Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 41
hefðir bara verið að látast fyrir hana og ekki viljað láta hana sjá hve illa var komið, enda dró fljótt af þér eftir að Sússa hvarf aftur heim til Búdapest. Það hafði lengi staðið til að þú kæmir í heimsókn til okkar þar, það verður ekki úr því sem komið er, en við munum svo sann- arlega sakna þín innilega. En við treystum því sem John Lennon orðaði einhvern tímann eitthvað á þessa leið: „Að deyja er rétt eins og að fara úr einum bíl yfir í annan, svo við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af því.“ Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Jón Gunnar. Eitt sinn verða allir að deyja en stundum finnst okkur það gerast alltof snemma á lífsleiðinni eins og í tilfelli Gunnhildar Gunnarsdóttir kærrar frænku okkar sem lést að- eins 62 ára gömul eftir erfiða en stutta sjúkdómslegu. Hún Gunnhildur elsta eins og hún var oft kölluð á þessu heimili, því þær eru þrjár í fjölskyldunni, var afar hreinskilin og lét okkur al- veg vita sitt álit á hlutunum, gat verið hvöss en meinti vel hún var bara að benda á hvað henni fyndist að betur mætti fara. Hún leit oft inn í heimsókn og voru það ætíð skemmtilegar stundir þar sem var spjallað um heima og geima, hún fylgdist vel með öllu sem var að gerast hvort sem það var hér á Hornafirði eða annars staðar. Íþróttir hafði hún mjög gaman af að horfa á og hlusta á lýsingar í út- varpi. Hún var lítil og grönn kona en af- ar dugleg til vinnu og hlífði sér aldrei. Ömmu annaðist hún af mik- illi nærgætni síðust æviár hennar, og var dugleg að koma alstaðar þar sem einhver þurfti hjálp. Sannköll- uð hjálparhella. Hún átti ekki börn né mann en samt svo marga að sem þótti afar vænt um hana og hafa misst svo mikið. Guð styrki okkur öll í sorginni. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Þökkum þér samfylgdina, kæra frænka. Bára, Þorsteinn og börn. Gunnhildur mín. Frá því að man eftir mér hefur þú verið fastur punktur í lífi mínu, sérstaklega eftir að þú fluttir heim frá Reykjavík og „niðrí“ Haga. Þar áttum við margar góðar stundir og stóðum saman í gegnum súrt og sætt, frænkurnar. Þar lærði ég líka margt um lífið, t.d. það að hund- urinn getur svo sannarlega verið besti vinur mannsins og að te getur verið gott í rétta félagsskapnum (það var og er einungis drukkið þér til heiðurs!). Þær voru margar kvöldstundirnar sem við áttum saman niðri í Haga yfir góðum sjónvarpsþætti eða spjalli og um leið hlustuðum við á mýsnar trítla á milli þilja. Ég gleymi því seint þeg- ar ég kom eitt sinn og heyrði þig og einn hundinn skiptast á gelti og öskrum í eldhúsinu. Þegar inn var komið stóðst þú uppá stól og öskraðir á mús sem var að spóka sig í eldhúsinu, en hundurinn gelti á þig fyrir þetta undarlega hátt- arlag og hafði engar áhyggjur af músinni! Síðan þá hef ég sjálf stað- ið í þeim sporum að dætur mínar koma að mér í sambærilegu ástandi. Þeim fannst nú framferði móður sinnar ekki mjög hetjulegt, en þú varst nú samt alltaf hetjan mín. Þegar þú fluttir svo á Hafnar- brautina fór gelgjan smám saman að færast yfir mig, en það er gott til þess að hugsa að það breytti engu okkar á milli. Áfram áttum við góð- ar stundir saman og ég gætti hundanna þinna og húss þegar á þurfti að halda. Nú í seinni tíð höf- um við svo hist í flestum ferðum mínum á Hornafjörð yfir morgun- kaffi hjá mömmu og skipst á sögum úr sveitinni. Þeirra stunda verður sárt saknað. Er vaknaði bjartur dagur í dróma, döggin þig grætur með hugljúfum tárum. Minningar fagrar í huganum hljóma, himnanna litir mig faðma í sárum. Þú réttir faðm á lífsins leið, lýstir margan efa. Þér ávallt virtist gatan greið, grátinn vildir sefa. Með trega í hjarta ég missi mátt, minnist þá góðra funda. Ljósið þér stefni í nýja nátt, nægt er þar gleðistunda. (Jóh. Gunnars.) Blessuð sé minning Gunnhildar frænku. Jónína Lovísa. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 41 MINNINGAR að sig inn í minningu þeirra um ókomna tíð og verða þeim verðugt vegarnesti. Skarð Kristjáns verður vandfyllt en við KR-ingar þótt daprir séum munum horfa hátt, bíta á jaxl- inn og halda áfram með orð Kristjáns í huga: Ekkert kakó. Knattspyrnu- deild KR þakkar Kristjáni frábær störf og sendir fjölskyldu hans okkar einlægustu samúðarkveðjur og full- vissu um að þið eigið vini vestur í bæ. Látinn er langt um aldur fram, mikill sómamaður, undirrituðum afar kær og nákominn. Kristján Gíslason Þorvaldz endurskoðandi lést á Land- spítala við Hringbraut fimmtudaginn 23. mars sl., liðlega mánuði eftir 52 ára afmælisdaginn. Það var á árinu 1973 að Gulla kom með Kristján og kynnti okkur hann sem verðandi tengdason og þannig hefur það verið í 33 ár. Þetta var mjög myndarlegur ungur maður með sítt hár og mikið skegg að hætti þess tíma hjá mönn- um á hans aldri. Þannig háttaði til milli okkar og Gullu að nánast frá fæðingu var hún mikið hjá okkur sak- ir nábýlis hjá foreldrum hennar og okkur en við bjuggum þá í sitthvor- um endanum á Skipasundi 92. Svo liðu árin, Gulla varð og hefur verið heimagangur hjá okkur alla sína ævi. Kristján lærði til endurskoðanda og starfaði við það alla tíð, bæði sem sjálfstætt starfandi og eins hjá öðr- um. Hans annað starf var við knatt- spyrnuþjálfun. Hann hafði líka leikið knattspyrnu með Val og Breiðabliki áður. Hann lærði knattspyrnuþjálf- un, bæði hér heima og erlendis, sótti mörg námskeið til ýmissa Evrópu- landa. Hann þjálfaði hjá félögum hér á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi, nú síðast þjálfaði hann hjá KR. Að- eins sex dögum fyrir andlátið var hann á vellinum í Kaplaskjólinu með strákunum sínum. Knattspyrnan var honum mikils virði alla tíð og það var Liverpool sem var hans lið í Bret- landi. Kristján var mikil félagsvera, naut sín vel í góðra vina hópi, var vel að sér, fylgdist vel með öllu í samfélag- inu. Hann hafði sínar skoðanir á hlut- unum, var réttsýnn og virti skoðanir annarra. Kristján var mjög vinmarg- ur maður. Gulla og Kristján eignuðust tvo syni, Skúla kennara og Ólaf Steinar leikara. Þau höfðu gaman að ferða- lögum, og fóru víða. Margar voru ferðirnar sem við fórum í saman, heima og heiman, síðasta stóra ferðin var til Bandaríkjanna, mánaðarferð sl. haust. Kristján naut þessara ferða mjög, gerði sér far um að kynnast heimafólki þar sem verið var hverju sinni. Kristján ólst upp hjá móður sinn og stjúpföður í Vallargerðinu í Kópavogi, en var sem barn mikið hjá afa sínum og nafna, meðal annars í húsinu á móti í Skipasundinu, nr. 87. Ekki kynntust þau Gulla þó þar. Aldrei gleymum við því þegar þau komu til okkar með yngri soninn ný- fæddan og spurðu hvort þau mættu skíra hann Ólaf Steinar. Ótal minn- ingar rifjast upp á tímamótum sem þessum, allar samverustundirnar, allar ferðirnar, hvergi bar skugga á. Kristján greindist með sykursýki á háu stigi aðeins 16 ára gamall. Hann tók því með karlmennsku en þetta háði honum mjög mikið í leik og starfi í 36 ár. Þegar Skúla og Ingu fæddist sonurinn Atli Hrafn þá reyndi Krist- ján að verja sem mestum tíma með honum, sótti hann á leikskólann og á kvöldin hringdi hann og sagði frá því sem á daginn hafði drifið hjá þeim fé- lögum. Atli Hrafn var gimsteinninn hans. Við hjónin vottum Gullu okkar, Skúla, Ingu og Atla Hrafni og Óla Steina og Shöru Anne okkar innileg- ustu samúð. Góður drengur er kært kvaddur. Guð blessi hann. Mjöll og Ólafur. Í dag er borinn til hinstu hvíldar Kristján G. Þorvaldz. Við fylgdumst grannt með stuttri baráttu hans við erfiðan sjúkdóm og fráfall hans var okkur mikið áfall. Fyrstu kynni okkar af Kristjáni voru snemma á okkar knattspyrnu- ferli þegar við ungir að árum fylgd- umst með honum þjálfa félaga okkar í Breiðabliki sem voru 1–2 árum eldri. Við fengum síðan að kynnast hon- um nánar árið 1992 þegar hann þjálf- aði okkur í 2. flokki. Kristján var ótrúlega mannglöggur og kom fljótt auga á eiginleika okkar. Það er okkur sérstaklega minnisstætt þegar hann bauð heim til sín upp í Árbæ í partí. Þar fór hann á kostum og hélt ræðu þar sem okkur öllum var lýst á skemmtilegan hátt. Það var léttleiki og húmor sem ávallt einkenndi æf- ingar hans og fengu sumir að kenna á spaugilegum skotum. Nokkrum árum seinna tengdumst við honum á annan hátt þegar við kynntumst syni hans Skúla. Það hef- ur alltaf verið gott að heimsækja Kristján og Guðlaugu því lífsgleðin og vingjarnlegheitin einkenndu við- mót þeirra. Kristján var mikill Bliki og þrátt fyrir að hafa þjálfað mörg félagslið bar hann sterkar taugar til félagsins og lét sér annt um velferð þess. Kristján þekkti Breiðablik vel og hafði sterkar skoðanir á því hvernig það gat orðið öflugra, stærra og betra. Við minnumst þín með söknuði enda hefurðu látið gott af þér leiða á lífsferli þínum. Elsku Guðlaug, Óli, Skúli, Ingibjörg, Atli Hrafn og fjöl- skylda við færum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Hákon Sverrisson og Vilhjálmur Kári Haraldsson. Í dag kveð ég einn minn besta vin sem ég hef eignast í gengum tíðina og í hjartanu er mikil sorg. Stjáni eins og hann var kallaður af okkur vinunum var einstakur maður, mikill karakter, ljúfur, fyndinn, húm- oristi og alltaf skemmtilegt að vera í návist hans. Á þessum 30 árum sem við höfum þekkst bar aldrei neinn skugga á okkar vináttu og það skarð sem hann skilur eftir er stórt og vandfyllt. Að eiga trausta og trygga vini er ekkert sjálfgefið og því ómetanlegt að eignast þannig vini sem fara með manni í gegnum súrt og sætt, þannig vinur var hann Stjáni. Stjáni og Gulla reyndust mér og fjölskyldu minni einstaklega vel er hann Binni minn lést árið 1999, langt um aldur fram eins og Stjáni nú. Þau hafa staðið eins og klettur við bakið á okkur bæði í gleði og sorg. Stjáni og Binni voru kjaftaskarnir í vinahópnum og bökkuðu hvor annan upp í gríninu sem oftast var á kostnað okkar hinna en í bróðerni þó. Þær eru ótal minningarnar þar sem þeim tókst svo vel upp að ég get ennþá séð á þeim svipinn við þannig aðstæður, þeir sem til þeirra þekktu geta vitnað um þetta. Þær eru einnig ótal minningarnar af ferðum okkar í sumarbústaði, til útlanda og síðast en ekki síst í heim- sóknum okkar í milli, alltaf stutt í hans sérstaka bros og grínið aldrei langt undan. Í janúarbyrjun 2003 hélt ég uppá stórafmæli mitt og sá fyrsti sem mér kom til hugar sem veislustjóri var Stjáni og held að honum hafi þótt vænt um þessa bón mína og hann var stór partur af því að gera síðan af- mælið eins skemmtilegt og það varð og einstakt í mínum huga. Það er undarlegt og sorglegt að vera rétt komin á miðjan aldur og þurfa í sífellu að horfa á eftir góðum vinum og ættmennum af þessu jarð- lífi hér. Það er erfitt að kveðja góðan vin og orðin verða því fátækleg við þessar aðstæður en mig langaði að minnast hans með þessum örfáu orðum. Eilíft er votur augnahvarmur, í vinarhjarta er þungur harmur. Um vin minn á minningar margar, fyrir sálarheill það mörgu bjargar. (IJG) Elsku hjartans Gulla mín, Skúli, Ingibjörg, Atli Hrafn, Óli Steinar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma í lífi ykkar. Ingveldur Jóna. Kristján þjálfaði strákinn minn í 6. flokk í fótbolta hjá Fylki. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar Kristján fór að þjálfa flokkinn var það að strákarnir báru fyrir honum mikla virðingu, þetta var augljóst í orðum þeirra bæði við mig og einnig þeirra á milli. Þegar við fórum síðan á fótbolta- mót til Vestmannaeyja sá ég í verki af hverju strákarnir báru svona mikla virðingu fyrir Kristjáni. Það var svo augljóst, hann sýndi þeim bæði virðingu og vinsemd, hlustaði á það sem þeir sögðu og horfði í augun á þeim á meðan sam- talið átti sér stað. Hann kom einfaldlega fram við þá eins og hann vildi að þeir kæmu fram við hann. Þegar við Friðrik sáum til- kynninguna um andlát Kristjáns fengum við bæði sting í hjartað, hann snart okkur bæði, með framkomu sinni og húmornum og því hversu auðveldlega hann gat laðað fram rétta framkomu, einfaldlega með því að sýna hana sjálfur í verki. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð Sigrún. Laugardagskvöld og við ákváðum að fá okkur smá bíltúr … síminn hringir, svipurinn á konunni segir mér að eitthvað slæmt hafi skeð. Ég stoppa bílinn, hún segir: Kristján er dáinn. Það sem átti að verða skemmtilegur bíltúr endar þarna og við tekur þögn og tómleiki á heim- leiðinni. Minningarnar renna í gegn- um hugann. Þegar bíltúrinn hófst gat mig ekki grunað að ég sæti og skrif- aði um þig minningargrein á mið- nætti þetta sama kvöld, kæri vinur. Vildi óska að þessu væri hægt að breyta, en svo er ekki. Þess vegna viljum við þakka vini, sem við munum ekki gleyma, samfylgdina með nokkrum orðum. Fyrstu kynni okkar af Kristjáni voru þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð í Engihjallanum í Kópavogi 1978. Kristján og Gulla bjuggu á fyrstu hæð og við á hæðinni fyrir ofan þau. Fljótlega tókst með okkur góður vinskapur, þær voru margar ferðirn- ar sem voru farnar niður á næstu hæð í kaffi og spjall. Það var margt brallað hjá okkur á þessum árum, enda ekki annað hægt en að hafa gaman af lífinu þegar við hittumst, húmor og grallaragangur var eitt- hvað sem áttum nóg af. Það var margt sameinaði okkur á þessum tíma, við áttum stráka á svip- uðum aldri og svo var það fótboltinn, en það var hægt að ræða endalaust við Stjána um fótboltann, hann var ótæmandi viskubrunnur, enda búinn að þjálfa hjá mörgum félögum í gegn- um tíðina. Það er sárt að vera minntur svona á að það er ekki sjálfgefið að vinirnir séu til staðar til eilífðar. En minning- arnar verða ekki teknar frá okkur. Sumarbústaðarferðirnar, skemmt- anirnar, út að borða, kaffisoparnir og rabbið um allt og ekkert, þetta eru hlutir sem við gleymun ekki. Þó að við höfum ekki hist eins oft nú í seinni tíð og við gerðum þá var alltaf sama gleðin við völd þegar við komum sam- an. Elsku Gulla, Skúli og Óli, þó að það hjálpi kannski lítið í sorginni þá viljum við aðeins segja að við erum þakklát fyrir að hafa átt vin eins og Kristján, við erum ríkari fyrir vikið. Blessuð sé minning hans. Egill og Jóna. Ástkær sambýlismaður minn og faðir okkar, JÓN BJARNASON, lést miðvikudaginn 22. mars. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Gróa Jónsdóttir. Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, GUÐJÓN SVEINSSON verktaki, Suðurtúni 7, Álftanesi, lést á líknardeild LSH í Kópavogi miðvikudaginn 29. mars sl. Útförin verður auglýst síðar. Hrönn Árnadóttir, Sveinn Guðjónsson, Freyja Leópoldsdóttir, Jónas Sveinsson, Ágústa Sveinsdóttir, Örn Bragason, Leópold Sveinsson, Þorbjörg Albertsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.