Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 37 UMRÆÐAN Í KJÖLFAR langra fundahalda um vatnalög virtust þingmenn komn- ir með dægurvillu. Skyndilega varð upphlaup í þingsölum í kjölfar frétta- skýringaþáttarins Kompáss þar sem sögð var raunasaga dauðvona barns. Ef rausnarleg gjöf Baugs- manna til stofnunar hágæslu barnaspítala Hringsins hefði ekki komið til, væru þing- menn enn, af takmark- aðri þekkingu, að ræða gjörgæslumál Land- spítalans. Hið sorglega mál sem hratt um- ræðunni af stað er þó eitt fjölda hliðstæðra tilvika sem starfsmenn Landspítala – háskóla- sjúkrahús glíma að jafnaði við. Á þeim háannatíma sem nú ríkir hefði einnig verið hægt að ræða um yfirfullar gjörgæslu- og bráðadeildir þar sem fárveikir liggja dögum saman á gangi. Það er óheppi- legt að dægurfrétt verður til þess að á Alþingi hefjist tilfinningaþrungin umræða um aukafjárveitingar til eins afmarkaðs máls. Hvernig verður þá um öll hin málin sem þarfnast skjótra lausna? Í kjölfar þessa tók við umræða um niðurstöður nefndar heilbrigðis- ráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónust- unnar . Frá hausti 2003 hefur hin svo- nefnda „Jónínu-nefnd“, kennd við Jónínu Bjartmarz alþingismann og formann nefndarinnar, verið að störf- um. Henni var falið að endur- skilgreina hlutverk Landspítala – há- skólasjúkrahús og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri í ljósi breyttra þjóðfélagsmynstra. Jón Kristjánsson, þáverandi ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála, vísaði oft til nefndarinnar þegar spurt var eftir stefnumörkun í heilbrigðis- málum. Því var niðurstöðu nefnd- arstarfsins beðið með óþreyju. Þegar til kom reyndist starfið víðtækara og ná til fleiri þátta en upphaflega var ráðgert. Þannig er í skýrslunni til dæmis rætt um þátt kennslu- og vís- indastarfs í heilbrigð- isfræðum, um vaxandi þjónustu sjálfstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmanna, ætlaðar breytingar á lýðheilsu og vaxandi samskipti Íslands við Evrópu- bandalagsríki. Skýrsla þessi er því áhugaverð þó víða virðist einungis hafa náðst að gára yf- irborðið. Þrátt fyrir að skýrsluhöfundar leggi fram margar tillögur um erfið úrlausnarefni þá virtist umræðan á Alþingi ein- ungis snúast um lítið brot skýrsl- unnar þar sem hvatt er til umræðu um hvernig mæta eigi vaxandi fjár- þörf heilbrigðisþjónustunnar og hvort heimila skuli sjúklingum gegn gjaldi að sækja þjónustu utan hins hefðbundna ramma. Ljóst er að nú- verandi fjármögnun með föstum fjár- lögum veitir ekki nægjanlegan sveigjanleika, og stuðlar oft að bið- listum. Með því að leita nýrra leiða við að laða fram aukna framleiðni og betri nýtingu stofnkostnaðar innan heilbrigðiskerfisins væri leitast við að stytta biðlista og bæta þjónustustig. Þessi framsetning var í skyndi túlkuð sem tillaga að tvöföldu heilbrigð- iskerfi af andmælendum á Alþingi. Í raun hefur í þeim skilningi verið til staðar á Íslandi um langt skeið tvöfalt heilbrigðiskerfi og tillögur nefnd- arinnar því ekki nýmæli. Sem dæmi má nefna að þeir sem ekki vilja bíða eftir lausum tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöð í Reykjavík geta fengið tíma hjá læknum Læknavakt- arinnar ellegar Barnalæknaþjónust- unnar í Domus Medica gegn auknu gjaldi, þjónusta sálfræðinga er ekki niðurgreidd af Tryggingastofnun rík- isins og tannlæknaþjónusta einungis að litlu leyti. Í ljósi þessa tel ég mik- ilvægara að skilgreina hvað eigi að teljast innan hins hefðbundna ramma heilbrigðisþjónustu og hver sé ásætt- anlegur biðtími eftir úrlausn heilsu- vanda. Því næst þurfa þingmenn að skilgreina hvernig bregðast eigi við ef bið sjúklinga eftir þjónustu verður óviðunandi. Nágrannaþjóðir okkar hafa lengi glímt við þennan vanda og Evrópudómstóllinn hefur dæmt sjúk- lingum í vil þegar að biðtími hefur þótt óhóflegur. Íslendingar hafa til þessa verið þolinmóðir neytendur en samfara útrásinni margrómuðu þá hafa viðmið breyst og kröfur okkar til heilbrigðisþjónustunnar aukist. Ég hvet alþingismenn því til þess að kynna sér efni skýrslu Jónínunefnd- arinnar og vona að þeir verði ein- hvers vísari því sannast sagna veitir ekki af. Heilbrigðismál eru einn erf- iðasti málaflokkurinn á Alþingi, enda þarfir sjúklinga ótalmargar og breytilegar. Þegar við bætist að kerfi fastrar fjárlagagerðar er oft þungt í vöfum og án svigrúms til nýsköpunar, þá er ekki nema von að vandamálin spretti fram sem hlaup frá eldgosi undir jökli. Er umræða um heilbrigðismál verðugt dægurmál á Alþingi? Óskar Einarsson fjallar um heilbrigðismál ’Ég hvet alþingismennþví til þess að kynna sér efni skýrslu Jónínunefnd- arinnar og vona að þeir verði einhvers vísari því sannast sagna veitir ekki af.‘ Óskar Einarsson Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. UNDANFARNAR vikur hefi ég á ferðum mínum erlendis, sér- staklega til Norðurlanda þurft að taka til varna fyrir íslenskt við- skiptalíf og sérstaklega íslensku bankana, sem margir Skandinavar vilja trúa að sé stjórn- að af ævintýramennsku og ábyrgðarleysi. Und- anfarna daga hef ég einnig varið Morgun- blaðið fyrir gagnrýni kunningja og vina úr atvinnulífinu, þar á meðal bankafólks, sem telja blaðið hafa farið offari í fréttum, sumir segja í þeim tilgangi að koma af stað verðlækk- unum á hlutabréfum. Kaldhæðnin í öllu er að vopnaður upplýsingum úr Morgunblaðinu hef ég getað útskýrt styrk og góða stjórn íslenskra banka af nokkru ör- yggi og vissu. Enginn fjölmiðill á Ís- landi hefur fjallað af eins mikilli vandvirkni og nákvæmni um núver- andi stöðu og vanda íslenska banka- kerfisins og Morgunblaðið og fæ ég ekki betur séð en að bankamenn eigi þar betri hauk í horni en þeir virðast hafa áttað sig á. Gagnrýnendur Morgunblaðsins fárast þó yfir neikvæðum fréttum og lesa sumir úr fyrirsögnum und- irliggjandi vilja til að koma fjár- festum í nauð. Um þverbak keyrði sl föstudag þegar blaðið sló upp fréttum af uppsögnum skuldabréfa- lána bankanna í Bandaríkjunum. Viðbrögðin voru sterk. Menn lesa margt úr fyrirsögnum eftir því hvar hagsmunir liggja. Fyrir suma fól fyrirsögnin í sér þá merkingu að hrunið væri hafið á meðan aðrir lásu það út að skeið ódýrs fjár- magns væri liðið. Til- finningarótið kom ekki aðeins fram í lækkun hlutabréfa og krón- unnar, heldur veit ég dæmi þess að menn hafi sagt upp Mogg- anum í forneman sinni. Það sem mér þótti ekki síður merkilegt var að sumir innvígðir fullyrtu við mig að þetta væru gamlar fréttir, sem þeim væru löngu kunnar. Bank- arnir hefðu gert ráð fyrir þessu. Fyrir mér eins og flest- um öðrum voru þetta þó nýjar frétt- ir og það ekki litlar og sama hefur örugglega átt við um blaðamenn Morgunblaðsins. Ég fæ ég ekki séð hvernig blaðið hefði getað með- höndlað þetta öðruvísi. Fyrir mér var þetta stórfrétt, sem átti skilið uppslátt. En stöldrum aðeins við það sem við mig hefur verið fullyrt, að frétt- in hafi alls ekki verið ný sl. föstu- dag. Dagana og vikurnar þar á und- an hafa bankamenn tjáð sig í fjölmiðlum, ekki síst í Morg- unblaðinu, um sterka stöðu bank- anna, breyttar aðstæður á evrópsk- um lánamörkuðum og misskilning sumra greiningaraðila. Ekki orð um nýjar aðstæður á bandarískum lánamarkaði. Hafi þær verið löngu þekktar hefðu bankarnir gert klókt í að mjatla slíkum upplýsingum til fjölmiðla, því langvarandi tómarúm í upplýsingamiðlun springur oft út í uppslætti, sem vissulega getur vald- ið skaða eins og dæmin sanna. Í þessu máli tek ég undir varnir blaðsins í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag – bankarnir hafa sjálfir skapað tómarúm upplýsinga, sem síðan springur út í uppslætti þegar upplýsingar koma fram, stundum fyrir hreina tilviljun. En hvað með aðrar afleiðingar af versnandi lánakjörum bankanna? Vitað er að einstaklingar og fyr- irtæki hafa tekið stórar, skuldsettar stöður í fyrirtækjum eða gert yf- irtökur, yfirleitt með hlutabréf að veði. Hvað gerist þegar þessir að- ilar þurfa að endurfjármagna sig? Eru hlutabréf jafn veðhæf og áður? Erum við að horfa fram á minnkað fjármagn og dýrara og hvaða áhrif mun það hafa á verð hlutabréfa? Getur sú staða komið upp að of- framboð verði á hlutabréfum í stað offramboðs á fjármagni? Ég held að það væri gagnlegt fyrir alla ef bankarnir tjáðu sig um þessa mögu- leika, hvort þeir séu raunhæfir eða ekki. Látið nú ekki nýtt tómarúm upplýsinga springa út í stríðsfyr- irsögnum. Bankarnir og stríðsfyrirsagnir Pétur J. Eiríksson fjallar um bankana og fréttirnar að und- anförnu ’Ég held að það værigagnlegt fyrir alla ef bankarnir tjáðu sig um þessa möguleika, hvort þeir séu raunhæfir eða ekki.‘ Pétur J. Eiríksson Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. ÞETTA er fyrirsögn í grein Áslaugar Björgvinsdóttur dós- ents í blaðinu í gær og þar tek- ur hún undir þau ummæli í staksteina-dálki Morgunblaðs- ins 27. marz, að ég leggist gegn því að lögfræðileg álitaefni séu rædd. Kemur hún víða við til að styðja þá fullyrðingu, svo sem varfærni vegna löngu liðinna dómarastarfa minna, að „sumir“ telji að hún sé vanhæf vegna kunningsskapar og samstarfs við menn sem að Baugsmálum hafa komið og hún megi ekki tjá sig um refsirétt. – Í stað þess að drepa umræðunni á dreif með þessum hætti kýs ég að halda mig við kjarna máls- ins. Í erindum – þar á meðal er- indi hennar – á margnefndum fundi 15. marz sl. kom fram að margvísleg álitaefni væru um túlkun lagaákvæða um árs- reikning og reikningsskil sem skírskotað var til í ákæru. Síðan var niðurstaðan sú að líklegt væri að Hæstiréttur hnekkti dómi héraðsdóms og kvæði upp áfellisdóm. Ég benti á í Morgunblaðs- grein minni 25. marz að þessi ályktun stæðist ekki. Óljós laga- ákvæði leiddu til sýknu sam- kvæmt öllum meginreglum refsiréttarins og á það einnig við refsiákvæði laga um árs- reikninga og hlutafélög. Ef Hæstiréttur hnekkir dómi héraðsdóms og dæmir sakborn- inga til refsingar eru umrædd ákvæði laga skýr og ótvíræð refsiheimild, og þá standast ekki forsendur Áslaugar um þau álitaefni sem hún fjallaði – að lög væru ekki nægilega skýr, meðal annars að vafi væri hvort Evróputilskipanir hafi verið lög- leiddar með réttum hætti. Ef hins vegar forsendur hennar standast þá styður það eindreg- ið sýknudóm. Með öðrum orðum: það er ekki samhengi milli forsendna og niðurstöðu. Með grein minni vildi ég benda á nauðsyn þess, að mál væru rædd á réttum for- sendum, en það hefur hún síðan til marks um að berja eigi niður fræðilega umræðu. Ég verð að játa að hér er hugsanaflöktið meira en ég get fylgt eftir. Víst má telja að eng- inn hefði gert athugasemd við það að dómurinn í Baugsmálinu hefði orðið tilefni til almennrar umræðu í Háskólanum í Reykjavík um nauðsyn á skýr- ari reglum um gerð ársreikn- inga. Rökræða hefur fylgt lögfræð- inni allt frá því hún tók að mót- ast sem sjálfstæð fræðigrein. Ég vil hvetja laganema til að kynna sér þá orðræðu sem fylgt hefur fundinum 15. marz bæði í blöðum og ljósvakamiðlum. Þar kynnu að leynast víti til varn- aðar. Sigurður Líndal Fræðileg umræða barin niður Höfundur er prófessor emeritus. ÝMSUM andstæðingum rík- istjórnar og meirihluta Alþingis er tamt að nota „ban- analýðveldi“ um stjórnvöld og stjórn- arhætti á Íslandi. Sem rök fyrir nafn- giftinni er bent á of- urvald einstaklinga í stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sérstaklega þeim fyrrnefnda. Mér hef- ur aldrei þótt rökin halda vatni. Ýmsir, jafnvel hnakkakertir stjórnmálaleiðtogar, hafa nefnt einhvern óskilgreindan ótta meðal landsmanna við að tjá sig, svo mikinn ótta að þeir þora ekki einu sinni að greiða stjórn- arandstöðunni at- kvæði í leynilegum kosningum. Víð- frægir (!!!) rithöf- undar tala um hina bláu hönd sem fáir fá staðist nema þá þess- ir sömu hugrökku rithöfundar. Íslend- ingar hafa eignast Zorró og Hróa Hött í snilldarskáldinu (!!!) Hallgrími Helgasyni. Meðal þeirra sem of- sóttir eru má svo nefna samanlagt veldi Bónusfeðga. Þessar skipulögðu ofsóknir hafa leitt til þess að Baugsveldið ræður ekki yfir nema bróðurpartinum af matvælamarkaði og fjölmiðla- markaði landmanna. Það munu trúlega fá dæmi um jafn farsælar ofsóknir. Málaferlin gegn Baugi líkjast meir og meir sápuóperu þar sem það kemur ekki í ljós fyrr en í allra síðasta þætti hver er skúrkurinn og hver hetjan hug- rakka. Þá má búast við að eins og í öll- um góðum sápum verði búið að skrifa marga loka- þætti með jafn- mörgum lokaatriðum. En aftur að banana- lýðveldinu Ísland. Þegar ég sá skoð- anakönnun þar sem „þjóðin“ var látin skera úr um hvort ætti að vísa dómi Hér- aðsdóms í Baugsmál- inu til Hæstaréttar þá fann ég þessa tilfinn- ingu, ég sem hafði haldið að það væri bara í vanþróuðum „bananalýðveldum“ eða alræðisríkjum þar sem dómstóll göt- unnar væri kvaddur til dóma. Ég vona svo sann- arlega að Jóhannes í Bónus, börn hans og aðrir sem sakfelldir hafa verið í þessum svokölluðu Baugs- málum fái réttláta málsmeðferð og fyrir alla muni að hafi ein- hver verið borinn röngum sökum þá fái hann uppreisn æru, en slíkt verður að gerast á vettvangi dómstóla, ekki í vel- hannaðri markaðsherferð þar sem sannleikurinn er aðeins það sem spunameistararnir vilja að sé sannleikur. Takist Baugsveldinu að kaupa sig frá venjulegri málsmeðferð í íslenska dómskerfinu þá er Ísland orðið að bananalýðveldi. „Baugslýðveldið“? Hrafnkell A. Jónsson fjallar um Baug og málaferlin gegn honum Hrafnkell A. Jónsson ’Takist Baugsveldinu að kaupa sig frá venjulegri málsmeðferð í íslenska dómskerfinu þá er Ísland orðið að bananalýðveldi.‘ Höfundur er héraðsskjalavörður á Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.