Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Have a good night, mr. Haarde. Myndatökur og aðr-ar upptökurverða bannaðar í dómhúsum nái nýtt frum- varp dómsmálaráðherra, sem lagt var fyrir Alþingi í byrjun vikunnar, fram að ganga. Í skýringum frum- varpsins kemur fram að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dóms- málum þegar þeir koma til dómhúsa og þykir það til þess fallið að valda við- komandi ama og óþægind- um. Leiðir það til þess að hinn ákærði þurfi jafnan að hafa varann á sér á meðan þinghaldi stendur í stað þess að einbeita sér að máls- vörninni, sem eykur á ójafnvægi málsaðila. Vekur það spurningar um hvort ljósmyndarar og mynda- tökumenn taki sér ekki þess í stað stöðu fyrir utan dómhúsin í von um að ná myndum af sakborningum, og hvort sami áfellisdómur al- mennings verði ekki fyrir hendi sem áður þótt myndirnar séu tekn- ar utandyra. Telur Helgi Jóhannesson, for- maður Lögmannafélags Íslands, líklegt að svo verði en hann segir að sakborningar eigi jafnframt að hafa valkost um hvort þeir gangi inn um aðalinngang. „Það er hægt að hugsa sér það að taka þessa reglugerð enn lengra og búa til einhvers konar aðkomu fyrir menn ef þeir vilja ekki láta sjá sig og finnst mér að það eigi að minnsta kosti að vera valkostur,“ segir Helgi en í dönsku réttarfarslögun- um eru ákvæði um að myndatökur séu ekki leyfðar í dómhúsum en jafnframt er gengið lengra og eru myndatökur af grunuðum mönn- um, sakborningum eða vitnum á leið til eða frá þinghaldi óheimilar. Sveinn Andri Sveinsson lögmað- ur styður breytinguna af heilum hug. Hann segir myndbirtingar hafa gengið afar langt og í raun nauðsynlegt að setja þessa reglu. „Þetta er oft á tíðum alveg sér refsing, og þyngri viðurlög, að enda á forsíðu dagblaða,“ segir Sveinn Andri og lítur svo á að margir skjólstæðingar hans hafi orðið fyrir niðurlægingu við slíkar myndatökur og birtingar. „Fyrir suma er þetta tvöföld refsing, ann- ars vegar að vera myndaður í dóm- salnum og myndir birtar og hins vegar dómsmálið sjálft og refsing- in þar,“ segir Sveinn sem dregur hins vegar í efa að hægt sé að banna fjölmiðlum að taka myndir fyrir utan dómhúsið. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla Blaðamannafélag Íslands hefur tekið málið til umfjöllunar og segir Arna Schram, formaður félagsins, að hingað til hafi verið litið svo á að umfjöllun fjölmiðla um dómsmál gegni mikilvægu hlutverki í sam- félaginu, það sé almennt viður- kennt og myndatökur séu hluti af fréttaflutningi af slíkum málum. Hún telur frumvarpið ekki þjóna þeim tilgangi sem lagt var upp með og að myndatökur í tengslum við dómsmál muni ekki líða undir lok. Jafnframt finnst henni að stjórnvöld verði að skýra betur út hvað kallar á þessar breytingar. Myndatökur í dómhúsum hafi verið leyfðar lengi vel án þess að þótt hafi ástæða til að breyta því. Ekki er aðeins áformað að þrengja að fjölmiðlum með myndatökubanni í dómhúsum því einnig er að finna í frumvarpi dómsmálaráðherra ákvæði þess efnis að dómar Hæstaréttar verði framvegis birtir sólarhring eftir uppkvaðningu, en ekki samdæg- urs eins og nú er. Er með því verið að tryggja málsaðilum hæfilegt ráðrúm til að kynna sér efni dóms- ins áður en það verður gert opin- bert. Arna telur breytingarnar ekki til þess fallnar að fjölmiðlar bíði þar til dómurinn verður gerður opinber heldur muni þeir þá hugs- anlega leita til lögfræðinga eða annarra aðila sem í hlut eiga. Það geti orðið til þess að fjölmiðlar fái ekki eins góða mynd af niðurstöð- unni og komi þar með niður á fréttaflutningnum, sem hlýtur að vera verra þegar upp er staðið. Sveinn Andri segir ekkert óeðli- legt við að fresta birtingu dóma Hæstaréttar um einhvern tíma en telur óþarfa að hafa það sólar- hring. Lögmenn séu viðstaddir uppkvaðninguna og geti haft sam- band við umbjóðendur sína um- svifalaust. „Dómurinn er kveðinn upp klukkan fjögur og birting á netinu er um klukkan hálffimm. Það væri kannski hægt að fresta þessu til klukkan fimm, þá hefðu menn klukkutíma til að hringja í sína umbjóðendur.“ Helgi Jóhannesson segir það geta verið bagalegt fyrir lögmenn að þeir nái ekki að láta skjólstæð- inga sína vita um niðurstöðu Hæstaréttar áður en dómurinn er kominn í fjölmiðla. Hann segir það einnig skipta miklu máli fyrir málsaðila að fá ráðrúm til að íhuga hvernig bregðast skal við spurn- ingum fjölmiðla. Í frumvarpinu er ekki fjallað sérstaklega um hvort hægt sé að verða sér úti um staðfest afrit af dómi Hæstaréttar í kjölfar dóms- uppkvaðningar en í dag er hægt að kaupa afrit af dómum áður en þeir birtast á vef Hæstaréttar. Líklegt þykir þó að reglum um staðfest af- rit verði um leið breytt. Fréttaskýring | Frumvarp til breytinga á lögum um dómstóla lagt fyrir Alþingi Stuðningur lögmanna vís Vegið að fréttaflutningi fjölmiðla með banni á myndatökum í dómhúsum? Telja myndbirtingu sak- borninga jafngilda sekt  Í nýju frumvarpi dómsmála- ráðherra er gert ráð fyrir banni við myndatökum og öðrum upp- tökum í dómhúsum. Er það til- komið vegna óþæginda sem sak- borningar í opinberum málum verða fyrir af þeim völdum. Lög- menn segja skjólstæðinga sína niðurlægða með myndum á for- síðum dagblaða og segja það jafngilda sekt í augum almenn- ings – þó svo að dómur í málinu hafi ekki fallið. Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík hafði hendur í hári ökumanns um tvítugt sem ekið hafði kraftmikilli bifreið sinni á 194 km hraða á Vestur- landsvegi á leið til Mosfellsbæjar. Sinnti ökumaður ekki stöðvunar- merki lögreglu, gaf heldur í, og fundu lögreglumenn hann ekki fyrr en rúmri klukkustund síðar, voru þá tveir farþegar í bílnum. Var þá tekin skýrsla af manninum sem neitaði að hafa ekið á uppgefnum hraða. Málið er enn í rannsókn en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er líklegt að það leysist ekki nema fyrir dómstólum. Öku- maðurinn gaf enga ástæðu fyrir ofsaakstrinum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar einnig þrjú innbrot sem framin voru í fyrrinótt. Brotist var inn í fyrirtæki í Árbæ og Breiðholti en upplýsingar um hversu miklu var stolið eða hverjir stóðu að baki inn- brotunum liggja ekki fyrir. Ungur öku- maður á 194 km hraða HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa haft samræði eða önnur kyn- mök við 19 ára stúlku á heimili sínu í apríl á síðasta ári. Stúlkan gat ekki spornað við kynferðisbrotinu sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur í miskabætur ásamt tæpum 900 þús- und krónum í sakarkostnað, þar með talin réttargæslu- og málsvarnar- laun skipaðs verjanda hans, alls 493 þúsund krónur, og þóknun til rétt- argæslumanns brotaþola, alls 112 þúsund krónur. Málsatvik voru þau að stúlkan var gestkomandi hjá ákærða og unnustu hans aðfaranótt laugardagsins 16. apríl á síðasta ári. Varð stúlkan þreytt og ákvað að leggjast til svefns í herbergi húsráðenda, við hlið unn- ustu ákærða. Stúlkan fékk lánaðar náttbuxur og lagðist til svefns. Þegar hún svo vaknaði á milli fjögur og fimm um nóttina var búið að draga náttbuxur og nærbuxur hennar nið- ur að hnjám. Ákærði lá þá við hlið stúlkunnar en eftir að hún bar á hann sakir brotnaði hann niður, baðst afsökunar á verknaðinum og yfirgaf íbúðina í kjölfarið. Ákærði neitaði síðar sök og bar við minnisleysi sökum mikillar áfengis- neyslu. Hann gat ekki gefið hald- bærar skýringar á því hvers vegna DNA snið úr honum fannst í nær- buxum stúlkunnar. Unnusta ákærða staðfesti jafnframt að ákærði hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni þessa nótt. Dóminn kvað upp héraðsdómar- inn Símon Sigvaldason, en í dómnum voru einnig héraðsdómararnir Egg- ert Óskarsson og Sigrún Guðmunds- dóttir. Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá Ríkissaksóknara, sótti málið en Grímur Sigurðarson hdl. varði manninn. Réttargæslumaður stúlkunnar var Ása Ólafsdóttir hrl. Dæmdur í eins árs fangelsi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.