Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 11 FRÉTTIR VORKÁPURNAR KOMNAR TAIFUN Herluf Laugavegur 63 • S: 551 4422 mjög mikil. Í líkani Umhverfisstofn- unar er hægt að skoða áhrif ein- stakra stóriðjukosta á losun, ásamt fleiri breytum. Þar má nefna að gera má ráð fyrir að hafa með eða sleppa bindingu kolefnis í gróðri og jarð- vegi og hægt er að taka með áhrif aukinna framkvæmda á sements- framleiðslu og eldsneytisnotkun. Byggt er á eldsneytisspá sem unnin var á vegum Orkustofnunar. Líkanið gefur kost á framsetningu á miklum fjölda mismunandi sviðsmynda. For- sendurnar sem settar eru inn í lík- anið ráða alfarið útkomunni og það fer eftir forsendunum hvernig sviðs- myndirnar líta út. Í öllum sviðsmyndunum er gert ráð fyrir bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi sem mótvægi við losun gróðurhúsalofttegunda, en með landgræðslu og skógrækt er nú ver- ið að binda um 207.000 tonn af CO2 á ári. Alls gerir sérákvæði Íslands ráð fyrir losun upp á 1,6 milljónir tonna af CO2 vegna stóriðju sem nýtir endurnýjanlega orku, umfram þær 3,6 milljónir tonna sem er hin al- menna heimild landsins til losunar. Meðaltalslosun gróðurhúsaloft- ÍSLENDINGAR standa enn mjög vel að vígi hvað varðar losun gróð- urhúsalofttegunda og er enn gott svigrúm til frekari stóriðjufram- kvæmda, vilji Íslendingar fara út í þær. Þetta kom fram í kynningu Sig- ríðar Önnu Þórðardóttur umhverf- isráðherra á mögulegri losun gróð- urhúsalofttegunda frá Íslandi fram til ársins 2020, en Umhverfisstofnun hefur látið vinna reiknilíkan um þessi mál. Að sögn umhverfisráðherra hjálp- ar líkanið Íslendingum við að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá landinu og áhrif mögulegra stóriðju- framkvæmda á þessa losun. Þá verð- ur líkanið notað til að reikna út út- streymi vegna 4. skýrslu Íslands til skrifstofu Loftslagssamnings Sam- einuðu þjóðanna. Kynnti umhverfis- ráðherra tólf sviðsmyndir þar sem m.a. var rakin staðan eins og hún er nú, með spá um mengun frá Fjarða- áli. Í hinum sviðsmyndunum voru raktir möguleikar allt frá hógvær- ustu hugmyndum um frekari upp- byggingu stóriðju til ýtrustu hug- mynda sem nú eru uppi. Mátti þar m.a. sjá spár vegna stækkunar ál- vers Alcan í Straumsvík, 250.000 tonna álvera í Helguvík 2010 og á Húsavík 2012, frekari stækkunar Norðuráls og Járnblendisins á Grundartanga auk 340.000 tonna rafskautaverksmiðju Kapla í Hval- firði. Umhverfisráðherra lagði ríka áherslu á að allt væru þetta ímynd- aðar sviðsmyndir ætlaðar til að sjá útkomur, en hverfandi líkur væru á að farið yrði í margar framkvæmdir á næstu árum vegna vanda við öflun á raforku, álags á efnahagslífið, nátt- úruverndarsjónarmiða og fleiri þátta. „Það dettur engum í hug að við förum í þrjár svona stórar fram- kvæmdir til ársins 2012,“ sagði um- hverfisráðherra. 207.000 tonn bundin á ári Engin ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdir aðrar en stækkun Norðuráls og álversins á Reyðarfirði og ljóst er að það mun hafa veruleg áhrif á losunina hvort af þeim verður og þá hvenær, þar sem einstök verk- efni af þessu tagi vega þungt í losun gróðurhúsalofttegunda í litlu hag- kerfi eins og hér á landi. Þetta gerir það að verkum að óvissa um losun er tegunda á árabilinu 2008–2012 er í öllum sviðsmyndum undir þeim mörkum sem Íslandi eru sett sam- kvæmt Kýótó-bókuninni, enda er yf- irleitt gert ráð fyrir því að fram- kvæmdum við ætlaða stóriðjukosti verði lokið um 2010 til 2012. Hins vegar fer losunin í ýtrustu tilfellum um milljón tonn umfram heimild Ís- lands, breytist hún ekki í nýju sam- komulagi. Það brýtur þó ekki í bága við Kýótó-bókunina, þar sem engar alþjóðlegar skuldbindingar eru í gildi um losun eftir 2012. Samninga- viðræður um skuldbindingar eftir 2012 hefjast á þessu ári og munu þær líklega taka nokkur misseri eða ár. Að sögn umhverfisráðherra er ekki hægt að segja fyrir um til hvaða niðurstöðu þær viðræður munu leiða. Íslandi ber samkvæmt Kýótó- bókuninni að tryggja að losun sé innan heimilda bókunarinnar. Ef losun stefnir í að verða meiri en út- hlutaðar heimildir til Íslands segja til um er hægt að afla viðbótarheim- ilda t.d. með aukinni bindingu kol- efnis úr andrúmslofti, með þátttöku í verkefnum sem stuðla að minni los- un gróðurhúsalofttegunda í þróun- arríkjum eða t.d. ríkjum fyrrum Sovétríkjanna, eða með beinum kaupum á vannýttum heimildum annarra ríkja. Á markaði kostar nú tonnið um 27 evrur eða tæpar 2.300 krónur. Losunarkvóti fyrir 100.000 tonn myndi samkvæmt því kosta Ís- land 230 milljónir. Frumvarp um skráningu losunar Samhliða kynningunni á útreikn- ingum Umhverfisstofnunar kynnti umhverfisráðherra frumvarp um skráningu losunar gróðurhúsaloft- tegunda sem lagt verður fram á Al- þingi í dag. Frumvarpið mun styrkja það losunarbókhald sem Umhverf- isstofnun hefur nú með höndum og skapa lagastoð fyrir öflun nauðsyn- legra upplýsinga fyrir það. Að auki gerir frumvarpið ráð fyrir að sett verði upp skráningarkerfi fyrir los- unarheimildir Íslands, í samræmi við kröfur Kýótó-bókunarinnar, sem Umhverfisstofnun mun hýsa. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fela nefnd þeirri sem undirbjó frumvarpið að kanna hvernig rétt sé að standa að takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda, reynist nauðsynlegt að grípa til þeirra til að standa við skuldbindingar Íslands samkvæmt Kýótó-bókuninni. Þar sem engin fyrrgreindra sviðsmynda gefur til kynna að losun fari umfram heimildir á fyrsta skuldbindingar- tímabilinu er engu að síður talið ólík- legt að svo fari. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynnir reiknilíkan um losun gróðurhúsalofttegunda Enn mikið svigrúm til framkvæmda 4. 2. +. . ,. 6. ). .  ,,- ,,. /--- /--. /-- /-. /-/- 0         !#  1 2 3   '  ( ') ( )7"&89& "  4567   8  ,,-9-:        8)     ;  # ( < 8    Morgunblaðið/RAX „Það dettur engum í hug að við förum í þrjár svona stórar framkvæmdir til ársins 2012,“ sagði Sigríður Anna. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is STÆRSTA mjólkurbú landsins verður flutt frá Reykjavík á Selfoss, öll framleiðsla á desertostum sam- einuð í Búðardal og dreifing hjá MS Reykjavík endurskipulögð og út- víkkuð. Einnig verður gripið til al- mennra hagræðingaraðgerða á öll- um framleiðslustöðum MS. Breytingarnar voru kynntar á aðal- fundi MS, sem haldinn var á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd í gær. Stjórnendur MS áætla að breyt- ingarnar skili félaginu um 300 millj- óna króna ávinningi á næstu 2-3 ár- um, eða rúmlega 4 kr. á hvern lítra miðað við innlagða mjólk hjá MS á árinu 2005. Mjólkursamsalan í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna voru sameinuð fyrir einu ári. Miðað er við að mjólkurpökkun verði flutt frá Reykjavík á Selfoss í lok árs 2007. Áætlað heildarhagræði af flutningnum er metið um 150 milljónir. Ráðist verður í fjárfesting- ar í húsnæði á Selfossi og er húsnæð- isþörf þar talin vera 2.700 fm. Flutn- ingskostnaður í heild er metinn á 318-389 milljónir. Í tengslum við flutninginn verður tekin ákvörðun um val á pökkunarvélum. Ný desertostagerð getur væntan- lega hafið starfsemi hjá MS Búðar- dal í byrjun árs 2007. Núverandi des- ertostagerð fer að miklu leyti fram í höndum, en stefnt er að því að bæta gæði, útlit, aðstöðu og framleiðni m.a. með bættum vélbúnaði sem áætlað er að kosti 21-27 milljónir króna. Desertostar hafa verið fram- leiddir á Selfossi og í Búðardal en verða framvegis eingöngu fram- leiddir í Búðardal. Danska ráðgjafafyrirtækið Capa- cent A/S hefur ásamt IMG staðið að allsherjarúttekt á dreifingu MS með það fyrir augum að útvíkka starf- semina með sem minnstum tilkostn- aði. Stefnt er að því að nýtt fyrir- komulag í dreifingu verði tekið upp í byrjun janúar 2007. Gert er ráð fyrir að aukin verkefni á þessu sviði geti skilað MS verulegum ávinningi á næstu tveimur árum. Flutningur mjólkurpökkunar mun hafa áhrif á 40 störf í Reykjavík, en 20 ný störf verða til á Selfossi. Starfsfólki í Búðardal mun ekki fjölga þótt ný desertostagerð verði byggð þar upp en vegna tilflutnings fækkar um 8 störf á Selfossi. Pökkun á mjólk hjá MS flutt til Selfoss SAMNINGURINN um Evrópska efnahagssvæðið, staða hans og framtíð, verða til umræðu á ráð- stefnu sem lagadeild Háskóla Ís- lands, utanríkisráðuneytið og EFTA-dómstóllinn standa fyrir í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Hefst ráðstefnan kl. 12.30 á ávarpi Páls Hreinssonar, forseta lagadeildar Háskólans, en síðan verður farið vítt og breitt yfir stöðu samningsins. Meðal frum- mælenda verða Geir H. Haarde ut- anríkisráðherra sem mun fjalla al- mennt um samninginn, Kristján Andri Stefánsson, stjórnarmaður hjá ESA, sem ræðir hlutverk Eft- irlitsstofnunar EFTA, Þorgeir Ör- lygsson, dómari við EFTA- dómstólinn, sem ræðir viðbrögð Íslands við dómum dómstólsins og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem ræðir lögmætar væntingar í ESB/ EES rétti. Þá munu erlendir gestir ráð- stefnunnar, m.a. dómarar við Evr- ópudómstólinn og forseti EFTA- dómstólsins, ræða aðlögun með lögum samkvæmt Evrópumód- elinu, aðferðir við túlkun Evr- ópulöggjafar, samhæfingu EFTA dómstólsins og dómstóla ESB og samskipti ESB og EES við al- þjóðaviðskiptastofnunina. Málþing um EES- samninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.