Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 19 ERLENT Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is KONUR biðja fyrir utan Alopidevi-hofið eftir að hafa tekið þátt í hreinsunarathöfn í Ganges-fljóti í Allaha- bad á Indlandi. Nýárshátíð hindúa var haldin á Ind- landi í gær og nýtt ár hefst í dag. Hindúar telja að guðir þeirra hreinsi alheiminn þegar nýtt ár gengur í garð. AP Nýju ári fagnað MIKLAR umræður eru nú í Eystra- saltsríkjunum um að þau þurfi að efla flug- heri sína til að geta annast eftirlit með lofthelginni sjálf. Hvöttu varnarmálanefnd- ir þjóðþinga landanna, Eistlands, Lett- lands og Litháens, í fyrradag stjórnvöld til að byggja upp eigin varnargetu. Önnur að- ildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, hafa annast til skiptis eftirlit með lofthelg- inni eftir að ríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, urðu aðilar 2004 þar sem þau höfðu ekki bolmagn til þess sjálf. Í september í fyrra, þegar Þjóðverjar sáu um eftirlitið, rauf rússnesk SU-27-þota lofthelgi Litháens og hrapaði síðar vegna eldsneytisskorts. Þýskar flugvélar á veg- um NATO voru ekki sendar á loft og er talið að boðleiðir hafi verið of langar, fyr- irmæli ekki borist í tæka tíð. Aleksandras Matonis er aðstoðarritstjóri fréttastofunnar Baltic News Service, hann hefur aðsetur í Vilnius í Litháen og hefur fylgst vel með umræðunum um lofthelg- iseftirlit. „Hér er ekki eingöngu verið að ræða um þessar sýnilegu loftvarnir [af hálfu ann- arra NATO-ríkja] heldur margvíslegan búnað. Fyrir nokkrum árum, í raun áður en ríkin gengu í NATO, komu Eistlend- ingar, Lettar og Litháar á laggirnar sam- eiginlegu kerfi loftvarna og eftirlits, að- alstöðvarnar eru skammt frá næststærstu borg Litháens, Kaunas. Allar ratsjárstöðv- ar í ríkjunum þremur senda stöðugt upp- lýsingar um það sem gerist í lofthelgi Verið er að ræða skiptingu útgjalda vegna þessarar fyrirhuguðu miðstöðvar en eins og eðlilegt má telja eru hvorki Lettar né Eistlendingar áfjáðir í að greiða fyrir búnað sem verður nær allur í Litháen.“ – Er eining um það meðal Litháa að þörf sé á vörnum? „Eins og í öllum löndum er deilt um þetta þegar fjallað er um fjárlög. Fyrir sex árum gerðu helstu flokkarnir samning um að varið skyldi minnst 2% af landsfram- leiðslu árlega til varnarmála, við biðum þá enn eftir að verða boðin aðild að NATO. Inni í tölunni voru hins vegar ýmsir liðir sem ekki tengdust beint varnarmálum, landamæragæsla og fleira. Nú er búið að setja skýrar reglur í NATO og samkvæmt þeim er hlutfall okkar aðeins 1,27%. Sér- fræðingar NATO gagnrýna okkur þess vegna og vilja að við hækkum framlögin. En tekjurnar eru ekki eins og gúmmí- blaðra sem við getum blásið upp eftir hent- ugleikum. Varnarmálaráðuneytið gerir ráð fyrir að 2% hlutfallið verði að veruleika ár- ið 2014.“ – En þið eruð komnir inn, varla er hætta á að NATO fleygi ykkur út vegna þessara mála, er það? „Alls ekki. Það er almenn skoðun hjá valdamönnum hér, ekki endilega almenn- ingi, að nú sé Litháen í NATO og við verð- um því að sýna okkar bestu hliðar, sýna að við séum ábyrgur aðili að bandalaginu og tökum aðild alvarlega. En stjórnmálamenn hugsa mest um at- kvæði kjósenda þegar til kastanna kemur en ekki skyldur af þessu tagi,“ sagði Aleksandras Matonis. þeirra til þessarar miðstöðvar. Miðstöðin gæti orðið hluti af innviðum NATO og sent þangað upplýsingar en ákvarðanir um það hvenær senda beri flugvélar NATO á loft eru teknar í stjórnstöð á vegum NATO í Þýskalandi. Menn hafa í Eystrasaltsríkj- unum talað um möguleikann á að við get- um haft möguleika á að taka slíkar ákvarð- anir sjálf. En þetta tekur allt sinn tíma. Þunglamalegt kerfi NATO-þoturnar voru fyrst sendar á loft í september til móts við Sukhoi-þotuna þegar hún hafði í reynd hrapað. Ákvarð- anaferlið var of þunglamalegt. Litháar vilja þess vegna koma á fót miðstöð í land- inu sem taki við upplýsingum og meti þær.“ – Yrði hún þá sjálfstæð gagnvart NATO, alveg í ykkar höndum? „Já, hún yrði í fyrstu í miðstöðinni ná- lægt Kaunas, það var ákveðið á fundi varn- armálaráðherra Eystrasaltsríkjanna sl. haust. Hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og þar yrði til staðar sá myndugleiki sem yf- irmenn okkar landvarna þurfa til að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir um viðbrögð. Þeir þyrftu ekki fyrst að senda upplýs- ingar til Þýskalands og bíða eftir nið- urstöðunni. Vandi okkar er að búnaðurinn sem þarf til að koma upp þessari stöð og viðunandi loftvörnum kostar geysimikið fé. Við verj- um nú í Litháen árlega um 1,27% af lands- framleiðslu til varnarmála, það eru liðlega 300,3 milljónir dollara [um 22 milljarðar króna]. Alls eru um 14.000 manns í öllum herjum landsins. Eystrasaltsríkin vilja aukin áhrif á eftirlit Bent á að þotur NATO brugðust þegar rússnesk vél rauf lofthelgina Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.