Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 43
frændsystkini hafa verið mér svo góð og sýnt mér einstaka vináttu. Það sýnir í hvernig umhverfi við er- um alin upp. Pabbi sagði á sunnudagsmorgun- inn þegar afi dó, „Ef allir væru eins góðir og afi þinn þá væri heimurinn betri“. Hvíl þú í friði, afi minn. Helena Arnardóttir. Elsku afi, þú hefðir orðið 99 ára gamall á þessu ári. Þrátt fyrir háan aldur þá barstu þig alltaf svo vel og varst mikill sómamaður. Við áttum margar góðar stundir með þér. Þú áttir stóra fjölskyldu enda varstu með stórt hjarta sem við nutum blessunar af því þú varst einstak- lega kærleiksríkur maður. Minningarnar eru margar úr Hólmgarðinum þar sem þið amma bjugguð svo lengi. Þar vorum við oft sem krakkar, héldum upp á mörg tímamót og allir skemmtu sér, ungir sem aldnir. Þú hafðir gaman af sögum og til eru margar skemmtilegar sögur af þér afi. Skemmtilegast þótti þér þó að tefla og hjá þér var hvorki til staður né stund þar sem þér hefði þótt óvið- eigandi að setjast niður til að taka eina skák og aðra til. Það var svo gott að koma til þín og ömmu eftir æfingar á gamla Víkingsvellinum, þá smurðir þú oft brauð með rúllu- pylsu og gafst okkur glas af mjólk og klappaðir svo ljúft á kollinn á okkur. Reyndar voru sumir hræddir við klöppin frá þér því sú saga gekk í fjölskyldunni að einn af sonum þínum hafi orðið sköllóttur því þú hefðir klappað honum svo mikið. Þú dekraðir við okkur af mikilli alúð og það gerðir þú líka við smáfuglana enda kvaðstu þá vera vini þína. En núna ertu farinn frá okkur og söknuðurinn er mikill. Þú gafst okk- ur mikið og hluti af þér mun lifa með okkur. Þetta verður erfitt fyrir ömmu því þú hefur verið áttavitinn hennar í svo langan tíma og megi guð veita henni styrk og æðruleysi til að takast á við fráfall þitt. Við fjölskyldan öll verðum dugleg að líta eftir henni fyrir þig og veita henni félagsskap. Við vitum að þú vakir yfir henni eins og þú munt vaka yfir öllum þínum afkomendum. Hvíl í friði elsku afi. Ingi og Þröstur. Kveðja til afa. Frá því að ég fæddist hefur þú alltaf verið nálægt mér og á ég mjög erfitt með að hugsa um að þú sért farinn. En það sem lætur mér líða betur eru allar góðu minning- arnar um þig og ömmu. Alltaf var jafn gaman hjá okkur, sama hvort ég og þú og amma vorum að spjalla, við tveir að tefla eða í fjölskyldu- veislunum frábæru. Það sem mér mun finnast ómet- anlegt er hvað þú gast verið lengi með okkur og fengið að kynnast stelpunum mínum og þær þér. Minningin um það þegar þú hélst á Marín Ósk undir skírn og gerðir það með reisn og stolti þótt þér þætti erfitt að standa svona lengi; þar sýndir þú viljastyrk þinn og hvað fjölskyldan skipti ykkur ömmu miklu máli. Það er líka gott að hugsa til þess að þegar þú varst rúmliggjandi viku áður en þú fórst hvernig Júlía Heiður náði að fram- kalla bros á þér og hvað þér fannst gaman að sjá leiksýninguna sem hún hélt fyrir ykkur ömmu. Alla þína ævi hefur þú glaðst í gegnum gleðistundir fjölskyldunnar sem þú og amma komuð upp og þótt ég hafi viljað hafa þig endalaust hérna hjá okkur þá ætla ég að gleðjast yfir því að nú ert þú kom- inn á stað þar sem þú færð borgað fyrir þína góðsemi allt þitt líf. Afi, þú verður alltaf hjá mér, ég elska þig að eilífu. Þinn Guðmundur Marinó Ásgrímsson. viðgerðar- og varahlutaþjónustu, sem hann starfaði við til æviloka. Garðar var glaðlyndur og vinmargur maður og störfuðu margir af vinum hans með honum á partasölunni á ýmsum tímabilum. Hann var með eindæmum hraust- ur framan af ævinni. Það var ekki fyrr en 1999 sem hann fékk vírus í hjartað að hann varð aðeins að slaka á, enda tóku þessi veikindi nær sex mánuði. Og engan þekkjum við annan en Garðar hlaupandi um á peysu og tré- skóm í öllum veðrum. Berhentur í grimmdarfrosti sótti hann oft vara- hluti í bílhræ úti ef einhvern vanhag- aði um slíkt. Hjá honum voru engir frídagar aðrir en jóladagur og páskadagur. Garðar var ekki fjölskyldumaður en bjó frá árinu 1966, með smáhléum framan af, alltaf einhvers staðar í nánd við okkur og börnin, sem einn- ig voru hans nánustu vandamenn. Frænkur hans byrjuðu að elda fyrir hann á táningsaldri og aðstoðuðu hann stundum á partasölunni við símsvörun og fleira. Viðar Ingi var líka hjá honun eitt sumar í vinnu. Og þegar Björgvin fékk bílpróf og sótti ökuskírteinið á miðnætti var Garðar mættur heima hjá okkur með bíl handa honum og rétti honum lykla og skóflu svo hann kæmist í gegnum skaflana í kolvitlausu veðri í janúar. Þannig var hlýhugurinn sem hann bar til barnanna okkar. Guð blessi minningu hans. Jón og Magnea. Fyrstu kynni okkar af Garðari voru í föðurhúsum okkar, þar sem Garðar var aufúsugestur. Eftir að Garðar flutti í bæinn að norðan bjó hann fyrst um sinn hjá föður okkar og síðar bjó hann oftast í næsta ná- grenni við okkur. Garðar bjó ekki yf- ir þeirri lánsemi að eignast lífsföru- naut eins og flestum okkar þykir sjálfsagt, heldur bjó hann einn stærstan hluta ævi sinnar. Þótt Garðari hafi ekki auðnast lífsföru- nautur var hann alltaf vinmargur og sjaldan eða aldrei kom maður til hans án þess að þar væri fyrir gesti að finna. Systurnar Gerða og Rósa byrjuðu á unga aldri að vinna sér inn vasapening hjá frænda við að hjálpa honum með heimilisstörfin. Mat- vandur var Garðar ekki og hrósaði hinum ungu matseljum í hástert sama hvernig bragðaðist. Garðar rak partasölu í Hafnarfirði á annan áratug og flutti sig síðar til Mosfellsbæjar. Flest okkar systkina störfuðum á einum eða öðrum tíma hjá honum á partasölunni, enda var þetta góður staður fyrir ungling að koma með bíldrusluna sína og fá að- stoð með að koma druslunni í gott horf. Hjá Garðari var líka alltaf grið að finna á táningsaldri ef í odda skarst á heimilinu. Garðar var alltaf góðmennskan ein við vini og fjöl- skyldu, enda héldust honum vina- bönd við okkur systkinin fram á þennan dag. Gleði og kátína ein- kenndu Garðar og öruggt er að þetta létta lundarfar hefur haldið í honum lífinu, þrátt fyrir ýmsar erfiðar raun- ir sem hann mátti upplifa á sínu ævi- skeiði. Veraldlegur auður sótti ekki að Garðari enda bjó hann oft á tíðun við mjög lélegan húsakost þegar illa áraði. Oft var mikið hlegið og mikil gleði þegar fjölskyldan var saman- komin ásamt Garðari og minnumst við hans þannig. Garðar yfirgaf þennan heim með bros á vör, greini- lega ánægður með endurfundina við skaparann. Nú bera hann sunnan- vindar til Akureyrar þar sem hann átti sitt upphaf og æsku, þótt beinin hafi hann borið þar sem hann vildi næðis njóta. Búmm saka búmm búmm búmm elsku bíllinn minn blái. Búmm saka búmm búmm búmm þó brotnar legur þig hrjái. Kominn að niðurlotum já þú kemst þetta af vana. Gírkassinn er í brotum já þú ert dreginn af krana. Það er enginn sem getur skilið hvað ég elska þig mikið. Og þegar við komum aftur skal ég þvo af þér rykið. (P. Halldórsson og E. Svavarsson.) Þorgerður Guðrún Jóns- dóttir, Rósa Björk Jónsdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson, Viðar Ingi Jónsson og Björgvin Jónsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 43 MINNINGAR ✝ IngigerðurRunólfsdóttir fæddist á Beru- stöðum í Rangár- vallasýslu 11. októ- ber 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Stefánsdóttir, f. 12. nóvember 1890, d. 22. júní 1982, og Runólfur Þor- steinsson, f. 21. mars 1886, d. 25. janúar 1968, búandi á Berustöðum, Rang. Ingigerður var elst systkina sinna, hin eru Stefán, f. 7. apríl 1924, d. 31. desember 2004, Margrét, f. 5. janúar 1926, Þor- steinn, f. 19. september 1927, d. 21. nóvember 2001, Ólafur, f. 12. janúar 1929, Steinþór, f. 14. mars 1932, og Trausti, f. 28. júní 1933. Ingigerður giftist 14. janúar 1978 Jóni Ólafssyni, f. 14. ágúst 1910, d. 25. júlí 2003. Foreldrar hans voru Margrét Þórðardóttir og Ólafur Jónsson. Fyrri kona Jóns, Guðlaug Ragnheið- ur Guðbrandsdótt- ir, lést fyrir aldur fram 27. febrúar 1966. Börn þeirra eru Sirrý Laufdal, Ólafur Laufdal, Trausti Laufdal, Hafdís Laufdal og Erling Laufdal. Ingigerður lærði í Húsmæðra- skólanum á Laugarvatni 1946– 1947 en vann síðar í eldhúsi Íþróttakennaraskólans þar á staðnum. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún á elli- heimilinu Grund en síðar í eld- húsi Hjúkrunarskóla Íslands. Síðustu starfsárin vann hún við heimilishjálp hjá eldra fólki í Reykjavík. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag klukkan 13. Inga var rósin í lífi pabba okkar, hefði hann nú mátt mæla hefði hann sagt. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, full af kærleika, skreytt gimsteinum sem glitraði og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Inga hafði allt gott til að bera, hún var afbragðs góð og glæsileg kona, ljúf og hjartahlý, sem mátti ekki vamm sitt vita, ef einhver átti bágt og mörgum manninum og málefnum sýndi hún sína góðvild. Hún fór hægt og hljótt – en hafði sínar ákveðnu skoðanir ef svo bar undir. Hún var fróð og vel gefin. Heimili Ingu og pabba stóð okkur alltaf opið. Stundum hittust stórfjölskyldu- rnar saman í Árskógum 8 og stund- um potuðu litlir puttar í það sem ekki mátti – en allt í lagi þetta voru börnin hennar Ingu ömmu. Enginn fór svangur frá Ingu og pabba. Hún var gestrisin og veitti vel, og enginn bakaði betri jólaköku en Inga. Ást hennar og tryggð við okkur öll, sést glöggt á aragrúa ljósmynda af börnum, brúðhjónum og fjölskyldum okkar, sem prýddu hennar heimili. Hjartans þakkir fyrir allar þær hlýju stundir sem við áttum á heimili ykkar pabba, alltaf tókstu vel á móti okkur öllum stórum og smáum, – sem við værum börnin þín. Þú fylgdist vel með högum okkar Jónsbarna og afkomendum, og lést þig varða um alla í fjölskyldunum með miklum kærleika. Afmælisdagar gleymdust ekki, af- mælisdagabókin var alltaf við hönd- ina – þá ýtti hún við sínum manni, hann átti að hringja fyrst. Elsku Inga, þökkum þér alla þína vináttu og tryggð, og takk fyrir að vera pabba svo góð. Það var okkur systkinum ákaflega sárt að horfa upp á þig svo veika sem þú varst orðin, en við vitum að Guð hefur tekið vel á móti þinni hreinu og góðu sál. Við vissum að þú varst sátt við að fara. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Okkur langar sérstaklega að þakka Pollý vinkonu Ingu í Árskóg- um 8, þann mikla kærleika, ástúð og umhyggju sem hún sýndi Ingu í veik- indum hennar – sem seint verður fullþakkað. Læknum og hjúkrunar- fólki í Skógarbæ færum við sérstak- ar þakkir. Minninguna um Ingu munum við geyma í hjarta okkar. Hún gekk á Guðs vegum alla sína tíð. Við kveðjum þig með þeim orðum sem pabbi kvaddi okkur alltaf með. – Guð blessi þig, og þökkum þér sam- fylgdina í þrjátíu og þrjú ár, elsku Inga. Systkinum þínum og öllum ástvin- um vottum við dýpstu samúð. Hafdís Laufdal, Trausti Laufdal, Sirrý Laufdal, Ólafur Laufdal og makar. Elskuleg frænka mín, Ingigerður Runólfsdóttir, er látin eftir stutta en erfiða legu. Hún var einstaklega góð og væn frænka. Hún var smá og nett kona, hlý og kærleikrík persóna. Ég á eftir að sakna okkar stunda, en þær voru ávallt ljúfar, allt frá minni fyrstu tíð. Í gamla bænum á Berustöðum, úti á túni, úti í garði, inni í herbergi hjá afa og ömmu. Seinna fór hún suður að vinna en kom í fríum sínum heim að Berustöð- um. Fyrir mér var koma Gerðu frænku austur um jól með rútunni sem fyrsti klukknahljómur jóla. Þegar ég heimsótti Gerðu í Reykjavík var ætíð tekið vel á móti mér og mínum. Henni var ávallt um- hugað um fólkið mitt og fylgdist með því hvernig það hafði það. Er ég nú kveð elskulega frænku mína sé ég hana fyrir mér sitjandi í eldhúsinu í gamla bænum á Beru- stöðum, ræða málin, káta og hressa og hlæja sínum dillandi hlátri. Ég kveð þig, elsku frænka mín, með þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Anna Rósa Traustadóttir. Búið á himni mér heimili er, heim þangað Frelsarinn leiðbeinir mér. Oft þegar baráttan örðug er hér, ó, hvað mig langar þá heim. Ég sé þar vini, sem ég unni hér, ég fæ að gleðjast með englanna her. Auga mitt Frelsarann sjálfan þar sér sælunnar heimkynnum í. Vilt þú ei, koma, minn vinur, með mér? Vegna þín Jesús dauðann leið hér. Kom nú til Hans, sem með krossdauða þér keypt hefir himnanna vist. Á himni hjá Jesú mitt heimili er, þar hjartkærir vinir ei skiljast frá mér. Þar þekkjast ei tár eða svíðandi sár sælunnar heimkynnum í. (Þýð. Jón Sig.) Elsku Inga, við kveðjum þig heitt, þú sem varst okkur svo góð. Heimilið ykkar stóð okkur alltaf opið, drekkhlaðið kærleik og góð- gæti til að hressa upp á anda, sál og líkama. Þó að stundirnar væru of fáar saman, bárust okkur nú samt iðulega kveðjurnar frá þér, hlýhugur og væntumþykja, með Sirrý sem alltaf var hjá þér. En nú dansar þú um í þínum him- neska líkama á meðal þinna bestu vina. Kær kveðja Kolbrún, Guðlaugur Laufdal og fjölskylda. Elsku amma, elsku hjartans amma. Margar góðar minningar eig- um við um gömlu jólaboðin, ferðalög- in og veiðiferðirnar. Þú varst alltaf svo hógvær og fór lítið fyrir þér en engu að síður hafðir þú ákveðnar skoðanir á hlutunum. Erfitt hefur verið að horfa á þig veikjast meir og meir en þú barst þig alltaf vel. Þú komst síðast í skírnina hjá Hafdísi Evu fyrir tæpu ári, þú varst svo glæsileg í rauðu dragtinni þinni. Þú tókst hraustlega til matar þíns þó svo að þú hafir verið nett. Þú varst mikill sælkeri og báru jólaboðin þess merki hér áður. Á sumardaginn fyrsta í fyrra fórstu með okkur í bíltúr upp í Garðakirkju, þú fórst á þrjóskunni einni en þetta var síðasti bíltúrinn okkar. Þegar við fórum til Ástralíu sendum við þér reglulega póstkort til að láta vita af okkur, þér þótti svo vænt um kortin sem þú fékkst frá okkur. Enda hafðir þú gaman af að sjá stórbrotna náttúru. Þú varst vel að þér um dýrin svo þú baðst okkur að fara varlega í kringum öll hættu- legu dýrin sem þar er að finna. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, Föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Berglind Árnadóttir.) Elsku amma, við vitum að þér líð- ur vel núna og heilsuleysi á bak og burt. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Jóna, Regína og Trausti. Elsku amma Inga, okkur frænk- urnar langar til að kveðja þig. Frá því að við vorum pínulitlar fórum við með foreldrum okkar og ömmu Sirrý í heimsókn til þín og afa. Þú varst alltaf svo góð við okkur, alltaf að gefa okkur ís og ávexti og alls konar góðgæti. Það var ótrúlega gaman þegar þú komst með spilin þín og spilaðir við okkur, við kenndum þér líka nokkra spilagaldra og þá varst þú hissa. Svo fluttir þú niður á hjúkrunarheimilið. Okkur þótti sorglegt að sjá þig smám saman verða veikari og veik- ari, en sumt skiljum við ekki. Við munum þig alltaf svo fína með fallega hárið, elsku Inga amma, Jes- ús og englarnir veri alltaf með þér. Við gleymum þér aldrei. Þínar Sirrý, Tinna Lind og Sara Laufdal. INGIGERÐUR RUNÓLFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.