Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavík | „Þetta hefur gengið vel. Skólinn er mjög góður og það hefur verið svakalega mikið að gera,“ segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópr- ansöngkona sem er í mastersnámi í óperusöng við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow í Skotlandi. Hún hefur fengið tækifæri til að afla sér reynslu á óperusviðinu og fleiri spennandi eru framundan. Bylgja Dís var vinsæll stjórnandi Barnakórs Keflavíkurkirkju og starfaði sem einsöngvari þegar hún fékk inngöngu í þennan skóla síðast- liðið sumar og ákvað að taka sig upp með fjöl- skyldu og flytja til Glasgow. „Við kunnum vel við okkur hér. Krakkarnir eru glöð í skólanum og eru allt í einu farin að lesa og tala ensku reip- rennandi,“ segir Bylgja Dís. Á þessu fyrsta ári í skólanum taka nemendur þátt í þremur óperuuppfærslum og er Bylja Dís búin með tvær. Auk þess sem mikið er sungið eru tímar í tungumálum, leiklist og dansi. Þegar slegið var á þráðinn til Bylgju Dísar var hún nýbúin að fá útkomu úr prófum og var kát með það enda fékk hún hæstu einkunn. Í kjölfarið var henni boðinn styrkur sem dugar fyrir stórum hluta skólagjalda næsta árs. „Skólagjöldin hér eru há svo þetta kemur sér vel. Ég sé nú fram á að geta haldið áfram í skólanum,“ segir Bylgja Dís. Spennandi verkefni framundan Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur að því að afla sér aukinnar reynslu til að geta sóst eftir hlutverkum á óperusviðinu. „Skólinn útveg- ar okkur tónleika og ýmis tækifæri. Ég hef feng- ið nokkur þannig verkefni,“ segir hún. Fjórir nemendur skólans voru valdir til að syngja óp- eruaríur og dúetta á hljómleikum með Kon- unglegu skosku sinfóníuhljómsveitinni í maí. „Þarna fæ ég gott tækifæri til að syngja með góðri hljómsveit og í góðum hljómleikasal.“ Skoska óperan býður nemendum skólans að fylgjast með uppfærslum. Bylgja Dís tekur þátt í uppfærslu á Don Giovanni um páskana og er þar „skuggi“ söngvarans sem fer með hlutverk Donnu Önnu. Það felst í því að hún er þjálfuð í hlutverkið og tekur þátt í öllum undirbún- ingnum en syngur ekki í uppfærslunni sjálfri. „Þetta er gott tækifæri til að læra hlutverk og fylgjast með atvinnufólki að störfum,“ segir hún. Nemendurnir eru með hjálp skólans að fara í áheyrnarpróf þar sem tækifæri gefast. Út úr einu slíku fær Bylgja Dís tækifæri til að taka þátt í uppfærslu British Youth Opera á Eugene Onegin. Þar verður hún varasöngvari fyrir hlut- verk Tatyönu. Óperan verður sett upp í London í haust og fær Bylgja Dís nokkurra vikna frí frá náminu meðan á því stendur. Geri allt sem ég get „Það er verið að byggja okkur upp þennan fyrsta vetur. Erfitt er að öðlast þá reynslu sem nauðsynleg er áður en maður fer í óperuhúsin en starfsfólk skólans þekkir vel til í óperuheiminum og hjálpar okkur mikið. Næsta vetur syngjum við meira fyrir og reynum meira fyrir okkur,“ segir Bylgja Dís. Hún segir að fulltrúar allra helstu óperufyrirtækjanna á Bretlandi komi í skólann á næsta ári til að leyfa nemendunum að syngja fyrir. Hún segir að heimurinn sé harður og krefj- andi verkefni að reyna fyrir sér á þessu sviði. Margir góðir söngvarar séu í sömu sporum og hún. „Ég mun syngja fyrir alls staðar sem ég get. Það ræðst síðan af því hvaða svörun maður fær, hvort þörf sé á söngvara eins og mér, hvert framhaldið verður. En ég mun reyna allt það sem ég get til að komast áfram,“ segir Bylgja Dís þegar hún er spurð hvernig hún sjái fyrir sér framhaldið, að loknu námi. Verið að byggja okkur upp Ljósmynd/Mark Lovell Mimi Bylgja Dís Gunnarsdóttir tekur þátt í óperusenum skólans. Hér er hún í hlutverki Mimi úr La Bohéme eftir Giacomo Puccini. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Bylgju Dís Gunnarsdóttur gengur vel í framhaldsnámi sínu í söng í Glasgow Vogar | Þrjár rúður voru í fyrrinótt brotnar á húsi flutningabíls sem stóð við Vélsmiðjuna Norma ehf. í Vogum. Er þetta í þriðja sinn sem skemmdarverk eru unnin á lóð verksmiðjunnar. Til hefur staðið að flytja stóran tank frá Norma upp á Grundar- tanga. Bíllinn sem skemmdur var hefur staðið tilbúinn með tankinn á palli á lóð fyrirtækisins þar sem þurft hefur að fresta flutningnum ítrekað vegna veðurs. Ekki er unnt að flytja tankinn í hvassviðri.    Skemmdarverk hjá Norma Breiðagerðisskóli 50 ára Bústaðahverfi | Afmælishátíð verð- ur í Breiðagerðisskóla laugardag- inn 1. apríl nk. í tilefni af fimmtíu ára afmæli skólans. Hátíðin hefst kl. 11 með leik Lúðrasveitar Aust- urbæjar og verður opið hús í skól- anum til kl. 15.30. Nemendur munu skemmta gestum með söng, dansi og leiklist og sett verður upp sýn- ing á verkum þeirra í skólastofum. Í tilefni afmælisins verður líka frumfluttur nýr skólasöngur eftir Þorvald Björnsson fyrrverandi tón- menntakennara við texta eftir Sig- rúnu Erlu Hákonardóttur sem nú kennir tónmennt við skólann. Kennsla hófst í Breiðagerð- isskóla veturinn 1956 og stunduðu þá um 450 nemendur þar nám. Þeir komu víða að, en skóla- hverfið var stórt og náði yfir Bú- staðahverfi, Smáíbúðahverfi, Blesugróf, Fossvog, Kringlumýri og Hvassaleiti. Byggt hefur verið við Breiðagerðisskóla í nokkrum áföngum og síðast var tekin í notk- un ný viðbygging á liðnu hausti. Nemendur, sem eru í 1.–7. bekk eru nú 362, en flestir voru þeir veturinn 1963–64, um 1.400. Afmælishátíðin er öllum opin en gamlir nemendur úr Breiðagerð- isskóla eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Njarðvík | Framkvæmdir hófust í hinu nýja Ásahverfi í Njarðvík með því að Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, tók fyrstu skóflustunguna. Í hverfinu er búið að úthluta 130 einbýlishúsalóðum. Allar götur hverfisins eiga að vera tilbúnar í júní og á vef Reykjanesbæjar er haft eftir Viðari Má að fyrstu hús- byggjendur ættu að geta hafist handa í byrjun þess mánaðar. Vonir standa til þess að hverfið byggist hratt upp. Framkvæmdir hafnar í Ásahverfi HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Umhverfissvið og framkvæmdasvið Reykja- víkurborgar standa nú fyrir vitundarvakningu í umhverf- ismálum með áherslu á um- gengni og hreinsun borgar- innar. Markmiðið er að ná athygli, vekja áhuga borgar- búa á valkostum í umhverf- ismálum og hafa áhrif á um- gengni. Vakningin hefst með auglýsingum í fjölmiðlum undir yfirskriftinni „Virkjum okkur! – Gengur þú svona um bæinn?“ Að sögn Ellýar K. Guðmundsdóttur, sviðs- stjóra umhverfissviðs, hefur mikil umræða ver- ið um umhverfismál í Reykjavík í vetur. Kveður hún helstu umræðuefnin hafa verið samgöngur, neyslumál, útivist, umgengni, nagladekk og svifryk, enda allt málefni sem brenni á íbúum borgarinnar. „Átakið „Reykjavík í mótun“ vakti líka mikla umræðu um borgina, sem er ennþá lifandi og frábærar hugmyndir að koma úr þeirri vinnu,“ segir Ellý. „Okkur finnst nást góð samræða við borgarbúa í gegnum þetta átak.“ Vitundarvakning umhverfissviðs hófst í sept- ember og snerist þá um valkosti í samgöngu- málum. Annar þáttur vitundarvakningar sner- ist um neyslumál þar sem áhersla var lögð á fjölnota umbúðir og efni úr hringrás náttúrunn- ar. Þriðji þátturinn var samráð við borgarbúa um áherslu á umhverfismál, undir áðurnefndri yfirskrift; „Reykjavík í mótun“, og bárust um 900 hugmyndir frá borgarbúum sem notaðar eru við endurskoðun á umhverfisstefnu Reykja- víkurborgar. Fjórði þátturinn, sem nú er að hefjast, snýst um að virkja borgarbúa með borginni í um- hverfismálum og vekja þá til umhugsunar um þá kosti sem þeir hafa í daglegu lífi. „Vakningin snýst um viðhorf og vilja til að leggja hönd á plóginn, því þessir valkostir hafa áhrif á um- hverfi borgarinnar,“ segir Ellý. „Hún er hvatn- ing til borgarbúa til þess að ganga vel um um- hverfi sitt og ábending um að lítil breyting hjá hverjum og einum getur verið mikil breyting fyrir umhverfið. Árangur í umhverfismálum getur ekki orðið án víðtækrar þátttöku almenn- ings.“ Átakið um vakningu borgarbúa mun standa fram að páskum, en strax eftir það hefst vor- hreinsun í görðum dagana 21.–30. apríl. Starfs- menn framkvæmdasviðs munu leggja garðeig- endum lið og fjarlægja greinaafklippur og annan garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Jafnframt eru borgarbúar hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi, t.d. með því að efna til sameiginlegra hreinsunardaga í sinni götu eða sínu hverfi. Stofnanir og fyrirtæki eru einnig hvött til að skapa stemningu hjá sínu fólki fyrir þessum málum. Stofnanir borgarinnar munu eins og ár- visst er orðið efna til hreinsunardaga hver á sínu sviði. Sorpa mun á þessum tíma kynna þjónustu sína sérstaklega til að uppfræða borg- arbúa til að auðvelda þeim sundurgreiningu á sorpi og hvernig best sé að koma því til förg- unar. Vitundarvakning í umhverfismálum Reykvíkinga stendur yfir næstu vikurnar Morgunblaðið/Golli Ruslasprengjur Ljósadýrð flugelda fölnar í kjölfar svifryks og fjúkandi raketturusls. Ellý K. Guðmundsdóttir Virkja fólk til betri umgengniHafnarfjörður | Fimmtán ára ung-lingar gátu keypt tóbak á sjö sölu-stöðum tóbaks af tuttugu og þrem í Hafnarfirði, samkvæmt könnun sem forvarnanefnd Hafnarfjarðar stóð fyrir nýlega. Í fyrra seldu 59% sölustaða unglingum tóbak. Þykir ljóst að kaupmenn hafa tekið sig á. Í könnuninni voru tveir 15 ára unglingar úr 10. bekk sendir á sölu- staði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. Í kjölfar þess að sölustaður seldi unglingi í könn- uninni tóbak var haft samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogsumdæmis. Síðustu misseri hafa söluaðilar sett sér stöðugt skýrari reglur sem tryggja að aldurstakmörk séu virt. Margir sölustaðir í Hafnarfirði hafa einnig gert sérstakt samkomulag við forvarnanefnd sem miðar að því að leita allra leiða til að koma í veg fyrir sölu á tóbaki til barna. Nýlegar rannsóknir sýna að reykingar meðal hafnfirskra ung- menna eru að dragast saman, hrað- ar en landsmeðaltalið. Fyrir þrem- ur árum reykti 21% drengja og 18% stúlkna í tíunda bekk í Hafnarfirði á móti 14% og 12% landsmeðaltali, en í fyrra reyktu einungis 12% drengja og stúlkna í Hafnarfirði á móti 10 og 11% landsmeðaltali. Reykingar á undan- haldi í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.