Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
U
mræðan sem staðið
hefur undanfarið
um tvítyngi á sér
ýmsar hliðar og því
er hægt að nálgast
hana á marga vegu. Raunin hefur
enda orðið sú, að allmargir hafa
tekið þátt í umræðunni og kannski
svolítið hver frá sinni hlið. Þá vill
auðvitað brenna við að menn átti
sig ekki á því hvað hinir eru eig-
inlega að fara. En ekki er þar með
sagt að framlag þeirra sé ógilt.
Gauti Kristmannsson lét sér
engu að síður sæma, í grein sem
hann skrifaði í Lesbók 4. mars, að
dæma umræðuna alla á einu bretti
„undarlega“. Að því er virtist helst
á þeirri forsendu að ekki hefðu
eiginlegir sérfræðingar eins og
hann sjálfur tekið þátt í henni og
skilgreint hana. Mig grunar að
Gauti hafi ekki áttað sig á því að
umræðan á sér fleiri hliðar en
bara þá sem hann sjálfur vill nálg-
ast hana frá. Kannski er þetta al-
geng blinda hjá sérfræðingum og
ef til vill er hún bara það sem kalla
mætti mannlegi þátturinn í um-
ræðunni. Gerir hana að vísu flókn-
ari en ella, en mannlegu þættirnir
vilja jú einmitt vera þeir þættir
sem flækja málin.
Í Viðhorfi 9. mars gagnrýndi ég
Gauta fyrir að vilja dæma und-
angengna umræðu dauða og
ómerka. Hann svaraði mér í grein
á miðopnu Morgunblaðsins
fimmtudaginn 23. mars og sakaði
mig um orðhengilshátt – að hafa
hengt mig á eitt orð í grein hans,
nánar tiltekið orðið „uppfinning“,
og bendir á að hann hafi ekki verið
að meina það bókstaflega. Ég
myndi drepa lesendur úr leið-
indum ef ég færi að elta ólar við
útúrsnúninga Gauta á máli mínu,
þannig að ég sleppi því. En ef ég
hef lesið Gauta rétt er afstaða
hans í tvítyngisumræðunni þessi:
Íslendingar geta ekki orðið tví-
tyngdir vegna þess að hér eru ekki
fyrir hendi nauðsynlegar for-
sendur fyrir því að börn læri
ensku með sama hætti og þau læra
íslensku, það er, á heimilinu og í
leikskólunum. Þar af leiðandi er
tómt mál að tala um að gera ís-
lendinga tvítyngda.
Af þessu má sjá að Gauti geng-
ur út frá ákveðnum skilgrein-
ingum á því hvað tungumál er.
Gott og vel, maður verður alltaf að
gefa sér ákveðnar forsendur þeg-
ar maður tekur afstöðu. En um
leið verður að viðurkenna rétt
annarra til að ganga út frá öðrum
forsendum, og það er ekki hægt að
segja einfaldlega að þeir sem
ganga út frá öðrum forsendum en
maður sjálfur hafi ekki þekkingu
til að taka þátt í umræðunni.
Spurninguna um skilgrein-
inguna á því hvað tungumál er má
kalla heimspekilega hlið tvítyng-
isumræðunnar. Nú má vera að
Gauti krossi sig og frábiðji sér
heimspekilega umræðu, og það er
ekki nema sjálfsagt af minni hálfu
að hætta að ræða málið við hann.
En ég vona að hann umberi smá
heimspeki: Það er umdeilt hvernig
skilgreina beri tungumál. Ein leið-
in hefur verið sú sem Gauti út-
skýrir þannig að tungumál sé „að-
gangur að menningarveruleika“.
(Í fyrri greininni talaði hann
reyndar um aðgang að heiminum,
sem mér fannst óskiljanlegt orða-
lag og hættulega nálægt einhvers-
konar hughyggju að hætti Berke-
leys, en „aðgangur að
menningarveruleika“ finnst mér
miklu betra og skiljanlegra).
Þessa skilgreiningu aðhyllast
margir og það má færa fyrir henni
góð og skiljanleg rök. Svo er til
önnur skilgreining, sem ég í Við-
horfinu 9. mars eignaði Witt-
genstein. Hún er fólgin í því að
líkja málinu við verkfærasett.
Þessi skilgreining hefur ekki síst
þann kost að vera blátt áfram og
auðskiljanleg.
Ég held að Gauti sé fullfljótur
að hafna algerlega verkfærasetts-
skilgreiningunni. Það er auðvelt
að sjá að tungumálið er að nokkru
leyti eins og verkfærasett. En um
leið er það líka, eins og Gauti seg-
ir, aðgangur að menningarveru-
leika. Ég held að þessar tvær skil-
greiningar geti farið saman. Það
má færa rök fyrir báðum og and-
æfa báðum kröftuglega. Ég benti
á ýmsar leiðir til þess í Viðhorfinu
4. mars, og þess vegna virðist
Gauti halda að ég hafi farið „helj-
arstökk“ í röksemdafærslunni,
komist í mótsögn við sjálfan mig
og fleira fráleitt.
Ef verkfærasettsskilgreining-
unni er ekki fortakslaust hafnað
heldur höfð með í svolítið víðtækri
og margþættri skilgreiningu á
tungumálinu breytast um leið for-
sendur fyrir tvítyngi. Það er til
dæmis hægt að tala um að maður
sé tvítyngdur þótt maður hafi ekki
„nema“ það sem kalla mætti
„verkfærasettsþekkingu“ á einu
tungumáli, en um leið „menning-
arveruleikaþekkingu“ á öðru máli.
Og mér er nær að halda að upp-
hafið á allri tvítyngisumræðunni –
hugmyndir einhverrar nefndar
Viðskiptaráðs Íslands – hafi eig-
inlega snúist um eitthvað í þessa
veruna. Að það væri æskilegt að
stuðla að því að Íslendingar öðl-
uðust einhverskonar „verkfæra-
settsþekkingu“ á ensku.
Þeir sem hafa hvað kröftugast
andmælt hugmyndum Við-
skiptaráðsnefndarinnar hafa aftur
á móti að því er virðist gengið út
frá því að um væri að ræða að Ís-
lendingar fengju „menningarveru-
leikaþekkingu“ á ensku, og hafa
hafnað öllu tali um verkfærasett-
sþekkingu sem „pidgin-máli“ og
ekki „eiginlegu máli“.
En slík höfnun er óþarfa hindr-
un í samskiptum fólks af ólíkum
menningarheimum. Verkfæra-
settsskilgreiningin á tungumálinu
verður einmitt þeim mun mik-
ilvægari og hjálplegri eftir því sem
samskipti fólks af ólíkum menn-
ingarheimum færast í vöxt og
æskilegt verður að auðvelda slík
samskipti og forðast að þau breyt-
ist í illvígar deilur. Og enska er
einmitt eitt mikilvægasta og skil-
virkasta verkfærið sem við höfum
aðgang að til að auðvelda sam-
skipti ólíkra menningarheima.
Mikilvægt
verkfæri
Verkfærasettsskilgreiningin á tungu-
málinu verður einmitt þeim mun mik-
ilvægari og hjálplegri eftir því sem sam-
skipti fólks af ólíkum
menningarheimum færast í vöxt.
kga@mbl.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
FYRIR tæpu ári var stofnað félag
undir heitinu Ný sókn á Norðurlandi
og skilgreint sem félag áhugamanna
um uppbyggingu stóriðju á Norður-
landi. Í samþykktum
þess er sérstaklega
tekið fram að leggja
skuli höfuðáherslu á að
kynna kosti Eyja-
fjarðar sem heppilegs
staðar fyrir stóriðju,
m.a. með opinni um-
ræðu og útgáfu kynn-
ingarefnis.
Á þeim tíma voru
stofnendur sammála
um að miklu skipti að
almenningur á svæðinu
yrði upplýstur betur
um þýðingu þess fyrir
byggðarlagið ef þar risi
stór vinnustaður eins og álver.
Ástæðan var sú að lítið sem ekkert
hafði verið gert til að upplýsa um
þessi mál og uppi voru alls konar
ranghugmyndir um áliðnað sem full
ástæða væri að leiðrétta. Að öðrum
kosti yrði meint andstaða íbúanna
nýtt til þess að leita annað og Ak-
ureyringar yrðu enn einu sinni af
álitlegu atvinnutækifæri. Stjórn-
málamenn myndu síðan nýta sér það
til að benda á aðra staði eða í besta
falli að mæla ekki með nokkrum
hætti með Eyjafirði sem álitlegum
kosti. Þarna væri því verk að vinna
og þess vegna mikil nauðsyn að
stofna félagið, sem áður var nefnt,
og hefja öflugt kynningarstarf á
svæðinu.
Ekkert gert
Því miður tók þetta góða félag
aldrei til starfa, gaf ekkert út, stóð
ekki fyrir nokkurri ein-
ustu opinni umræðu og
gerði ekkert af því sem
því var ætlað að gera.
Afleiðingin varð sú að
hin pólitísku vötn fóru
öll að renna til Húsa-
víkur enda stóðu bæj-
arbúar þar allt öðru
vísi að málum undir
forystu vaskra bæj-
aryfirvalda. Eftir-
minnilegt er þegar
þingmenn Samfylking-
arinnar héldu fund þar
í haust og lýstu yfir
stuðningi við að álver
risi á Húsavík og aðrir flokkar tóku
undir áhuga Húsvíkinga og bentu
einlægt á að eitthvað virtist skorta á
vilja Eyfirðinga. Sjálfir virtust þing-
menn ekki hafa döngun í sér til að
beita sér fyrir því að ræða málin við
akureyrska kjósendur og gera þeim
ljósa grein fyrir þýðingu slíkrar
starfsemi þar – létu einfaldlega
kyrrt liggja.
Afleiðingin
Þannig mótaðist það andrúmsloft
sem Alcoa skynjaði þegar fyrirtækið
tók sína ákvörðun um að beina sjón-
um að Húsavík. Forystumenn Ak-
ureyrar hreyfðu hvorki legg né lið
og sýndu engan merkjanlegan
áhuga á að fá þessa starfsemi í hér-
aðið. Þvert á móti lögðu þeir sína
daufu hönd á hið nýstofnaða félag
sem var ætlað að upplýsa, fræða og
skapa áhuga meðal íbúa svæðisins.
Ekkert mátti gera til að halda ak-
ureyrskum málstað á lofti því að þá
gætu aðrir í kjördæminu orðið leiðir
en þeirra atkvæði virðist, að dómi
þessa fólks, vera þyngdar sinnar
virði í gulli og stutt í næstu Alþing-
iskosningar þar sem margir ætla sér
góðan hlut. Það verður verðugt
verkefni fyrir sagnfræðinga framtíð-
arinnar að bera saman vinnubrögð
bæjaryfirvalda á Akureyri og Húsa-
vík í þessu máli og það hvernig al-
þingismenn kjördæmisins létu sér
hagsmuni Akureyrar í léttu rúmi
liggja enda enginn þeirra þaðan.
Öflugri forysta
Sannleikurinn er sá að Akureyri
skortir sárlega einbeitta forystu sem
setur málefni og hagsmuni bæjarins
efst á blað. Þegar svo er komið að at-
vinnuástandið á Akureyri er orðið
þannig að ungt og menntað fólk leit-
ar annað í stórum stíl dugar ekki að
láta eins og allt sé í himnalagi.
Enda þótt ekki verði allur vandi
leystur með því að byggja og reka
álver í Eyjafirði eru vinnubrögð
bæjaryfirvalda í því máli dæmigerð
fyrir slaka og ómarkvissa forystu í
atvinnumálum. Værðin sem ein-
kennt hefur atvinnuuppbyggingu í
höfuðstað Norðurlands getur hæg-
lega leitt til þess að innan fárra ára
kalli aðrir staðir með réttu eftir
þeirri nafnbót. Hvaða Akureyringur
vill bera ábyrgð á því enda þótt ut-
anbæjarmönnum kunni að standa á
sama?
Víst er að flestir Akureyringar
vilja stuðla að því að bærinn okkar
góði hefji nýja sókn til framfara þar
sem þekking og markviss forysta
verður aflgjafi framfara.
Akureyri á betra skilið
Ragnar Sverrisson skrifar um
stefnu yfirvalda á Akureyri í
atvinnuuppbyggingu á svæðinu ’Það verður verðugtverkefni fyrir sagnfræð-
inga framtíðarinnar að
bera saman vinnubrögð
bæjaryfirvalda á Ak-
ureyri og Húsavík í þessu
máli …‘
Ragnar
Sverrisson
Höfundur er kaupmaður.
Í FYRRADAG greip ófaglært
starfsfólk á átta hjúkrunarheim-
ilum til aðgerða til að vekja at-
hygli á kröfum sínum um bætt
launakjör og hátt í 900 manns
tóku þátt í aðgerð-
unum. Starfsfólkið
fer fram á sambæri-
leg kjör og fólk hefur
í sambærilegum
störfum hjá Reykja-
víkurborg.
Laun þessara
starfsmanna eru frá
105 þús. kr. til 130
þús. kr. á mánuði fyr-
ir skatt. Starfsfólk
Reykjavíkurborgar í
sambærilegum störf-
um er með 22 þús.
kr. til 25 þús. kr.
hærri laun. Aldraðir á hjúkr-
unarheimilum fengu mjög skerta
þjónustu í einn dag, en aðgerðir
eru boðaðar í tvo daga í næstu
viku.
Dýrt ófremdarástand
Það er dýrt að greiða lág laun
fyrir þessi umönnunarstörf. Það
er kostnaðarsamt að setja stöðugt
nýtt fólk inn í störfin og nú fæst
varla fólk í þau vegna lágra launa.
Þeir sem sinna umönnun aldraðra
eru ekki síður dýrmætt starfsfólk
en t.d. læknar eða aðrar hjúkr-
unarstéttir, því án þeirra er ekki
hægt að veita öldruðum hjúkr-
unarsjúklingum nauðsynlega þjón-
ustu.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
ætla ekki að taka á þessu máli,
þannig að komið verði í veg fyrir
ófremdarástand í öldrunarþjónust-
unni. Það kom fram í umræðunni
á Alþingi um málið í gær. Þar
benti hver á annan.
Ekki er hægt að bæta kjörin
nema endurskoða þjónustusamn-
ingana við hjúkrunarheimilin og
án þess er rekstur heimilanna í al-
geru uppnámi og óvissu. Nú þegar
er skortur á fólki til að annast
aldraða á stofnun-
unum og allmörg
hjúkrunarrúm standa
auð á sama tíma og
350 aldraðir bíða í
brýnni þörf eftir
hjúkrunarvist og 90
aldraðir eru fastir inni
á Landspítala eftir að
lækningu er lokið. Þar
kostar hver dagur 30–
50 þúsund krónur.
Þetta ástand er dýrt
öllum.
Það var alveg ótrú-
legt að horfa upp á
það að fjármálaráðherra firrti sig
ábyrgð á rekstri hjúkrunarheim-
ilanna á þingi. Við vitum öll að
ríkið greiðir rekstur þeirra þó að
félagasamtök eða aðrir sjái um
reksturinn.
Þessi heimili eru rekin á dag-
gjöldum sem eru ákveðin einhliða
af stjórnvöldum. Það þarf að
breyta því greiðslufyrirkomulagi,
en það þarf strax að bregðast við
þeim lágu launum sem umönn-
unarstéttirnar búa við. Við höfum
ekki efni á að greiða svona lág
laun. Það mun draga úr og rýra
þá öldrunarþjónustu sem við eig-
um. Fjármálaráðherra verður að
gjöra svo vel að axla þá ábyrgð
sem hann ber í málinu.
Hver trúir nú
sjálfstæðismönnum?
Sjálfstæðismenn hér í Reykja-
vík segja að þeir ætli að setja
öldrunarmálin í öndvegi. Hver trú-
ir því þegar fjármálaráðherra
Sjálfstæðisflokksins, sem er með
ríkiskassann, ætlar ekki að taka
upp þjónustusamningana við
hjúkrunarheimilin og greiða fólki
mannsæmandi laun? Við stöndum
frammi fyrir því að fólk mun fara
úr þessum störfum. Það er verið
að loka plássum á hjúkrunarheim-
ilunum. Í gær talaði ég við starfs-
fólk á einu hjúkrunarheimili, – þar
eru 14 auð pláss. Og þannig er
það örugglega víðar vegna þess að
það fæst ekki fólk í umönnunar-
störfin á þessum lúsarlaunum.
350 manns þurfa nauðsynlega
að komast inn á hjúkrunarheimili,
en það er enginn vilji hjá stjórn-
völdum til að gera neitt í mál-
unum.
Það verður að taka á þessum
þjónustusamningum, öðruvísi geta
heimilin ekki samið um betri laun
fyrir það fólk sem vinnur þau
verðmætu störf sem umönnun
aldraðra er og komið þannig í veg
fyrir að það fari annað. Aldraðir á
hjúkrunarstofnunum geta ekki bú-
ið við það í næstu viku að vera án
þjónustu í tvo daga eins og allt út-
lit er fyrir, ef ekkert verður að
gert. Án aðgerða mun bið eftir
plássum lengjast og þjónusta
dragast saman.
Öldrunarþjónusta í uppnámi
Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar
um öldrunarmál ’Það verður að taka áþessum þjónustusamn-
ingum, öðruvísi geta
heimilin ekki samið um
betri laun …‘
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Ásta R. Jóhannesdóttir
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni