Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DÓMUR Héraðsdóms Reykjavíkur er í fullu samræmi við málatilbúnað ákæruvaldsins og er með þyngstu dómum sem fallið hafa vegna brota gegn skattalögum, sagði Jón H. Snorra- son, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, sem sótti málið fyrir hönd ákæru- valdsins. Þetta var afar stórt og mikið mál sem fjöldi fyrirtækja tengdist og margir komu að stjórn- un þeirra. „Þarna eru kveðnir upp afar þungir dómar, sem er í samræmi við ákæruna og þær fjárhæðir sem þarna var um að ræða,“ sagði Jón. Hann sagði of snemmt að segja til um hvort ákæruvaldið uni dóminum eða áfrýi til Hæstaréttar. Hann benti þó á að héraðsdómur hefði sýknað framkvæmdastjóra fyrirtækis sem ekki stóð skil á vörslusköttum, en dóm- urinn hefði talið að þrátt fyrir þær lögbundnu skyldur, sem framkvæmdastjóri hafi lögum samkvæmt, væru ástæður sem leiddu til þess að hann ætti ekki að bera refsiábyrgð. Það væri rökstutt með því í dóminum að hann hefði aldrei axlað þá ábyrgð sem fylgdi starfi fram- kvæmdastjóra. Gerður munur á stjórnarmönnum Stjórnarmaður í Nota bene hefði einnig ver- ið sýknaður og gerður væri munur á honum og öðrum stjórnarmanni, sem dæmdur var sekur fyrir sama brot. Refsingar sem sakborningum eru gerðar í þessu máli eru talsvert vægari en t.d. í Lands- símamálinu, en Jón segir ástæðu þess einfalda. Þar hafi verið dæmt fyrir auðgunarbrot sam- kvæmt almennum hegningarlögum, en nú sé dæmt fyrir brot á skattalögum. Þó refsiramm- inn sé sá sami sé dómaframkvæmd önnur og dómarnir nú séu í fullu samræmi við dóma- framkvæmd í málum er varði sambærileg brot, og með þyngstu dómum sem fallið hafa fyrir brot á skattalöggjöfinni. Með þyngstu dómum fyrir brot á skattalögum VERJENDUR þeirra sakborninga sem var gerð hæsta refsingin, Eyjólfs Sveinssonar og Marteins Kr. Jónassonar, sögðu báðir að fyrir lægi að umbjóðendur sínir mundu áfrýja dóm- inum. „Við þurfum að skoða dóminn, en honum verður örugglega áfrýjað,“ sagði Helgi Jóhannesson hrl., sem var viðstaddur dóms- uppkvaðninguna fyrir hönd Halldórs Jóns- sonar, verjanda Eyjólfs. „Hvorki gögn málsins né vitnaframburður sýndi fram á að Eyjólfur hefði á nokkurn hátt getað vitað af þessum meintu umboðssvikum sem þarna er ákært og dæmt fyrir, þannig að það er eins og verið sé að snúa við sönnunar- byrðinni í þessum þætti málsins,“ sagði Helgi. Hann sagði sektarfjárhæðir virðast háar, og svo virtist sem dómarar hefðu ekki tekið tillit til þess að búið var að borga mikið inn á þær upphæðir sem ákært var vegna, eins og heim- ilt sé samkvæmt nýlegum lögum. Hann segir það ennfremur athyglivert að um 30 mínútum eftir að þessi dómur var kveð- inn upp hafi tveir dómar fallið í Hæstarétti þar sem tekið sé tillit til þessara nýlegu laga- ákvæða, og því megi segja að dómur héraðs- dóms hafi ekki enst út daginn. „Þetta er nokkuð harkalegur dómur, þó ein- um lið sé vísað frá,“ sagði Sveinn Andri Sveins- son, verjandi Marteins. „Mér sýnist í fljótu bragði að þessu hljóti að verða áfrýjað vegna þess að ég les úr niðurstöðunni að héraðs- dómur beiti nokkuð ósveigjanlegri túlkun á lagabreytingu sem var nýlega samþykkt á Al- þingi þar sem dómurum er veittur kostur á að taka tillit til málsbóta sakborninga, sem mér sýnist ekki vera gert nema að mjög litlu leyti.“ Niðurstaðan kom á óvart Sveinn benti á að mikið af kröfum sem ákært sé vegna hafi verið greiddar, en ekki virðist hafa verið tekið tillit til þess við ákvörð- un um sektargreiðslur. Dómurinn líti svo á að þegar talað sé um „verulegar“ endurgreiðslur í lögunum sé átt við 2/3 hluta sektar eða meira. Í dómi Hæstaréttar, sem féll skömmu á eftir dómi héraðsdóms í gær, sé hins vegar miðað við að 1/3 sé „veruleg“ endurgreiðsla. Því sé borðleggjandi að málinu verði að áfrýja. „Þessi niðurstaða kemur mér á óvart,“ sagði Ragnar H. Hall, verjandi Sveins Eyjólfssonar. Hann segist ekki hafa átt von á því að það yrði sakfellt í málinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun til Hæstaréttar. „Eins og verið sé að snúa við sönnunarbyrðinni“ SEX menn voru dæmdir í 4-15 mánaða fang- elsi, að mestu skilorðsbundið, og til greiðslu samtals um 163 milljóna króna í sekt, fyrir brot á lögum um vörsluskatta og umboðssvik vegna félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun, í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Enginn ákærðu kom í réttarsal í gær til að hlýða á dómsuppkvaðn- inguna. Alls voru tíu einstaklingar ákærðir af efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra í málinu, en mennirnir voru framkvæmdastjórar eða stjórnarmenn fyrirtækja sem öll tengdust Frjálsri fjölmiðlun, utan eitt. Ákært var í níu ákæruliðum, vegna brota sem framin voru á árunum 2000-2003. Átta ákæruliðir snerust um það að félögin hefðu ekki staðið skil á vörslu- sköttum – staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatti. Einn ákæruliður fjallaði að auki um um- boðssvik, en þar voru tveir mannanna, Eyjólf- ur Sveinsson og Svavar Ásbjörnsson, sakfelld- ir fyrir að hafa yfirdregið reikning félagsins Visir.is, sem rak samnefndan vef, um samtals einar 24 milljónir króna. Sex mannanna voru sakfelldir, og fengu þeir allir skilorðsbundna fangelsisdóma, frá 4 mán- uðum upp í 15 mánuði, en dómarnir voru alfar- ið skilorðsbundnir í fimm af sex tilvikum. Að- eins Eyjólfur Sveinsson, sem hlaut 15 mánaða dóm, þarf að sitja hluta dómsins af sér, en 12 mánuðir af 15 voru skilorðsbundnir. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum samtals um 10,3 milljónir króna í málsvarn- arlaun. Við ákvörðun refsinga var tekið tillit til þess að enginn mannanna hafði komist í kast við lögin áður. Áttu að gera sér grein fyrir slæmri stöðu Í þeim tilvikum sem sakfellt var fyrir þótti dóminum ljóst að ákærðu hafi átt að gera sér grein fyrir slæmri stöðu fyrirtækjanna sem þeir voru í forsvari fyrir, og það hefði verið skylda þeirra að sjá til þess að staðið væri í skilum með skatta. Ákært var vegna skattskulda Dagsprents ehf., og þótti dóminum ljóst að Eyjólfi Sveins- syni, stjórnarformanni, og Sveini Eyjólfssyni, stjórnarmanni, hefði verið kunnugt um slæma stöðu fyrirtækisins, og þeir hefðu með að- gerðaleysi sínu og stórkostlegu hirðuleysi van- rækt skyldur sínar sem stjórnarmenn. Einnig var sakfellt í öðrum hluta ákæruliðs er sneri að Markhúsinu – markaðsstofu ehf., en þar voru Marteinn Kr. Jónasson og Ómar Geir Þorgeirsson ákærðir fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt. Taldi dómurinn að sú vörn ákærðu að Markhúsið hefði ekki fengið greidd- ar skuldir, og því ekki getað greitt virðisauka- skatt af þeim, stæðist ekki, þar sem í því tilviki hefði átt að skila inn leiðréttingarskýrslu, sem ekki var gert. Þeir hefðu sýnt af sér stórkost- legt hirðuleysi með aðgerðaleysi sínu og væru sekir. Sekt Marteins Kr. Jónassonar og Eyjólfs Sveinssonar þótti sönnuð vegna brota sem framin voru í rekstri Nota bene hf. Þótti dóm- inum ljóst að þeir hefðu vitað af erfiðri stöðu félagsins, og sýnt stórkostlegt hirðuleysi með því að vanrækja skyldur sínar um að hlutast til um greiðslu skatta. Tók dómurinn ekki tillit til þeirrar mál- svarnar að laun hefðu ekki verið í skilum, og því ekki hægt að halda eftir staðgreiðslu af launum sem ekki hefðu verið greidd. Dómurinn taldi ekki sýnt fram á að laun hefðu ekki verið í skilum. „Það er álit dómsins að ákærðu geti ekki borið fyrir sig vörn af þessu tagi, án þess að sýna fram á það með óyggjandi hætti að laun vegna þeirra tímabila sem ákært er fyrir hafi verið í vanskilum,“ seg- ir í dómi héraðsdóms. Engar leiðréttingaskýrslur Marteinn Kr. Jónasson var einn ákærður vegna brota sem framin voru í starfsemi Info skiltagerðar ehf., þar sem hann var fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður. Vörn hans byggðist á því að ekki hefði verið rannsakað hvort virðisaukaskattur hefði í raun verið inn- heimtur, og að laun hefðu ekki verið greidd af félaginu heldur Ábyrgðarsjóði launa. Þótti dóminum lítið hald í þeirri vörn, engar leiðréttingaskýrslur hefðu verið sendar inn vegna virðisaukaskattsins, og það ætti enga stoð í gögnum málsins að ekki hefði verið tekið tillit til greiðslna úr Ábyrgðarsjóði. Var Mar- teinn því fundinn sekur í þessum ákærulið. Eyjólfur Sveinsson var sakfelldur vegna brota sem framin voru í rekstri Póstflutninga ehf., þar sem hann var stjórnarmaður og dag- legur stjórnandi. Hann þótti þar hafa vanrækt skyldur sínar sem stjórnandi, og bera beina ábyrgð á vanskilum fyrirtækisins. Eyjólfur var einnig sakfelldur með samhljóða rökum vegna samskonar brota sem framin voru í starfsemi Visir.is ehf. Ákært var vegna brota gegn skattalögum í starfsemi Fréttablaðsins ehf., sem rak á þeim tíma samnefnt dagblað. Voru bæði Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður, og Sveinn Eyj- ólfsson, stjórnarmaður, sakfelldir vegna máls- ins. Þótti dóminum ljóst að vörn ákærðu, þess efnis að ekki hefði tekist að innheimta kröfur og ekki verið hægt að skila virðisaukaskatti af því sem ekki innheimtist, stæðist ekki, þar sem ekki hefði verið skilað leiðréttingaskýrslum. Ennfremur þótti lítið hald í þeirri vörn að ekki hefði verið kannað hvort laun voru í skilum eða ekki. Ábyrgð á herðum ákærðu „Jafnvel þótt ákærðu hafi haft undir sinni umsjón mann eða menn, sem falið var að sinna ákveðnum verkefnum, eins og að sjá um skila- greinar vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatts, hvíldi ábyrgð á þeirra herð- um á því að starfsemi og skipulag félagsins væri í réttu og góðu horfi,“ segir í dómi héraðs- dóms. Þeir Sveinn og Eyjólfur hafi vanrækt þessar skyldur sínar, og þeim því gerð refsing vegna þessa ákæruliðar. Eyjólfur, sem stjórnarformaður, og Sveinn, sem stjórnarmaður, voru einnig ákærðir vegna brota í rekstri ÍP-prentþjónustunnar ehf., auk Ólafs Hauks Magnússonar, framkvæmda- stjóra. „Að mati dómsins höfðu þeir allir vitneskju um hversu mikla fjárhagserfiðleika [fyrirtæk- ið] glímdi við á þeim tíma er ákærutímabil tek- ur til, og hlaut að vera ljóst að félagið stóð ekki skil á virðisaukaskatti og afdreginni stað- greiðslu á því tímabili,“ segir í dóminum. Þeir hafi borið ábyrgð á rekstri félagsins, og ef ekki hafi tekist að innheimta virðisaukaskatt hafi þeim borið að sjá til þess að skilað væri leið- réttingaskýrslu. Ákærðu héldu því fram fyrir dómi að engin rannsókn hefði farið fram á því hvort laun væru í skilum eða ekki, en eins og í ákærulið þar sem fjallað var um félagið Nota bene, þótti dóminum að ekki hefði verið sýnt fram á að laun hefðu verið í vanskilum, og því stoðaði sú vörn ekki. Mennirnir þrír hefðu vanrækt skyldur sínar með stórkostlegu hirðuleysi, og séu þeir því sakfelldir. Reyndi einn að spyrna við fótum Þrír mannanna voru sýknaðir af öllum kröf- um sem að þeim beindust, og greiðast mál- svarnarlaun þeirra úr ríkissjóði. Karl Þór Sig- urðsson, sem ákærður var sem stjórnarmaður í Nota bene hf., var sýknaður af ákæru vegna vörsluskatta, þar sem dóminum þótti sannað að hann hefði, einn stjórnarmanna, reynt að spyrna við fótum og sýna ábyrga afstöðu í rekstrinum. Valdimar Grímsson, sem ákærður var sem framkvæmdastjóri Póstflutninga ehf., var sýknaður af ákærunni þar sem dóminum þótti ljóst að á þeim stutta tíma sem hann gegndi því starfi hefði verið uppi ágreiningur um það hvort félagið hefði í raun átt að greiða virð- isaukaskatt eða ekki. Valdimar hefði verið hættur hjá félaginu þegar því barst bréf frá skattstjóra vegna málsins, og því var hann sýknaður af ákærunni. Sigurður Ragnarsson, sem var fram- kvæmdastjóri Visir.is ehf. um skamma hríð, var sýknaður af ákæru um brot gegn lögum um vörsluskatta, þar sem dóminum þótti ljóst að hann hefði aldrei haft raunverulega fjármála- stjórn með höndum, þrátt fyrir að hann hefði verið tilkynntur sem framkvæmdastjóri til hlutafélagaskrár. Málatilbúnaður ákæruvaldsins ruglingslegur og óskýr Að auki þótti dóminum einn liður í ákæru svo ónákvæmur, og málatilbúnaður ákæruvaldsins svo ruglingslegur og óskýr, að ekki þótti annað hægt en að vísa þeim ákærulið frá dómi. Í þeim ákærulið voru ákærðir þeir Marteinn Kr. Jón- asson, Sverrir V. Hauksson og Ómar Geir Þor- geirsson, og tók dómurinn ekki efnislega af- stöðu til ákæru gegn þeim í þeim ákærulið, en Marteinn og Ómar voru dæmdir vegna ann- arra ákæruliða. Dóm héraðsdóms kváðu upp þau Ingveldur Einarsdóttir dómsformaður, Símon Sigvalda- son héraðsdómari og Ólafur Kristinsson, end- urskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers. Dómur féll í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun Fangelsis- og sektardómar yfir sex ákærðu í málinu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þungur dómur kom verjendum á óvart og voru þeir þungbrýndir þegar þeir gengu úr dómssal. TENGLAR ........................................................... Sjá nánar á www.mbl.is/itarefni                  !   " # $ % &  $  ' (   * ' (  &      + *  % # %& & '&(&&)&  *  & '&  *  +& '&  *  +& '&  *  ,& '&  *  ,& '&  *  # &-  &. /  && . /  && . /  && .  "0  1 %& &+2')&31  +4'5&31  ',&31  +'&31  '&31  0%& ,'&31  '6&31  '&31  &31 &31 &31 $ -  %&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.