Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 26
„ÞEGAR ég kom inn á Roses í fyrsta skiptið gat ég ekki hamið mig og sagði stundarhátt: „Geggjað!“ Veggirnir voru loðnir, úr bleiku gæruskinni og heldur betur notalegt að strjúka þá og halla sér upp að þeim. Þarna var allt mjög skraut- legt, myndir af Jesú og Maríu mey upp um alla veggi, silfurvængir á hátölurum og stjörnur í loftinu,“ segir Heiðrún Meldal Kristinsdóttir um bleika barinn eins og hún kallar þennan stað sem hún stundaði þó- nokkuð í Berlín í janúar síðast- liðnum þegar hún var þar í fríi. „Roses er pínulítill staður en mjög vinsæll og hann er ekki opnaður fyrr en seint á kvöldin og því er gott að enda þar eftir annað útstáelsi. Barbíbarinn var líka æðislegur en það er rólegur staður, svona kaffi- bar. Gaman að sjá hugmyndaflugið í skreytingunum, þar eru barbídúkk- ur nánast hvert sem litið er, þær hanga meðal annars í ljósakrón- unum.“ Föðurland og lopapeysa Heiða segist fyrst og fremst hafa farið í þessa mánaðarlöngu ferð til Berlínar með það í huga að gera ekki neitt, njóta líðandi stundar og vera ein með sjálfri sér. „Ég var skálavörður í Þórsmörk í sumar og átti því ekki heimangengt til að fara í frí yfir sumartímann eins og flestir gera. Það var jökulkalt í Berlín og frostið fór niður í 20 gráður. Á eilífu rölti mínu um borgina kom sér held- ur betur vel að ég var með íslenska föðurlandið og gömlu lopapeysuna með mér.“ Heiða segist ekki hafa hagað sér eins og alvörutúristi í frí- inu, hún fór til dæmis ekki mikið á söfn en gerði þeim mun meira af því að lesa. „Ég hef ekki lesið svona mikið í langan tíma. Þess á milli hafði ég það huggulegt, rak nefið inn á kaffihús, pöbba og mat- sölustaði. Reyndar skrapp ég einu sinni með næturlest til Póllands, fór til Kraká og kom við í saltnámunum og Auschwitz og rölti um gamla bæ- inn.“ Karlarnir í sveitinni kenndu mér að dansa Heiða er ekki þekkt fyrir að vera lengi í rólegheitum og því fór það svo að hún brá sér í stærsta klif- urhús í Evrópu, sem er í Leipzig, og þar klifraði hún í heilan dag. „Þetta var alveg magnað. Íslensk vinkona mín kom í heimsókn til mín í viku og við vorum í svo miklu klifurstuði að við létum vaða og sáum ekki eftir því.“ Og ekki gat hún látið vera að liðka legginn líka á dansgólfinu enda finnst Heiðu fátt skemmtilegra en að dansa gömlu dansana. „Ég var svo heppin að finna stað þar sem þeir voru iðkaðir. Hann heitir SO 36, og þangað fór ég á sunnudags- kvöldum, skellti mér í lakkskóna og dansaði gömlu dansana tímunum saman,“ segir Heiða sem er þokka- lega liðtæk í polka og ræl, enda alin upp í Fljótunum í Skagafirði. „Gömlu karlarnir heima voru dug- legir að bjóða mér upp þegar ég var stúlka í sveitinni og þeir kenndu mér mest af því sem ég kann í þess- um fótafræðum.“ Glíman við svuntustúlkuna Heiða prófaði ýmsa veitingastaði og á einum þeirra, hinum indverska Chandra Kumari, tókst henni að tala stelpu úr svuntunni. „Mig sárlangaði svo í svuntuna sem stúlkan var með sem þjónaði mér. Þetta var dökkblá svunta með fallegri sól og mig langaði til að gefa vinkonu minni heima á Íslandi ein- mitt svona svuntu af því hún kennir sig við himintungl. Ég gaf mér góð- an tíma í þetta verkefni, byrjaði á að spyrja hana hvar ég gæti keypt svona svuntu og hún svaraði að hvergi gæti ég það því þetta væri sérhannað fyrir staðinn. Ég vildi þá kaupa svuntuna af henni en hún sagðist ekki mega selja hana. En ég gafst ekki upp og minnti hana alltaf á þetta í hvert sinn sem hún kom að borðinu. Rétt áður en við fórum spurði hún mig hvort mér væri al- vara með svuntuna og ég játti því. Þá sagðist hún eiga aukasvuntu inni í skáp sem væri skítug og ég mætti fá hana með því skilyrði að segja ekki nokkrum manni frá því. Og hún þvertók fyrir að taka við greiðslu fyrir herlegheitin, því þá sagðist hún verða rekin. Ég var henni af- skaplega þakklát og dálítið ánægð með árangurinn hjá mér í þessari glímu og skildi eftir aur á borðinu sem hún gat þá haldið fyrir sig sem þjórfé.“ Hóruhús og bar frá stríðsárunum Heiða fann marga skrautlega bari og kaffihús en hún segir mikið af þeim á Kreuzberg. „Það er mjög skemmtilegt svæði eða hverfi, kannski ekkert voðalega snyrtilegt, en mannlífið þeim mun fjölbreyti- legra.“ Heiða mælir með pínulitlum bar á Alexanderplatz sem hefur verið látinn halda sér eins og hann var á stríðsárunum. „Sama er að segja um Kumpelnest 3000, en það er bar sem er gamalt hóruhús þar sem allt er nánast óbreytt frá upp- runalegu útliti. Svo fór ég alltaf með þvottinn minn á mjög frumlegt þvottahús á Immanuelkirchstrasse, en þetta þvottahús var líka netkaffi og matsölustaður sem kom sér mjög vel þegar ég var að bíða eftir þvott- inum.“ Hringrúm úr pappa Heiða heimsótti líka eyju sem var úti í á, en á þessari eyju er aðeins eitt hús sem er skemmtistaður og þar er oft lifandi tónlist. „Ég bjó í mjög sérstakri íbúð í Austur-Berlín, stutt frá Alexand- erplatz, sem vinkona mín lánaði mér á meðan hún skrapp til Nýja- Sjálands. Hún er listakona og íbúðin hennar ber þess merki. Rúmið hennar er til dæmis kringlótt og ein- göngu úr pappa, en hún bjó það sjálf til og það tók hana hálft ár að klára verkið. Hún bætir það reglulega með pappa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta er mikið ágætis rúm en þó eru í því nokkrar holur og ég þurfti að finna minn rétta stað í því.“  VETRARFRÍ | Heiða fann marga skrautlega staði í Austur-Berlín Tókst að tala svuntuna af þjónustustúlkunni Morgunblaðið/Kristinn Skrautlegar barbídúkkur sátu á skápnum þar sem kökurnar voru geymdar. Veggirnir voru loðnir, úr bleiku gæruskinni. Daglegtlíf mars  BARBIEBAR Mehringdamm 77 10965 Berlin www.barbiebar.de …  ROSES Oranienstr. 190 Kreuzberg 36 …  CHANDRA KUMARI Knaack-str. 4 10-405 Berlín … www.so36.de Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Heiða féll fyrir Barbíbarnum í Berl- ín, enda er hún hrif- in af barbídúkkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.