann hafi verið sérlundaður einfari. Hann hugsaði mikið um al- mættið, tilveruna, tilgang lífsins og leitaði sannleikans í nokkrum trúfélög- um. Hann fór með friði, hægt og hljótt alla sína lífsgöngu. Nú er hann kominn á þá eilífðarströnd sem enginn veit hvar eða hvernig er fyrr en þeir kom- ast þangað. Megi hann í friði hvíla. Bestu þakkir vil ég færa starfsfólki Rauða kross-hótelsins, sem annaðist hann sjúkan. Líka vil ég senda séra Sigfinni Þorleifssyni mínar þakkir og kveðjur. Álfhildur Friðriksdóttir. PÁLL K. TÓMASSON ✝ Páll Kjarval Tómasson fædd-ist á Sauðárkróki 31. ágúst 1926. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Jóns- son og Sigríður Jónsdóttir. Systk- ini hans eru: Jóhanna Soffía, f. 1929, Guðbjörg, f. 1929, Herdís Helga, f. 1931, Guðrún Gréta, f. 1933, Friðrik Jón, f. 1934, Herm- ína Sigríður, f. 1936, d. 1936, og Hermína Aðalheiður, f. 1938, hálf- systur hans sammæðra eru Guð- rún Álfhildur Guðlaugsdóttir, f. 1921, látin og Álfhildur Friðriks- dóttir, f. 1923. Páll var jarðsunginn í kyrrþey. Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts hjartkærs sam- býlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, HÉÐINS EMILSSONAR, Bröndukvísl 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimaþjón- ustu Karitasar. Sólveig Hrönn Friðjónsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, Björn Guðmundsson, María Solveig Héðinsdóttir, Sigfús R. Sigfússon, Emil Björn Héðinsson, Margrét B. Guðnadóttir, Magnús Héðinsson, Margrét Þórarinsdóttir, Davíð Héðinsson, Kristín B. Grétarsdóttir, Edda Emilsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og systur, ÞORGERÐAR S. EINARSDÓTTUR frá Hlíðarenda á Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustunni Karitas fyrir einstaka alúð og fagmennsku við umönnun Þorgerðar. Guðmundur Marinósson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gísli Blöndal, Guðrún Guðmundsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR SIGURJÓNSSONAR, Eyjabakka 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins, deildar 13D á Landspítala Hringbraut og líknar- deildar Landspítala Landakoti. Ágústa Ólafsdóttir, Ingveldur Haraldsdóttir, Benedikt Skarphéðinsson, Sigurjón Ingi Haraldsson, Margrét Hinriksdóttir, Ólafur Haraldsson, Viglín Óskarsdóttir, Hjördís Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna and- láts ástkærrar systur okkar og frænku, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Þórsgötu 12, Reykjavík. Ingileif Jóhannesdóttir, Vilborg Jóhannesdóttir, Sigurður Jóhannesson, Helga Ásmundsdóttir, Gunnar Jóhannes Gunnarsson, Sigurjón Gunnarsson, Margrét Erna Baldursdóttir, Ragnar Gunnarsson, Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Valgerður Arndís Gísladóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Einar Kristján Hilmarsson, Bjarni Gunnarsson, Rúna Þráinsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kærleik við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR (Nanný), Flókagötu 69, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir einstaka hjúkrun og umönn- un viljum við færa starfsfólki á deildum 11-E og 13-G á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Einar Jónsson, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Anna Jónsdóttir, Hallgrímur Stefánsson, Þórunn María Einarsdóttir, Valgerður Anna Einarsdóttir, Stefán Fannar Hallgrímsson, Þorsteinn Einarsson, Sigríður Steingrímsdóttir. Það er skrýtin til- hugsun að amma skuli vera dáin. Ekki RAGNA LÍSA EYVINDSDÓTTIR ✝ Ragna Lísa Ey-vindsdóttir (Góa) fæddist á Siglufirði 6. mars 1934. Hún lést á sjúkrahúsi á Spáni hinn 25. febrúar síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Fossvogskirkju hinn 9. mars. bara af því að hún kenndi sér ekki meins og að fráfall- ið hafi því verið óvænt heldur er návist hennar enn svo sterk að mað- ur trúir varla að hún sé ekki lengur hjá okkur. Maður fann aldrei fyrir því að amma væri einhverjum áratug- um eldri, hún var svo hress og svo glögg að þegar talað var við hana var tilfinningin sú að maður væri að tala við manneskju á sínu eigin reki. Ómögulegt var að hugsa sér kynslóðabil þegar rætt var við ömmu. Hún sýndi ekkert yfirlæti, allir sem hún átti samskipti við voru hennar jafningjar. Og þótt börnin væru mörg (og barna- börnin orðin nokkur) var hugur hennar hjá hverju og einu þeirra. Við eigum margt að þakka ömmu. Upp úr standa samfylgdin og viskan sem hún miðlaði til okk- ar en ekki síst kærleikurinn. Eins og hún var vön að segja þegar hún lauk samtali: … og mundu að ég elska þig. Einar Már og Oddgeir Hjartarsynir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU HANNESDÓTTUR, Ljósheimum 20, Reykjavík, Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, Lúðvík Thorberg Halldórsson, Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, Pétur Þorleifsson, Marína Ilyinskaja, Helga Hrönn Þorleifsdóttir, Ingvar Ingvarsson, Gunnar Þorri Þorleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR BLANDON, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sunnu- daginn 5 mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd ástvina, Árný Björg Jóhannsdóttir, Jóhann Ingi Jóhannsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar konu minnar og móður okkar, ÞORBJARGAR SVEINBJARNARDÓTTUR, Huppahlíð, Miðfirði. Helgi Björnsson, Ólöf Guðrún Helgadóttir, Björn Helgason, Jóhanna Hólmfríður Helgadóttir, Elínbjörg Helgadóttir, Hjalti Sigursveinn Helgason. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar Elskulegur faðir okkar, afi, langafi og tengda- faðir, KRISTJÁN SÍMONARSON fyrrv. flugumferðarstjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Kolbrún Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Steinþórunn Kristjánsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.